Morgunblaðið - 27.08.1995, Page 15

Morgunblaðið - 27.08.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ • SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 D 15 Starfsfólk í prentun og útgáfu áhugasamt um námsefni Prenttæknistofnunar 600 af 1.500 sóttu námskeið í fyrra Á SÍÐASTA ári sóttu ríflega 600 starfsmenn í prent- og útgáfuiðnaði námskeið hjá Prenttæknistofnun. „Það sýnir vel umfangið og áhugann í starfsgrein sem telur varla meira en 1.500 manns,“ segir Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. Meðal nýjunga í vetrarstarfí Prenttæknistofnunar í vetur eru námskeið um Internet og margmiðlun. Einnig er í boði rit- vinnslunámskeið fyrir félagsmálafólk og námskeið um frágang ritgerða. Leit á Internetinu Árni Matthíasson blaðamaður er leiðbeinandi á námskeiðinu Upplýs- ingaleit á Alnetinu. „Þar er að finna nánast ótæmandi upplýsingabrunn en vandinn er að fínna þær upplýs- ingar sem vantar hvetju sinni,“ segir Árni sem er gjörkunnugur krákustíg- um netsins. Nánast óteljandi gagnabankar og Morgunblaðið/Kristinn TölvU" nám á mynd' böndum HAGAVÍK framleiðir og selur fræðsluefni á myndbandsspólum. Að sögn Karls Jóhannssonar, hjá Hagavík, er þessi tegund fræðslu- efnis í örri útbreiðslu; nokkur verkalýðsfélög styrkja félagsmenn sína til að kaupa myndbandsspólur með námsefninu og æ fleiri fyrir- tæki nota þessa aðferð til að þjálfa starfsfólk sitt. Úreltar aðferðir „Þessar forngrísku kennsluað- ferðir sem menn hafa verið að nota eru löngu úreltar," segir Karl Jó- hannsson. „Nú eru menn famir að nota margmiðlunaraðferðir þar sem nemandinn stjórnar hvað hann lær- ir og á hvaða hraða hann fer yfir námsefnið. í staðinn fyrir að fara í námskeið á tölvuskóla hefur mað- ur alltaf við hendina á vídeóspólu, sem hægt er að grípa til þegar á þarf að halda.“ Von á Windows95 Karl sagði að Hagavík hefði í boði myndbandsspólur með byij- enda- og framhaldsnámskeiðum á íslensku í Windows, Word 6.0 og Word 2.0, Excel og Internet svo fátt eitt sé nefnt, auk þess sem fyrirtækið liafi söluumboð fyrir erlenda framleiðendur námefnis um QuarkXpress, Page Maker, Photoshop og fleiri forrit. Fljótlega sé von á myndbandsefni um Windows95. Tölvunámskeið á myndbands- spólum eru til sölu hjá helstu tölvu- fyrirtækjum og hjá Hagavík. Nám- skeið kostar 4.980 krónur að sögn Karls en nokkur verkalýðsfélög niðurgreiða námskeiðin, t.d. kosta þau 2.250 krónur til V.R. félags- manna. fréttaþjónustur tengjast netinu. Á námskeiðinu gefur Arni ráð um hvert best sé að snúa sér og þátttakendur fá tækifæri til að prófa sjálfír að leita að því sem þá vanhagar um. Einníg verður kynnt hvernig hægt er að komast inn í umræðuhópa um ákveð- in málefni og hvemig nota má netið til samskipta. Námskeiðið er sérstaklega ætlað blaðamönnum og öðram sem þurfa á mikilli og markvissri upplýsingaöflun að halda. Auk Árna Matthíassonar munu reyndir blaðamenn segja frá reynslu sinni af notkun netsins í störfum sín- um. Námskeiðið stendur í 20 stundir. Almennt þátttökugjald er 20 þúsund krónur en niðurgreitt verð til starfs- manna aðildarfyrirtækja er 6.000 krónur. Auk þessa námskeiðs mun Hjörtur Guðnason halda 20 stunda námskeið í að búa til heimasíður á Internetinu. Ritvinnsla fyrir félagsmálafólk og aðra Karl Emil Gunnarsson leiðbeinir um notkun Word-ritvinnsluforritsins á námskeiðinu „Ritvinnsla fyrir fé- lagsmálafólk," sem stendur í 12 stundir og kostar 12 þúsund krónur en 3.600 fyrir þá sem njóta niður- greiðslu. