Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 27/8 - 2/9 ► STJÓRN Alusuisse- Lonza ræddi á mánudag- inn hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík um 62 þúsund tonna af- kastagetu. Á fundinum var frestað að taka ákvörðun um stækkun og framkvæmdastjórn fyrir- tækisins falið að halda áfram athugunum á ýms- um atriðum semenn eru ófrágengin í hugsanleg- um samningum. ► ÁFENGI hækkaði að meðaltali um 1,05% á út- sölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins 1. september. Meginá- stæða hækkunarinnar er vegna þess að Alþingi samþykkti í sumar að stofna Forvamarsjóð til að stuðla að áfengisvöm- um og að til hans rynni 1% af vínandagjaldi. ► DROG að breytingum á sauðfjárhluta búvöru- samningsins vom sam- þykkt í meginatriðum á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem hald- inn var að Brúarási á FJjótsdalshéraði. Helstu atriðin í drögunum eru að verðlagning kinda- kjöts verði gefin ftjáls, keyptur verði upp fram- leiðsluréttur með sér- stökum tilboðum og greiðslumarki sem ríkið kaupir á þann hátt ráð- stafað til framleiðenda til að hagræða í greininni. Chase Manhattan Bank leggnr fé í ÍÚ CHASE Manhattan Bank hefur ákveð- ið að leggja 2,6 milljarða króna í rekst- ur íslenska útvarpsfélagsins með lána- fyrirgreiðslu við fyrirtækið, eigendur þess og með kaupum á hlutabréfum. Bankinn hefur hlutabréf meðeigenda sinna að veði. Endurgreiðslur lánanna miðast við rekstur fyrirtækisins undan- farin ár, að teknu tilliti til hugsanlegs samdráttar vegna nýrrar samkeppni á sjónvarpsmarkaðnum. Nýtt félag fær út- sendingarleyfi ÚTVARPSRÉTTARNEFND hefur samþykkt að veita nýju félagi, Islenska sjónvarpinu hf., leyfí til.að befja sjón- varpsútsendingar. Nýheiji, Sambíóin, Japis, Árvakur hf. og Texti hf. eru meðal þeirra sem standa að nýja fyrir- tækinu, en alls eru hluthafar um fimmt- án talsins og heildarhlutafé um 250 milljónir króna. Klakfiski úr Kollafirði lógað LAXELDISSTÖÐIN í Kollafirði hefur lógað öllum klakfiski sínum, um 500- 600 löxum, vegna kýlapestar sem fannst í klakfiskinum. Lax úr eldisstöð- inni fór í Brynjudalsá í Hvalfirði og Hellisá á Síðu í sumar og hefur greinst kýlapest úr einum laxi úr Hellisá. Forsetinn í Kína FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, var í opinberri heimsókn í Kína í vikunni ásamt föruneyti, en þar ræddi hún meðal annars við forseta landsins og fleiri ráðamenn Þá átti sérstök viðskiptanefnd undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra viðræður við ráðamenn og við- skiptaaðila, en Kínveijar hafa m.a lýst áhuga á að kanna möguleika á álveri hér á landi. Holbrooke Loftárásir gegn Bosníu-Serbum HERÞOTUR Atlantshafsbandalagsins og stórskotalið „hraðliðs SÞ“ á Igman- fjalli við Sarajevo réðust aðfaranótt miðvikudagsins 30. ágúst til atlögu gegn víghreiðrum Bosníu-Serba í kring um Sarajevo og víðar í Bosníu. Á mánudag höfðu serbneskir umsát- * j ursmenn við Sarajevo varpað sprengjum á útimarkað í borginni, með þeim afleiðingum að 37 óbreyttir borgarar létu lífið og 85 særðust. Loftárásir NATO, sem eru umfangsmesta hernaðaraðgerð sem bandalagið hefur ráðist í hingað til, voru svar við þessari og fleiri slíkum árásum Bosníu-Serba á undanfömum mánuðum. Sprengjuárásunum var haldið áfram fram á föstudag en þá var gert hlé á þeim til að kanna friðar- vilja Bosníu-Serba. Richard Holbrooke, sendimaður Bandraíkjastjórnar, ræddi við stríðandi fylkingar í vikunni og féllust fulltrúar þeirra á föstudag að ganga til friðarviðræðna