Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kór frá köldu landí, sem yljaði oss um hjartarætur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, undir stiórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, kom fram á * 17. alþjóðlegu kórahátíðinni Zimriya í Israel 7.-15. ágúst sl. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi umsögn sem Henry Klausner, varaformaður hátíðarinnar og fyrrverandi tónlistarstjómandi í Histadrut, skrifar. VINTÝRI hins ís- lenska kórstjórn- anda, Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, á Simriyu, ísraelsk-alþjóðlegu kórahátíðinni, hófst fyrir mörgum árum. Á eina Simriyu-hátíðina, það var á áttunda áratugnum, kom fjölþjóð- legur kór undir stjórn hins þekkta Svisslendings, Willi Gohl, sem' stjómaði hópsöng hinna 1.500 þátt- takenda mótsins. Með honum kom sönghópur frá nyrsta hluta Evrópu, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og — íslandi. Meðal meðlima sönghópsins var ung og fögur kona, klædd undur- samlegum þjóðbúningi: Þorgerður frá íslandi. Síðan hefur hún nokkrum sinnum fært okkur ungmennakór sinn til ísraels, í eigin tónleikaferðum, og nú á ný á 17. Simriyu-hátíðina. Kór hennar og nafnið Þorgerður standa hjá okkur fyrir hina háþróuðu kór- söngsmenningu íslands, bæði ís- lenskra kóra og íslenskra tónskálda. Hin sérstæða íslenska tónlist og samhljómur, sem minnir á keltnesk mótíf og hljóma, teiknaði fyrir hug- skotssjónum okkar jöklatinda, fannarauðnir, grænar mosavíðáttur og dynjandi fossa. Þorgerður og kórinn hennar eru þekkt í borgunum hérna, á sam- yrkjubúunum, á tónlistarhátíðum. Það er aðdáunarvert hvernig henni tekst sífellt að fella inn í kórinn nýjar kynslóðir ungra söngvara. Við hveija heimsókn sýnist okkur hann vera stærri og ennþá betri. Á opnunartónleikum hátíðarinnar að þessu sinni, sem fram fór þann 7. ágúst í 3.000 manna tónleikasal, Mann-Auditorium í Tel Aviv, var íslenska söngfólkið vafalaust stjörnur kvöldins. Það söng í 200 manna kór, sem skipaður var fólki frá mörgum löndum. Verkið, sem sungið var, var Chichester-sálm- arnir eftir Leonard Bernstein, með einsöng og undirleik hljómsveit- ar. Framkoma Þorgerð- ar og kórsins hennar á seinni hluta tónleikanna var sönn upplifun. Þegar hún kom inn á sviðið, skrýdd hinum fagra þjóðbúningi og með sitt fólk syngjandi og spilandi á hljóðfæri, tókst „galdramanninum Þorgerði" að heilla alla áheyrendur með í söngnum. Kór með mikla fágun, stórkostleg- an hljóm og listræna tjáningu. Okk- ur var boðið upp á ríkulegt úrval íslenskrar tónlistar. Fagnaðarlæti áheyrenda voru sem eldgos, með klappi og sameiginlegum undirtekt- um í söngnum, sem sameinaði alla. Tónleikarnir í leikhúsi Jerúsalems voru á hveiju kvöldi, fyrir alla þátt- takendur Simriyu- hátíðarinnar. Þetta voru fagáheyrendur og hver einasti kór sýndi sitt besta. Alveg eins og í Tel Aviv heillaði kór Þorgerðar. Að þessu sinni var mannlegi þátturinn ræktaður vel á hátíð- inni. Að kvöldtónleik- unum loknum óku allir til baka til háskólans, þar sem búðir þátttak- enda voru. Langt fram á nótt og framundir morgun sat fólk saman og söng og dansaði. Mörg vináttubönd voru bundin. Á laugardegi lögðu kórarnir land undir fót. Heimsóttu kóra í bæjum