Morgunblaðið - 02.08.1995, Side 1
56 SÍÐUR B/C/D
173. TBL. 83.ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rússar virða vopnahléð í Tsjetsjníju
Endurgjalda ekki
árásir skæruliða
Moskvu. Reuter.
YFIRMENN rússneska herliðsins í
Tsjetsjníju sögðu í gær að það
myndi virða vopnahléið, sem samið
var um á sunnudag, þótt að
minnsta kosti níu rússneskir her-
menn hefðu fallið í árásum Tsjetsj-
ena frá því samkomulagið var und-
irritað. Yfirmaður hetja Rússa í
héraðinu og einn helsti hernaðar-
leiðtogi Tsjetsjena, Aslan Mask-
hadov, hvöttu í sameiginlegri yfir-
lýsingu í gær skæruliða til að virða
vopnahléð.
í samkomulaginu, sem náðist
eftir langar og erfiðar samninga-
viðræður, er kveðið á um tafar-
laust vopnahlé en rússneskir emb-
ættismenn sögðu að hluti tsjetsj-
ensku hermannanna virti það að
vettugi. „Þeir eru að reyna að kom-
ast inn í Grosní og fleiri staði og
gera árásir frá byggðum svæðum
til að knýja fram gagnárásir," sagði
embættismaður yfirstjórnar rúss-
neska hersins í Grosní.
Formanni vikið frá
Embættismaðurinn sagði að
rússnesku hermennirnir hefðu
fengið fyrirmæli um að svara ékki
árásunum nema í ýtrustu neyð.
Formaður samninganefndar
Tsjetsjena, Úsman ímajev, sagði í
gær að sér hefði verið vikið úr því
starfi með bréfi frá Dzhokar
Dúdajev, forseta héraðsins, sem
hefði sakað sig um að svíkja mál-
stað Tsjetsjena. Fregnir herma að
Dúdajev, sem er í felum einhvers
staðar í fjöllum héraðsins, hafi
hafnað samkomulaginu, sem tekur
ekki á erfiðustu ágreiningsefnun-
um, stöðu Tsjetsjníju og hlutverki
Dúdajevs í héraðinu. Hann vill að
staðið verði við sjálfstæðisyfirlýs-
ingu Tsjetsjníju frá árinu 1991.
Reuter
Hjólað gegn
kj arnasprengjum
POUL Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, og eigin-
kona hans, Lone Dybkjær, sem er
fulltrúi á þingi Evrópusambands-
ins, tóku í gær þátt í hjólreiðum í
Árósum á vegum danskra og nor-
skra andstæðinga kjamorkutil-
rauna Frakka á Kyrrahafi. Mót-
mælaferðin hófst í Osló, þaðan var
haldið með feiju til Jótlands og
munu þátttakendur, alls um 50
manns, skiptast á þar til henni lýk-
ur i París 26. ágúst. Dönsku for-
sætisráðherrahjónin, sem hjóluðu
22 km, eru væntanleg til íslands
um næstu helgi.
■ Franski sendiherrann/16
Atlantshafsbandalagið samþykkir að verja griðasvæðin með loftárásum
Bandaríkjaþing ákveður
afnám vopnasölubanns
Reuter
MÓÐIR í Sarajevo hleypur með slasaðan dreng sinn að bráðamót-
töku Kosevo-sjúkrahússins í borginni. Fjórum flugskeytum var
skotið á Sarajevo í gær.
Brussel, Saraje\o, Zagreb, Washington, París. Reuter, The Daily Tclegraph.
FULLTRUADEILD bandaríska þingsins samþykkti í gærkvöldi til-
lögu um að Bandaríkin hætti þátttöku í vopnasölubanni Sameinuðu
þjóðanna á Bosníu. Atkvæði féllu 298-128 og er meirihlutinn nægur
til að hnekkja neitunarvaldi forsetans. Öldungadeildin hafði áður
samþykkt samhljóða tillögu. Sendiherrar Atlantshafsbandalagsins
(NATO) ákváðu í gær á fundi sínum að gerðar yrðu öflugar loftárás-
ir ef Bosníu-Serbar réðust á eða ógnuðu þeim griðasvæðum SÞ sem
enn eru í höndum múslima, þ. e. Sarajevo, Bihac, Tuzla og Gorazde.
Talsmaður Bills Clintons
Bandaríkjaforseta lýsti í gær yfir
vonbrigðum hans með atkvæða-
greiðsluna en sagði forsetann
staðráðinn í að beita neitunarvaldi
sínu. Takist Clinton ekki að telja
þingmönnum hughvarf verður
.hann að staðfesta tillöguna.
Óljóst er þó hve mikil áhrif hún
hefði í reynd þar sem ýmis skil-
yrði eru sett fyrir framkvæmd-
inni, m.a. að stjórnvöld í Bosníu
fari fram á að friðargæslulið SÞ
hverfi á brott.
