Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU __ * Togaraútgerð Isafjarðar leitar skips í Færeyjum Viðræður um kaup á 2.300 tonna togara langt komnar FRETTIR: EVROPA Uppsögnum mótmælt Reuter TOGARAÚTGERÐ ísaflarðar hf. stendur nú í viðræðum við eigendur færeyska rækjutogarans Högafoss um kaup á skipinu hingað til lands. Samningar eru langt komnir, rætt er um kaupverð upp á um 730 millj- ónir króna, en fjármögnun er ekki fyllilega frágengin enn. Togaraút- gerðin gerir út rækjutogarann Skutul og verður hann úreltur á móti færeyska skipinu, verði af kaupunum. Högifossur er eitt stærsta og fullkomnasta rækjuskip Færeyinga, þó hann 11 ára gamall. Hann er 2.273 brúttótonn að stærð, er með þijú spil og notar tvö troll við veið- arnar. Frystigetan er mjög mikil, enda eru um borð tveir stórir laus- frystar auk plötufrysta. Auk þess eru olíugeymar stórir og gott rými á vel búnu vinnsludekki. Högifossur er nú á veiðum á Flæmska hattinum og hófst veiðiferð hans þangað í byijun júlí. Þar sem ekki hefur ver- ið gengið frá kaupunum, er ekki ljóst hvenær skipið verði afhent, gangi allt upp. Stærsti eigandi skipsins er Johan á Plógv í Sandavogi í Færeyjum. ULLAR/SILKI nærfót á alla fjölskylduna. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 — S- 551 2136 Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um siðfræði? Er til algildur mælikvarði á rétt og rangt, gott og illt? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500. Hann segir útgerð skipsins hafa gengið erfiðlega undanfarin ár, enda stöðugt þrengt að veiðheimild- um. Einu heimildirnar sem skipið hafi sé 200 tonna rækjukvóti við Austur-Grænland og því komi til greina að selja skipið, „en ekkert er ákveðið enn,“ segir Johan á Plógv. Skutull fiskað fyrir 300 milljónir í ár Togaraútgerð ísafjarðar gerir út rækjutogarann Skutul, sem er 793 tonn að stærð og var smíðaður í Póllandi 1994. Útgerð hans hefur gengið vel og segir Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, að síðasta ár hafi komið vel út, hagnaður hafi verið á útgerðinni og aflaverðmæti náð 330 milljónum króna. Milliuppgjör eftir 6 mánuði sýnir nú 40 milljóna króna hagnað að teknu tilliti til skatta og afskrifta og er aflaverð- mætið þegar orðið 300 milljónir króna. Kvóti skipsins er 2.140 tonn af rækju, sem er að verðmæti um 700 milljónir króna miðað við verð á rækju *um þessar mundir. FISKAFLINN síðastliðið fiskveið- iár varð alls rúmlega 1,3 milljónir tonna, sem erum 300.000 tonnum minna en á fiskveiðiárinu þar á undan. Þenna mismun má nánast að öllu leyti rekja til minni loðnu- afla á þessu ári en því síðasta. Þó er einnig um umtalsverðan sam- drátt á þorskveiðum að ræða, enda kvóti minni nú. Alls veiddust nú rúmlega 163.000 tonn af þorski, en 196.000 tonn fiskveiðiárið á undan. Þá veiddist aðeins helming- ur þess af úthafskarfa nú sem veiddist fiskveiðiárið 1993 til 1994. Inn i þessar tölur, sem eru frá Fiskistofu, vantar aflann úr Smug- unni og Síldarsmugunni. Misjafnt er hver munurinn er á afla eftir tegundum milli þessara fískveiðiára. Af ýsu veiddust nú rúm 60.000 tonnm sen er um 5.000 tonna aukning frá árinu áður. Ufsaafli varð aðeins tæplega 50.000 tonn og dróst hann saman um nálægt 16.000 tonnum milli ára. Svipaður afli af karfa, grál- úðu, steinbít og skarkola fékkst bæði fiskveiðiárin. Nú veiddust rúmlega 11.000 tonn af steinbít, 26.600 tonn af VERKSMIÐJUTOGARINN Hein- aste sem Sjólaskip hf í Hafnar- firði festi kaup á síðastliðinn vet- ur hefur reynst vel, að sögn Guð- mundar Þórðarsonar, útgerðar- stjóra fyrirtækisins. „Það eru 2.700 tonn af frosnum afurðum komin á land, en togar- inn landaði í síðustu viku um 630 tonnum af frosnum karfa og 300 tonnum af mjöli. Auk þess var Magnús segir að nánast allir möguleikar Skutuls séu nú fullnýtt- ir. Skipið ráði ekki við tvö troll, þrengsli á millidekki komi í veg fyrir uppsetningu fleiri pökkunar- lína og aukingu afkasta og olíu- geymar taki ekki meira en svara til þriggja vikna notkunar. Þess vegna sé nauðsynlegt að kaupa nýtt skip, eigi að nýta þá mögu- leika, sem fyrri hendi séu í veiðum og vinnslu. Skutull hefur auk veiða innan landhelgi, bæði verið við veið- ar á Dohrnbanka og Flæmska hatt- inum. Verði úr kaupunum á Höga- fossi, aukast möguleikar útgerðar- innar verulega, bæði á heimaslóð- inni og fjarlægari miðum. Skutull frystir rækjuna um boð, ýmist hráa í skel fyrir Japan, soðna í skel fyr- ir Evrópu og loks iðnaðarrækju til sölu innan lands. — „Þrátt fyrir þá annmarka á Skutli, sem að okkur snúa, er þetta gott skip. Ekki er enn ákveðið hvert skipið verður selt, verði úr kaupun- um á