Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 "MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þota leigð undir áhafnaskipti á Dalborginni EA og fleiri íslenskum togurum BERGLJÓT Snorradóttir með Rúnar Loga Rúnarsson í vagninum, Kristinn Heiðar Jakobsson, Anna Björnsdóttir og Snorri Snorrason. Morgunblaðið/Ásdís KRISTINN Heiðar Jakobsson, sem er 14 ára, og vinur hans Ingvar Hermannsson, sem er 16 ára, voru á Dalborginni. Af Flæmska hattinum á skólabekk á Dalvík Um borð í mörgum íslenskum fískiskipum eru bræður, feðgar eða önnur skyld- menni. 14 ára skipverji á Dalborginni var spurður að því er hann kom til landsins á þriðjudagskvöld eftir sumardvöl við veið- ar á Flæmska hattinum hvort hann ætti skyldmenni um borð: „Já,“ sagði hann. „Látum okkur sjá, það er skipstjórinn, fyrsti stýrimaður, fyrsti vélstjóri, kokkur- inn og fjórir hásetar.“ Pétur Blöndal tók á móti þessum unga sjómanni, öðrum skipverjum á Dalborginni, skylduliði þeirra og fleira fólki á Keflavíkurflugvelli. Á ÞRIÐJUDAG fóru fram áhafnaskipti á íslenskum togur- um sem eru að veiðum á Flæmska hattinum. Þar eru nú sex íslensk- ir togarar og hefur gengið þokka- lega á þessum miðum við Ný- fundnaland. í annað skipti í röð var farin sú leið að leigja Boeing- þotu Flugleiða og fljúga til St. John’s í Kanada, þar sem áhafna- skiptin fóru fram. Með í för voru fjölmargir Islendingar í verslun- arerindum, en einnig fjölskyldur sjómanna. Það voru útkeyrðir sjómenn af Dalborginni og Otto Wathne NS sem komu til landsins á þriðju- dagskvöld eftir rúmlega tveggja mánaða úthald. Á meðal þeirra var 14 ára piltur að nafni Kristinn Heiðar Jakobsson, en þetta er annað sumarið í röð sem hann tekur þátt í veiðum á Flæmska hattinum með Dalborginni. Kristinn segist vera ánægður með sumarið og að hann hafí þén- að ágætlega eða um 400 þúsund krónur. Hann hafi því að minnsta kosti efni á skólabókum í vetur, en hann fer í 9. bekk í grunnskól- ans á Dalvík. Kristinn hefur samtals farið í fjóra túra með Dalborginni. Að þessu sinni var úthaldið rúmlega 70 dagar og unnið á sex tíma vöktum. Hann segist samt ekki vera neitt sérstaklega þreyttur. Þegar hann er spurður hvort hann hlakki til að koma aftur til Dalvík- ur svarar hann: „Nei, ég er að fara í skólann. Af tvennu illu er skárra að vera á sjónum.“ Kristinn er dóttursonur Snorra Snorrasonar sem er eigandi út- gerðarinnar. Auk þess sem sagði í upphafí um skyldleika Kristins við aðra skipveija á Dalborginni má bæta því við að móðursystir hans, Aðalbjörg Snorradóttir, er framkvæmdastjóri útgerðarinnar og sér meðal annars um að skipu- leggja leiguflugin til St. John’s. Kristinn ætti því að vera í góðum höndum. En hvernig þótti honum Þyrla til bjargar ÞYRLA frá kanadísku strandgæslunni sótti Ævar Smára Jóhannsson um borð í Ottó Wathne eftir að Ævar Smári slasaðist í veiðiferð á Flæmska hattin- um undir lok síðasta mán- aðar. Bíða þurfti eftir þyrl- unni í sextán klukkutíma vegna þoku. Tveir menn flugferðin? „Þetta var ágætt og tók fljótt af,“ svarar hann. Mikið verslað Annars segist Kristinn vera orð- inn vanur því að vera í kastljósi fjölmiðla, því í einni verslunarmið- stöðinni í St. John’s fyrr um kvöld- ið, hafí fjölmiðlafólk komið og tek- ið viðtöl og myndir af íslendingun- um, því það hafi verið gáttað á því hversu mikið þeir versluðu á einum degi. Það liggur því beint við að taka Guðrúnu Björgvinsdóttur frá Reykjavík tali, en hún var ein af þeim sem flugu með leiguþotunni til þess að versla í St. Johns. Hún segist hafa frétt af ferðinni í gegn- um frænku sína, sem hafi hringt í sig og boðið sér með. sigu niður í skipið úr þyrl- unni og hlúðu að Ævari Smára áður en hann var hífður upp. Flugið frá tog- aranum til St. John’s á Nýfundnalandi tók hálfan annan tíma en þar var Ævar Smári lagður inn á sjúkrahús en hann kom til Islands á þriðjudag. „Þetta margborgar sig,“ segir Guðrún. „Ég keypti þarna buxur, peysu, skó, ilmvötn og fleira og fleira." Gengur eftir efni og ástæðum Snorri Snorrason, eigandi út- gerðarinnar, segir að veiðin hafi gengið eftir efnum og ástæðum: „Það hefur ekki gengið neitt af- skaplega vel, heldur bara eins og við er að búast á þessum tíma.“ Hann segir að veiðin hafí daprast heldur eftir því sem liðið hafí á haustið, en hún sé líklega skárri en á sama tíma í fyrra. Dalborgin var samtals með 110 tonn í þessum síðasta túr, en taka verður með í reikninginn að hún varð fyrir töfum þegar hún þurfti að gera hlé á veiðum og sigla í ÆVAR Smári Jóhannsson með móður sinni Ósk Traustadóttur og litlu systur Bóel Björk Jóhannsdóttur. land vegna bilana. Snorri segir að Dalborgin sé komin með samtals 250 tonn á Flæmska hattinum. „Við stefnum á að vera þarna eitthvað áfram,“ segir Snorri, „eða svo lengi sem gengið getur. Hversu lengi það verður veit ég ekki og sennilega enginn þá nema Guð almáttugur." Verður hálft ár að ná sér Ævar Smári Jóhannsson af tog- aranum Otto Wathne frá Seyð- isfírði var á meðal þeirra sem komu með leiguþotunni til lands- ins í gærkvöldi, en hann slasaðist þegar togarinn var á veiðum í lok ágúst síðastliðnum, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Slysið bar að með þeim hætti að verið var að taka inn trollið þegar krókurinn festist alveg niðri í dekki. Ævar Smári byijaði að losa krókinn, en sá sem hífði tók ekki eftir því og hélt áfram að hífa, með þeim afleiðingum að krókurinn losnaði og skaust í fót- inn á Ævari af miklu afli. Hann fékk mikið sár á lærið og vöðvinn fór í sundur að aftan. Eftir að hafa legið um borð í sextán tíma án verkjalyfja var hann fluttur með björgunarþyrlu á sjúkrahús St. John’s, þar sem gert var að sárum hans. Það mátti sjá á Ævari á þriðjudaginn að hann var feginn að vera kominn til landsins eftir þessa þolraun, en með honum við komuna til lands- ins voru móðir hans og systir. „Læknar hafa sagt við mig að fóturinn verði ekki orðinn góður fyrr en eftir sex mánuði,“ segir Ævar. Hann býst við að verða í sjúkraþjálfun þennan tíma, en hefur ekki gert upp við sig hvað taki við að því loknu: „Ég ætla nú að stefna að því að fara á sjóinn sem fyrst, en það verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit á þessu augna- bliki er að ég fer í læknisskoðun á fimmtudag."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.