Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 C 21 VALHÚS FASTEIBIMASALA REYKJAVl'KURVEGI 62 S: 565 1122 Einbýli — raðhus HATÚN - BESS. Vorum að fá mjög skemmtil. 142 fm einb. að auki tvöf. 42 fm bílsk. Góð áhv. lán. Skipti mögul. 4ra herb. íb. BLIKASTÍGUR - BESS. Mjög vel staðsett 200 fm einb. á góðum stað við sjávarsfðuna. Húsið er ekki fullbúið en vel íbhæft. MIÐVANGUR 150 fm raðh. Góð suðurverönd. Verð 12,2 millj. Skipti mögul. STEKKKJARHVAMMUR - RAÐHÚS 7 herb. 160 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt bílsk. Verð 13,5 millj. EINIBERG Nýl. einbýli á einni hæð 5 svefnherb. Stófa, ' sjónvarpskrókur, arinn í stofu. Milliloft í bfl- skúr. Skipti á ódýrari. DEPLUHÓLAR Vorum að fá glæsil. tveggja íb. hús alls 240 fm. 60 fm íb. á neðri hæð. Glæsil. útsýni. Fullb. vandað hús. Heitur pottur, arinn, nýtt eldh. Áth. skipti í Hafnarf. Teikn. á skrifst. SUÐURVANGUR Sérstakl. glæsil. tvíl. timburh. nánast fullb. alls 223 fm. 5 svefnherb. Suðursv., verönd, bílsk., parket. Skipti í Norðurbæ koma til greina. Verð 14,5 millj. HRAUNTUNGA Gott einl. einb. m. bflsk. 4 svefnherb. Lokuð gata v. hraunið. Stutt (skóla. Skipti mögul. BREKKUHLÍÐ Vorum að fá í einkasölu 2 glæsil. parh, Arki- tekt: Vífill Magnússon. 3 herb., gððar stof- ur, verönd. Afh. fokh. að innan. Verð 9,2 milli. Teikn. á skrifst. GUNNARSSUND - EINB. 180 fm einb. sem skiptis i jarðhæð, hæð og ris. Jarðhæðin gæti nýst sem góð vinnu- aðstaða. Verð 8,9 millj. HORGSHOLT Mjög vandað parh. tæpl. 200 fm. 4 svefn- herb. Parket. Flísar. Góð lán. Skipti mögul. Verð 14,5 millj. AUSTURGATA Eldra einb. ca 100 fm kj., hæð og ris. Verð 6,8 millj. SELVOGSGATA Gullfallegt einbhús kj. og tvær hæðir. 4 herb., 2 stofur, vinnuherb. Húsið allt end- urn., garðskáli og bílskréttur. 4ra-5 herb ÁLFASKEIÐ - LAUS 4ra herb. íb. á 2. hæð. Verð 7,6 millj. LÆKJARKINN - LAUS 4ra herb. efri hæð ítvíb. m. bílsk. Stækkun- armögul. Verð 8,1 millj. ÖLDUTÚN - SÉRH. Mjög góð 4ra-5 herb. íb á 2. hæð. 4 svefnh., stofa og sjónvhol. Skipti mögul. á litlu einb. Innb. bílsk. Góð áhv. lán. Verð 10,6 m. ÁLFÁSKEIÐ — LAUS 4ra herb, íb. á 1. haeð asamt bilsk, Verð ?,S millj. Laus nú begar. 483. BLÓMVANGUR - SÉRHÆÐ Vorum að fá gullfallega efri sérhæð í tvíb. ásamt bílsk. Flísar og parket á gólfum. Góð staðsetning. Góð áhv. lán. HÓLABRAUT - HF. 5 herb. 115 fm efri hæð í tvíb. ásamt herb. í risi. Bílskúr. Verð 8,9 miflj. UGLUHÓLAR Vorum að fá góða 4ra herb. íb. m. bílsk. Fráb. staðsetn. Útsýni yfir Bláfjöll, Elliða- vatn, göngu- og hjólastígar. íb. er f mjóg góðu ástandi. Skipti mögul. i Hafnarf. SUNNUVEGUR Vorum að fá í einkasölu 5 herb. 115 fm sérhæð. Fráb. staðsetn. Sérgarður. Laus strax. Verð 7,9 millj. HRAUNKAMBUR 3ja-4ra herb. 70 fm íb. í tvfb. Góð nýting. Verð 5,9 millj. 