Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ( Menningarfélög á ísafírði hafa ráðist í það stórvirki að breyta gömlu pakkhúsi í lista- og menningarmiðstöð. Krístín Marja Baid- ursdóttir skoðaði Ed- inborgarhúsið með fé- lögum úr Litla leik- klúbbnum. GAMLA pakkhúsið hafði lokið hlutverki sínu og var að grotna niður á hafnarbakkanum. Fyrrum hafði það ver- ið eitt mesta mannvirki á ísafírði og borið nafn sem minnti á menn- ingu og útlenskan glæsibrag. En þegar það beið endaloka sinna eins og svo mörg gömul hús á íslandi, hnípið og illa farið, fengu félagar í litlum leikklúbbi þá hugmynd að gera það að menningarmiðstöð og listaskóla. Fyrir þremur árum keyptu þeir húsið ásamt öðrum menningarfélögum á Ísafirði og réðust þar með í verk sem flestum virtist óframkvæmanlegt. Edin- borgarhúsið rétti úr sér og á næstu árum verður það að líkindum stolt vestfirskrar menningar. Fyrir utan Edinborgarhúsið við Aðaístræti bíða mín félagar úr Litla leikklúbbnum á ísafirði, en þau ætla að leiða mig um krók og kima gamla hússins. Svona utan að sjá lítur húsið ekki illa út og vel má ímynda sér að hressa megi upp á það með því að skvetta á það einhverri málningu, en þegar inn er komið gerir maður lítið ann- að en að krossa sig. Eins og önnur stór og gömul pakkhús er það dimmt og drunga- legt með bjálkum í lofti og gömlum hlerum í gólfi, lyktin er fráhrind- andi og til að komast leiðar sinnar verður að klofa yfir spýtnarusl og gamalt dót. Andrúmsloftið er svo yfirþyrmandi að það kæmi engum á óvart þótt afturgöngur kæmu í einfaldri röð út úr einu horninu. Hluta þessa andans húss, eða um 200 fermetra, ætla ofurhugar á ísafírði, fólk sem ann listum og menningu, að taka í notkun í haust. Fyrrum frystigeymsla En þegar félagar úr Litla leik- klúbbnum, þau Páll Gunnar Lofts- son, Halla Sigurðardóttir, Guðjón Ólafsson og Arnþrúður Jónsdóttir, fara að lýsa salarkynnum framtíð- arinnar, leiksviði, kennslustofum og kaffihúsi, lifnar allt húsið við, verður bjart og glæsilegt og maður heyrir jafnvel tónlist og lófaklapp áhorfenda. Húsið, sem Vestfirðingar ætla að yngja upp um heila öld eða svo, var reist árið 1907 af verslun- inni Edinborg, reykvísku fyrirtæki sem hóf starfsemi sína á Isafírði um aldamótin. Það var Rögnvaldur Á. Ólafsson arkitekt sem teiknaði húsið. Rögnvaldur, sem síðar varð húsameistari ríkisins, hefur oft verið nefndur fyrsti íslenski arki- tektinn og hann teiknaði meðal annars Vífílsstaðaspítala, pósthús- ið í Reykjavík og fleiri byggingar. Edinborgarhúsið hefur gegnt ýmsum hlutverkum frá upphafi en var lengst af í eigu Kaupfélags ísfirðinga, eða í 50 ár. Síðustu árin var húsið meðal annars notað sem frystigeymsla og margir full- yrtu að það eina sem héldi húsinu uppi væri frostið. Listaskóli Frostið fór en húsið stóð. „Þegar við tókum frostið af vonuðum við ^2.3 var clil^ur Jpví milC' Morgunblaðið/Kristín Maija FÉLAGAR í Litla leikklúbbnum fengu þá hugmynd að gera gamalt pakkhús að lista- og menningarmiðstöð. Fjórir þeirra fyrir utan Edinborgarhúsið, Arnþrúður, Páll Gunnar, Halla og Guðjón. OFURHUGAR Á ÍSAFIRÐI EDINBORGARHÚSIÐ í Aðalstræti verður menningarmiðstöð Vestfirðinga. NIÐURRIF og hreinsun hefur verið verkefni menningarfélag- anna til þessa, en brátt. birtir til. Kranar, pípur og Ieiðslur geta ver- ið skemmtilegar, enda verður bar kaffihússins þarna í framtíð- ir.r.i. ið ánægjuefni þegar í ljós kom að viðurinn var heill og allir veggir óskemmdir," segja félagarnir úr Litla leikklúbbnum. Félagar í Litla leikklúbbnum höfðu verið með starfsemi sína í leiguhúsnæði í 30 ár en lengi dreymt um að eignast eigið hús- næði. Einn dag vaknaði sú hug- mynd að kaupa Edingborgarhúsið og gera úr því menningarmiðstöð. Hugmyndin fékk strax hljómgrunn hjá. öðrum menningarfélögum á ísafírði, eins og Myndlistarfélag- inu, og 9. september 1992 var hlutafélagið Edinborgarhúsið stofnað. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins var sá að efla menningar- og félagsstarf á Vestfjörðum og yrði þá húsið sameiginlegur vett- vangur þeirra sem unna listum og fögru mannlífí. Framkvæmdastjóri félagsins hefur verið Guðrún Guð- mundsdóttir, en nú hefur Jóna Símonía Bjarnadóttir tekið við því starfi. Húsið var keypt á 11 milljónir og þegar gengið var frá kaupunum voru menningarfélögin skráð fyrir 65% af kaupverðinu og fyrirtækið Hf. Djúpbátur 35%, en til stendur að reka ferðaþjónustu í hluta húss- ins. En Vestfirðingar létu ekki þar við sitja, því ári eftir kaupin var Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar stofnaður í þeim tilgangi að bæta úr brýnni þörf fyrir fjölbreyttara námsval á sviði lista og menning- ar. Þeir sem stóðu að stofnun skól- ans eru Myndlistarfélagið á ísafirði, Litli leikklúbburinn og Tónlistarskóli Margrétar Gunnars- dóttur. I Edinborgarhúsinu verður einn- ig listiðnaðarskóli, Hönnunarmið- stöð Vestfjarða, sem mun starfa í tengslum við atvinnulífið og veita kennslu og ráðgjöf í handiðnaði og listiðnaði. Stefnt er að því að vera með tveggja ára námsbraut sem hefði meðal annars það mark- mið að gera nemendur hæfa til að reka eigið verkstæði. ísafjörður hefur alla tíð verið ( t I I i I I I I t, 1 I I I I | % t I I ' I I c t I I » I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.