Morgunblaðið - 02.08.1995, Side 16

Morgunblaðið - 02.08.1995, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Frakkar fordæma „fjandsamlegar aðgerðir“ í Ástralíu Franski sendiherr- ann kallaður heim París. Reuter. FRAKKAR kölluðu sendiherra sinn í Ástralíu heim í gær eftir að ástr- alska stjómin hafði komið í veg fyr- ir að franskt fyrirtæki gæti hreppt mikilvægan viðskiptasamning. Ástr- alir vildu þannig mótmæla fyrirhug- uðum kjarnavopnatilraunum Frakka á kóraleyjunni Mururoa í Suður- Kyrrahafi. Franska utanríkisráðuneytið ákvað að kalla sendiherrann heim eftir að Robert Ray, vamarmálaráð- herra Ástralíu, kvaðst hafa meinað franska fyrirtækinu Dassault Aviati- on að leggja fram tilboð um sölu á 35-40 orrustuþotum fyrir sem svarar 46 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið gaf út yfir- lýsingu þar sem kvartað er yfir ýmsum „fjandsamlegum aðgerðum" Ástrala, sem eru meðal annars sak- aðir um að hafa tafið póstsendingar til franska sendiráðsins, leyft um- hverfisvemdarsinnum að hindra að- gang að byggingunni og tafið af- greiðslu franskra skipa í áströlskum höfnum. Kornið sem fyllti mælinn Ástralskir embættismenn höfðu áður sagt að litlar líkur væra á að Dassault hreþpti samninginn. Hátt settur franskur embættismaður sagði hins vegar að sú ákvörðun áströlsku stjómarinnar að hindra við- skipti franska fyrirtækisins af póli- tískum ástæðum hefði verið „komið sem fyllti mælinn“. Stjómvöld í Ástralíu og Nýja Sjá- landi hafa ákveðið að hætta sam- vinnu við Frakka á sviði vamarmála vegna óánægju með kjarnavopnatil- raunimar. Almenningur í þessum löndum, svo og í Japan og Þýska- landi, hefur einnig verið hvattur til að kaupa ekki franskan varning. Skoðanakönnun franska blaðsins Le Parisien gefur til kynna að 60% Frakka séu andvíg tilraununum. Kínvetjar hafa einnig sætt gagn- rýni vegna kjarnavopnatilrauna sinna og Qian Qichen, utanríkisráð- herra Kína, sagði í gær að þeir myndu hætta tilraununum ef alþjóð- legt samkomulag næst um algjört bann við þeim á næsta ári. • • Oflugur ÞRÍR létu lífið ogtöluverðar skemmdir urðu á mannvirkjum er jarðskjálfti sem mældist 7,8 stig á Richter, reið yfir í norð- vesturhluta Chile á sunnudag. Er þetta öflugasti jarðskjálfti sem orðið hefur í landinu í ára- tug. Mestar urðu skemmdirnar í hafnarborginni Angofagasta, um 226.000 manna borg, og flýði fjöldi fólks inn til landsins af ótta við að flóðbylgja skylli á borginni í kjölfarið. Angofag- asta er um 1.100 km norður af höfuðborginni Santiago en ekki er vitað til þess að neinir íslend- ingar hafi orðið skjálftans varir þar sem þeir eru flestir búsettir um 3.000 km fyrir sunnan sjálftamiðjuna. Á myndinni kannar maður skemmdirnar í Angofagasta á sunnudag. Morðá börnum fátíð í Bretlandi MORÐIN á þremur börnum í Bret- landi hafa valdið miklum óhug og landsmenn harma, að gömlu, góðu og saklausu tímamir skuli vera liðn- ir. /íeuíere-fréttastofan hefur það hins vegar eftir bresku lögreglunni, að þeir tímar hafi aldrei verið til og raunar sé minna um morð á börnum í Bretlandi nú en áður. Hefðu bömin verið myrt í ein- hveiju skuggahverfí hefði dauði