Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 17

Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 17 ERLENT Ibúar í Suðaustur-Flórída birgja sig upp af vatni og mat Gífurlegt úrfelli fylgir fellibylnum Erin FELLIBYLURINN Erin stefndi í gær í átt til Flórída og var búist við að hann kæmi að ströndinni undir morgun að staðartíma. Yfirvöld sögðu að fellibylnum væri að aukast kraftur, en að sögn Reufer-frétta- stofunnar létu íbúar á strönd Flórída sér margir áskoranir yfirvalda um að yfirgefa heimili sín í léttu rúmi liggja. Búist hafði verið við því að Erin kæmi að Miami, en síðdegis breytti fellibylurinn um stefnu og var sagt að hann myndi koma norðar að landi. Að sögn Atla Steinarssonar, fréttaritara Morgunblaðsins, búa um 1200 íslendingar á Flórída og þar af um 800 á mið- og suðurhluta Flórída-skagans, þar sem búast má við að Erins gæti mest. Hann hafði ekki heyrt um mikinn viðbúnað ís- lendinganna. íbúar á svæðinu keyptu upp birgð- ir verslana af vatni, niðursuðuvörum, rafhlöðum og rafmagnskyndlum. Langar biðraðir mynduðust við bens- ínstöðvar í Miami. Fellibyljamiðstöðin breytti skil- greiningu sinni á Erin úr hitabeltis- stormi í eiginlegan fellibyl síðla á mánudag. I gærdag var bylurinn 338 kíló- metra aust-suðaustur af Miami og færðist í vest-norðvestur með 19 km hraða á klukkustund. Veðurfræðingar kváðust áhyggju- fullir vegna gífurlegrar úrkomu sem fylgir Erin. Búist er við allt að 25 sentimetra úrfelli á Miamisvæðinu og 30 sentimetrum í Orlando. Þessar borgir munu þó báðar sleppa við veðurofsann haldi Erin óbreyttri stefnu. „Við búumst ekki við að þettá verði mikill fellibylur. En allir felli- byljir geta orðið hættulegir og ber að varast þá,“ sagði Jerry Jarrell, aðstoðarframkvæmdastjóri Felli- byljamiðstöðvarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem hættu- ástand skapast á suðurhluta Flórída vegna fellibyls frá því fellibylurinn Andrew varð 35 manns að bana 24. ágúst 1992. Tvö hundruð og fímmtíu þúsund manns misstu þá heimili sín og tjónið af völdum bylsins var metið á um 20 milljarða Bandaríkjadala. LISTIR SIGRÚN Guðmundsdóttir: „Afstaða tveggja stóla í sólargeisla". 1995. Reuter Pólverjar óttast Rússa Varsjá. Reuter. Form og litir unn í Esju“ (nr. 34), sem síðan vík- Landnem- ar á brott ÍSRAELSKIR lögreglumenn sjást hér bera burt ísraelska landnema og taka niður tjöld á hæð skammt frá landnemabyggðinni Beit E1 á Vesturbakkanum í gær. Her- og lögreglumenn höfðu í gær fjar- lægt alla landnemana, um 200 talsins, af hæðinni. Með þessum aðgerðum hyggjast landnemarn- ir, sem trúa því að Guð hafi gef- ið gyðingum Vesturbakkann, hindra stækkun sjálfsljórnar- svæðis Palestínumanna þar. ----------» ♦ ♦---- Flóttafólki bjargað á Eystrasalti Ósló. Reuter. UM 75 flóttamenn fundust í fjórum gúmmíbátum í Eystrasalti í gær- morgun og voru teknir um borð í norska feiju. Um 70 flóttamannanna eru frá Afgánistan, þar af 20 börn, og fjór- ir eða fímpi frá Sri Lanka. Þeir fundust norðaustan við þýsku eyj- una Rugen. Skipið sigldi til hafnar í Dan- mörku og þar verður flóttafólkið yfirheyrt. Flóttamennirnir vildu ekki tala um ferðina og ekki er vitað hvaðan þeir komu. Talið er að skipulögð glæpasamtök stundi smygl á fólki frá löndum eins og Afganistan og írak um fyrrverandi Sovétlýðveldi til Norðurlanda. OTTI Pólverja við Rússland hefur aukist og er ástæðan sú að þeir telja að í Rússland stefni í einræði og ráðamenn í Moskvu vilji hafa hemil á þeim löndum sem áður heyrðu Sovétríkjunum til. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar sem birt var á mánudag. Alls telja nú um 72% Pólveija að Rússland vilji ná þeim áhrifum sem Sovétríkin höfðu í löndum Austur- Evrópu. í skoðanakönnun sem gerð var 1993 þótti 39% þetta líklegt. Tveir af hveijum þrem sem spurð- ir voru í skoðanakönnuninni nú ótt- uðust að í Rússlandi yrði komið á einræði innan skamms. Einungis 13 DYRAFRÆÐINGUR í London sagði í gær að hann hygðist leiða til lykta getgátur um að risakettir séu á ferli á Bodmin-heiði, með því að gera DNA-rannsókn á haus- kúpu sem þar fannst. Doug Richardson dýrafræðing- ur hefur sérhæft sig í rannsóknum á spendýrum og hyggst kanna hvort hauskúpan er af púmu eða öðru stóru kattardýri. Tvær víg- tennur eru í kúpunni. af hundraði töldu líklegt að framhald yrði á lýðræðisþróuninni í Rússlandi. í tilkynningu frá pólsku ríkisstofn- uninni sem gerði skoðanakönnunina segir að helsta ástæða ótta Pólveija sé einörð andstaða rússneskra stjórn- valda við stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og ákvörðun Hvítrússa nýverið að treysta tengslin við Rússland. Aukin samskipti Pólveija við NATO að undanförnu hafa valdið rússneskum ráðamönnum mikilli gremju, og segja þeir að ekki komi til greina að liðsafli NATO verði stað- settur í grennd við landamæri Rúss- lands. Richardson útilokar ekki að dýr af kattarætt hafi sloppið úr gæslu og lifað villt á heiðinni. Bændur í nágrenni Bodmin fullyrða að sést hafí til risakatta á heiðinni sem hafí lagst á sauðfé. Síðastliðna átta mánuði hafa myndbönd og ljósmyndir sem teknar voru á heið- inni verið rannsakaðar vegna full- yrðinganna um risakettina en stærstu kattardýrin sem sjást á þeim eru venjulegir heimiliskettir. MYNPLIST Ilulduhólar — Mosfellsbæ MÁLVERK OG HÖGGMYNDIR Samsýning. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga tíl 20. ágúst. Aðgangur ókeypis. SUMARSÝNINGARNAR að Hulduhólum hafa undanfarin ár unnið sér ákveðinn sess í myndlist- arlífi sumarsins fyrir skemmtilegt form, aðstæður og val listafólksins. Húsráðandinn, Steinunn Marteins- dóttir leirlistarkona, hefur árlega boðið tveimur listamönnum að sýna í ágætum sal á efri hæð heimilis sín í Mosfellsbæ, en hefur sjálf sýnt verk sín í tengslum við vinnustofuna á neðri hæð hússins. Þessar sérstæðu sýningar hafa oft komið vel út, og svo er einnig nú. Gestir staðarins að þessu sinni eru þær Rut Rebekka listmálari og Sigrún Guðmundsdóttir mynd- höggvari, en þær hafa báðar verið virkar í listalífinu um áraraðir. Sjálf hefur Steinunn kosið að taka ekki beinan þátt í þessari sýn- ingu, en hefur engu að síður komið fyrir í rýminu á neðri hæð nokkru sýnishorni þess sem hún hefur ver- ið að fást við undangengin ár. Kennir þar ýmissa grasa, allt frá skemmtilega snúnum stjökum til lítilla keija, sem minna á brostnar kúlur í gerð opsins. Sett af grænleit- um skálum sýnir vel þau fínlegu vinnubrögð, sem listakonan hefur svo gott vald á, og fjörlegir vegg- diskar minna á leikinn í miðlinum. Þótt hér sé aðeins um að ræða tilfal- landi verk