og á samyrkjubúum. Islenski kórinn var gestur ungmennakórs bæjarins Rechovot. Heima hjá fjöl- skyldum gestgjafanna gafst tími til gagnkvæmra kynna. Hinir sameiginlegu tónleikar voru mikil upplifun. Á íslandi fljóta um margra mán- aða skeið á hverju ári ljós og myrk- ur, sól og máni saman — regn, vind- ur og snjór. En það finnast líka ljós- geislar, sem bijótast gegn um skýin. Slíkur sólstafur er ungmennakór Þorgerðar: Geisli ljóss og yls, sem sker í gegn um myrkrið. Þorgerður Ingólfsdóttir, Hamrandi ósveigjanleiki TONLIST I ð n ó KAMMERTÓNLEIKAR Ungir tónlistarmenn flylja sam- tímatónlist, þar af fjögur verk eftir _ Lárus H. Grímsson, á tónleikum Óháðrar listahátíðar. Þriðjudagur- inn 29. ágúst, 1995. VERT væri að fjalla sérstaklega um fyrirbærið listahátíðir og hvers vegna listviðburðir liðinna ára hafa tekið á sig þá mynd, að at- burðum er þjappað saman, með ýmsum markmiðum, auk þeirra, að ætla að listþegar hafi áhuga. Á Óháðri listahátíð er lögð áherla á íslenskar frumgerðir í máli, mynd og tóni og hvað tónleika snertir er gamla Iðnó aðalvett- vangurinn, „slógdregið“ en vaskað að utan. Listahátíð er skipulag margra þátta samtímis, en samt er hver atburður fyrir sig einstak- ur og í raun „eyland“ þess er þar kemur fram. Tónleikarnir hófust á einleiks- verki fyrir flautu, eftir Báru Grímsdóttur, sem Arna Kristín Einarsdóttir flutti. Verkið nefnist „White June“ og er laglega samið. Það hefst á ljóðrænu tónferli en síðan stormar og líklega snjóar lítillega og er hægir um, er leikið með einfaldar tónmyndunarað- ferðir, rétt eins og um sé að ræða eins konar uppgjör, sem síðan endar í sátt við tilveruna. Arna er efnilegur flautuleikari og lék verkið af öryggi. Næstsíðasta verk tónleikanna, Indiánakonsertinn eftir Alice Gomes, var einnig leik- ið af Örnu ásamt Geir Rafnssyni á slagverk og var samleikur þeirra hinn besti. Bragðlaukar eftir Lárus H. Grímsson er samið fyrir slagverk og tónband og dregur nafn sitt af inngangi og Coda verksins, þar sem heyra má smjatt og önnur munnhljóð, er tengjast grófari borðsiðum en almennt eru iðkaðir. Miðhluti og meginið af verkinu er vel samin slagverkstónlist, sem vel getur staðið ein og mætti sem best fella burtu innganginn og eftirmálann, sem eru mjög stuttir og hafa því litla þýðingu fyrir verkið í heild. Geir Rafnsson flutti verkið og eins og í fleiri verkum Lárusar, er unnið mikið með ná- kvæmt samspil tónbands og hljóð- færaleikara, er" var einkar vel sam- stillt í leik Geirs. Geir flutti einleiksverk fyrir marimbu, er nefnist „Rhythm song“ og er eftir Paul Smadbeck. Ákveðin tónmynd, sem myndar eins konar undirleik, gengur eins og rauður þráður í gegn um verk- ið en á móti er leikið einfalt söng- stef. Það er margt fallega gert í þessu verki og undirleiksstefið er sniðuglega útfært en í heild er það of einlitt. Geir Rafnsson lék verkið mjög vel og er þar á ferðinni efni- legur slagverksmaður. „Boom Boom at Berklee" heitir verk fyrir rafbassa og tónband, eftir Lárus H. Grímsson og lék Þórir Jóhannsson á rafbassann. Verkið er mjög hrynfast, eins og reyndar mörg verka Lárusar og að því leyti til samsvara þau bandarískum verkum sem flokkuð voru undir yfirskriftinni „The third BALLETT SKÓLI