þeirra líklega ekki vakið jafn mikla athygli, en allir fyllast óhug yfir því að þau skyldu hafa verið svipt lífi sínu við saklausan leik úti í náttúr- unni. Samkvæmt fréttum Sky-sjón- varpsstöðvarinnar var einn maður til yfirheyrslu í gær. Þegar fólk og foreldrar heyra um svona nokkuð fýllast þeir skelfmgu," segir Colin Pritchard við félagsráð- gjafardeild háskólans í Southampton, „en sannleikurinn er sá, að aldrei hefur verið minna um morð á börnum í landinu en nú. Áður voram við í þriðja sæti á eftir Bandaríkjunum og Þýskalandi en eram nú í sjöunda neðsta á Vestur- löndum.“ Morðin hafa haft áhrif á sumar- leyfi barna og unglinga um allt Bret- land. Margir foreldrar hafa bannað bömum sínum að fara í útilegur og veiðiferðir og nokkuð er um, að börn hafí verið kölluð heim úr sumardvöl þótt þau séu þar í umsjón fullorð- inna. -----♦ ♦ ♦ Tamílar á Sri Lanka Beðið um mat og lyf Colombo. Reuter. SENDIMAÐUR Sri Lanka-stjórnar í norðurhéraðinu Jaffna hefur sent yfirvöldum áríðandí beiðni um mat- væli og lyf til þess að tryggja megi afkomu óbreyttra borgara sem orðið hafa fyrir búsifjum af völdum bar- daga sem geysa í héraðinu. Alþjóðanefnd Rauða krossins seg- ist ekki lengur geta veitt flutninga- skipum stjórnvalda vernd á leið þeirra með birgðir til héraðsins fyrr en að fenginni tryggingu fyrir öryggi af hálfu beggja deiluaðila. í beiðni sendimannsins kemur fram að rúmlega 220 þúsund fjöl- skyldur búi við öryggisleysi sem stafi af matvæla- og lyfjaskorti. Reuter Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kína á fundi Reynt að bæta stírð samskipti Bandar Seri Begawan í Brúnei. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Kína, Qian Qichen, sagði við upphaf fund- ar síns og utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Warrens Christophers, í Brúnei í gær að Bandaríkjamenn yrðu að sýna í verki að heit þeirra um bætt samskipti við Kína væru meira en orðin tóm. Embættismaður í Washington greindi frá því að Christopher hefði í farteskinu bréf frá Bill Clinton Bandaríkjaforseta til forseta Kína. Þar kæmi fram að Bandaríkin styddu sem fyrr aðeins eina stjórn í Kína, þ. e. Pekingstjóm- ina. Qian sagði að loknum fundinum að hann hefði verið gagnlegur en Ijóst er að ekki náðist samkomulag um annað en að halda áfram viðræð- um síðar. Bandarískir embætt- ismenn sögðu að miðað við aðstæð- ur hefði fundurinn verið mjög róleg- ur og vinsamlegur. Qian falaðist eftir loforði frá Bandaríkjamönnum um að Lee Teng-hui, forseti Tævans, fengi ekki að koma til Bandaríkjanna oftar. Að sögn bandarísks embættismanns var þetta eina áþreifanlega krafan sem kínverski utanríkisráðherrann lagði fram á fundinum. Christopher hefði hins vegar engu getað lofað og orðið að játa að af annarri heim- sókn Lees „gæti orðið“. Heimsókn Lees helsti vandinn Qian sagði fréttamönnum að meginvandinn í samskiptum ríkj- anna væri sú ákvörðun Bills Clint- ons, Bandaríkjaforseta, að leyfa for- seta Tævans að koma til Bandaríkj- anna í júní. För Tævansforseta gerði ráða- menn í Peking ævareiða vegna þess að þeim sýndist Bandaríkjamenn vera að falla frá þeirri stefnu, sem