Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 FRÉTTIR Verkalýðsfélög mótmæla kjaradómi Kröfur um upptöku kjarasamninga VERKALÝÐSFÉLÖG víðsvegar um land hafa ályktað gegn launa- hækkunum sem Kjaradómur úr- skurðaði opinberum embættis- mönnum og kostnaðargreiðslum sem forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið til alþingismanna. í ályktun Verkalýðsfélags Húsa- víkur segir m.a. að þeir aðilar, sem síðastliðinn vetur hafi höfðað hvað mest til ábyrgðarkenndar launa- manna og nauðsynjar þess að varð- veita efnahagslegan stöðugleika hafi nú kastað grímunni. Það verði ekki liðið að þeir sem hafí aðstöðu til geti tekið það sem þá lysti án tillits til annarra og íslensk verka- lýðshreyfing hljóti að krefjast upp- töku þeirra samninga sem gerðir voru í vetur og krefjast sambæri- legra lífskjara við þau sem sjálftökuliðið telji sér hæfa. Stjórn Sóknar í Reykjavík lýsir furðu sinni á niðurstöðu Kjaradóms og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða vanhugsaða og sið- lausa ákvörðun sína tafarlaust og vinna heldur markvisst að því að eyða því mikla launamisrétti sem sé til staðar í landinu. Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðár- króki mótmælir einnig úrskurði Kjaradóms og segir að úrskurðir um tugþúsunda hækkanir til emb- ættismanna og skattfríar greiðslur til alþingismanna hafi misboðið réttlætiskennd almenns launafólks þannig að tæpast verði við unað. Þess er krafist að ákvarðanir um kostnaðargreiðslur þingmanna verði felldar úr gildi og alþingis- og embættismönnum verði úr- skurðaðar 2.700 krónur á mánuði. Mickey Jupp rokkar á Islandi BRESKI blúsrokkarinn Mickey Jupp er kominn til landsins á ný og mun koma fram á þrennum tónleikum á Kaffi Reykjavík með rokkbandi Björgvins Gíslasonar. í fréttatilkynningu segir að Mickey Jupp sé talinn í hópi bestu laga- og textahöfunda í bresku rokki og rytmablús, en hann er einnig afbragðs söngvari og hefur verið kallaður „Chuck Berry Bret- lands“. Tónleikar Mickey Jupps og rokkbands Björgvins Gíslasonar verða eins og fyrr segir á Kaffi Reykjavík föstudaginn 15. sept- BRESKI blúsrokkarinn Mickey Jupp. ember, laugardaginn 16. septem- ber og sunnudaginn 17. septem- ber. Fyrirlestur um boð- skap Maríu meyjar . HELGINA 16. og 17. september dvelur hér á landi bandarísk kona að nafni Annie Kirkwood. Hún hefur tekið á móti upplýsingum frá Maríu mey og hefur bók hennar með þeim upplýsingum verið gefín út í íslenskri þýðingu og nefnist Boðskapur Maríu til mannkynsins, segir í frétt frá Leiðarljósi hf. I fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Annie er hjúkrunar- fræðingur að mennt og taldi hvað eftir annað, þegar hún meðtók fyrstu skilaboðin frá Maríp, að Maríu hefði orðið á mistök, þar sem Annie er ekki kaþólsk. En María svaraði því til að það væri ^ hún ekki heldur og að henni væri mjög umhugað um að boðskapur hennar næði til fólksins. Boðskap- urinn snýr að væntanlegum heims- breytingum og því hvemig hægt er að undirbúa sig fyrir þær. Þeim spurningum er svarað í bókinni sem fyrst kom út 1991 en mikið af spádómum Maríu hefur gengið eftir. Um helgina kemur Annie Kirkwood til með að miðla nýjum upplýsingum um framtíðina frá Maríu." Annie Kirkwood heldur fyrir- lestur um Væntanlegar breytingar samkvæmt skilaboðum Maríu í Háskólabíói laugardaginn_ 16. september frá kl. 14-16. Áheyr- endum gefst kostur á að leggja spurningar fyrir hana. Sunnudag- inn 17. september heldur hún námskeið í því Hvemig á að und- irbúa sig fyrir væntanlegar heims- breytingar og upplifa 1000 ár frið- ar. Námskeiðið er haldið í bíósal Hótels Loftleiða og stendur frá kl. 10-17. Skráning og allar nán- ari upplýsingar eru í versluninni Betra lífi í Borgarkringlunni. Grænmetismarkaður fyrir kristniboðið j GRÆNMETISMARKAÐUR verð- ur haldinn laugardaginn 16. september í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 (gegnt