frá hendi Steinunnar, er ljóst af þeim að hér hefur vandaður leirlistamaður farið höndum um. Rut Rebekka hefur einkum getið sér orð fyrir myndir sínar af tónlist- arfólki, þar sem hún hefur notað einfaldar uppstillingar persónu og hljóðfæris til könnunar litflatanna, sem hún hefur oftast unnið í olíulit- um. Sem fyrr eru það blæbrigði lit- anna sem heilla listakonuna mest, en að þessu sinni hefur hún hins vegar söðlað um hvað varðar miðil, því hér sýnir hún eingöngu vatns- litamyndir. Jafnframt leitar hún nú myndefna á nýjum vettvangi, því veggina prýða landslagsstemmur, sem hún hefur að mestu unnið á liðnum vetri og vori, og eiga upp- runa sinn í Esjunni. Þessar litlu myndir eru fyrst og fremst vaktar af þeim breytingum birtunnar, sem árstíðirnar bera með sér; dumbungi vetrarins, fyrstu leysingum vorsins, birtu hækkandi sólar. Kuldi blámans kemur vel fram í verkum eins og „Marsmorg- ur fyrir bjartari tónum eins og í myndinni „Vor í Esju“ (nr. 41). Meðal verkanna er að finna nokkra flokka örsmárra mynda, þar sem listakonan þrengir svo að myndefninu, að það verður nær afstrakt; hinar bestu þeirra eru hins vegar meðal sterkustu verkanna á sýningunni, og nægir þar að benda á verk nr. 14, 16, 21 og 28 sem góð dæmi. Þessar vatnslitamyndir sýna Rut Rebekku takast á við ný svið í rann- sókn litanna, og verður athyglisvert að sjá hvert þessi þróun á eftir að bera hana á komandi árum. Sigrún Guðmundsdóttir hefur stundað höggmyndalistina í nær þijá áratugi, og tekið þátt í fjölda samsýninga á því sviði hér á landi og erlendis. Hún hefur einnig feng- ist lengi við kennslu, bæði við Myndlistaskólann í Reykjavík og við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Sigrún hefur einkum getið sér gott orð fyrir vandaða efninotk- un, og síðari ár hefur tréð verið hennar helsti efniviður í ýmsum skemmtilegum viðfangsefnum sem tengja saman huglæg viðfangsefni og sampil forms, rýmis og efnis í verkinu. Hér getur að líta þijú umfangs- mikil verk frá hendi Sigrúnar, þar sem uppistaðan er dökklitað tré, en járn kemur sem afar virk skreyting á það. Hvert þessara verka er rým- isverk í besta skilningi þess orðs, þ.e. markar sér rými og stjórnar því, hvort sem það er út á við eða innra með verkinu. Jafnframt fylgir hveiju þeirra ákveðin vísbending um þann hugarheim, sem þessar ímyndir eru sprottnar úr, og verður til að bæta við verkið. Þannig stend- ur við „Brostinn strengur" (nr. 3): „Verkið, sem ber í senn svipmót báts og hljóðfæris, vísar til ævifer- ils mannsins og þverrandi lífsmátt- ar.“ Það er mikil kímni í verki nr. 2 („Um löngun mannsins í það sem hann fær ekki höndlað"), þar sem púrtvínsflaska gegnir lykihlutverki, og lögunin minnir á geymslu þessa eðla drykks. Hið hógværasta er þó hið besta þessara verka, en í „Afstaða tveggja stóla í sólargeisla“ (nr. 1) er listakonan einfaldlega að leita augnabliksins, birtunnar og sam- spils ólíkra hluta í heildinni - könn- un hinna formrænu þátta, sem gefa verkinu innri styrk. Þessi sumarsýning að Hulduhól- um er minni um sig en oft áður, en heimsókn í þetta persónulega sýningarrými reynist þrátt fyrir það ánægjuleg sem fyrr. Eiríkur Þorláksson. „Risakettir“ á Bodmin-heiði Rannsaka DNA London. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.