Fyrir atkvæðagreiðsluna á
Bandaríkjaþingi i gær sagði Carl
Bildt, sáttasemjari Evrópusam-
bandsins, að tillagan gegn sölu-
banninu væri leikur að eldinum
og hún gæti stefnt framtíð Bosníu
í voða. „En þetta er kosningabar-
átta,“ sagði Bildt. Sáttasemjarinn
mun hitta ráðamenn í Washington
að máli í dag en í gær ræddi hann
við Jacques Chirac, forseta Frakk-
lands.
Viðræður ákveðnar í Genf
Boutros Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóri SÞ, og fleiri áhrifa-
menn vöruðu í gær við því að allt
stefndi í stórstyijöld í ríkjum
gömlu Júgóslavíu.
Ráðamenn Króatíu og þjóðar-
brots Krajinu-Serba náðu í gær
samkomulagi um friðarviðræður í
Genf og eiga þær að hefjast á
morgun. Fulltrúar þjóðabrota
Serba í Bosníu og Krajina sendu
í gær Slobodan Milosevic Serbíu-
forseta ákall um aðstoð gegn herj-
um Króata, sögðust vera í nauðum
staddir. Króatíski herinn hefur
undanfarna daga tekið hundruð
ferkílómetra af herflokkum þjóða-
brotanna í sókn sem álitið er að
um 10.000 hermenn, vel búnir
þungavopnum, taki þátt í. Er búist
við að Króatar reyni að ná höfuð-
stað Krajina-Serba. Knin. Síðdegis
í gær var tiltölulega kyrrt á víg-
stöðvunum, að sögn heimildar-
manna.
Carl Bildt vill að viðskiptabanni
SÞ á Serbíu-Svartfjallaland verði
aflétt gegn því að Serbía sam-
þykki Bosníu og þrýsti á Serba í
Bosníu og Króatíu um að semja
frið. Eru Bretar, Frakkar og Rúss-
ar hlynntir hugmyndinni en
Bandaríkjamenn og Þjóðveijar
fullir efasemda.
Pólland
Ihuga her-
þotukaup
Varsjá. Reuter.
ZBIGNIEW Okonski, varnarmála-
ráðherra Póllands, sagði í gær að
Pólverjar íhuguðu að festa kaup á
100 bandarískum F-16-herþotum.
„Pólland þarf að endurnýja 220
MIG-21-þotur, sem verða orðnar úr-
eltar eftir þijú ár, og fá nútímalegar
þotur í þeirra stað,“ sagði Okonski
að loknum fundi með Sheila Widnall,
ráðherra málefna flughersins í
Bandaríkjunum.
Okonski sagði að auk þess að velta
fyrir sér F-16 væri verið að kanna
þotur frá Svíþjóð, Frakklandi og
Rússlandi. Hann gaf í skyn að af-
staða ríkja til aðildar Pólveija að
Atlantshafsbandalaginu, NATO,
kynni að ráða mikiu um valið. „Ég
dreg ekki dul á að ákvörðunin verði
pólitísk," sagði Okonski.
■ Óttast Rússa/17
Reuter
• •
Ondunargríma
í hitabylgju
MIKIL hitabylgja gengur nú yfir
Bretlandseyjar og hefur ekki oft
mælst jafn hár hiti þar á þessari
öld. Yfirvöld hafa hvatt ökumenn
til að skilja bifreiðar sínar eftir
heima til að draga úr loftinengun
þeirri, sem hitanum er samfara.
Að sögn veðurfræðinga veldur
hitinn því að mengunarefni stíga
ekki jafn hátt til hiinins og ella.
Við það leggst mengunarský yfir
stór svæði og spillir lofti. Hjól-
reiðainaðurinn á myndinni hefur
brugðist við með því að selja á sig
grimu til að sía loftið, sem hann
andar að sér.
-------------
Lestarslys
á Jótlandi
Kuupinaniialiöfii. Morguiiblaðii).
FJORUTÍU og sex manns slösuðust,
þar af níu alvarlega, þegar tvær lest-
ir rákust saman utan við stöðina í
Vejle á Jótlandi í gær. Ekkert benti
til að bilun hefði orðið, en það mun
taka nokkra daga áður en í ljós kem-
ur hvort um mannleg mistök eða
tæknibilun var að ræða.
Lestin frá Herning til Vejle átti
að mæta svæðalest á stöðinni í Vejle,
en af einhveijum ástæðum mættust
lestirnar á sama spori utan við stöð-
ina og rákust þar hvor á aðra um
klukkan hálffimm síðdegis.
Slysið er hið síðasta í röð nokk-
urra svipaðra slysa sem orðið hafa
undanfarin ár í Danmörku.