í Genf sem hefjast munu í vikunni. Oopinbera kvenna- ráðstefnan hafin í HUAIROU, um 45 km norðan við Peking, hófst á miðvikudag ráðstefna fijálsra félagasamtaka um málefni kvenna, fimm dögum á undan hinni opinberu kvennaráðstefnu SÞ. Búizt var við allt að 30.000 gestum á óopin- beru ráðstefnuna, en Kínvetjar hafa aðeins hleypt 18.000 konum inn á ráð- stefnusvæðið. Stjómvöld reyna hvað þau geta til að hindra opinber mót- mæli í tengslum við ráðstefnuna. ► FRAKKAR handtóku á föstudag tvo kafara eftir að þeir syntu undir bor- pall sem nota á við fyrir- hugaðar kjarnorkutil- raunir Frakka í lóni á Mururoa-eyju. Áður höfðu franskir sjóliðar ráðist til uppgöngu í Ra- inbow Warrior, skip grænfriðunga, sem sigldi inn fyrir 12 mílna lögsögu Mururoa til að mótmæla áformum Frakka um að sprengja allt að átta kjarnorkusprengjur í S- Kyrrahafi. Mótmælum vegna tilraunanna hefur ekki linnt og voru um 300 mótmælendur handtekn- ir i París á föstudag. ►EDÚARD She- vardnadze, leiðtoga Ge- orgíu, var sýnt banatil- ræði á þriðjudag. Mikil mildi þótti að hann skyldi ekki hljóta nema skrámur þegar öflug bílsprengja sprakk rétt hjá bifreið leiðtogans við þinghúsið í Tbilisi. Shevardnadze hyggst bjóða sig fram til forseta í kosningum í nóv- ember. Við leit í þinghúsi landsins fannst töluvert magn-vopna á skrifstofu eins þingmannana, höfuðandstæðings She- vardnadzes. Hann fer fyrir vopnuðum sveitum manna, sem She- vardnadze hefur sakað um að stunda skipulagða glæpastarfsemi. Ekki hefur verið gefin út ákæra vegna tilræðisins. Bamadeild Landa- 1 kots í F ossvoginn BARNADEILD Landakotsspítala flutti fonnlega úr húskynnum sínum í nýuppgerð húsakynni á fimmtu hæð Borgarspítalans í fyrradag, en flutn- ingurínn er í tengslum við samein- ingu spítalanna og stofnun Sjúkra- húss Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði við- stadda með þeim orðum, að um ein- stakt gleðiefni væri að ræða. „Þetta er langþráð stund, því nú breytist verulega til batnaðar allur aðbúnaður veikra bama í sjúkrahúsum. Þá er þetta skýrt dæmi um góðan ávinning af sameiningu spítalanna," sagði Ingibjörg. Ámi Þórsson, yfirlæknir á bama- deild Landakotsspítala, minntist í ávarpi sínu þáttar St. Jósefssystra, „þær lögðu fram stærsta skerfinn og ón þeirra hefðu bamadeildin ekki orðið til,“ sagði Ámi. Hann gat einn- ig Thorvaldsensfélagsins sem hefði ávalt verið stærsti styrktaraðilinn. Félagið gaf hinni nýju bamadeild 5 milljónir króna í tilefni dagsins. Stórbætt aðstaða Morgunblaðið/Ami Sæberg FJÖLMENNI var er hin nýja barnadeild var vígð í fyrradag. í fréttatilkynningu frá Sjúkrahúsi Reykjavfkur kemur fram að húsnæði bamadeildarinnar á Borgarsítala B-5 er stærra heldur en var á Landa- koti. Þó er rúmafjöldi sá sami, alls 26 rúm. í innréttingu og hönnun hins nýja húsnæðis hefur verið lögð áhersla á að bæta stöðu foreldra. Fullbúin rúm em á stofum hjá yngstu börnunum og færanleg rúm fyrir foreldra eldri bama. Einnig er sér- stakt foreldraherbergi með eldhúsað- stöðu. Þá kemur fram, að milli 30 og 40 sérþjálfaðir starfsmenn vinna á hveijum tíma á barnadeildinni. Langflestir starfsmenn barnadeildar Landakotsspítala fluttu með henni í Borgarspítala og munu starfa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, eða eins og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra sagði í ræðu, „reynsla og sér- hæfing Landakots fylgir með“. Alþjóðleg ráðstefna um i öryggis-og umhverfismál ‘ á N-Atlantshafssvæðinu SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs