Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 19
LISTIR
AÐSENDAR GREINAR
Hlaupið í
skarðið
TÓNLIST
Ilallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Efnisskrá J.S. Bach, Couperin og
E.d’Evry. Flytjandi Douglas A.
Brofche.
SVONA eiga organistar að vera.
Roger Sayer, organisti við dóm-
kirkjuna í Rochester, varð að aflýsa
fyrirhuguðum tónleikum sínum í
kirkjunni sökum veikinda klukku-
stund áður en tónleikar skyldu
heflast. Aðstoðarorganleikari kirkj-
unnar tók þá málið að sér og skil-
aði tæplega klukkutíma efnisskrá
á Klais-orgel kirkjunnar. Meira
þarf raunar ekki að segja, segir
enda meira en mörg orð. Við þetta
má þó því bæta að orgelleikur er
ekki aðalstarf Douglas Brofche,
heldur er aðalstarf hans tengt
Háskóla íslands. Vitanlega hafði
Douglas verkin sem hann lék í
fingrunum og orgelið þekkir hann
vel, hann var heldur ekki að velja
sér einhveijar tekniskar stórstjörn-
ur til flutnings, heldur lét skynsem-
ina ráða og skilaði verkefnunum af
öryggi.
Þrátt fyrir að Douglas tækist
að ná út heppilegri blöndun i
raddavali orgelsins, en mörgum
aðkomuorganistanum hefur
heppnast, þá geta fimm sálmfor-
leikirnir um Allein-Gott reynt svo-
Iítið á hlustun áheyrendans, svo
að ekki fór hjá því að maður færi
að gjóa augunum út um kirkjuna
og staðnaði sýnin gjarnan við
Kristmyndina stóru, hægra megin
við innganginn. Ekki bregður
manni við að Jesús er þarna ljós-
hærður og raunar ekkert eðlilegra
en að hárið sé ljóst og útlitið nor-
rænt, hér hjá okkur uppi á ís-
landi. Á ekki Jesús að búa í okkur
hveijum og einum og þá í þeirri
mynd sem við getum skilið hann?
Á líkum rökum hlýtur að vera viss-
um erfiðleikum bundið að troða
ljóshærðum Jesús inn í svertingja
Áfríkufrumskóganna. Á öðrum
forsendum er reynt að kvenkenna
Guð almáttugan, og er það annað
vandamál. En að trúa því að Einar
Jónsson hafi haft Guðmund jaka
sem fyrirsætu, þegar hann skóp
Jesús, veldur nokkrum erfiðleikum
þeim, sem kynntust þeim ágæta
manni Guðmundi á allt öðru ald-
ursskeiði.
En áfram héldu tónleikarnir.
Þættirnir tveir úr Messu Couperin
eru kannski ekki það minnisstæð-
asta eftir þann snilling og kannski
hefði farið betur á að „registera“
þá aðeins þynnra, á sama hátt er
miðið „viberato" umdeilanlegt.
Tónleikunum lauk dr. Douglas A.
Brofche með Tokkötu eftir - ef
ég heyrði rétt - E.d’Evry, eðlilegt
lokaverk tónleika, og þar með lauk
kvöldstund sem óvenjulega var að
staðið og víst skákaði Douglas hér
mörgum „stórorganistanum“, sem
hefðu sagst ekki treysta sér. Bravó
Douglas.
Ragnar Björnsson
Norræni lýðháskól-
inn í Kungálv
í KVÖLD kl. 20 munu kennarar
frá Norræna lýðháskólanum í
Kungálv, Svíþjóð, heimsækja
Norræna húsið. Þeir segja frá
skólanum og því sem þar er í
boði. Einnig verða viðstaddir
nokkrir Íslendingar, sem hafa
stundað nám við skólann og munu
þeir segja frá veru sinni þar.
Norræni lýðháskólinn í
Kungálv var stofnaður 1947. Þar
er norræn samvinna í fyrirrúmi,
eins og fram kemur í fréttatil-
kynningu.
í skólann koma nemdendur frá
öllum Norðurlöndum.
