Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 13 LAIVIDIÐ Hausti faguað á Selfossi með tveggja daga dagskrá Selfossi - HAUSTINU verður fagnað á Selfossi með tveggja daga dagskrá, föstudag og laugar- dag, 15. og 16. september. Á Haustdögum á Selfossi, en svo nefnist dagskráin, verður áhersla lögð á sunnlenskar afurðir en verslanir og fyrir- tæki á Selfossi bjóða viðskiptavinum sínum hag- stæð tilboð þessa daga. Meðal dagskráratriða verður sérstæð keppni kjötiðnaðarnema í kjötskurði. Að dagskránni stendur samstarfshópur fyrirtækja og félaga á Selfossi en sá hópur stóð einnig fyrir dag- skránni Sumar á Selfossi. Bíla- og listsýningar Dagskrá föstudagsins hefst klukkan 13 með sýningu og sölu á íslenskum ostum í anddyri Mjólkurbús Flóamanna. Þá hefst einnig sýning á verkum Ásmundar Jónssonar listmálara í Lista- safni Ámesinga við Tryggvagötu. Þennan dag verður einnig bílasýning frá Heklu við Hótel Selfoss, sýning á Sýslumannstúni við Austurveg á búvélum framleiddum í smiðju KÁ og torfæm- bílar verða sýndir á tröppum Bæjar- og héraðs- bókasafnsins. Þá verður ýmislegt fleira á döf- inni, loftkastali í tilefni opnunar verslunarmið- Morgunblaðið/Sig. Jóns. SVEINBJÖRN Guðjónsson og Guðmundur Geirmundsson t.h. undirbúa Anton Hart- mannsson, kjötiðnaðarnema, undir fag- keppnina á laugardag. stöðvarinnar Kjarnans í KÁ, götuboltakeppni við veitingahúsið Brúarsporðinn og bjórhátíð verður þessa daga á Kaffi-krús. Fyrsta fagkeppni kjötiðnaðarnema Fyrsta fagkeppni kjötiðnaðarnema hérlendis fer fram í Kjötvinnslu Hafnar-Þríhyrnings klukk- an 10-12 og 13-15. Klukkan 10.30 og 14 býður Skógræktarfélag Selfoss upp á skoðunarferðir í Hellisskóg. Bakkabræður koma akandi í bæinn og fara yfir Ölfusárbrú klukkan 13.30 á 70 ára gamalli bifreið sinni. Þeir munu heilsa upp á almenning í miðbænum að lokinni innreið í bæ- inn. Selfoss og Ægir keppa þennan dag til úr- slita í knattspyrnumóti HSK. í leikhléi verður firmakeppni'í kassabílaralli og eftir knattspyrnu- leikinn takast sunnlenskir torfærukappar á í torfærukeppni á malarvellinum. Götuleikhús og dansleikir Ferðagetraun verður í Suðurgarði þar sem boðið er upp á afsláttarferðir til Agadir, götuleik- hús verður í miðbænum klukkan 14-14.30 og fara leikararnir um bæinn. Fjölbrautaskóli Suð- urlands verður til sýnis milli klukkan 13 og 17 og klukkan 16 verða tónleikar við KÁ, en dag- skránni lýkur með dansleik á Hótel Selfoss og í Inghól. Gert er ráð fyrir að fjöldi fólks leggi leið sína um Selfoss til þess að fylgjast með og njóta þess sem Selfyssingar bjóða upp á er þeir fagna haustkomunni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson GILBERT Yok Peck Khoo ásamt starfsfólki sínu. • • Oðruvísi töðugjöld Fagradal - Hjónin Sólveig og Jó- hannes á Höfðabrekku í Mýrdal buðu Skaftfellingum upp á sérstök töðugjöld sem var kínverskur matur. Kínakokkurinn Gilbert Yok Peck KHoo, eigandi veitingastað- arins Shanghæ í Reykjavík, sá um eldamennskuna ásamt starfsfólki sínu. Góð mæting var að Höfða- brekku og líkaði mönnum matur- inn mjög vel. Kvenfélag Sauðárkróks 100 ára Afmælissýnmgin Geng- in spor í Safnahúsinu Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson HELGA Sigurbjörnsdóttir, KVENFÉLAG Sauðárkróks heldur um þessar mundir upp á það að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins, með afmælissýningu í Safna- húsinu á Sauðárkróki. Hið skagfirska kvenfélag, eins og heiti þess var upphaf- lega, var stofnað þann 25. ágúst 1895 og var félags- svæði þess allur Skagafjörð- ur. Markmið félagsins var að efla og bæta hag heimilanna, meðal annars með því að auka menntun kvenna og þekkingu þeirra, bæði varð- andi heimilishald og almenna menntun. Þá voru einnig mjög ofarlega í hugum stofn- endanna ýmiss konar umönn- unar og líknarmál, og hefur sá málaflokkur verið einna fyrirferðarmestur hjá félag- inu allt frá stofnun þess. í tilefni þessara tímamóta, var- opnuð sýning á hug- og handverkum kvenfélagskvenna í Safnahúsinu, sem nefnist „Gengin spor“, og kenn- ir þar margra grasa. Nytjahlutir ýmiss konar allt til listaverka prýða sýninguna, en auk