Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ [f
ERLENT
BAKSVIÐ
EFTIR samfylgd ríkis og
kirkju í Svíþjóð síðan
1686 skilja nú leiðir. í
þessu máli eru hvorki
sigurvegarar, né einhverjir sem
tapa, sagði Gunnar Weman erk-
ibiskup að bæn lokinni, þegar
kirkjuþing hafði samþykkt tillögur
ríkisstjórnarinnar um að sænska
kirkjan yrði ekki lengur ríkis-
kirkja. Málinu var fyrst hreyft
fyrir tæpum fjórum áratugum og
hefur löngum verið hitamál í Sví-
þjóð, þó samþykktin nú hafi geng-
ið friðsamlega fyrir sig. Um er
að ræða stjórnarskrárbreytingu,
sem verður að fara fyrir tvö þing
og gengur ekki í gildi fyrr en 1.
janúar 2000. Enn liggja aðeins
megindrög hinnar nýju skipunar
fyrir. Mörg atriði eru óljós, til
dæmis hvort líta eigi á gjald sókn-
arbarna til kirkjunnar sem gjald
eða skatt.
Það var með kirkjulögum 1686
á stjórnarárum mektarkóngsins
Gústavs Vasa að eining kirkju og
ríkis komst á. Þau lög voru ekki
numin úr gildi fyrr en 1992. Árið
1809 var lögfest í Svíaríki að hver
mætti trúa eftir sinni samvisku,
en ekki ganga af trúnni og það
var ekki fyrr en með lögum 1951
að Svíar gátu sagt sig úr kirkj-
unni. Fyrsta tillagan um aðskilnað
ríkis og kirkju var lögð fram 1909,
en ekki komst hreyfing á málið
fyrr en 1958. Með nýjum lögum
1982 var sjálfstæði kirkjunnar
aukið og 28. ágúst síðastliðinn
samþykkti kirkjuþingið svo að-
skilnaðinn með miklum meirihluta.
Reyndar voru atkvæði ekki talin,
aðeins ríkið getur lagt á skatt.
Hann verður þó líkur venjulegum
skatti, þar sem hann verður tekju-
tengdur. Eingöngu þeir sem eru
meðlimir í kirkjunni borga skatt-
inn. Kirkjan mun halda eignum
sínum og áfram sjá um greftrun,
bæði sóknarbarna og annarra.
Ekki hefur enn verið gengið frá
hvernig þeir sem ekki tilheyra
kirkjunni greiða kirkjugarðsgjald-
ið, því það er innifalið í kirkju-
skatti hinna.
Uppskipting safnaða breytist
°g fylgir ekki bæjarfélögum eins
og áður, en enn á eftir að ákveða
skipulagið. Kirkjan mun fá ríkis-
framlag til að halda við menning-
arverðmætum. Frá og með 1. jan-
úar 1996 fæðist enginn inn í kirkj-
una, heldur verður að skrá börn
í hana, ef foreldrar óska þess.
Meðal kirkjunnar manna gætir
kvíða yfir hvort og í hversu ríkum ■ j
mæli foreldrar hugsi til þéssá.
Nýja skipanin hefur einnig í för
með sér að kirkjan velur sjálf bisk-
upa og dómsprófasta.
En það voru aðeins gróf drög,
sem kirkjuþing samþykkti nú. Enn
er eftir að greiða úr ýmsum flókn-
um málum svo mikið starf er fram-
undan. Stóra spurningin er svo
hvort þetta verður sú vítamín-
sprauta fyrir kirkjuna, sem for-
kólfar aðskilnaðarins innan kirkj-
unnar vonast eftir, eða hvort það
færist deyfð yfir yfir fátæk svæði
og fjör í ríku svæðin. Fyrst þarf
að bíða fram til ársins 2000 og
síðan í nokkur ár, áður en í ljós
kemur hver áhrifin á safnaðarlífið
og starfsemi kirkjunnar verða.
Aðskilnaður en
ekki viðskilnaður
Leiðir kirkju og ríkis skilja í Svíþjóð
önnur um önnur trúfélög. Þar með
er líka lagður grunnur að sam-
bandi kirkju og ríkis, meðal ann-
ars um að kirkjan eigi að vera
lýðræðisleg og starfa um allt land.
Þetta er til að tryggja að kirkj-
an breytist ekki í eðli sínu og
meðal annars mun ríkið hafa fing-
urna með í spilinu við ákvörðun
um uppbyggingu kirkjunnar, til
dæmis er varðar skiptingu starf-
seminnar í bæjarfélögum og á rík-
issviðinu. Ýmsir hafa orðið til að
gagnrýna þetta nýja fyrirkomu-
lag, þar sem lögin komi kirkjunni
í þá aðstöðu að vera stöðugt að
semja um eitt og annað við ríkið
og því sé ekki hægt að tala um
viðskilnað, heldur aðeins aðskiln-
að, þar sem kirkjan sé ekki sjálf-
stæð gagnvart ríkinu.
Hvernig á að borga
kirkjugarðsgjald?