Kennararnir sem verða í Nor-
ræna húsinu í kvöld eru: Rolf
Ruthström, á leiklistarbraut, EL-
isabeth Renström á blaða-
mennskubraui, Hanne Juul,
vísnasöngskóli. Ennfremur Ann-
ika Stenlund, Hákan Sandberg,
Elisabeth Benson og Lennart
Thorstensson sem öll eru kennar-
ar á almennri braut.
Á kynningunni talar Torben
Rasmussen, forstjóri Norræna
hússins, um hugsjónina að baki
lýðháskólanum, sérstaklega í
Danmörku.
Anna Pálína Árnadótir og
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
syngja vísur ásamt Hönnu Juul.
Kaffistofan verður opin. Allir eru
velkomnir og aðgangur ókeypis.
■ BANDARÍSKI myndlistarmað-
urinn Joan Perlman heldur fyrir-
lestur í Nýlistasafninu Vatnsstíg
3b, á morgun, fimmtudag, og hefst
hann kl. 20.30.
Joan Perlman býr og starfar í
San Francisco og mun hún í fyrir-
lestri sínum fjalla um eigin verk.
Ennfremur mun hún gefa innsýn
inn í myndlistarstarfsemi í San
Francisco. Fyrirlesturinn fer fram
á ensku og er öllum opinn.
Opið bréf til
heilbrigðisráðherra
ÞAÐ vakti talsverða
athygli í þjóðfélaginu
þegar fréttir bárust af
því síðastliðið vor að
fyrir dyrum stæðu um-
fangsmeiri sumarlok-
anir á geðdeildum
sjúkrahúsa en þekkst
hafa til þessa. Starfs-
fólk. lýsti andstöðu við
þessar lokanir og sagði
of langt gengið. Yfir-
læknir á geðdeild Land-
spítalans gekk svo
langt að segja að þessar
lokanir gætu leitt til
alvarlegra atburða,
jafnvel haft sjálfsvíg í
för með sér. Málið var
tekið upp á Alþingi og
kom þar fram að heilbrigðisráðherra
hyggðist taka upp viðræður við fjár-
máiaráðherra um þessar ráðstafanir.
Á orðum heilbrigðisráðherra mátti
skilja að reynt yrði að afia flármuna
til að snúa áður teknum ákvörðunum
til baka. Það varð þó ekki. Hins veg-
ar hafa birst viðtöl við heilbrigðisráð-
herra þar sem fram kemur sú skoð-
un, að lokanir deilda og samdráttur
í þjónustu á sjúkrastofnunum leiði
iðulega til útgjalda á öðrum sviðum
heilbrigðis- og tryggingaþjónustunn-
ar og sé því oft ekki til þess fallið
að spara peninga. Undir þetta sjónar-
mið skal tekið og má í því sambandi
minna á könnun sem fram fór á veg-
um BSRB fyrir nokkrum árum og
leiddi í ljós að sumarlokanir öldrunar-
deilda leiddu til útgjaldaauka á öðr-
um sviðum. Vandinn við kannanir
af þessu tagi er svo aftur sá að erf-
itt getur reynst að sýna fram á þætti
sem ekki eru auðveldlega mælanleg-
ir og er þá átt við þá erfiðleika sem
sjúklingar og aðstandendur þeirra
verða fyrir.
Umræða sem ekki má bíða
Á ríkisspítölunum er nú farið að
ræða frekari samdráttaraðgerðir á
hinum ýmsu deildum, þar á meðal
geðdeildum. Til tals hefur komið að
grípa til uppsagna og jafnvel áfram-
haldandi lokana geðdeilda. Ef mönn-
um er alvara með þessu þarf þegar
í stað að fara fram opinber umræða
um málið því þetta snertir samfélag-
ið allt og kemur okkur öllum við.
Ekki dugar að láta þessa umræðu
bíða til haustsins því eins og gefur
að skilja er starfsemi stórra sjúkra-
stofnana skipulögð langt fram í tím-
ann og gæti reynst erfitt í haust að
breyta ákvörðunum sem nú kunna
að verða teknar. Þess vegna er nauð-
synlegt að fá þegar í stað upplýs-
ingar um fyrirætlanir varðandi starf-
semina á næstu misserum.