Skúlatúni 4 Kennsla hefst mánudaginn 18. september. Byrjenda og framhaidshópar frá 4ra ára. Innritun og upplýsingar í síma 553-8360 frá 15-19. Meðlimur í Félagi íslenskra listdansara Kammer- tónleikar fyrir fullu húsi Kirkjubæjarklaustri. Morgunblaúid. KAMMERTÓNLEIKAHELGI á Kirkjubæjarklaustri er nýlið- in, en þessi tónleikahelgi er árviss viðburður í menningar- lífi íslendinga. Fólk kemur hvaðanæva að af landinu til þess að hlýða á listamennina sem flytja mismunandi dag- skrá kammertónleika í þijá daga. I ár voru flytjendur þau Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Áshildur Haraldsdóttir flauta, Edda Erlendsdóttir píanó, Georg Klútch fagott, Guðný Guðmunsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Unn- ur Sveinbjarnardóttir víóla. Samtals komu á milli fjögur og fimm hundruð manns á tónleikana. Hvert kvöld var fjöldi á bilinu 130-150 manns. Var listafólkinu vel tekið og fleiri eiga eftir að njóta, því tónleikarnir voru allir teknir upp af Ríkisútvarpinu. Það er Edda Erlendsdóttir og menningarmálanefnd Skaftárhrepps sem standa að þessum tónleikum, en helsti styrktaraðili er Hótel Edda, Kirkjubæjarlaustri. Streem", þar sem klassík og jass var blandað saman. Sónata op. 42, fyrir kontra- bassa, eftir David EIlis, er ekki merkilegt verk, hvorki sem tilraun eða tónlist.en var mjög vel leikið af Þóri Jóhannssyni. Þorsteinn Gauti lék píanóverkið Farvegir eft- ir Lárus, skemmtilega samið verk er var sérlega vel leikið af Þor- steini Gauta. Farvegir eru í þremur þáttum og er fyrsti þátturinn hrað- ur, annar hægur og ljóðrænn en sá síðasti eins konar tokkata. Tvennt er mjög áberandi í tónsmíð- um Lárusar og ber fyrst að nefna hrynfestu, oftlega danslagakennda og „tematík“, sem oft er þrástefj- uð, og leiðir þetta tvennt til þess að hvergi er slakað á og ásláttur, t.d. á píanó, verður gegnumgang- andi hamrandi og einlitur. Það er hinn hamrandi hrynkraftur sem nær öllu ræður í verkum Lárusar og var sérlega áberandi í síðasta verki tónleikanna „The mission“, sem er samið fyrir tvö píanó og tónband og var ágætlega leikið af Helgu Bryndísi Magnúsdóttur og Daníel Þorsteinssyni. Þrátt fyrir að margt skemmtilegt beri fyrir eyru og aðallega af hrynrænu gerð- inni en einnig einstaka stefhug- myndir, er verkið í heild allt of ein- litt og hamrandi. Þar er vart hægt að fínna nokkrar andstæður, hvorki í stefgerðum né styrk en samt er ljóst að Lárusi er mikið niðri fyrir og semur verk sín af kunnáttu. Lárus þarf að losa sig undan tónbandinu enda er það, sem ritað er á tónbandið oft svo keimlíkt því, sem ætlað er fyrir lifandi flutn- ing, að annar hvor aðilinn er í þeim tilfellum óþarfur, til að flytja fram tónefni verksins. Þá er hrynfestan ekki síður eitt allheijar tíma-mónó, er minnir illilega á trommuheilana í hljóðgeivlum nútímans. Lárus er betra efni í tónskáld en svo að hann megi festa sig í rafdraslinu, sem nú er víkjandi í tónlist, vegna þess hve allt þar er niðursoðið og ósveigjanlegt og nær algerlega rúið allri líkamlegri snertingu, eins og áslætti, sveigjaleik í hi-yn og blæ- brigðum og að ekki sé talað um einn mikilvægasta þátt allrar list- sköpunar, túlkun tilfínninga. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.