Morgunblaðið - 02.08.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 29
BREF TIL BLAÐSINS
Frá Hlyni Jónssyni:
Hinn 19. júlí sl. birtist í Morgunblað-
inu grein eftir lögmennina Jón Stein-
ar Gunnlaugsson og Karl Axelsson,
þar sem því er
haldið fram að í
fréttaflutningi
hafi ómaklega
verið vegið að
dómara skaða-
bótamáls, sem
dæmt var í Hér-
aðsdómi Reykja-
víkur 20. júní sl.
í málinu hafnaði
dómarinn því að miða bætur til handa
stúlkunni við meðallaun karla, þar
sem rannsóknir Kjararannsókna-
nefndar sýndu að tekjur kvenna
væru almennt lægri en karla. Niður-
staðan er í samræmi við fordæmi
Hæstaréttar frá 12. janúar sl.
Voru bætur stúlkunnar jafnháar
og verið hefði í tilvikipilts?
Hlynur Jónsson
Það sem lögmennirnir telja helst
athugavert við fréttaflutning af mál-
inu er að þess hafi ekki verið getið,
að dómarinn vegi mögulega mismun-
un upp með öðrum þáttum bóta-
ákvörðunar, (þ.e. að frádráttur vegna
eingreiðsluhagræðis og skattfrelsis
bótanna hafi verið minni en almennt
tíðkast), þannig að niðurstaðan sé í
raun sú að stúlkan hafi fengið jafn-
háar bætur og ef um pilt hefði verið
að ræða, en ekki fjórðungi lægri eins
og haldið hefur verið fram.
Með fullyrðingu sinni eru lög-
mennirnir að segja að frádrátturinn
hefði orðið meiri ef tjónþolinn hefði
verið piltur (ella hefði piltur fengið
hærri bætur í þessu máli), en slíkt
er vitanlega ólögmæt mismunun í
garð pilta. I fullyrðingunni felst einn-
ig að hin formlega niðurstaða dómar-
ans (um að ei sé hægt að dæma stúlk-
um jafnháar örorkubætur og piltum,
nema sannað sé að kynferði hafi
ekki áhrif á framtíðartekjuáætlanir)
hafi í raun verið til málamynda, en
raunveruleg niðurstaða hafi verið
þveröfug. Er hér um að ræða þungan
áfellisdóm yfir vinnubrögðum dómar-
ans og má segja að hér hafi lögmenn-
irnir „vegið ómaklega að dómara
málsins, sem ekki er í aðstöðu til að
bera hönd fyrir höfuð sér.“ Það
furðulegasta er að lögmennirnir virð-
ast ekki telja neitt athugavert við
meint vinnubrögð dómarans.
Páll Þórhallsson, lögfræðingur og
blaðamaður, túlkar dóminn á svipað-
an hátt í miðopnugrein í Mbl. þann
13. júlí sl., þar sem hann segir:
„Hugsanlega hafði réttlætiskennd
dómarans áhrif á það að bæturnar
sem stúlkan fékk í raun dæmdar
voru ríflegar. Lækkun vegna skatt-
frelsis bótanna var til dæmis lítil.“
og „Það er ekki hægt að fullyrða að
drengir hefðu fengið hærri bætur en
stúlkumar í þeim dómsmálum sem
nefnd vom vegna þess að uppbæturn-
ar virðast réttar út bakdyramegin ef
svo má að orði komast.“ Orðalag
Páls er þó mun varfæmara.
Ofangreindar túlkanir dómsins eru
vafasamar. Piltur hlyti að fá hærri
bætur í sambærilegu máli, ella væru
dómstólar farnir að beita mismun-
andi frádráttarreglum eftir því hvort
kynið ætti í hlut. Utilokað er að dóm-
stólar taki þá framkvæmd upp að
haga frádráttarliðum við bótaupp-
gjör með- þeim hætti að stúlkur sæti
lægri frádrætti en piltar vegna
launamismununar í þjóðfélaginu.
Slík framkvæmd myndi þverbrjóta
allar jafnræðisreglur. Rétt túlkun
dómsins hlýtur að vera sú, að bætur
stúlkunnar séu lægri en verið hefði
í tilviki pilts.
HLYNUR JÓNSSON,
laganemi.
I
mm jm
A TVINNUAUGL YSiNGAR
Vanur leikfimi-og
eróbikkennari
óskast. Upplýsingar í síma 568 5943 miðviku-
dag og fimmtudag milli kl. 14 og 17.
Sveinbjörg.
2m
SVARTISVANUWNN
Óskum eftir að ráða fólk, eldri en 19 ára, til
starfa nú þegar og einnig frá næstu mánað-
armótum. Um er að ræða fullt starf í vakta-
vinnu. Umsóknareyðublöð á staðnum.
Svarti svanurinn.
Háseta
vanan netaveiðum vantar á 200 tonna neta-
bát frá Grindavík sem er að hefja veiðar.
Upplýsingar í síma 487-8314 eftir kl. 17.
Sendill - innheimta
Útgáfufyrirtæki óskar að ráða karl eða konu
til innheimtu- og sendilstarfa allan daginn.
Þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið störf
sem fyrst.
