Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ döivsk ORÐABÆKURNAR 34.000 cnsk uppBeilícið Ensk íslensk orðobók IngHsh-kelundic Diclionnry --- Dönsk íslensk íslensk arðobók fnsk orð°%r:^. íslensk ensk orðabók ÓDYRAR Frönsk íslensk íslensk frönsk j orðnbók s*r. é Þýsk islensk íslensk þýsk orðobók Ulbnrfitik Deiilnk tXraHA-lOöndÍMh . jtjda itölsk •slensk wlensk Aelsfc orðabók Uelondii*lngHsb DUIlonoiy ENsk §ensk !5’ensk 'sfensk Sa* CnaMlck feSÍ íslensk spænsk aráöbók Ódýrnr og góðar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN TÍX a/x, Wo; <0**0, 'h 'h Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! SOFFIA PÁLSDÓTTIR + Soffía Pálsdótt- ir var fædd að Ögri við Stykkis- hólm 7. júlí 1907. Hún lést í sjúkra- húsinu í Stykkis- hólmi 24. ágúst sl. Soffía var ein af 14 börnum þeirra hjóna, Helgu Jónas- dóttur og Páls Guð- mundssonar, sjó- manns og útvegs- bónda sem lengst af var kenndur við Höskuldsey, en það- an stundaði hann sjóróðra um langt skeið. Þau hjónin hófu búskap í Undirtún- um, lítilli bújörð í Helgafells- landi, þá voru þau í Ögri um skeið, eitt ár eða svo á Hellis- sandi, en lengst af var hann í Höskuldsey og þar ólst Soffía upp. Þau Helga og Páll áttu sjö stúlk- ur og sjö stráka en misstu eina stúlku og einn dreng. 12 komust til fullorð- insára. Soffía gift- ist Sigurbirni Kristjánssyni frá Eiði í Grund- arfirði, bjuggu þau allan sinn búskap í Stykkishólmi, lengst af í Viðvík. Þau eignuðust 9 börn, en misstu tvö drengi á voveifleg- an hátt, 11. júní 1945, sama dag, er þeir voru að leika sér á sjónum í bát sem þeir voru með, og einir, en við leit fund- ust þeir í fjörunni og voru þá örendir. Sigurbjörn er látinn fyrir nokkrum árum. SOFFÍA var merk dugnaðarkona, það fékk ég að reyna þegar ég kynntist henni eftir stutta veru hér í Stykkishólmi. Ennþá betur fann ég hvem mann hún hafði að geyma þegar hún og maður hennar urðu fyrir því sorglega slysi rétt við bæjarvegginn að tveir drengir þeirra, Birgir og Kristján, 5 og 7 ára, drukknuðu. Þetta áfall bar hún með þeirri reisn að ég gleymi því aldrei. Hún var þar sem í öðru styrkurinn á heimilinu og hlúði að manni sínum og bömum. Þau fluttu nokkru síðar inn í bæinn og þar sýndi hún eitt sinn að henni var ekki fisjað saman þegar henni var litið út um gluggann í eldhúsinu og sá þá dóttur sína, fárra ára, fljót- andi í sjónum þar skammt frá. Hún var snögg að koma henni til hjálpar og óð eftir henni og gat bjargað, en ekki mátti miklu muna. Hún setti sig þar í hættu en hvað gerir móðurástin ekki þegar bamið er í veði og áður búin að reyna missi tveggja myndarlegra sona sinna. Hún Soffía var ekki rík á verald- lega vísu, en úr móður- og föður- garði kom hún auðug af hinum góðu mannkostum sem hún varði alla æfi og miðlaði náunganum af alla tíð. Oft var vakað yfir bama- hópnum þegar aðrir voru gengnir til náða. Eftir missi manns síns bjó Soffía lengst af í húsinu sínu út á Ytri Höfða hér í bæ og var oft fjölmenni þar og aldrei var kvartað yfir þrengslum. Henni var unaður að vinir og vandamenn og kunningjar litu inn og alltaf var eitthvað til staðar fyrir þá sem þar komu. Þetta varð ég mjög var við, þá daga sem ég var á ferðinni, og kom þar við. Seinustu tvö árin var hún á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og þar leið henni vel og hún kunni vel að meta þá að- hlynningu sem þar var á boðstólum og var ekki laust við að henni fynd- ist um of „stjanað við sig“, eins og hún orðaði það, enda vanari að þjóna öðrum. Seinustu dagana átti hún athvarf í sjúkrahúsinu hér í Stykkishólmi og þreytt að loknu erfiðu dagsverki lést hún þar sl. sunnudag. Ég vil í þessum fáum orðum þakka þessari góðu konu fyrir samfylgdina og að hafa átt þess kost að kynnast henni, hjýj- unni allri sem frá henni stafaði og hversu hún sátt við allt og alla kvaddi þennan heim. Hún fól jafn- an Guði sínum líf sitt og sinna, þakklát og öfundarlaus. Einum góðum borgara er Hólmurinn fá- tækari við brottför hennar. Ég bið þann sem öllu ræður, að blessa hana og lýk þessu með orðum frels- arans. Þú góði og trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar herra þíns. Árni Helgason. I I I I I e Þú getur iagt inn á innlánsreikninga í sparisjóðnum. NYJUNG knm sparis I Nú getur þú lagt inn og greitt reikninga. * Miliifært a reikninga • Peningaúttektir. e Fengið yfirlit. SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Reykjavíkurvegi 66 Strandgötu 8-10 SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Tjarnargötu 12, Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.