Sú spuming, sem nú er óskað eftir
að heilbrigðisráðherra svari, er þessi:
Mun ríkisstjómin heimila niðurakurð
og samdrátt í þjónustu við geðsjúka
svo og áfengis- og vimuefnasjúklinga
þegar sumarlokunum sleppir?
Ef grípa á til niðurskurðar og sam-
dráttar á þessu sviði verða heilbrigðis-
yfírvöld og þá fyrst og fremst þeir
aðilar sem hafa pólitíska ábyrgð á
þessum málaflokki að rökstyðja áform
sín.
Ef ástæðurnar fyrir
lokunum og samdrætti
eru af efnahagslegum
toga þarf það að koma
fram. Þá þurfa stjórn-
völd að sýna fram á
það, að um raunveruleg-
an sparnað sé að ræða
og jafnframt hrekja
staðhæfingar um að sá
spamaður, ef einhver er,
gæti reynst samfélaginu
dýrkeyptur. Auðveld-
lega má færa að því rök
að eðlilegra væri að
snúa dæminu við og
spyija hver sé kostnaður
þjóðfélagsins við sam-
drátt í þjónustu við geð-
sjúka. Því staðreyndin
er sú, að það er samfélaginu dýrt að
reyna ekki að gera alla þegnana færa
um að lifa sjálfstæðu lífi.
Peningar og siðferði
Á þessum málum er að sjálfsögðu
einnig siðferðileg hlið sem þarf að
ræða ekki síður en hina efnahags-
legu. Hún lýtur að því að sumir ein-
staklingar þurfa á stuðningi samfé-
lagsins að halda og að samfélaginu
ber siðferðileg skylda til að veita
þann stuðning. Þess vegna verður
einnig spurt hvernig yfirvöld ætli að
réttlæta siðferðilega ef dregið verður
úr stuðningi við geðsjúka, áfengis-
og vímuefnasjúklinga.
Ríkisstjórnin og sérstaklega heil-
brigðisráðherra verður krafinn um
að hann geri grein fyrir báðum þess-
um þáttum, hinum efnahagslega og
hinum siðferðilega ef gripið verður
til frekari samdráttaraðgerða en þeg-
ar hefur verið gert með tilheyrandi
uppsögnum og jafnvel lokunum á
einstökum geðdeildum spítalanna
eins og rætt hefur verið um.
Fyrr í sumar boðaði landlæknir til
fundar sem haldinn var vegna óska
sem fram komu frá aðstandendum
géðsjúkra einstaklinga. Fundinn sátu
auk þeirra fjölmargir starfsmenn heil-
brigðisþjónustu og löggæslu. Undir-
ritaður óskaði eftir að fá að sitja þenn-
an fund og var hann mjög lærdóms-
ríkur. Eftir fundinn var í fjölmiðlum
haft eftir ábyrgum aðilum sem fund-
inn sátu, að eins og málum væri kom-
ið væri stórum hópi fólks sem ætti
við geðræn vandamál að stríða, sum-
um með alvarleg áfengis- og vímu-
efnavandamál, vísað út á guð og
gaddinn. Sumir, sem engan ættu að,
ráfuðu um götumar, aðrir leituðu á
náðir aðstandenda sem iðulega væm
að brotna undan óbærilegu álagi.
Hinn napri veruleiki
Við þetta vakna margar spurning-
ar. Hafa menn til dæmis reiknað
kostnaðinn af því að gera stóra hópa
fólks óvinnufæra til lengri tíma, en
þess eru mörg dæmi að geðsjúkir
einstaklingar lami umhverfi sitt með
þessum afleiðingum. Þetta er hinn
napri veruleiki. Og hafa menn hugs-
að til enda hve hættulegt það getur
verið að vísa út í þjóðfélagið eftirlits-
laust einstaklingum sem ekki hafa
stjórn á eigin gjörðum? Eða stendur
til að fjölga í lögreglunni um leið og
dregið verður úr aðstoð við áfengis-
og vímuefnasjúklinga? Þá má spyija
hvetjar afleiðingar lokanir og sam-
dráttur á einu sviði geðheilbrigð-
isþjónustunnar hafi. Geta þær t.d.
leitt til þess að settir eru á einn stað
ólíkir einstaklingar sem hafa slæm
áhrif hver á annan? Verða til dæmis
áfengis- og vímuefnasjúklingar settir
með fólki sem á við gerólíkan vanda
að stríða? Hvaða áhrif hefur þetta á
líðan og batamöguleika þeirra sem
hlut eiga að máli? Það má ekki
gleyma því að verið er að tala um
sjúka einstaklinga. Það er verið að
tala um fólk.