standa fyrir ráðstefnu 7. og 8. október í sam- vinnu við systurfélögin í Danmörku og Noregi. Ráðstefnan ber yfirskriftina Ör- yggis- og umhverfismál á Norður- Atlantshafssvæðinu og fer bæði fram á Seandic Hótel Loftleiðum í Reykja- vík og á Keflavíkurflugvelli. Á ráð- stefnunni flytja menn frá erlendum og innlendum fyrirtækjum mörg er- indi. Tilgangurinn með ráðstefnunni að vekja athygli Atlantshafsríkjanna á mikilvægum málefnum Norður-Atl- antshafssvæðisins og um leið íslensk- um utanríkismálum og hagsmunum íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er haldin hér á landi. Ráðstefnuna munu sitja félagar SVS og'Varðbergs, sendinefndir frá dönsku og norsku félögunum, sendi- herrar Norðurlandanna og NATO- ríkja á íslandi, innlendir stjómmála- menn og embættismenn, fræðimenn, fulltrúar vamarliðs NATO á Kefla- víkurflugvelli og aðrir þeir sem áhuga hafa á umhverfis-, utanríkis- og öryggismálum. Margir fyrirlesarar Meðal ræðumanna verða Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Björn Bjamason, menntamálaráð- herra, Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri og Albertr Jónsson, deild- arstjóri. Erlendu fyrirlesararnir verða Siri Bjerke, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra Noregs, Per Fischer, ráðgjafi forsætisráðherra Danmerkur í mál- efnum N-Atlantshafsins, Robert Hunter, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, dr. Deniz Yuksel-Betten frá vísinda- og umhverfisdeild NATO, Robert Edson, sérfræðingur bandaríska vamamálaráðuneytisins í kjarnorkuúrgangi á norður heim- skautasvæðinu og Pauli Járvenpáa, aðstoðarráðuneytisstjóri í finnska vamamálaráðuneytinu. Fundarstjóri verður Jón Hákon Magnússon, for- maður SVS. > i i Atvinn Og málastofa stofnsett ATVINNU- ogferðamálastofa Reykjavíkurborgar var formlega sett á laggirnar í vikulokin, en í raun hófst þar starfsemi 1. ágúst siðastliðinn. Skrífstofan er stað- sett á 2. hæð Aðalstrætis númer 6 og er hlutverk hennar að sögn borgaryfirvalda er margþætt. í fréttatilkynningu borgaryfir- valda kemur fram, að aðdragandi að stofnun skrifstofunnar sé rak- inn til þess að samþykkt var í borgarráði þann 31. janúar síðast- liðinn að stofna slíka skrifstofu. Hlutverkið er m.a. að samræma stefnumótun í atvinnu- og ferða- málum I borginni, sjá um fram- kvæmd þeirrar stefnu sem mörk- uð er hveiju sinni, veita umsagnir vegna erínda sem berast stofnun- um og fyrirtækjum borgarinnar og heyra undir atvinnu- og ferða- Morgunblaðið/Kristinn VIÐ opnun atvinnu- og ferðamálastofunnar. Frá vinstri: Róbert Jónsson framkvæmdastjóri, Þórhildur Andrésdóttir ritari, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri og Anna Margrét Guðjóns- dóttir ferðamálafulltrúi. ýmis átaks- og atvinnuskapandi verkefni á vegum borgarinnar og samstarf við iðn- og atvinnuráð- gjafa á landsbyggðinni. Fastir starfsmenn eru þrír, Rob- ert Jónsson framkvæmdastjón, Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi og Þórhildur Andrésdóttir ritari. Sigurður Helgason markaðsráðgjafi er verkefnaráðinn starfsmaður stof- mál, umsjón með og/eða þátttaka í ýmsum tengdum sérverkefnum, umsjón með almennri viðskiptar- áðgjöf og þróun hennar, en sér- stakur markaðsráðgjafi hefur ver- ið ráðinn til þess að sinna þeirri þjónustu, en alls hafa um 70 manns nýtt sér hana. Þá verður umsjón með átaks- verkefnum á vegum borgarinnar, samstarf við vinnumiðlun, upplýs- ingaþjónusta fyrir almenning um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.