Langholts- skóla) í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14 og rennur ágóðinn til starfs Kristniboðssambandsins í Eþíópíu og Kenýu. Það eru nokkrar konur í hópi kristniboðsvina sem standa fyrir markaðnum. Þama verður selt ýmiss konar grænmeti, ailt eftir því hvað kristniboðsvinir og aðrir velunnarar vilja leggja fram af uppskeru sumarsins. Hvers kyns grænmeti er vel þegið, kál, kartöfl- ur, gulrætur, ber, sultur, ávextir o.s.frv., einnig blóm og kökur og hvað sem er matarkyns. Þessu er veitt viðtaka í KFUM-húsinu í dag, föstudag, kl. 17-19. MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hvar er núllið? NOKKRIR menn voru að ræða saman í sambandi við vegaskilti og hve margir kílómetrar væru til Reykja: víkur frá ýmsum stöðum. í umræðunum kom upp sú spuming hvar núllið væri staðsett í Reykjavík, þ.e. hvaðan fjarlægðirnar væru mældar. Sumir þeirra héldu að núllið væri á Hlemm- torgi, en aðrir að það væri fyrir framan gamla Geys- ishúsið á Aðalstræti. Hins vegar hefur enginn botn fengist í þetta mál og væri gaman að fá upplýsingar um hvar núllið væri? Velvakandi hafði sam- band við Vegagerð ríkisins og fékk þær upplýsingar að mælt væri frá Lækjar- torgi og þaðan væru 7 km að borgarmörkunum. Misjöfn þjónusta BJARKI Árnason, sem var í atvinnuleit bað Velvak- anda um eftirfarandi: „Ég hafði fregnir af því að KASK á Homafirði, vantáði fólk í vinnu, og hringdi þangað. Ég var látinn bíða í lengri tíma meðan leitað var að verkstjóra, eða ein- hveijum til að sinna um- sókn minni, en enginn fannst til þess verks. Ég tel ekki að fyrirtækið vanti fólk í vinnu miðað við þá afgreiðslu sem ég fékk þama. Ég vil nefna annað dæmi um afgreiðslu sem var til fyrirmyndar. Ég sótti um í frystihúsi úti á landi, og fékk frá því fyrirtæki bréf um að því miður væri búið að ráða í störfin en mér sérstaklega þakkað fyrir áhuga minn á fyrirtækinu. Þetta er kurteisi við þann sem sækir um og mættu aðrir taka það sér til fyrir- myndar. Hálkuvörn á hjólbörðum BIFREIÐASTJÓRI skrif- aði eftirfarandi bréf til Velvakanda: „Maður kemur inn á einkaleyfisskrifstofu með uppfinningu sem hann er beðinn að sýna. Hann fer úr skónum og sperrir tærn- ar með þeim ummælum að hann hafi fundið upp nýja aðferð til þess að plokka hænur. Skrifstofumaður- inn spyr hvers eðlis upp- finningin sé? „Jú, sjáðu til, ég geri það með tánum. Það hefur aldrei verið gert áður á þennan hátt“. „Nú já hvað er svona merkilegt við það?“. „Já datt mér ekki í hug að þið vissuð það ekki. Þessi aðferð er fyrir handalausa". Þeg- ar ég las um harðkorna dekkin datt mér ekki annað í hug en þessi uppfinning væri eingöngu fyrir trú- gjarna er horfðu yfir ein- faldar staðreyndir eðlis- fræðinnar. Eins og t.d. miðflóttaaflið; eiginieika harðra efna við að vinna á mýkri efnum o.s.frv. Til þess að þessi harðkorna uppfinning virki verða þessi hörðu efni að ná við- námi við malbikið, þ.a.l. verður hvert einasta hjól sem slípirokkur á malbik- inu. Já og það allt árið um kring því að það er talið óþarfi að taka þau af á sumrin. Af þessu mun myndast tjöruryk ef ekki ský þegar allir þessir slípu- rokkar fara að virka. Samt er ég viss um að þessi upp- finning myndi virka mjög vel á freðmýrum Síberíu þar sem lítið er um manna- ferðir og því minni hætta á að þessar hörðu agnir skjótist í andlit fólks er þær losna við slit dekkjanna. Mér fyndist ekki nema sanngjarnt að framleiðend- ur sköffuðu öllum sérstak- ar tjörugrímur sem og hlífðargleraugu að ógleymdum frímiðum að efnalaugum til hreinsunar á fötum borgarbúa. Nei, þessi uppfinning er víst ekki eingöngu fyrir auðtrúa, því að almenn- ingur og sjóðir hans eiga að taka upp budduna. Hveiju skiptir það, við höfum svo oft spáð í fjár- festingar án þess að hafa gróðasjónarmiðin að leið- arljósi." Tapað/fundið Hjól hvarf DÖKKBLEIKT 24 tommu Icefox gírahjól hvarf úr hjólageymslunni í Gyðufelli 8 helgina 9.