Umsóknir, er tilgreini reynslu og fyrri störf,
sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 8. ágúst, merkt-
ar: „Sl - 15850“. "
Kaffihúsið/kaffibrennslan
Súfistinn
'N'"‘ Hafnarfirði
óskar eftir starfsfólki í heilar og hálfar stöður
frá og með 1. september nk.
Umsækjendur vinsamlegast mæti á skrif-
stofu Súfistans, Strandgötu 9, Hafnarfirði,
milli kl. 17 og 19 miðvikudaginn 2. ágúst eða
fimmtudaginn 3. ágúst.
Heiðarskóli
Leirársveit
Skólann vantar áhugasaman íþróttakennara
fyrir næsta skólaár.
Skólinn er grunnskóli hreppanna sunnan
Skarðsheiðar og er staðsettur miðja vegu
milli Borgarness og Akraness. Skólinn er ein-
setinn og þar starfar metnaðarfullt starfsfólk.
Verið er að taka í notkun nýja innisundlaug.
Upplýsingar veitir Birgir, skólastjóri, í síma
433 8920 og 433 8884.
Menntamála-
ráðuneytið
auglýsir stöðu deildarstjóra lista- og safna-
deildar í menningarmálaskrifstofu ráðuneyt-
ins lausa til umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi.
Lögfræðimenntun æskileg.
Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og starfsferil sendist menntamálaráðuneyt-
inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1.
september nk.
Sölufólk - dagvinna
Dugmikið sölufólk óskast í dagvinnu við sölu
á skráningum í bókina íslensk fyrirtæki
1996. Viðkomandi verður að hafa bíl til
umráða. Vinna hefst í byrjun ágúst og
stendur í 2-3 mánuði. Góðir tekjumöguleikar.
Nánari upplýsingar gefur Hildur Kjartans-
dóttir í síma 515 5631.
ú
FRÓDI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Seljavegur 2, 101 Reykjavík.
Vegna opnunar nýrrar verslunar í Garðabæ óskar
Domino’s Pizza eftir að ráða hresst starfsfólk, 17 ára
og eldri til starfa í full störf og hlutastörf sem fyrst.
Nánari upplýsingar eru veittar á Grensásvegi 11
í dag og á morgun. Upplýsingar eru ekki veittar i
síma. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
DOMINO'S
• U) o z
s E N ON Q Q.
FLUGVIRKJ AFÉLAG ÍSLANDS
Almennur
félagsfundur FVFÍ
verður haldinn í Borgartúni 22 fimmtudaginn
3. ágúst 1995 klukkan 20.00.
Fundarefni: Samningarnir.
Mætið vel og stundvíslega!
Stjórnin.
... USÖLU
Til sölu og sýnis
áSogavegi 144
Lítill bátur með húsi, siglinga-
Ijósum og radarvara. Góður
vagn fylgir.
Góð dráttarvél á skrá, ZM-357.
Upplýsingar í síma 553-4256.
Hörgshlíð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Halla Sigurgeirsdóttir
Andlegur læknir og miðill
Miðlun
Komist að rót sjúkdóma.
Sjálfsuppbygging:
Árukort, 2 gerðir.
Simi 554 3364.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bibiíulestur fellur niður í kvöld
vegna Kotmóts sem hefst á
fimmtudagskvöld.
auglýsingar
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533
Miðvikudagur 2. ágúst kl.
20.00
Kvöldganga út i óvissuna.
Gengið um áhugavert svæði í
nágrenni höfuðborgarsvæðis-
ins. Verð 700 kr., frítt f. börn
nrí. fullorðnum. Brottför frá BSl,
austanmegin ög Mörkinni 6.
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30 i
Kristniboðssalnum.
Ræðumaður: Friðrik Hilmars-
son. Allir velkomnir.
Fjölbreyttar ferðir um
verslunarmannahelgina:
4.-6 og 7. ág. kl. 20.00: Þórs-
mörk og Fimmvörðuháls 3 og
4 d. Gist í Skagfjörðsskála
Langadal eða i tjöldum. Göngu-
ferðir.
4.-7. ág. kl. 20.00: Landmanna-
laugar - Breiðbakur - Eldgjá.
Gist í Laugum. M.a. ekið á nýjar
spennandi slóðir (Breiðbak)
norðvestan við Langasjó, frábær
útsýnisstaður.
4.-7. ág. kl. 20.00: Svínárnes -
Kerlingargljúfur - Hveravellir.
Ekið/gengið um Hrunamannaaf-
rétt og Kjalarsvæðið. Gist í hús-
um í Svínárnesi og á Hveravöll-
um. Ný ferð.
5.-7. ág. kl. 08.00: Núpsstaðar-
skógar. Tjaldað við skóganna.
Tilkomumikið svæði vestan
Skeiðarárjökuls.
Spennandi sumarleyfisferðir f
ágúst, m.a. eyðibyggðir á skag-
anum milti Eyjafjarðar og
Skjálfanda 11.-16. ágúst.
Nánari upplýsingar og farmiðar
á skrifst. Mörkinni 6,
568-2533, fax 568-2535.
Næg tjaldstæði í Þórsmörk,
bæði í Langadai, Litla- og
Stóraenda.
Ferðafélag islands.