Morgunblaðið - 02.08.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 02.08.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EES krossarnir í kjölfarinu væru orðnir æði margir ef siglt hefði verið eftir EES - kortinu.... Samevrópsk könnun á tíðni bráðaofnæmis Tíðni ofnæmis lág hér í samanburði við önnur lönd TÍÐNI bráðaofnæmis virðist vera lág hér á landi samanborið við önnur lönd í Evrópu, að því er fram kemur í niðurstöðum samevr- ópskar könnunar um lungu og heilsu. Tíðni ofnæmis hér var 20,5% í aldurshópnum 20-44 ára, svipuð hjá körlum og konum, og var tíðnin mest í yngsta aldurs- hópnum, meðal 20-24 ára fólks. Frá niðurstöðum könnunarinnar er skýrt í ágústblaði Læknablaðs- ins. Könnunin er unnin af Davíð Gíslasyni, Þórami Gíslasyni og Hrafnkeli Helgasyni á Vífilstaða- spítala og Þorsteini Blöndal á ly- flækningadeild Landspítala og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og nær til bráðaofnæmis meðal 20-44 ára íslendinga í þéttbýli. 800 ein- staklingum var boðið til könnunar- innar og tóku 570 þátt í henni með svörun spurningalista, 540 voru húðprófaðir og RAST-próf voru gerð á 522. Ekki munur á kynjunum Ofnæmi fannst fyrir vallarfox- grasi hjá 8,5%, fyrir köttum hjá 7,6%, fyrir hundum hjá 6,3%, fyr- ir rykmaurum hjá 6,1%, fyrir hey- Auknar líkur á ofnæmi ef móðir þjáðist af ofnæmi maurum hjá 3,2%, fyrir birki hjá 3% og fyrir myglu hjá 1,1%. Ekki fannst samband milli ofnæmis og kynferðis og er það ekki í sam- ræmi við niðurstöður annarra þar sem tíðni ofnæmis hefur verið hærri hjá körlum en konum. Hlutfallslega fleiri þeirra sem greindust með ofnæmi áttu móður með ofnæmi og er munurinn marktækur. Hins vegar fannst ekki marktækt samband við of- næmi föður og ekki var heldur marktækt samband milli reykinga foreldra á æskuárum þáttakenda og ofnæmis. Þá kemur fram að marktækt fleiri án ofnæmis reyktu heldur en þeir sem greindust með ofnæmi og er það í niðurstöðum könnunar- innar rakið til þess að ofnæmisein- kenni snemma á ævinni eigi þátt í því að koma í veg fyrir reyking- ar viðkomandi. Niðurstöður þessarar könnunar í öðrum löndum hafa ekki birst nema að hlutá til. í Svíþjóð var tíðni ofnæmis um helmingi hærri en hér á landi og um fimm sinnum hærri þegar ofnæmi vegna birkis átti í hlut. Þá sýna bráðabirgðanið- urstöður úr RAST-prófum frá 32 stöðum að mesta tíðni ofnæmis vegna vallarfoxgrass var 35%, minnsta tíðnin 8% og meðaltíðnin 19%. Mest tíðni kattaofnæmis var 15%, minnst tíðni 3% og meðal- tíðni 9%. Tíðni rykmauraofnæmis var mest 25%, minnst 7% og með- altíðnin 21%. í niðurstöðum könnunarinnar segir að tíðni ofnæmis hér vegna vallarfoxgrass og rykmaura sé samkvæmt þessu með því lægsta sem þekkist og tíðni ofnæmis vegna katta svipuð og annars stað- ar. Að einhveiju leyti megi rekja þetta til einhæfs gróðurfars hér- lendis og lítils fijómagns í and- rúmsloftinu þegar vallarfoxgras eigi í hlut. Skýringar á lágri tíðni rykmauraofnæmis hér liggi hins vegar ekki á lausu, en lágt raka- stig í húsum sé álitið draga úr viðkomu mauranna og það gæti verið orsökin. Valkostur Yegagerðarinnar varð ekki ofan á Lagning Bláfjallavegar fylgir núverandi veglínu að mestu SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur úrskurðað að við lagningu Blá- fjallavegar verði núverandi veglínu fylgt að mestu, en vegurinn færður um 50-100 metra á kafla við Rauðuhnúka og beygja við Illu- brekku rýmkuð. Valkostur Vegagerðarinnar varð ekki ofan á, en hún hafði lagt til að Iagður yrði nýr vegur. Það væri ódýrari kostur og að máti Vega- gerðarinnar hagkvæmari og um- ferðaröryggi meira vegna minni halla, mýkri beygja og betri veg- sýnar. Náttúruverndarráð lagðist gegn því að valkostur Vegagerðarinnar yrði fyrir valinu, þar sem mikil röskun myndi eiga sér stað á sér- stæðu landslagi fólkvangsins. Veg- urinn myndi Iiggja um ósnortið, sögulegt hraun sem klætt væri við- kvæmum gróðri. Þá benti Sigmundur Einarsson jarðfræðingur á að þar væri einn stærsti samfelldi apalhraunfláki á Suðvesturlandi. Úfín hraun væru eitt af sérkennum landsins og þau bæri að varðveita. Slysavarnir á íslandi Slys á börnum tíðari en á hinum N orðurlöndunum SLYSAVARNARÁÐ var stofnað árið 1991 í þeim tilgangi að vera ríkisstjórn, heilbrigðisráð- herra og slysavarnanefndum til ráðuneytis um allt sem lýtur að slysavörnum. Árið 1995 voru sett lög um Slysa- varnaráð. í því sitja nú full- trúar frá dómsmálaráðherra, læknadeild