Morgunblaðið - 02.08.1995, Side 15

Morgunblaðið - 02.08.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 15 FERÐALÖG FRÉTTIR: EVRÓPA Ferð um eyðibyggðir austan Eyjafjarðar í FJÖRÐUM. Myndin tekin í Hvalvatnsfirði á lágnætti. Horft til suðurs af fjörukambi. Lengst til vinstri er Leirdalsheiðin upp úr Fjörðunum, þá Sveigsfjall yfir Grenivíkurtungum, vest- an þess Trölladalur. Fjallið Darri er fyrir miðri mynd, vestan við sér inn Þverár og Kussungsstaðadal. FERÐAFÉLAG íslands efnir til gönguferðar um skagann austan Eyjafjarðar 11.-16. ágúst. Er lagt upp frá Grenivík og fyrsta dag er gengin Látraströnd. Menn geta valið hluta ferðar, t.d. fyrstu þrjá daga, og lokið henni í Fjörðum eða degi síðar á Flateyjardal. Þá má hefja ferð í Fjörðum en næsta dag er far- ið yfir á Flateyjardal, út í Flatey, hvalaskoðun um Skjálfanda og farið í Náttfaravíkur og lýkur þar ferðinni. Skaginn austan Eyjafjarðar er nú í eyði frá Grenivík og austur að Björgum í Köldukinn. Fjörður fóru í eyði 1944, Brettingsstaðir á Flat- eyjardal 1954. Landslag á skaganum er stórbrotið og fjölbreytilegt og gróður víða blómlegur. Skaginn er mest fjalllendi en dalir upp af Fjörð- unum og á Flateyjardal er láglendi allvítt. Leirdalsheiðin gengur sem mikill dalur út í Fjörður en Flateyjar- dalsheiðin annar mikill dalur norður frá Fnjóskárdal allt út að sjó á móts við Flatey. Jeppavegur er út þessar heiðar. Látraströndin var byggð frá Grenivík út að Látrum en þaðan var hákarlaútgerð á síðustu öld og á 18. öld var þar skáldkonan Látra-Björg. Austan við Gjögurinn stóð Keflavík, afskekkt mjög og þangað verður ekki komist nema fjallvegi. Fyrsti siglingaskóli landsins var þar rekinn upp úr 1860. I Fjörðum var kirkjusókn, prest- setur á Þönglabakka. Allar leiðir í HGH í 5. Vífilsgöngu í KVÖLD, miðvikudag, heldur Hafnargönguhópurinn áfram að ganga upp að Vífilsfelli. Lagt verður af stað frá anker- inu í Hafnarhúsportinu kl. 20 og farið með rútu upp í Heið- mörk. Val er um að heíja gönguna við tjaldbúðirnar í Hjalladal og ganga síðan upp að Löngubrekkum og um Huldukletta, Heykrók og Stríðshraun eða byija göngu við Huldukletta. Nesti verður snætt í fögrum skógarlundi. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Fjörður eru erfiðar og í 200 ár treystu Hólabiskupar sér ekki að vísitera þar eftir að Jón Arason kom þar 1542. Á Flateyjardal var búið á fimm jörðum. Á Brettingsstöðum og Jök- ulsá er húsum vel við haldið. Eyjan er grösug, þar er falleg kirkja og mörgum húsum vel við haldið því margir búa þar yfir sumarið. Vetur- seta hefur ekki verið síðan 1967. UM helgina verða svokallaðir „Tungnadagar" í Biskupstungum og ýmislegt sem er þá kjörið að gera sér til gamans. í Reykholti er tjald- svæði og sundlaug. Þar er og veit- ingahúsið Aratunga með ýmis tilboð og Bjarnabúð og Pylsubankinn verða opin fram á kvöld. Einnig er mark- aðstjald í Reykholti þar sem alls konar varningur er til sölu, kl. 13-18 laugardag og sunnudag. Einnig verða þar ýmsar uppákom- ur einkum fyrir krakkana, andlits- málun, blöðrur, flugdrekakeppni, leiktæki og hægt að fá far með „Tungnaskrepp.