Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 19 seminni og skoðar skrár sem lækn- irinn heldur yfir sjúklingafjölda og sjúkdómsgreiningar. Hér er algengt að fólk og fénað- ur búi undir sama þaki og læknir- inn hefur haldið fræðslufyrirlestra um sjúkdómahættu af þeim völd- um. Hann er sammála Sigurbjörgu um það að bráðasta verkefnið í þorpinu sé að koma á góðu vatn- skerfi. Hér er ekkert rennandi vatn, einungis óhreint vatnsbólið, sem ýmsir sjúkdómar eigá upptök í. Læknirinn hefur áhyggjur af fá- tækt þorpsbúa, fólk sé oft orðið mjög veikt þegar það leiti sér lækn- ishjálpar. „Jafnvel þótt gjaldi fyrir læknisheimsókn sé stillt í hóf eru margir sem ekki geta séð af þeim peningum. Pæstir hafa efni á því að greiða fyrir sjúkrahúsdvöl, ég tek heim til mín þá sem í raun og veru þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús. Það er langt í næsta sjúkrahús og við höfum ekki að- gang að sjúkrabíl. Bíllinn minn gegnir hlutverki sjúkrabíls í bráða- tilfellum." A leið út úr þorpinu lít ég vatns- bólið hornauga. Þeir eru þar ennþá að drykkju, asnamir, og ég hugsa að hætti sjúkdómshrædds Vestur- landabúa til vatnsþynnts ávaxta- safans sem okkur var boðið upp á í heilsugæslustöðinni. Nabulus Síðasti viðkomustaður okkar er með öðrum og þróaðri hætti, borg- in Nablus, sem er önnur stærsta borgin á vesturbakkanum. Heilsugæslustöðin er til húsa í gamla borgarhlutanum. Þangað sækir fólkið úr þorpunum í kring, fátækt sveitafólk, sem notar ferð- ina þegar það kemur að selja kjúkl- inga og tómata á markaðnum. Reyndar koma konur sem búsettar eru í borginni til kvensjúkdóma- læknisins sem hér starfar. Það er kona sem gegnir því starfí og eigin- mennirnir hvetja konur sínar að leita til hennar. Þeim er illa við að karlmenn skoði konurnar þeirra. Við litumst um þegar Sigurbjörg hefur lokið fundi sínum með starfs- fólki heilsugæslustöðvarinnar. Hún bendir á flatt þakið á húsinu og segir að hér hafi oft verið lítill vinnufriður. „Hér í borginn var oft mikið um óeirðir. Það var algengt að her- menn væru grýttir og gijótkastar- arnir flúðu-hér inn í gömlu borg- ina. Hér eru þröngar götur og auð- velt að fela sig. Uppi á þakinu höfðu hermennirnir góða yfirsýn yfir stóran hluta borgarinnar. Það var erfitt fyrir starfsfólkið að vinna við undirleik herstígvélanna, sem glumdu á þakinu þegar hermenn- irnir hlupu fram og aftur.“ Verkefni dagsins eru á enda. Við ökum í gegnum borgina. Hér búa 120.000 manns, en hér sést ekki eitt einasta umferðarljós, þau hafa verið íjarlægð. Ghassan segir ástæðuna þá, að ísraelskir hermenn og íbúar landnemabyggða hafi ver- ið auðveld skotmörk gijótkastara þegar þeir þurftu að stansa á rauðu ljósi. Astandið í borginni er fjand- samlegt landnemunum, þeim er einungis óhætt að aka um vissar götur, sem aðgreindar eru með breiðu gulu striki. Á móti okkur kemur hvítur Land Rover-jeppi, gluggarnir varðir með vírneti. Hann stansar og út úr honum stíg- ur bílstjórinn, með vélbyssu á öxl- inni. Annar bíll stansar fyrir aftan jeppann. Ökumaður hans stígur út og mundar byssu út í umferðina, sem nú hefur stansað. Fljótlega eru bílarnir tveir umkringdir herbílum og hermennirnir raða sér upp þeim til varnar. Sigurbjörg segir eiganda bílsins vera landnema. „Bíllinn hefur bilað og sá sem á eftir kom var í sam- floti með hinum. Þeir ferðast yfir- leitt tveir eða fleiri saman, veija hvern annan ef eitthvað kemur fyrir. Venjulega eru herbílar snögg- ir að koma þeim til varnar. íbúarn- ir hér grýta landnemana hvenær sem færi gefst, steinarnir eru þeirra vopn.