Háskóla íslands, Landsbjörg, Sambandi ís- lenskra tryggingafélaga, Slysavarnafélagi íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Umferðarráði og Virinueftir- liti ríkisins. Landlæknir er formaður ráðsins. -Hvernig kemur ísland út í samanburði við 'hin Norður- löndin hvað varðar slysatíðni? „Það hefur nú náðst nokk- uð góður árangur. Heildard- ánartíðni vegna slysa var hæst á íslandi af Norðurlöndun- um árið 1970, en er nú lægst. Eitranaslysum í heimahúsum fækkaði um 70-80%, m.a. í kjöl- far þess að landlæknir,Slysa- varnafélagið og síðar Slysavam- aráð fóru að dreifa bæklingum um þetta mál í öll hús á höfuð- borgarsvæðinu. En barna- og unglingaslys eru ennþá tíðari hér en á hinum Norðurlöndunum, þó þeim hafi fækkað um 50% síðan 1970.“ -Slysadauði barna er 15 af 100.000 á íslandi, en 4-9 af 100.000 á hinum Norðurlöndun- um. Kannt þú einhveijar skýring- ar á því? „Erfitt er að fullyrða eitt eða annað í þessu efni, en benda má á nokkur atriði sem geta haft áhrif. Umhverfið í borgum á Norðurlöndum er t.d. yfirleitt vin- samlegra í garð barna en hér, þar er reynt að hafa íbúðarhverfi vel vernduð gegn umferð. Svo virðist sem þar sé einnig meiri agi og eftirlit með börnum. Börn- in eru fijálsari hér og það hefur sína kosti og galla. Islensk börn eru mjög tápmikil, það getur vel verið að það sé meiri æfintýra- löngun í þeim.“ -Hvað getum við gert til að fækka slysum? „Við erum núna að reyna að lögleiða notkun hjólreiðahjálma. Það hefur gengið hægt, en við vonumst til að koma frumvarpi þess efnis inn á þingið í haust, ráðherrann hefur látið góð orð falla um það. Það hafa verið deil- ur um hver viðurlögin ættu að vera ef börn og ungl- ingar nota ekki þessa hjálma og sitt sýnist hveijum. Við höfum lagt til, ásamt lög- reglustjóra og prófess- orum í barnalækning- um, að fyrstu tvö árin yrðu engin viðurlög, aðeins áminningar. Þannig var staðið að málum þeg- ar bílbeltin voru lögleidd um árið og við höfum trú að því að það fari vel, því börn og unglingar eru löghlýðin. Það væri mikill sig- ur að koma þessu í gegn, það myndi fækka alvarlegum höfðuá- verkum vegna reiðhjólaslysa um 70-80%. Það þyrfti einnig að hafa betra eftirlit með því að börn séu í góðum bílstólum, ég hygg að það hafi verulega þýðingu. Það fer heldur aldrei vel á því að leik- svæði barna sé gatan. Flest um- ferðarslys á yngri börnum verða Ólafur Ólafsson ►Ólafur Ólafsson fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1948 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands árið 1957. Ólafur stundaði framhaldsnám í Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og London á árunum 1957 til 1967 og sér- hæfði sig í hjarta- og æðasjúk- dómum. Hann var yfirlæknir Rannsóknastöðvar Iljarta- verndar frá 1967 til 1972. Ólaf- ur var skipaður landlæknir árið 1972 og hefur gegnt því embætti síðan. Varnaðarorð og aðgerðir hafa mikla þýðingu þannig að þau hlaupa skyndilega út á götu því þau sjá eitthvað handan hennar og verða þá fyrir bíl. Því er mjög mikilvægt ’að minnka ökuhraðann, menn verða að geta hemlað ef barn hleypur í veg fyrir bílinn. í stuttu máli má segja: betra umhverfi, minni hraði, meiri varnir." -Nú er ein mesta umferðar- helgi ársins framundan! „Varnaðarorð og aðgerðir hafa mikla þýðingu hvað varðar slysa- varnir. Það hefur hvað eftir ann- að komið í ljós að einmitt á mestu umferðardögunum verða fæst slysin. Það er vegna þess að menn eru vakandi og mikil fræðsla og áróður eru í gangi. Það er enginn vafi á því að það er nauðsynlegt að efla umferðar- fræðslu. Það borgar sig fátt betur fyrir þjóðfélagið en að fjárfesta í fræðslu, því hvert umferðarslys kostar mikið. Við höfum fengið þær upplýsingar frá Umferðarráði að dreg- ið hafi úr notkun bíl- belta og það er nátt- úrulega hörmulegt ef svo er. Á fyrstu árun- um eftir að viðurlög voru sett við því að nota ekki beltin, mældist notkun þeirra 85 til 90%. Nú skilst mér að notkunin hafi mælst allt niður í 70%, jafnvel minni. Eftir að sektir voru lögleiddar fækkaði alvarlegum slysum, þ.e. heila- og mænuáverkum, um 50%. Sárum og brotum fækkaði um 50% og innlögnum á sjúkra- hús fækkaði einnig. Alvarlegum andlitsslysum fækkaði um 70% og augnslys vegna framrúðu- brota hafa næstum því horfið. Það leikur enginn vafi á því að bílbeltin hafa gífurleg áhrif og notkun þeirra er ákaflega mikil- væg.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.