“ Við Geysi er tjald- svæði og sundlaug, söluskáli og hót- ei. í Skálholti verða tónleikar kl. 15 Gist er í tjöldum, bílar og bátar koma í veg fyrir hópinn í Fjörðum og á Flateyjardal með farangur. Náttstaðir eru á Látrum, Keflavík, Kaðalstöðum, í Fjörðum, á Flateyj- ardal og síðasti er Naustavík í Nátt- faravíkum. Fararstjórar eru Jórunn Viðar Valgarðsdóttir og Valgarður Egils- son. og 17 á laugardag og kl. 15 á sunnu- dag. Þar er veitingasala_ með köku- hlaðborði um helgina. í Laugarási er tjaldsvæði og verslun og dýragarð- urinn verður opinn kl. 13-18. Garð- yrkjustöðvarnar Engi og Akur bjóða gestum að koma og skoða. í Úthlíð er tjaldsvæði og sundlaug og dans- leikur í Réttinni annaðkvöld, fimmtu- dag, diskótek föstudag og hljóm- sveitir laugardags- og sunnudags- kvöld. Goifvöllurinn opinn. Hestamót Loga verður í Hrísholti á laugardag og sunnudag og einnig opin tölt- keppni. Frá Drumboddsstöðum er farið í bátsferðir niður Hvítá eftir pöntun. Tungnadagar í Tnngunum Lífleg umferð á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið/Sig. Jóns HÓPUR ferðamanna snæðir kvöldverð í norðursal Hótels Selfoss með fallegt útsýni yfir Olfusá. FLEIRI ferðamenn hafa gist á Hótel Selfossi það sem af er þessu ári en í fyrra. Nýtingin var mjög góð í vor og það sem af er sumri. Heiðar Ragn- arsson hótelstjóri segir útlitið gott í haust og að hópar ferðamanna sem pantað hafi verið fyrir skili sér vel. „Þetta hefur vaxið í það að vera sjö mánaða ferðamannatímabil úr þrem- ur sem er afar jákvætt," sagði Heiðar. Vor- og hausthóparnir hafa bæki- stöð á Selfossi og dvelja á hótelinu í 4 daga, fara síðan yfir í Borgarijörð í tvo daga og enda íslandsdvölina í Reykjavík. Heiðar sagði greinilegt að farþegarnir vildu dvelja á Selfossi í nokkra daga, öll þjónusta væri fyr- ir hendi og auðvelt að eiga frían dag á staðnum. „Fólk er mjög rólegt með að hafa hér bækistöð í 4 - 5 daga, það nýtir fijálsa tímann til göngu- ferða og á kvöldin fara margir á rölt og eiga góða stund á kaffihúsi. Ég er mjög ánægður með sumarið og það sem framundan er. Þetta hefur þróast svona smám saman og við erum í góðu sambandi við ýmsa sem gott er að eiga viðskipti við,“ sagði Heiðar Ragnarsson hótelstjóri. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að bæta við herbergjum til að auka möguleika hótelsins á að mæta aukningunni sem blasti við og til að gera það mögulegt að ná stærri ráð- stefnum inn á hótelið yfir vetrartím- ann en hann sagði mikinn áhuga Selfossi sem ráðstefnustað. Dýrari gisting vinsælli Björn Lárusson hjá Getshúsum hf sem reka tjaldstæðið á Selfossi og gistingu í sumarhúsum, sagði umferð ferðamanna svipaða í sumar og í fyrra. Hann kvaðst verða meira var við íslendinga en í fyrra og þeir dveldu lengur en útlendingarnir. Um nýtingu sagði hann greinilegt að ferðafólk nýtti sér dýrari gistingu á en áður, fengi sér frekar uppbúið rúm en að gista í svefnpokaplássi. Björn sagði nýtinguna hafa verið betri í maí en í fyrra og júní og júli væru svipaðir. Aftur á móti hefði vetrar- nýtingin verið mjög slök. Hann kvaðst eiga von á þokkalegri útkomu í haust en þá væru væntanlegir hóp- ar frá Norðurlöndunum. Hins vegar kvaðst hann vera óhress með fyrir- vara ferðaskrifstofa á afbókunum og taldi þær geta séð með meiri fyrir- vara hvort hópamir kæmu eða ekki. Há viðmiðunarmörk í EES-reglum um samruna fyrirtækja Islenzk fyrirtæki of lítil til að falla undir reglurnar REGLUR Evrópusambandsins, sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og eiga að koma í veg fyrir að fyrir- tæki nái yfirburðastöðu með sam- runa, ná ekki yfir íslenzk fyrirtæki vegna smæðar þeirra. I reglunum er horft til veltu viðkomandi fyrir- tækja á heimsmarkaði og á Evrópu- markaðnum sem heild, en ekki markaðshlutdeild þeirra innan hvers ríkis fyrir sig. Reglusetning af síðar- nefnda taginu væri undir stjórnvöld- um hvers ríkis