“ Það er fleira á seyði. Það er búið að loka götunni í báða enda, grænklæddir hermenn setja upp vegartámla. Sigurbjörg segir þetta gerast oft á þessum slóðum. „Þeir eru að leita að sprengjum, oft er grunsamlegum hlutum komið fyrir nálægt lögreglustöðvum eða bygg- ingum þar sem ísraelar halda til. Þá eru sprengjusérfræðingar kall- aðir til. Það getur tekið langan tíma að fá alla á staðinn og á meðan er ekkert hægt að gera annað en að bíða þolinmóður." Eftir langa stund getum við haldið til aftur til Jerúsalem, og ég hef gleggri mynd af lífi fólksins á vesturbakkanum, sem lifir við bág kjör, ótta og ófrið. Yfirheyrslan Næst þegar haninn galar er ég á leið úr landinu. Það er óskemmti- leg reynsla að lenda í yfirheyrslu starfsmanns flugvallarins, sem krefst þess að vita nákvæmlega um allar mínar ferðir meðan á dvöl minni stóð. Honum finnst ég grun- samleg, vegna ferðalaga minna um vesturbakkann og búsetu í hverfi araba. Eg er spurð sömu spurning- anna aftur og aftur og er í lokin næstum farin að trúa því að ég hafi alltaf ætlað mér að sprengja í loft upp flugvélina, sem á að flytja mig í annan og friðsamari heim. Eftir þennan hreinsunareld er gott að komast í biðsalinn á flug- vellinum. Ég bíð eftir kalli út í flug- vélina og hugsa til fínnsks starfsfé- laga Sigurbjargar, sem var að fara heim til Finnlands og kveið því að kveðja skjólstæðinga sína. Það rifj- ast upp fyrir mér það sem hún sagði: „Hvernig á ég að kveðja fólkið? Er hægt að segja við nokk- urn mann: „Have a nice life in Palestine"? Höfundur er dagskrárfulltrúi. RKÍ reisir heilsugæslustöðvar SIGURBJÖRG Söebech ásamt starfsmanni heilsugæslu- stöðvarinnar í Al-Jiftlik. RIKISSTJORNIR víða um heim hafa veitt fjárhagslegan stuðning til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar á hernumdu svæð- unum fyrrverandi, en þar fer nú fram viðamikið uppbyggingarstarf í kjölfar friðarsamninga. Ríkis- stjórn íslands veitir til þessa verk- efnis 90 milljónir króna á næstu þremur árum og þar af hlaut Rauði kross Islands 8 milljónir til ráðstöf- unar. Ákveðið var að veija þeim til þátttöku uppbyggingar heilsu- gæslustöðva á vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. í byijun árs 1994 hóf alþjóða- nefnd Rauða krossins neyðarað- stoð í formi fjárhagsaðstoðar til 210 heilsugæslustöðva á vestur- bakkanum og á Gaza-svæðinu. Heilbrigðisþjónusta þar heyrir nú undir palestínsk stjórnvöld, sem á engan hátt eru í stakk búin að sinna þeirri þjónustu. Heilsugæslu- stöðvarnar eru flestar á dreifbýlis- svæðum, þar sem samgöngum og allri félagslegri þjónustu er mjög ábótavant. Þær þjóna um það bil 900.000 manns, sem ekki hafa heilbrigðistryggingu og fá því ekki ókeypis læknisþjónustu á ríkis- reknum heilsugæslustöðvum. Að- eins um 20% Palestínumanna hafa slíka tryggingu, aðrir þurfa að greiða gjald sem flestum er