Hvernig ætla stjórnvöld að rétt-
læta það siðferðilega að dregið verði
úr aðstoð við einstaklinga og fjöl-
skyldur sem enginn ber brigður á
að þurfi á hjálp samfélagsins að
halda? Liggja efnahagsleg rök að
baki; höfum við ekki efni á að sjá
geðsjúku fólki fyrir aðstoð? Hvernig
ætla stjórnvöld að réttlæta það gagn-
Mun ríkisstjórKÍn heim-
ila niðurskurð og sam-
drátt í þjónustu við geð-
sjúka svo og áfenffls-
og vímuefnasjúklinga
þegar sumarlokunum
sleppir, spyr Ögmund-
ur Jónasson.
vart samfélaginu að vísa fólki út á
göturnar sem er sjálfu sér og um-
hverfi sínu hættulegt? Telja menn
sig vera að þjóna vilja þjóðarinnar?
Skyldur samfélagsins
Getur verið að skýringin sé af allt
öðrum toga? Getur verið að í barátt-
unni um peninga í heilbrigðisþjón-
ustunni standi geðsjúkir og aðstand-
endur þeirra höllum fæti sem þrýsti-
hópur? Geðsjúkdómur lamar ekki að-
eins þann sem hann hijáir heldur alla
þá sem standa sjúklingnum næst.
Sjúkdómur eins manns getur þannig
þegar fram líða stundir dregið mátt-
inn úr mörgum. Það þarf sterk bein
til að standast það álag að horfa á
fjölskyldumeðlim eða ástvin brotna
niður. Vissulega eru til þeir einstakl-
ingar sem hafa risið undir þessu álagi.
Um það sannfærðist ég á fyrmefnd-
um fundi. En samfélaginu öllu ber
skylda til að létta þeim byrðamar.
Heilbrigðisnefnd Alþingis kemur
saman á fimmtudag í þessari viku
til að fá upplýsingar um fyrirætlanir
í heilbrigðiskerfinu. Þar verður fjall-
að um ýmsa þætti heilbrigðisþjón-
ustunnar. í ljósi þessa alvarlega
ástands, sem skapaðist í sumar á
geðdeildum sjúkrahúsanna, er víst
að fylgst verður sérstaklega með því
á livern hátt heilbrigðisráherra
hyggst standa vörð um hag geð-
sjúkra og aðstandenda þeirra.
Höfundur er alþingismaður og
formaður BSRB.
Ögmundur
Jónasson
AiIO AH0 AEO A|:C1 Alö AIO Aliö Alö ÁIO AlrCC ÁIO Álö ACO
Ai.veg Fínstök Gæm
Lavamat 508 Þvottavél
* VinduhraSi 800sn/mín. tekur 5 kg.
* Sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparnaSarforskrift.
* Orkunotkun 2,1 kwst á lengsta kerfi.
* Einföld og traustvekjandi.
Afborgunar verð kr. 78.842,-
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesí, Kf. Borgfiröinga,
Borgamesi. Vestfirölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi.
Rafverk Bolungarvfk.Straumur, ísafiröi.
Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabuö,
Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvik.
Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson,
Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö.
KASK, Höfn Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík.
Rafborg, Grindavík.
Þriggja ára | o
ábyrgð á öllum n
AEG E
ÞVOTTAVÉLUM 3
*Meðaltalsafborgun
á mánuái: 3.807,-
V/SA
*Meðaltalsafborgun
á mánuði: 3.849,-
BRÆÐURNIR t
DIQRMSSÖNHFj
Lágmúla 8, Sími 553 8820 !
* Miðað við afborgun í 24 mánuði. °