Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 28

Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ -\ Dýraglens VÍ7ÓN Ö6 PARDUS-\ [>}fZ HAFA ; ELT /VU6Í / gi EN&Ö \ÆR£> AíP\J 0l J'ATAfAÐMTFLU6\ I UR. ERjU Mihnzl vezsiubvmid lák l>-í JPla- * Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Ég er orðinn forfallinn marm- í sumar ætla ég að taka þátt í Hvar sem hann nú er... Hann arakúluspilari! „RúlIuholu“-meistarakeppninni á er hinum megin við götuna. Miklatúni í Hliðunum... BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Um dagskrár stefnu Ríkisútvarpsins Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni: RÍKISÚTVARPIÐ er almannaút- varp og á þar af leiðandi að þjóna sem allra flestum landsmönnum. Það tekst ágætlega. Daglega hlusta tæplega áttatíu þúsund manns á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins. Lög- um samkvæmt er það hlutverk Rík- isútvarpsins að bjóða upp á tvær hljóðvarpsdagskrár sem eiga að þjóna sem flestum og miðað við fréttatímana, tekst útvarpinu ágæt- lega til. Arnþór Helgason átelur um helg- ina í Morgunblaðinu, að ómarkviss dagskrárstefna ríki hjá Ríkisútvarp- inu og hann kemur með ýmsar þarf- ar ábendingar. En ég er ósáttur við þessi orð Amþórs um Rás eitt og Rás tvö í lesendabréfi 30. júli: „Óbein samkeppni ríkir nú milli rás- anna og dagskrárgerðarmenn róa á sömu mið.“ Arnþór er alls ekki einn um þetta sjónarmið, en ég býst við því að líkt og öðrum, gangi honum illa að útskýra nánar, hvað hann meinar. Varla vill Amþór banna mönnum að hlusta frekar á aðra rásina en hina. En meinar hann að hindra skuli með öllum ráðum að hlustendur skipti um skoðun? Að koma eigi í veg fyrir að hlustendur Rásar tvö fái meiri áhuga á að hlusta á Rás eitt, eða öfugt? Já, öðra vísi get ég ekki skilið þetta taí um óæskilega samkeppni Rásar eitt og Rásar tvö. Ég er þeirrar skoðunar að báðar hljóðvarpsrásir Ríkisútvarpsins eigi eftir kostum að veita sínum hlust- endum alhliða þjónustu. Ríkisút- varpið á ekki að reikna með því að hlustendur skipti allir sem einn á milli Rásar eitt og Rásar tvö, eftir því hvaða dagskrárefni sé spennandi hveiju sinni. Við skulum ganga út frá stað- reyndum: Tala fréttahlustenda hjá Ríkisútvarpinu - hljóðvarpi skiptist því sem næst til helminga á milli Rásar eitt og Rásar tvö. Dag hvern hlusta um 40.000 manns á hádegis- fréttir á Rás eitt og rétt innan við 40.000 hlusta á fréttir á Rás tvö. Báðum þessum stóra hópum á að veita alhliða þjónustu. Þannig er tónlist á báðum rásum, fréttir á báðum rásum, afþreyingarefni á báðum rásum og fróðlegt, upplýs- andi efni á báðum rásum. Á hinn bóginn er tónlistin mismunandi eftir rásum og annað efni sömuleiðis. Enda hlustendahópamir mismun- andi. Helmingur fréttahlustenda Rásar tvö hlustar á siðdegisútvarp sömu rásar. Það er vel. Á hinn bóginn hlustar einungis fjórðungur frétta- hlustenda Rásar eitt á síðdegisút- varp þeirrar rásar. Úr því þarf að bæta. Bestu hlustunartímar í útvarpi era milli 7 og 9 á morgnana og 17 til 19 síðdegis. Þá eru flestir reiðu- búnir að hlusta á útvarp, EF þeir fínna eitthvað boðlegt. Það er skyn- samlegt að haga dagskrá á þessum tímum þannig, að sem flestir hlust- endur kveiki á útvarpinu. Þessvegna er verið að gera þessa tilraur. með SÍÐDEGISÞATT á Rás eitt. Efni- sval og efnistök eru - eins og Am- þór gat sér réttilega til - sniðin að fréttahlustendum Rásar eitt. Auð- vitað kemur einstaka sinnum fyrir að verið sé að fjalla um sama efni á báðum rásum Ríkisútvarpsins. En það gerir ekkert til, vegna þess að aðeins örfáir útvarpshlustendur eru sífellt að skipta á milli stöðva. Eng- inn fjölmiðill er svo vitlaus að fjalla aldrei um það sem aðrir hafa tekið til urnfjöllunar. Arnþór, það er óhjá- kvæmilegt að fjölmiðlar rói öðru hveiju á sömu mið, allir skynsamir skipstjórar róa þangað sem vel veið- ist. Hjá Ríkisútvarpinu er um það að ræða að veita tveimur stóram, en mismunandi hlustendahópum sem besta og fjölbreyttasta þjón- ustu. Miðað við hlustun, það er að segja áhuga og undirtektir hins almenna hlustanda, hefur Ríkisútvarpinu tekist tiltölulega vel. En í öllum rekstri, hvort sem er einkarekstri eða ríkisrekstri hlýtur ætíð að gilda þetta kjörorð: betur má ef duga skal. JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON, vinnur við Síðdegisþátt Rásar eitt og eru þetta persónulegar skoðanir hans, en ekki Ríkisútvarpsins. Glæpir í Bosníu-Hersegóvínu Frá Amnesty International: VEGNA yfírtöku heija Bosníu- Serba á griðasvæði Sameinuðu þjóðanna við Srebrenica í Bosníu- Hersegóvínu óttast Amnesty Int- emational um afdrif allt að 4000 karlmanna frá 16 ára aldri sem Bosníu-Serbar handtóku við töku Srebrenica og fluttu á knatt- spyrnuvöll í bænum Bratupac. Samkvæmt heimildum Amnesty Intemational vora karlmennimir yfirheyrðir vegna hugsanlegrar aðildar sinnar að stríðsglæpum. Óttast Amnesty Intemational að þeir sæti pyndingum og illri meðferð og að aftökur hafi átt sér stað. Talið er að margir ef ekki allir þeir- eru voru handteknir séu óbreyttir borgarar. Þungar áhyggjur Amnesty International beinast einnig að fregnum er hafa borist af konum sem flúðu Sre- brenica akandi en voru numdar á brott á leiðinni út af griðasvæðinu. íslandsdeild Amnesty Intemat- ional vill vekja athygli almennings á möguleikum til að hvetja stjórn- völd í Belgrad til aðgerða, með því að senda þeim eftirfarandi bréf. Vinsamlegast sendið bréf, póst- kort eða símbréf til eftirfarandi: BIRO REPUBLIKE SRPSKE Moode Pijade 8 11000 Beogfrad Federal Republic of Yugoslavia. Telefax: 381 11 338 876. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. 4 . e i € Í i ( Í (. ( I ( ( I i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.