-10. september sl. Ef einhver hefur orðið var við hjólið vinsamlegast hringið í síma 587-7729. skák (Jmsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í fjöltefli Soffíu Polgar (2.485) í Skákskóla Islands á mið- vikudaginn. Ungverska stúlkan var með hvítt, en Davíð Kjartansson (1.690), ungur og afar efnilegur skákmaður, hafði svart og átti leik. 19. - Hxf3! 20. Kxf3 (Nú hefur hvítur veika von um að geta bjargað kóngnum á flótta eftir 20. - Dxh3, en Davíð fann mát í tveimur leikjum:) 20. - Rh4+! og Soffia gafst upp því 21. gxh4 - Dxh3 er skák og mát. Andstæðingar Soffiu voru 31 talsins. Auk Dav- íðs Kjartanssonar náði Davíð Ó. Ingimarsson að leggja hana að velli. Átta skákmenn gerðu jafn- tefli, en Soffia vann 21 skák, sem er ágætur árangur, því meðal and- stæðinga hennar voru unglingalandsliðsmenn, sem gerðu flestir jafn- tefli. Síðasta umferð Frið- riksmótsins fer fram í dag í Þjóðarbókhlöðunni kl. 17. Þá mætast Smyslov og Hannes Hlífar, Helgi Áss og Friðrik, Larsen og Helgi Ól., Þrösturog Jóhann, Mar- geir og Soffía Polgar, Glig- oric og Jón L. Fjórða skákin í PCA-HM í New York er tefld í dag. Kasparov hefur hvítt. Farsi Víkveiji skrifar... * IMorgunblaðinu í upphafi fyrri viku var fjallað um þær tafir, sem flugfarþegar verða fyrir í Leifs- stöð. Þar kom fram m.a. að brott- fararsalurinn í Leifsstöð er nú spunginn og fyrirhugað er að fjölga innskriftarborðum, svo að unnt sé að minnka biðina. Víkveiji var staddur í brottfarar- salnum miðvikudag fyrir viku. Lítt betra ástand var í salnum, en verið hafði á sunnudeginum, sem fjallað var sérstaklega um í áðurnefndri frétt. Við innskriftarborðin var gíf- urlegur erill, enda margar flugvélar áð fara og þurftu farþegar að bíða mjög lengi eftir afgreiðslu. Þá var ekki hvert innskriftarborð skipað afgreiðslufólki eins og á sunnudag, heldur aðeins annað hvert borð. Með meiri mannskap við afgreiðslu hefði verið unnt að stytta biðtíma farþeganna um allt að helming. Þeir aðilar, sem hafa rekstur í Leifsstöð, hafa kvartað sáran undan dýrri húsaleigu í stöðinni. Vegna þessara afgreiðslutafa við innritun hljóta fyrirtækin í flugstöðinni að verða af talsverðum viðskiptum, því að þegar farþegamir loks komast í gegnum vegabréfseftirlit og vopnaleit, hafa þeir afskaplega tak- markaðan tíma til þess að skipta við verzlanir hússins. Ljóst er að margir hveijir hafa rétt tíma til þess að ná í flugvélina sína áður en hún fer af stað og hafa engan tíma til annars en hlaupa beint út í vél. Það er því eins og hálfgerð svika- mylla sé í gangi í Leifsstöð, flösku- hálsinn í innritun og vegabréfsskoð- un er svo mikill að fólk getur ekki verzlað með eðlilegum hætti inni á fríhafnarsvæðinu. xxx HVERNIG stendur á því, að rík- ið gefur út sérstaka reglugerð, sem miðuð er við hagnað af ríkis- rekinni fríverzlun á Keflavíkurflug- velli og leggur á gjald, sem svarar hagnaðinum, á einkareknar fríhafn- ir Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli og Flugfélags Norðurlands á Akur- eyri? Áfengi í einkareknum fríhöfnum hækkar því um 400 til 600 krónur og samkvæmt frétt í viðskiptablaði Morgunblaðsins, segir fulltrúi fjár- málaráðuneytisins, að fylgzt verði grannt með því hvort verðið hækki hjá einkareknu verzlununum. Getur ekki verið að hagnaðurinn sé mun meiri hjá Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli, sem er eins konar stóri bróðir í sölu og þar með með mun hagkvæmari rekstur á hveija selda flösku? Er unnt að taka mið af einni verzlun og færa forsendur hennar yfir á aðra, sem að auki er mun minni og kostnaðarforsendur allt aðrar á hverja selda einingu? Eitthvað hlýtur að vera bogið við slíkan hugsunarhátt. Greiða ekki Flugleiðir tekjuskatt af hagnaði sín- um, hvort sem hann er af áfengis- sölu eða farmiðasölu? Hvers vegna þurfa ávallt að ríkja einhver annar- leg sjónarmið, þegar kemur að sölu áfengis í þessu landi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.