komin, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lagzt gegn samein- ingu norsku bjórverksmiðjanna Ringsnes, sem eru í eigu Orkla, og sænska brugghússins Pripps, sem er í eigu Volvo-samsteypunnar. Orkla lét í síðustu viku undan þrýst- ingi framkvæmdastjórnarinnar og seldi dótturfyrirtæki sitt, bjórverk- smiðjuna Hansa í Noregi, til þess að minnka markaðshlutdeild sína og greiða fyrir sameiningunni. Há viðmiðunarmörk Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins vísaði til þess í gagnrýni sinni á fyrirhugaðan samruna, að hin nýja samsteypa yrði markaðs- ráðandi í Noregi og bryti í bága við 57. grein EES-samningsins. Þar seg- ir að samfylkingar sem „skapa eða efla yfirburðastöðu er hindrar virka samkeppni á samningssvæðinu eða umtalsverðum hluta þess,“ séu ós- amrýmanlegar samningnum. Samningsgreinin vísar til reglu- gerðar Evrópusambandsins frá 1989, sem tók gildi árið 1990. Þar kemur fram að samrunareglurnar eigi aðeins við ef velta viðkomandi fyrirtækja á heimsmarkaði sé meira en fimm milljarðar ECU (421 millj- arður íslenzkra króna) og velta tveggja dótturfyrirtækja þeirra á Evrópumarkaðnum fari yfir 250 milljónir ECU (21 milljarð íslenzkra króna). Samanlögð velta Esso og Olís 14,3 milljarðar Samruni tveggja íslenzkra fyrir- tækja félli tæplega undir evrópsku samkeppnisreglurnar vegna þess hversu hátt mörkin eru sett. Þannig var velta Flugleiða 13,5 milljarðar á seinasta ári, velta Eimskips 8,6 millj- arðar og Heklu hf. 3,6 milljarðar, svo dæmi séu tekin. Samkeppnisskoðun hefur haft til skoðunar kaup Olíufélagsins (Esso) á stórum hlut í Olís. Fyrirtækin hyggja á víðtækt samstarf og sam- anlögð markaðshlutdeild þeirra er um 70%. Samanlögð velta þeirra var hins vegar ekki nema 14,3 milljarðar króna á seinasta ári, sem er miklu minna en lágmarkið í reglugerð ESB. Umrædd reglugerð Evrópusam- bandsins var á sínum tíma gagnrýnd fyrir of há viðmiðunarmörk. I henni eru ákvæði um endurskoðun að lokn- um fjögurra ára gildistíma, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hefur sú endurskoðun enn ekki leitt til niðurstöðu. Reuter Viðræður í París JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti og Carl Bildt, sáttasemjari Evrópusambandsins í fyrrverandi Júgóslavíu, áttu í gær saman fund í Elysée-höllinni í París. Var meg- inumræðuefni þeirra þróun átak- anna í fyrrverandi Júgóslavíu og afskipti Króata af deilunni. Breski Verkamannaflokkurinn Vilja höfða til Evrópusinna London. Reuter. BRESKI Verkamannaflokkurinn hóf í gær herferð um allt Bretland þar sem lögð verður áhersla á að ná til Evrópusinnaðra kjósenda. Robin Cook, sem er talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkis- málum, mun ferðast um Bretland þvert og endilangt næsta mánuðinn og eiga fundi með kaupsýslumönn- um, verkalýðsfrömuðum og öðrum áhrifamönnum. Hyggst hann færa rök fyrir því að hagsmunum Breta sé betur borgið með virkri þátttöku í starfi Evrópusambandsins en ein- angrun. Á biaðamannafundi við upphaf herferðarinnar sagði Cook að nei- kvæð afstaða stjórnar íhaldsmanna til Evróþu hefði grafið undan áhrif- um Bretlands. Hann sagði að barátta Verka- mannafiokksins fyrir „Evrópu alþýð- unnar“ ætti að koma almenningi til góða varðandi atvinnusköpun, rétt- indi launafólks, umhverfismál og frið og öryggi í Evrópu. íhaldsmenn hafa þegar gefið til kynna að í næstu kosningabaráttu muni þeir leggja mikla áherslu á að Verkamannaflokkurinn vilji ganga of langt í Evrópumálum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.