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað fólki sem vinnur að félagsmál- um og þarf oft að skrifa bréf og fund- argerðir. Áhersla verður lögð á þá eiginleika forritsins sem gera kleift að vinan með nafnaskrár í gagna- grannum. Lögð verður áhersla á útlit og læsileika þannig að efnið laði til sín lesendur. Einnig verður fjallað um mál og stíl. Markmið námskeiðisins er að þátttakendur verði færir um að nota Word-ritvinnsluforritið til að létta sér störf. Karl Emil mun einnig leiðbeina um uppsetningu ritgerða, skýrslna og annars texta í Word-ritvinnslukerfinu á námskeiðinu „Frágangur ritgerða í Word.“ Það stendur einnig í 12 klst. og kostar 12.000 (3.600) krónur. Að auki gengst Prenttæknistofnun fyrir fjölmörgum námskeiðum fyrir starfsfólk í prentiðnaði. Þar á meðal eru námskeið í lita- og ljósfræði, notkun QuarkXPress umbrotsforrits- ins, Photoshop-myndvinnsluforrits- ins, svo fátt eitt sé talið. Tölvuskóli EJS • Sími 563 30 30 Námskeið Klst Verö Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Access 2.0 - Byrjendanámskeiö 12 23.700 E 14.-17. M 25.-28. E 30.-2.11 E 27.-30. M 18.-21. EJS Launanámskeiö 12 13.000 H 25.-26. M 6.-8. M 9.-11. E 6.-8. H 24.-25. M 6.-8. Excel 5.0 - Byrjendanámskeið 12 17.000 M 14.-17. K 4.-7. E 2.-5. M 23.-26. E 13.-16. M 4.-7. K 11.-14. Excel 5.0 - Framhaldsnámskeiö 12 17.000 E 21.-24. E 25.-28. K 16.-19. M 6.-9. K 27.-30. M 12.-15. Excel VBA 15 28.000 E 11.-15. M 30.-3.11 E 20.-24. M 18.-22. Grunnur - Byrjendanámskeiö um tölvunotkun 15 18.000 M 28.-1.9. M 16.-20. E 13.-17. Windows 3.x - Bvrjendanámskeiö 9 12.300 M 30.-1.9. M 18.-20. E 15.-17. Project 4.0 - Byrjendanámskeiö 12 17.000 M 28.-3.10 E 30.-2.11 E 4.-7. Visual Basic - Byrjendanámskeiö 12 28.000 E 28.-31. M 2.-5.' E 13.-16. E 4.-7. Visual C++ - Byrjendanámskeiö 15 30.000 M 16.-20. M 20.-24. Windows NT - Ætlað netstjórnendum 6 16.200 M 12.-13. E 9.-10. E 18.-19. Windows 95 - Byrjendanámskeiö 9 12.300 M 14.-16. M 11.-13. E 18.-20. M 25.-27. E 9.-11. K 23.-25. M 8.-10. E 27.-29. E 13.-15. Windows 95 - Uppfærslunámskeiö 6 8.200 M 4.-5. M 14.-15. M 5.-6. E 16.-17. E 26.-27. M 6.-7. K 20.-21. M 29.-30. E 11.-12, Word 6.0 - Byrjendanámskeiö 15 16.000 M 21.-25. E 4.-8. K 18.-22. K 9. -13. M 30. -3.12 E 20.-24. M 11.-15. Word 6.0 - Framhaldsnámskeiö 12 13.900 M 18.-21. M 23.-26. K 13.-16. E 11.-14. WordPerfect 6.1 - Ðyrjendanámskeiö 15 16.000 E 25.-29. M 9.-13. M 13.-17. E 18.-22. WordPerfect 6.1 - Framhaldsnámskelð 12 13.900 E 16.-19. M 27.-30. M = KI. 9.00-12.00 Skýringar á tímasetningu E = Kl. 13.00 - 16.00 K = Kl. 16.00 - 19.00 H = Helgarnámskeið 9.00 -16.00 Tölvuskóli EJS Tölvuskóli EJS hefur nú sitt áttunda starfsár með fjölda áhugaverðra námskeiða í boði. Góð aðsókn hefur verið í skólann á síðastliðnum árum og eru nemendur nú orðnir hátt á áttunda þúsund. Þó nokkrar breytingar hafa átt sér stað í töflu skólans fyrir haustið 1995. Megináhersla er lögð á námskeið um Windows og önnur Microsoft forrit eins og t.d. Word, Excel og Access. Við viljum vekja athygli á nýjum námskeiðum eins og námskeiði í hinu nýja stýrikerfi Windows 95 bæði fyrir nýja notendur og þá sem notað hafa fyrri útgáfur af Windows og eins nýtt námskeið í Excel 5.0 þar sem kenndir eru Visual Basic og fjölvamöguleikar Excel 5.0. Auk námskeiða samkvæmt töflu er fyrirtækjum boðið upp á sérsniðin námskeið sem löguð eru að þörfum hvers fyrirtækis. Skráning á námskeið og frekari upplýsingar um námskeið fer fram síma 563-3000. Leiðbeinendur Bjarnsteinn Þórsson, þjónustusviði Dagur Egonsson, þjónustusviði Elísabet Halldórsd., þjónustusviði Friðrik Ásmundss., hugbúnaðarsviði Hjörleifur Kristinsson, markaðssviði Linda Arnardóttix, þjónustusviði Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir, þjónustustjóri notendaþjónustu og umsjónarmaður skóla María Guðfinnsdóttir, þjónustusviði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.