Morgunblaðið - 02.08.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 02.08.1995, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBUAÐIÐ FRÉTTIR Samanburður FÍB á bílatryggingum milli landa íslenskir bfleigendur borga tvöfalt meira en sænskir ÍSLENSKIR bílaeigendur borga mun meira í tryggingar af bílum sínum en tíðkast á Norðurlöndum, að því er kemur fram í samanburði FÍB sem kynntur var á fréttamanna- fundi í gær. Þannig borga ís- lenskir bíleigendur t.d. tvöfalt meira í tryggingar en sænskir bíleigendur. I könnuninni var annars vegar aflað upplýsinga um grunniðgjald ábyrgðar- trygginga og hins vegar sett upp algengt dæmi og gerður samanburður á milli Norður- landa. Þegar borið var saman grunniðgjald ábyrgðartrygg- inga var mikill munur á því sem tíðkast hérlendis _ eða í ná- grannalöndunum. í dæmi sem tekið var af ábyrgðar- og kaskótryggingu af algengum meðalbíl kom í ljós að meðal- kostnaðurinn miðað við ákveðn- ar forsendur var frá 56-58 þús. kr. hjá íslenskum tryggingafé- lögum. Ódýrast var að tryggja bílinn í Svíþjóð þar sem trygg- ingamar kostuðu 22.500 kr. Tjónakostnaður sagður geta útskýrt muninn „Ég þekki ekki þessi dæmi,“ segir Sigmar Armannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. „Ég get hins vegar nefnt að iðgjöld ráðast fyrst og fremst af tjóna- kostnaði og rekstrarkostnaði," segir Sigmar. • „Hvað varðar rekstrarkostn- að hafa íslensku tryggingafé- lögin verið að hagræða og sam- einast, svo rekstrarkostnaður er fyllilega sambærilegur hér miðað við hvað best gerist í nágrannalöndum okkar. Verður það að teljast ágætur árangur, þar sem rekstrareiningar á ís- landi eru mun minni heldur en tíðkast erlendis. Þá stendur eft- ir tjónakostnaðurinn. Þar getur tvennt komið til sem gæti út- skýrt þennan mikla mun. Ann- ars vegar mikil tíðni umferðar- óhappa hér á landi og hins veg- ar þær bætur sem tryggingafé- lögin greiða tjónþolum, en fjár- hæð þeirra bóta ræðst af skaða- bótareglum sem hér gilda. Við vitum t.d. að viðgerðarkostnað- Morgunblaðið/RAX RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Árni Sigfússon, formaður félagsins. Grunngjald ábyrgðartryggingar í nokkrum löndum Meðaliðgjöld án afsláttar í eitt ár. Verðið er miðað við gengi gjaldmiðla 1. júlí 1995. ÍSLAND Finnland Lúxembor Norequr Færeyjar Mesti mögulegi afsláttur 70% Kr. 78.826 [ 37.804 24.640 148.500 70% |47.939 65% 47.328 80% 75% 75% Kostnaður við að tryggja ___ Toyota Corolla í nokkrum löndum tovota Ábyrgðar-, slysa-, framrúðu- og kaskótrygging með ca. 30 þús. króna sjálfsáhættu vegna kaskótryggingar. Ársakstur15 þús. km. Eigandi fertugur og tjónlaus með búsetu í 150 þús. manna borg. Verð í íslenskum krónum. Verð miðað við gengi gjaldmiðla 1. júlí 1995 Trygging Tryggingamiðstöðin Ábyrgð* Sjóvá-Almennar VIS Skandía* Danmörk Finnland ! Kr. 58.081 157.104 |56.181 153.181 |56.181 |56.150 [ 55.942 50.348 40.400 33.320 29.600 22.500 * Lægra verðið hjá Ábyrgð f er fyrir félaga í bindindis- £ féiðgum og laagra verðið hjá 1 Skandia er fyrir félaga í FÍB. í ur í Danmörku er áþekkur við- gerðarkostnaði hér heima, en við höfum hins vegar verið að borga mun hærri bætur vegna líkamstjóna en Danir hafa gert samkvæmt dönskum skaða- bótareglum," segir