Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn BÉ tveir fjallar um lítinn geimstrák sem kemur niður til jarðarinnar til að leita að hlut sem er ekki til á stjörnunni hans. Animato Síðustu sýningar á Lindindin LEIKFÉLAGIÐ Theater frum- sýndi á dögunum nýja íslenska rokkóperu, Lindindin eftir Ingimar Oddsson, í húsnæði íslensku óperunnar. Nú er svo komið að Lindind- in þarf að rýma til fyrir starf- semi Óperunnar. Síðustu sýn- ingar verða því í kvöld kl. 20 og laugardag kl. 20. Asgerður í Borgar- kringlunni SÝNING á verkum Ásgerðar Kristjánsdóttur stendur nú yfír í Borgarkringlunni. Verkin á sýningunni eru flest unnin á þessu ári og eru um 50 vatnslitamyndir. Þetta er fjórða einkasýning Ásgerðar. Sýningin er opin frá kl. 13-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga um óákveð- inn tíma. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU Sigurbjörns Eldon Logasonar á vatnslitamynd- um, sem nú stendur yfír á kaffihúsinu Við Fjöruborðið á Stokkseyri, lýkur 22. septem- ber næstkomandi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-23. French Sensations Nýja haustlínan frá Warner's Skálastærðir A, B, C, D, DD - 32-40. Buxun háar og lágan S, M, L, XL. Litír: Svart, kampavíns, rautt. Vorum að taka upp nýja sendingu af leikfimifatnaði frá Pineapple. § Kringlunni 8-12, sími 553-7355. Geimvera á íslandi FURÐULEIKHÚSIÐ hefur ver- ið starfrækt í rúmlega eitt ár og er Bé tveir eftir Sigrúnu Eldjárn þriðja verkefni þess. Bé tveir fjallar um litinn geim- strák sem kemur niður til jarð- arinnar til að leita að hlut sem er ekki til á stjörnunni hans. Hann hittir lítinn strák sem heitir Áki og tvö eldri systkini hans sem heita Lóa og Búi. í sameiningu reyna þau að hjálp- ast að við að leita að þessum hlut. Stofnendur Furðuleikhússins eru leikararnir Gunnar Gunn- steinsson, Margrét Kr. Péturs- dóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Eggert Kaaber. Gestaleikari í Bé tveimur er Katrín Þorkels- dóttir og leikstjóri Jón St. Krist- jánsson. Þetta er fyrsta skiptið sem Furðuleikhúsið hefur fast aðsetur og verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar 16. sept- ember en í Reykjavík verða sýn- ingar í Tjarnarbíói og hefjast þær 22. október. Ætlunin er að hafa sýningar fyrir leiksjóla í Tjarnarbíói og verður boðið upp á ókeypis rútuferðir á staðinn. Almennar sýningar verða á sunnudögum kl. 15. KULDA- SKOR m/ríílás Verð frá kr. 2.990 OpiS laugardag kl. 10—14 SKÓVERSLUN | KÓPAVOGS j Hamraborg 3, sími 554-1754 CL TONLIST Illjómdiskar CAPUT LEIKUR f SLENSK KAMMERVERK Rímnadansar eftir Jón Leifs í út- setningu Atla Heimis Sveinssonar, Elja eftir Áskel Másson, Tales from a Forlom Fortress eftir Lárus H. Grímsson, Strengjakvartett eftir Snorra Sigfús Birgisson, Trio Ani- mato eftir Hauk Tómasson, Vink II eftir Atla Ingólfsson, Romanza eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Út- gefandi: íslensk Tónverkamiðstöð ITM 8-08. HVORT fyrsta verkið (Rímna- dansar) sé fremur eftir Jón Leifs en Atla Heimi er tilefni í þrætulist, en útsetning Atla Heimis er skemmtileg og hugmyndarík, svo sem vænta má. Elja (ákafí og barátta í nýrri merkingu) eftir Áskel Másson er sam- in fyrir 10 hljóðfæri og ber nafn með rentu með tilliti til innihalds, þrátt fyrir rólegan miðkafla og stillt- an endi. Guðmundur Oli Gunnarsson stjómar þessu sterka og rismikla tónverki af innblásnum eldmóði — orð sem má nota um þátt þeirra CAPUT-félaga á þessum hljómdiski yfir- leitt. Tales from a Forlom Fortress eftir Láms H. Grímsson byijar á fallegri sellóinnkomu, sem undir- strikar dulúð. Að öðra leyti er verk- ið ek. konsertþáttur fyrir fagott og strengi — enda geta áheyrendur „leikið sér að því að líta á fagottið sem rödd sögumanns". Fyrsti kaflinn í strengjakvartetti Snorra Sigfúsar Birgissonar er saminn úr margbreytilegu efni, sem þó stefnir í eina átt, annar kafiinn fábreytilegur í eðli sínu en stefnir í margar áttir samtímis, síðasti kaflinn „kinkar þrisvar kolli til hinna tveggja", svo vitnað sé í orð tónskáidsins. Flókin og fín tón- smíð — sem skilar eðli kvartettsins (sem tónlistarform) á sannfærandi hátt. Trio Animato eftir Hauk