3ja herb. HJALLABRAUT - 3JA Góð 3ja herb. fb á 1. hæð. Yfirbyggðar sval- ir að hluta. Ný klæðning. Verð 6,5 millj. ÖLDUSLÓÐ - 3JA HERB. Góð 3ja herb. 90 fm neðri hæð í tvib. Tölu- vert endurn. eign. Verð 6,9 millj. HÁAKINN - 3-4 HERB. Góð 3-4 herb. íb. á efstu hæð f þríb. Verð 6,1 millj. ÁLFASKEIÐ - 3JA 3ja herb. 81 fm fb. á 2. hæð. Bilskúrsrétt- ur. Áhv. húsbréf 4,0 millj. V. 6,7 m. SMYRLAHRAUN 3ja herb. íb. á 1. hæð. Nýviðg. Lokuð gata. 2ia herb. REYKJAVÍKURVEGUR - 2JA HERB. Vorum að fá 2ja herb. íb, á 2. hæð i góðu fjölb. Verð 4,5 millj. HRÍSMÓAR - GBÆ Vorum að fá góða 2ja herb. 61 fm íb. á efstu hæð í litlu fjölb. Verð 5,6 millj. ÁLFASKEIÐ - 2JA Góð 2ja herb. íb. á 1. hæð i góðu fjölb. Gæti losnað fljótlega. FYRIR HANDLAGNA Eigum íbúðir, hasðir og hús sem þarfn- ast lagfæringa. Góðir möguleikar. FYRtR ALDRAÐA Höfum þjönustufbúðir fyrír aldraða við Hjallabraut og f raðhúsum við Boðahlein. Uppl. a skrifst. Vantar eignir á skrá. Góðir skiptimöguleikar á meðalstói um íbúðum. Sveinn Sigurjónsson sölustj. Valgeir Kristinsson hrl. '-~-j Að vinna grjót Smiðjan Á öld steinsteyptra húsa er í vaxandi mæli faríð að klæða húsveggi með plötum úr náttúrgrjóti, svo sem grásteini, blágrýti og -----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------— ^ , ™ .— gabbrói. Hér fjallar Bjarni Olafsson um stærstu steinsmiðju landsins, S. Helgason hf. SUMT af því sem ber.-fyrir augu okkar í úppvexti getur festst okkur svo í minni að við munum það æ síðan. í Skólavörðuholtinu austan- verðu, þar sem kór Hallgrímskirkju reis síðar og e.t.v. Gagnfræðaskóli Austurbæjar, sat á bernskuárum mínum_ roskinn maður sem muldi grjót. Á höndum hafði hann þykka belgvettlinga með tveimur þumlum og dinglaði annar þumallinn laus á handarbakinu upp í loftið. Maðurinn hét Benedikt. Börn hændust að hon- um. Þau léku sér í holtinu og þótti öryggi að nálægð þessa manns. I Skólavörðuholtinu' var grjót- náma um árabil. Ennþá tíðkaðist að höggva til hæfilega steina sem notaðir voru í hleðsiu gangstétta- brúna og minni steina sem noiaðir voru til þess að mynda göturennur, auk þess voru í grjótnámum höggn- ir til steinar til hleðslu veggja, hús- grunna og veggja eins og sjá má fyrir neðan lóð Austurbæjarskólans við Barónsstíg. Þegar grjót var snið- ið þannig til í ákveðna stærð og gerð, féll eðlilega til mikið af stein- flísum og hnullungum sem var af- högg. Afhöggið sem var of smátt til þess að sníða mætti úr því nothæfa steina var svo muiið niður í mulning sem þótti afbragðsgóður til blönd- unar í steinsteypu, enda hreinn og laus við leir, mold eða salt og önnur þau efni sem valdið hafa ómældu tjóni í steinsteypu ¦hér á landi. Bene- dikt hafði lag á að mylja hnullung- ana í tvær stærðir sem hann hafði hvora í sínum bingnum. Stórgerðari mulningurinn var notaður í veggja- steypu en hinn smágerðari í lofta- steypu. Steinklæddir veggir Á öld steinsteyptra húsa hefur verið tekið til ráða í vaxandi mæli að klæða húsveggi með plötum úr náttúrugrjóti svo sem grásteini, blá- grýti og gabbrói. í fyrstunni var notað innflutt efni til slíkra klæðn- inga, tilsagaðar steinplötur og slíp- aðar. Plötur úr bergtegundum sem ekki eru til hér á landi. Ég fór á fund Sigurðar J. Helga- sonar, steinsmiðs og múrarameist- ara, sem er einn eigenda og stjórn- andi stærstu steinsmiðju landsins S. Helgason hf. Sigurður er vel fróð- ur um þá þróun sem orðið hefur í sambandi við vinnslu á bergtegund- um til húsagerðar hér á landi. Það komu upp vandamál þegar byggja þurfti við eða stækka eldri hús og nefndi hann í því sambandi Útvegs- bankahúsið við Lækjartorg. Það hús stendur á mjög áberandi og við- kvæmum stað á horni Austurstrætis og Lækjartorgs. Eldri