þeir hafa fylgt í tvo áratugi, að við- urkenna að Kína lúti allt stjóminni sem situr í Peking, og halda einung- is óopinberum tengslum við Tævan, sem Kínveijar líta á sem brott- hlaupsfylki. Qian vék sér undan því að svara þeirri spurningu hvort forseti Kína, Jiang Zemin, myndi koma til fundar við Clinton án þess að Bandaríkja- stjóm hefði fyrst heitið því að Lee fengi ekki að heimsækja Bandaríkin aftur. Utanríkisráðherrann var einnig fáorður þegar hann var inntur við- Reuter WARREN Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, ásamt kínverskum starfsbróð- ur sínum, Qian Qichen, fyrir fund þeirra í Brúnei í gær. bragða við yfirlýsingu Christophers, sem fyrst var gefín á mánudag og síðan endurtekin á fréttamanna- fundinum í gær, þess efnis að það væri „erfítt að gera sér í hugar- lund“ að Bandaríkjamenn myndu boða til leiðtogafundar ef kínversk- bandaríski andófsmaðurinn Harry Wu yrði ekki látinn laus. Wu var tekinn höndum í Kína 19. júní og hefur verið ákærður fyrir njósnastarfsemi. Flokkur- inn styður Gonzalez FRAMKVÆMDASTJÓRN Sósíalistaflokksins á Spáni lýsti í gær yfír stuðningi við Felipe Gonz- alez forsætis- ráðherra vegna ásak- ana um að hann og þrír aðrir forystu- menn flokks- ins tengdust ólöglegri starfsemi hreyfíngar sem barðist gegn baskneskum að- skilnaðarsinnum. Hreyfíngin varð 27 manns _að bana á síð- asta áratug. Ásakanirnar á hendur Gonzalez hafa valdið miklu uppnámi í spænskum stjórnmálum. Árásir á Tyrki í Þýskalandi TALIÐ er að Verkamanna- flokkur Kúrdistans (PKK), sem berst fyrir sjálfstæði Kúrda í Tyrklandi, hafí staðið fyrir íkveikju á heimili tyrk- neskrar fjölskyldu í Bochum í Þýskalandi í fyrrinótt. Fjöl- skyldunni tókst að slökkva eld- inn. Þetta er áttunda nóttin í röð sem ráðist er á eignir Tyrkja í Þýskalandi, aðallega ferðaskrifstofur og félagsmið- stöðvar. Pílagrímar í fylgd 25.000 hermanna TUGÞÚSUNDIR hindúa héldu í gær í árlega pílagrímsferð að helli á fjöllum Kasmírs, þar sem múslimskir aðskilnaðar- sinnar rændu fímm vestræn- um ferðamönnum fyrir fjórum vikum. Meira en 25.000 vopn- aðir hermenn fylgdu hindúun- um vegna sprengjutilræða sem ætlað var að fæla fólk frá því að fara í ferðina. Hindúarnir ganga 345 km leið að hellin- um, sem er í 3.750 metra hæð. Verstu flóð á öldinni FLÓÐ sem nú era í norð-aust- urhluta Kína eru þau verstu sem orðið hafa á því land- svæði á þessari öld. Þrjú stór- fljót hafa flætt yfír bakka sína. Hermenn og óbreyttir borgar- ar hafa verið kallaðir út að styrkja varnargarða. Engar fregnir hafa borist af mann- tjóni eða slysum. Mikil úrkoma hefur verið í héruðunum Lia- oning og Jilin frá 25. júlí. • • Ormagna eft- ir ástarleiki KARLMAÐUR hefur verið fluttur á sjúkrahús í Kúveit vegna bakverkja og örmögn- unar eftir að hafa haft mök við eiginkonu sína sex sinnum á dag eftir brúðkaup þeirra. „Hann var fölur og kraftlaus og gat ekki talað,“ sagði dag- blaðið al-Watan og bætti við að vinir mannsins hefðu borið hann í sjúkrabílinn. Konan er 17 ára en ekki er vitað um aldur eiginmannsins. Gonzalez I i > i i i i l ► i > > i t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.