hann. Opinn markaður Sigmar benti á að íslenskur vátryggingamarkaður hefði árum saman verið galopinn í þeirri merkingu að erlend vá- tryggingafélög hefðu getað boðið hér ökutækjatryggingar. „Tryggingafélögin þurfa ekki einu sinni að hafa starfsstöð hér á landi, heldur geta þau stjórnað starfseminni erlendis frá. Enn hefur þó ekkert erlent félag tilkynnt að það ætli að veita þjónustu á þessu sviði vátrygginga hér á landi,“ sagði hann. „Áð öðru leyti finnst mér það fagnaðarefni að hafin sé um- ræða um vátryggingariðgjöld, sérstaklega í ökutækjatrygg- ingum. Iðgjöld lækka ekki fyrir það eitt að erlend vátrygginga- félög fari að bjóða þjónustu sína hér. Vilji bifreiðaeigendur sjá raunverulega lækkun á iðgjöld- um ökutækjatrygginga hér á landi, verður slíku í fyrsta lagi náð með aukinni varúð í akstri og fækkun umferðaróhappa og í annan stað að komið verði á skynsamlegum bótareglum komi til tjóns,“ sagði Sigmar. Greiðsluerfiðleik- ar Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Snerta lítt verslun í húsinu UM 25 verslanir eru starfandi í verslunarmiðstöðinni Miðbæ í Hafn- arfirði og að sögn Valgeirs Magnús- sonar kaupmanns koma erfiðleikar byggingafyrirtækisins Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. ekki við rekstur húsfélags verzlunareigenda, Mið- bæjar Hafnarfirði, fyrir utan að fyrmefnda fyrirtækið skuldi sam- eiginlegum sjóði húseiganda fé. Valgeir tekur fram að ekki megi rugla saman Miðbæ Hafnarfjarðar hf., sem byggði húsið, og húsfélagi verslunareiganda sem kallast Mið- bær Hafnarfirði og annast um reksturinn. „Sá misskilningur virð- ist vera í gangi að verslunarmið- stöðin sé að fara á hausinn, en það er alrangt og ég bið alla að athuga að verslunarmiðstöðin gengur vel og verður áfram í fullum rekstri þótt að verktakafyrirtæki sem hafi nánast sama nafn standi höllum fæti,“ segir Valgeir.- Eiga forgangsrétt Að sögn Valgeirs koma greiðslu- erfiðleikar Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. ekki við rekstur Miðbæjar Hafn- arfírði, fyrir utan að fyrmefnda fyrirtækið skuldi sameiginlegum sjóði húseiganda fé. Hússjóður eigi hins vegar forgangskröfu sem komi á undan fyrsta veðrétti, og hafi veð í eigninni. Valgeir segir að ekki hafi tekist að selja nema um tæpan helming verslunarhúsnæðis í bygg- ingunni, sem skiptist í um 30 ein- ingar. Flestir sem hafi keyp^ versl- unarrými hafi gert það með yfirtöku skulda. Fjögur verslunarrými standi auð og hafi botninn dottið úr fram- kvæmdum við húsið eftir að versl- unarmiðstöðin opnaði. „Verði verktakafýrirtækið Mið- bær Hafnarfjarðar hf. gjaldþrota kemur það ekki niður á starfsem- inni, en það myndi hins vegar snerta þá lítillega sem hafa keypt rými í húsinu því að það er ekki tilbúið. Orfáir færu illa út úr því en í heild væri ekkert verra þótt svo færi,“ segir hann. Verslunarmiðstöðin hóf starf- semi í nóvember sl. og hefur að sögn Valgeirs gengið ágætlega. Framkvæmdastj óri Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. segir skýrslu ráðgjafarfyrirtækis ranga Telur skuldir félagsins ofmetnar Sakar fyrrverandi bæjarstjóra um trúnaðarbrot FRAMKVÆMDASTJÓRI Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf. kveðst telja ráðgjafarfýrirtækið Sinnu hf. ofmeta skuldir félagsins í skýrslu þeirri sem félagið vann fyrir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, og vanmeta eignir að hluta. Hann eigi von á að þetta muni koma fram í nýrri úttekt Sinnu sem Hafnarfjarðarbær óskaði eftir í júnímánuði. Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri Mið- bæjar Hafnarfjarðar hf. kveðst telja eignir vera umfram skuldir, öfugt við það sem sagði í skýrslu Sinnu, en hann vilji ekki nefna tölur í því sambandi. Skuldir séu einnig talsvert minni en 475 milljónir þær sem Sinna metur þær vera. Gróft trúnaðarbrot Viðar sakar fyrri meirihluta í Hafnarfirði um gróft trúnaðarbrot varðandi skýrsluna. Hann segir þessi mál hafa verið unnin í al- gjörum trúnaði og áttu að vera áfram, eins og samþykktir bæjarráðs Hafnarfjarðar segja og sveitastjórnarlög einnig. Hann kveðst bera fyllsta traust til vinnu Sinnu hf, en skýrslan hafi verið unnin á svo skömmum tíma að útilokað hafi verið fyrir fyrirtækið að meta stöðuna til fulls. Hlutafélagið Miðbær Hafnarfjarðar hf. var stofnað árið 1991 í því skyni að reisa verslun- ar- og skrifstofuhusnæði við Fjarðargötu 13-15, en þá höfðu forráðamenn þess reist hús sem stendur við Fjarðargötu 11. Kostar einn milljarð Hlutafé félagsins var ein milljón króna í upphafi, en eigendur þess eru fimm talsins. Framkvæmdir við húsið hófust í mars 1993, að lokinni hönnunar- og skipulagsvinnu og viðræðum við bæjaryfirvöld. Aðalverktaki hússins var Fjarðarmót hf. í Hafnarfirði. Viðar segir kostnað við bygginguna nema um einum milljarði króna og hafi áætlanir um byggingarkostnað staðist ágætlega. Hús- ið hafi hins vegar verið pólitískt bitbein í bænum frá upphafí, og virðist því ekki linna. Félaginu var veitt 120 milljóna króna bæjar- ábyrgð fyrir skuldabréfum i bæjarstjóratíð Guðmundar Árna Stefánssonar, en sú fjár- hæð nemur nú 145 milljónum króna, aðallega vegna vaxtakostnaðar og vísitölubreytinga að sögn Viðars. í skýrslu Sinnu segir að nýlega hafi farið fram uppgjör við nokkra verktaka að húsinu og hafi þeir fengið greitt með eignarhlutum í húsinu. Verði félagið lýst gjaldþrota, muni væntanlega koma til skoðunar hvort þessir samningar séu riftanlegir. „Þegar fyrirtæki eru gjaldþrota er reglan sú að bústjóri skoð- ar samninga gerða á ákveðnu tímabili og ef þeir eru taldir óeðlilegir er hægt að rifta þeim. Við teljum ekki svo vera í okkar til- viki,“ segir Viðar. Gjöld í Hafnarfirði 150% hærri Viðar kveðst allt eins vilja selja bæjaryfir- völdum skrifstofuhúsnæði Miðbæjar Hafnar- fjarðar og bílageymslu þá sem félagið hafi boðið til kaups, en hann viti ekki hvort að vilji sé hjá bænum til að veita félaginu frek- ari aðstoð. Hann segir að bæjaryfirvöld í Garðabæ og Mosfellsbæ hafi styrkt byggingu verslunarkjarna í sínum bæjum mun meira en bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, auk þess sem hann telji gatnagerðargöld í Hafnarfirði vera 150% hærri en t.d. í Garðabæ, og hafi það átt þátt í að þyngja fjárhagsstöðu félagsins. Aðspurður um hvers vegna húsið hafi enn ekki verið metið til fasteignamats sem þýðir að fasteignagjöld hafa ekki verið innheimt af eigninni, vísar Viðar á bæjaryfirvöld. > > k i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.