hluti þess var byggður úr tilhöggnum grásteini. Þetta var einhverntíma um miðjan sjöunda áratuginn. Hönnuðir við- byggingarinnar voru Eiríkur Ein- arsson arkitekt og Hörður Björnsson byggingatæknifræðingur. Þykir hafa tekist afar vel til að tengja saman gamla hlutann úr tilhöggnu grjóti og hinn nýrri sem klæddur er utan með innfluttum steinplötum frá Þýskalandi. Það var steinsmiðja Ársæls Magnússonar sem annaðist útvegun þess efnis. Sigurður Helgason sá um uppsetningu á plötunum, sem múrarameistari. Það var einmitt um þetta leyti, stuttu seinna að Sigurð- ur Helgason keypti, ásamt félögum sínum, steinsmiðju Ársæis. Þeir hafa rekið fyrirtækið síðan. Sigurð- ur sagði mér að vissulega væri það dýrt efni að klæða hús með plötum unnum úr bergi. Það er þó gert í vaxandi mæli en aðallega eru það efnuð fyrirtæki sem það geta gert. Plötur úr íslensku bergi Steinsmiðja þessi hefur um langt árabil haft tæki sem sagað geta berg og hefur framleitt steinplötur úr íslenskum bergtegundum, grá- steini, blágrýti, hrafntinnu o.fl. Fólk kaupir steinplötur í töluverðum mæli til notkunar í íbúðarhúsnæði, þótt dýrt sé. Það er þá notað á tröpp- ur, gólf, í sólbekki, við eldstæði og á veggi. Eins og segir hér að fram- an eru plötur úr bergi helst notaðar af efnuðum fyrirtækjum til utan-. hússklæðninga. Enda þótt nokkur séu nefnd er það ekki tæmandi upptalning og SEÐLABANKINN á Arnarhólstúninu. HÉR má sjá gamla Útvegsbankahúsið, núverandi hús Héraðsdóms Reykjavíkur. sum eru aðeins klædd slikrí klæðn-,, ingu á jarðhæð. Hér má t.d. nefna Landsímahús- . ið, klætt með bergplötum frá Belg- íu, Hótel Holt við Bergstaðastræti og verslunina Fálkann við Lauga- veg. Þegar byggt var við Lands- bankahúsið, sem stendur á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis og er úr tilhöggnum grásteini, var byggt norðan við gamla húsið, við Hafnarstræti og Pósthússtræti, voru það arkitektarnir Gunnlauguf Halldórsson og Guðmundur Kr. •• Kristinsson er hönnuðu þá bygg- ingu. Hún ~ér klædd utan með plöt- um úr Ijósum marmara. Eitt stærsta húsið sem klætt er með gabbrói, hannað af arkitektun- um Guðmundi Kr. Guðmundssyni og Ólafi Sigurðssyni, er Seðlabankahús- ið á Arnarhólnum. Vegg Tollstöðvar- innar við Tryggvagötu prýðir stór mósaikmynd eftir Gerði Helgadóttur en umhverfis myndina er veggurinn klæddur með plötum úr íslensku . gabbrói. Einnig vil ég nefna stórhýs- ið við Vesturgötu 7, hannað af arki- tektunum Stefáni Stefánssyni og Hjörleifi Stefánssyni. Það er klætt neðantil með blágrýtisplötum og effr hæðirnar með grágrýtisplötum. Breyttir tímar Það eru nú liðin rúm sextíu ár síðan Benedikt sat í Skólavörðuholt- inu og muldi grjót til notkunar í. steinsteypu. Miklar breytingar hafa orðið á vinnubrögðum og bygg- ingaraðferðum síðan. Með bættum vélakosti hefur notkun islenskra steina aukist til muna. Þannig mun þróunin halda áfram. Elstu steinhús sem við eigum úr hlöðnum og samlímdum steinum ej;u ekki eldri en frá því um 1750. Það hefur oft vakið spurningar í hugum manna, hvi vorum við svo seinir til íslendingar sem þó áttum svo mikið grjót í landi okkar? Ég held áfram umræðu um grjót og íslenskt berg í annarri grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.