óviðr- áðanlegt. Sameinuðu þjóðirnar reka heilsugæslustöðvar í flótta- mannabúðum, þær veita skráðum flóttamönnum ókeypis læknisþjón- ustu. Það segir sína sögu um að- stæður Palestínumanna, að um það bil helmingur þjóðarinnar nýtur þeirrar þjónustu. Sigurbjörg Söebech hefur víða starfað sem hjúkrunarfræðingur, en hefur starfað á vesturbakkan- um í tæpt ár og er þetta fyrsta verkefni hennar á þessum vett- vangi. „Neyðaraðstoðin átti upp- haflega að standa yfir í níu mán- uði. Fljótlega varð ljóst að sá tími dugði ekki til og var aðstoðin fram- lengd um aðra níu mánuði til þess að gefa palestínskum stjórnvöldum tækifæri að aðlagast því sem við erum að byggja upp. Á þeim tíma tókst þeim ekki að útvega nægi- legt fjármagn til að standa straum af kostnaðinum. Því hefur verið ákveðið að halda starfinu áfram til næstu áramóta. Fyrstu níu mánuðina greiddum við 25% af rekstrarkostnaði heilsugæslu- stöðvanna, með hliðsjón af því að 25% skjólstæðinganna gátu ekki greitt fyrir þjónustuna. Næstu níu mánuðina greiddum við 50% launa- kostnaðar. Síðasta tímabilið mun- um við halda við því áfram, þar til síðustu fjóra mánuðina, þá greiðum við 25% launanna." Umsjón með 85 stöðvum Starf Sigurbjargar felur meðal annars í sér fjármála- og gæðaeft- irlit. Hún hefur yfirumsjón með 85 heilsugæslustöðvum á norður- hluta vesturbakkans. Aðeins er hægt að heimsækja þrjár til fjórar þeirra á dag, vegakerfinu er mjög ábótavant og oft um langan veg að fara. Heilsugæslustöðvarnar eru mjög mismunandi, sumar vanþró- aðar í vanþróuðum þorpum, aðrar með ný tæki og góða þjónustu. Sigurbjörg segir starfsfólkið á heilsugæslustöðvunum sýna ótrú- lega getu og sveigjanleika. „Stöðv- arnar eiga það sameiginlegt að hafa lágmarks starfslið á lág- markslaunum og er vinnuálagið oft mikið. Margir starfa í óhæfu húsnæði, þar sem hvorki er renn- andi vatn, hiti né rafmagn. í þorp- um sem eru mjög stijábýl og ein- angruð eru starfandi „ferðaheilsu- gæslustöðvar“, bílar sem ferðast frá einu þorpi til annars, búnir tækjum og tólum og nauðsynleg- um fylgihlutum. Fyrir utan lækna og hjúkrunarfræðinga sem starfa í bílunum eru heilbrigðisráðgjafar starfandi í þorpunum, þeir eru búsettir þar og þekkja vel til heil- brigðisástar.ds og félagslegra að- stæðna íbúanna.“ Sendifulltrúarnir láta ekki vita af ferðum sínum fyrirfram þegar þeir heimsækja heilsugæslustöðv- arnar. „I fyrstu vissum við ekki hvort stöðvarnar væru starfandi, væru ef til vill aðeins til á pappír- unum, en í flestum tilfellum koma heimsóknirnar skemmtilega á óvart. Stöðvarnar eru yfírleitt vel reknar og byggðar á stöðum þar sem mikil þörf er fyrir heilsu- gæslu. Ég er sannfærð um að fjár- hagsaðstoðin hefur komið þar sem hennar er virkilega þörf.“ Sigurbjörg segir sendifulltrúana hafa safnað saman miklum upplýs- ingum um vandamál heilbrigðis- þjónustunnar á sjálfstjórnarsvæð- unum. Þau muni gefa yfirvöldum skýrslu þegar starfi þeirra lýkur. „Það er ljóst að ekki er tii nein einföld leið til þess að tryggja öll- um palestínuaröbum á hernumdu- og sjálfsstjórnarsvæðunum heil- brigðisþjónustu. Utanaðkomandi fjárhagsaðstoð er nauðsynleg ef vel á að takast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.