þess er í einum bás á sýningarsvæð- inu saga félagsins rakin í ljósmynd- um og myndband frá síðustu dægur- lagakeppni félagsins vekur óskipta athygli. Afmælisljóð til félagsins Þá bauð kvenfélagið öllum bæj- arbúum til kaffísamsætis í íþrótta- húsinu sunnudaginn 27. ágúst, þar sem mikilfengleg afmælisterta, bök- uð af Halldóri Eiríkssyni bakara- meistara, sem kom gagnvert frá Reykjavík til að sinna þessu verki, skreytti ríkulega búið hlaðborð og var þar fjölmenni sem fágnaði tíma- mótunum með kvenfélagskonunum. Helga Sigurbjörnsdóttir, formað- ur félagsins, flutti ávarp og bauð gesti velkomna, en síðan rakti Eng- ilráð M. Sigurðardóttir sögu félags- ins í skemmtilegu erindi. Vinir og velunnarar félagsins færðu því árnaðaróskir og góðar gjafir, meðal annars barst gjöf frá Sigurbjörgu Sigurðardóttur sem ekki átti þess kost að vera viðstödd hátíðina, en hér var um að ræða segulbandsupptökur á viðtölum við þíjár kvenfélagskonur, sem allar voru um skeið formenn félagsins og eru nú allar látnar. Þá sýndi dansflokkur félagsins þjóðdansa, en síðan birtust hinir nafntoguðu Álftagerðisbræður og sungu nokkur lög við frábærar und- irtektir, meðal annars afmælisljóð til félagsins, samið af Ingimar Boga- syni. Guðbjörg Bjarman flutti gaman- mál og kvenfélagskonur heiðruðu nokkra af velunnurum félagsins með blómagjöfum og merki félagsins. Veislustjóri var Herdís Sæmund- ardóttir. Bent Larsen teflir fjöltefii á ísafirði BENT Larsen, stórmeistari í daginn 17. september. skák, sem nú tekur þátt í Frið- Fjölteflið verður í Stjórnsýslu- riksmótinu i Reykjavík, kemur húsinu á ísafirði, efstu hæð, og að því loknu í heimsókn til ísa- hefst kl. 16. Þátttaka er ókeypis fjarðar og teflir fjöltefli sunnu- og öllum heimil. „Ekkert mok á okkur hér“ Morgunblaðið/Finnbogi Lárusson GUÐMNUNDUR Magn- ússon rifjar á heimatún- inu. Snjóskaflinn er við slægjuna. Snjórinn hjálpaði grassprettu við Djúp Laugarbrekku - „Ég hóf slátt í byrjun ágúst og þá voru snjó- skaflar ekki farnir hér fyrir ofan bæinn. Það hefur aldrei verið jafnmikið hey af heima- túninu og það er engin spurn- ing að snjórinn hefur hjálpað til með það, varnað frá kali í vetur og vökvað túnið jafnt og þétt í allt sumar,“ sagði Snævar Guðmundsson, bóndi á Melgraseyri við ísafjarðar- djúp. Borgarfjörður eystri - „Það er ekkert mok á okkur hér,“ seg- ir Ólafur Hallgrímsson, sjó- maður, um aflabrögð þriggja borgfirskra báta sem nú róa frá Þórshöfn á mið norðan Langaness. Ólafur segir ekkert fást á færi og lítið á línu á heimamið- um en þeir fá um 800 kg á dag þar nyrðra. Samkvæmt nýja banndagakerfinu eru bátarnir í banni hveija helgi, þijá daga aðra helgina og tvo daga hina. Að minnsta kosti sex bátar eru farnir að róa með línu héðan en afli mun fremur lélegur. Fé er komið af fjalli og lömb heldur rýrari en í fyrra. Það voraði ekki fyrr en í júní og gróður því allur mjög seinn til í sumar. Kal var mikið í túnum á flestum bæjum en úr bætti einmuna veður í allt sumar, helst var hægt að kvartá yfir of miklum þurrki. Heyfengur var vonum betri en þó eru dæmi til að bændur hafi þurft að heyja mikið upp á Héraði þar sem tún voru sums staðar eyðilögð hér neðra. Enn er veðurblíða en skýjað. Ferðamannakönnunum lauk hér á Borgarfirði 15. septem- ber. Verður þá tímabilið gert upp og tölur birtar. Kirkjustarf að hefjast Kirkjustarf vetrarins er að hefjast. Fermingarbörn næsta árs eru farin að undirbúa sig og barnastarf hefst upp úr mánaðamótum. Fyrsta messa haustsins verður í Bakkagerð- iskirkju nk. sunnudag. Enginn organisti er við kirkjuna en að þessu sinni kemur Guðmundur Sigurðsson, organisti Lága- fellskirkju, að sunnan til að leika á orgel við guðsþjón- ustuna. HJOLABRETTI Mikið úrval af heilum brettum og brettaplötum. Lítil bretti, verð frá kr. 990. Stór bretti, verð frá kr. 1.990. LINUSKA UTAR Vandaðir línuskautar, margar gerðir. * Stærðir 32-38, verð frá kr. 4.900, stgr. kr. 4.U55. * Stærra en 39, verð frá kr. 8.400, stgr. 7.9SO. Ármúla 40 Símar: 553 5320 568 8860 l/erslunin Hjálmar - hllfar - hjól - varahlutir /vm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.