Eftir sem áður verður lagður á
kirkjuskattur, en óljóst er hvort
hann verður skilgreindur sem
skattur eða gjald, þar sem í raun
Nýlega vom samþykkt á sænska kirkjuþing-
inu drög að skilnaði kirkju og ríkis. Sigrún
Davíðsdóttir rekur aðdraganda ákvörðunar-
innar og hvaða áhrif hún muni hafa.
heldur vottuðu viðstaddir aðeins
afstöðu sína með því að standa á
fætur. Fáir sátu eftir.
Ein lög um kirkjuna, önnur
um trúfélög
Það er ríkisstjómin, sem hefur
lagt línumar og samið tillögumar,
sem nú vom loksins samþykktar.
Stjómmálaflokkamir hafa deilt
um málið og síðastur varð Mið-
flokkurinn til að leggja blessun
sína yfir ráðahaginn. Marita Ulv-
skog kirkjumálaráðherra lagði til-
lögurnar fyrir kirkjuþingið, sem
ekki hafði vald til að breyta svo
mikið sem einni kommu, heldur
aðeins samþykkja tillögurnar eða
hafna. I raun urðu þó smávægileg-
ar breytingar á tillögu ríkisstjórn-
arinnar, sem Ulvskog samþykkti.
Kirkjunnar menn hafa verið við-
kvæmir fyrir orðalaginu og ekki
viljað tala um skllnað. Samkvæmt
lögunum, sem væntanlega verða
samþykkt má fremur tala um að-
skilnað en viðskilnað, því sérstök
lög verða sett um kirkjuna og
i
Átta danskir fangar ganga enn lausir
Leiðtog’i fanganna
í sjónvarpsviðtali
FRÉTTAMAÐUR dönsku sjón-
varpsstöðvarinnar TV3 ræddi á
fimmtudag í síma við Lars Hitchin-
son, sem talinn er forsprakki fang-
anna sem flýðu úr Vridsloselille-
fangelsinu um síðustu helgi. Sagði
hann hópinn brátt á förum úr
landi.
Gífurleg leit hefur staðið yfir
að föngunum frá því að þeir flýðu
úr fangelsinu með aðstoð manns
sem ók ýtu á fangelsisvegginn.
Þrír af tólf föngum náðust sam-
dægurs, einn náðist síðar í vikunni
en átta ganga lausir. Þar af eru
fjórir sagðir hættulegir.
Viðtal fréttamannsins við Hitc-
hinson var flutt í sjónvarpsfréttum
stöðvarinnar á fimmtudagskvöld
og að því er segir í Berlingske
Tidende var greinilegt að Hitchin-
son var illur vegna þess að ekki
náðist samkomulag um 2 milljón
kr. greiðslu sem hann hafði kraf-
ist fyrir að hafa milligöngu um
viðtöl við fleiri í hópnum. Sagði
hann fangana þurfa á fénu að
haljda til að halda flóttanum áfram.
í samtalinu sagði Hitchinson að
hann væri á stað þar sem hann
sæi út á sjó en að það myndi ekki
vara lengi þar sem hann og aðrir
í hópnum væru á leið úr landi.
Danska lögreglan er afar ósátt
við þátt sjónvarpsstöðvarinnar í
þessu máli þar sem fréttamaður
frá stöðinni hafi átt í samningavið-
ræðum við fangana um viðtöl á
sama tfma og víðtæk leit hafí stað-
ið yfir að þeim.
Reuter
Safnað fyrír
endurbyggingu
UNGUR rússneskur munkur
grísk-kaþólsku rétttrúnaðar-
kirkjunnar stendur á votum degi
í miðborg síberísku borgarinnar
Tomsk og safnar fé til endur-
byggingar kirkjunnar sem sést í
bakgrunni. Frá falli Sovétrílq-
anna hefur rússneska rétttrúnað-
arkirkjan verið að sækja í sig
veðrið og auka áhrif sín.
Orsök
krabba-
meins
EIN AF meginorsökunum fyrir
myndun krabbameinsæxla hefur
verið uppgötvuð af vísindamönnum
í Bandaríkjunum. Um er að ræða
hluta ensíms í erfðavísum frumna,
DNA, sem sér um „viðhald“ litn-
inga. Frá þessu er sagt í bandaríska
vísindatímarit.inu Science.
Ensíminu má líkja við plasthúðina
á endum skóþvengja, sem hindra að
þeir rakni upp í endana. Kallast
fyrirbærið ensím-telomerasi. Þeir
gefa frumunum ekki aðeins lengra
Iíf, heldur auka þeir hættuna á að
fruman breytist í krabbameins-
frumu.
Þessir telomerasar finnast í um
90% allra krabbameinsæxla, en aðr
eins sjaldan í heilbrigðum vefjum-
Vísindamennirnir hafa einnig fundið
leið til að hefta virkni telomerasanna
sem gæti hjálpað til við að drepa
krabbameinsfrumur. Enn hefur þó
ekki verið þróuð aðferð til að beita
þessari þekkingu í lækningaskyni.
ft
I
I
i
I
I
I
:
í
I
I
l
I
l