Tómas- son er skrifað fyrir klarínettu, selló og kontrabassa — „þar sem hljóð- færin leikast á um að skapa sér sína eigin rödd í tónvef sem bygg- ist á mismikilli samröddun og fjöl- röddun“. Haukur hefur alltaf eitt- hvað ferskt að segja manni í sínum ómstriða þéttleika. Vink II eftir Atla Ingólfsson er samið fyrir fiðlu, selló, pikkólóflautu, klarínettu og píanó. Hér ríkir léttleiki og sköpun- argleði. Romanza Hjálmars H. Ragnars- sonar (fyrir flautu, klarínettu og píanó) er innblásið tónverk. Orðið „romanza" er í æpandi mótsögn „við þann skilning sem viðtekið er að Ieggja í orðið og þann tónheim sem áheyranda er boðið inn í“ — þar sem teflt er fram andstæðum, sem em skerptar jafnvel á milli hlóðfæranna sjálfra. Stundum finnst mér Hjálmar, sem hefur reyndar mikla breidd sem tón- skáld, nálgist eitthvað sem kalla mætti „nútíma expressionisma“ þegar hann gerist djarfastur og magnaðastur (og naktastur) í tón- sköpun. Verk hans er flottur endir á fínum hljómdiski, bæði hvað varðar tónsmíðar og flutning. CAPUT-hópurinn, sem varð til á skyndibitastað í Reykjavík árið 1987, er löngu viðurkenndur, heima og erlendis, fyrir frábæran flutning á nútímatónlist — og hef- ur nú enn einu sinni sannað ágæti sitt. Allt eru þetta topp-hlóðfæra- leikarar og framúrskarandi tónlist- armenn — og einsog segir í bækl- ingi má heyra í flutningi allra verk- anna glöggan vitnisburð um áhuga, eldmóð, leiktækni og vand- aða túlkun þeirra fjölda listamanna sem starfa með CAPUT. Þeir eru að þessu sinni ekki færri en sext- án. Flest tónverkin á hljómdiskin- um eru samin fyrir CAPUT, sem segir sína sögu. Hlóðritun er fyrsta flokks, en upptökur fóra fram í Fella- og Hólakirkju og Digraneskirkju (1995) undir stjórn Sigurðar Rún- ars Jónssonar og Víðidalskirkju (1994) undir stjórn Bjarna Rúnars Bjarnasonar. Oddur Björnsson Mokka Stóri bróðir FJÓRIR ungir myndlistar- menn opna sýningu á Mokka við Skólavörðustíg á morgun, laugardag. Listamennimir fjórir sem eru Hekla Dögg, Hildur Jóns- dóttir, Erling Klingenberg og Valborg Salóme (Valka), ásamt Erlu Franklíns sem bú- sett er í Hollandi, standa að sýningunni. Þau útskrifuðust öll frá Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1994, héldu þá til frekara náms og hafa unnið að myndlist síðan ásamt öðrum störfum. Gerðar hafa verið breyting- ar á innviðum þessa gamal- gróna kaffíseturs, en auk þess verða til sýnis myndir á veggj- um og hljóð munu berast gest- um til eyma. „Loftkastalar á ísafirði“ SILLA, Sigurlaug Jóhannes- dóttir, opnar sýningu í Slunka- ríki á ísafírði á morgun, laug- ardag. Á sýningunni er gler- innsetning sem ber heitið „Loftkastalar" en Silla hefur unnið með gler undanfarið, þó hún sé e.t.v. þekktust fyrir vinnu sína við hrosshár. Silla stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og einnig í Mexíkó. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Þessi sýn- ing Sillu er 12. einkasýning hennar. Slunkaríki er opið frá kl. 16-18 frá fimmtudegi til sunnudags og eru allir vel- komnir. Allra síðasta sýning á Sápu tvö ALLRA síðasta sýning á Sápu tvö; sex við sama borð í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum verður í kvöld. Æfíngar eru hafnar á næstu Sápu, Sápu þijú, en höfundur hennar er Edda Björgvinsdótt- ir. Leikarar auk hennar eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Erl- ingur Gíslason og Hjálmar Hjálmarsson. Sápa þijú verður frumsýnd á ársafmæli Kaffileikhússins 7. október. Eygló sýnir í Galleríi Sævars Karls EYGLÓ Harðardóttir opnar sýningu í dag í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Eygló sýnir innsetningu og má þar sjá tvö ólík búsvæði sem skarast, hálendið og borg- ina og hvernig náin snerting við umhverfíð raknar upp og tekur á sig aðra mynd. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983-1987 og fram- haldsnám við listaakademíuna AKI í Hollandi frá 1987-1990. Þetta er hennar þriðja einkasýning. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU á textílverkum norsku iistakonunnar Grete Borgersrud í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar lýkur sunnu- daginn 17. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.