Högafossi, en við erum að reyna að kaupa mjög gott skip og selja anna gott,“ segir Magnús Reynir. grálúðu, 91.000 tonn _af karfa og 11.000 tonn af kola. Úthafskarfa- aflinn nú varð aðeins tæplega 21.700 tonn síðastliðið fiskveiðiár, en 45.300 árið á undan. Að öðrum botnfisktegundum en þeim, sem að ofan er getið, veiddust nú um 30.000 tonn, sem er um 5.000 tonnum meira en árið áður. Alls nam botnfískaflinn í fyrra, 466.000 tonnum, en hann var 533.000 tonn fiskveiðiárið á undan. Síldaraflinn nú varð 132.000 tonn, nærri 30.000 tonnum meira en árið áður og vantar þó inn í tölu þessa árs, síldarafla okkar í Síldarmugunni, sem var nálægt 200.000 tonnum. Þann afla vantar einnig í heildartölur svo og afla í Smugunni. Nú veiddust aðeins 624.000 tonn af loðnu á móti 926.000 tonnum árið þar á undan. Af öðrum tegundum má nefna að úthafsrækjuafli nú varð 61.500 tonn, en 53.000 tonn árið áður. Aukning varð einnig á afla af inn- fjarðarækju. Humarvertíðin gekk hins vegar mjög illa og veiddust aðeins rúmlega 1.000 tonn á móti 2.200 árið áður og náðist ekki helmingur leyfilegs afla. nýlega umskipað í hafi um 550 tonnum. Annars hefur úthafs- karfaveiði verið dræm seinni part sumars." Guðmundur segir að veiði á togaranum Haraldi Kristjánssyni hafi gengið svipað og í fyrra. Togarinn sé kominn með 282 milljónir í aflaverðmæti og sé á leið úr Smugunni með um 100 milljónir í viðbót. MEIRA en 6.000 starfsmenn verksmiðju Daimler-Benz Ae- rospace Airbus (DASA) í Fin- kenwerder, útborg Hamborg- Lúxemborg. Rcuter. STJÓRNVÖLD í Lúxemborg, Belg- íu og Hollandi, sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem önnur aðildar- ríki Evrópusambandsins (ESB) eru hvött til þess að treysta frekar sam- starf sitt áður en ný fái aðild að ESB. Þessi þijú ríki eru í hópi smæstu ríkja Evrópusambandsins. í Evrópufræðum er oftlega talað um nauðsyn þess að „dýpka“ sam- bandið áður en það verði stækkað og er þá átt við að aukið samstarf og samruna á sem flestum sviðum en líkt og alkunna er sækja fjöl- mörg ríki það fast að fá aðild að þessu sambandi evrópskra lýðræð- isríkja. Um þetta ályktuðu leiðtogar Benelux-landanna þriggja á fundi sem lauk í gær. „Við verðum að bjóða fjölda ríkja í Mið- og Austur- Evrópu velkomin í sambandið. En áður en það getur talist raunhæft verða þau ríki sem fyrir eru að treysta samstarf sitt á öllum svið- um,“ sagði Wim Kok, forsætisráð- herra Hollands að fundinum lokn- um. Sameiginleg afstaða Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker, boðaði að rík- in þijú hygðust leggja fram sameig- .SAMNINGAMAÐUR Evrópusam- bandsins (ESB),- Steffen Smith, sagði á miðvikudag að hann vonað- ist til að unnt reyndist að ganga frá viðskiptasamningi ESB og Suð- ur-Afríku árið 1997. Smith sagði á blaðamannafundi í Suður-Afríku að hann væri von- góður um að takast myndi að Ijúka samningaviðræðunum á næsta ári þannig að viðskiptasáttmáli gæti gengið í gildi í ársbyijun 1997. Lét hann þessi orð falla þegar fyrstu lotu viðræðnanna var lokið en þeim ar, lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla áformum fyrirtæk- isins um að fækka starfsmönn- inlega afstöðu í þesu efni og yrði hún kynnt á ríkjaráðstefnunni sem hefst á næsta ári. Hinn hollenski starfsbróðir hans kvaðst vera þeirrar hyggju að ríki á borð við Pólland og Ungveijaland gætu hafið aðildarviðræður við Evr- ópusambandið um næstu aldamót. Mikilvægt væri hins vegar að undir- búningur hæfist sem fyrst og í því skyni hygðust Benelux-löndin hafa náið samstarf. „í Evrópusambandi samtímans, sem hýsir 15 ríki, skipta einstök ríki sífellt minna máli. Þess vegna vilja Benelux-löndin standa saman og kynna hugmyndir sínar sameiginlega," bætti hann við. Varað við ágreiningi Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, sagði hins vegar að hann vildi ekki gera svo skarpan greinarmun á smáum og stórum ríkjum innan ESB. „Það er sérlega óheppilegt ef ríkjaráðstefnan ætlar að reynast vettvangur fyrir ágrein- ing smærri og stærri aðildarríkja," sagði hann. Óformlegur leiðtogafundur ESB- ríkjanna fer fram á Majorka í lok næstu viku. Þar verður framtíð Evrópusambandsins efst á dagskrá. verður framhaldið í Brussel í næsta mánuði. í máli Smiths kom fram að Evr- ópusambandið vildi efla samskiptin við Suður-Afríku á sem flestum sviðum. Þar væri ekki einungis átt við samvinnu á efnahagssviðinu heldur væri ESB áhugasamt um samstarf á sviði félags- og menn- ingarmála. Evrópusambandið vildi leggja sitt af mörkum til að treysta í sessi þau umskipti sem átt hefðu sér stað í Suður-Afríku á undan- förnum árum. Mikill samdráttur í loðnuafla milli síðustu fiskveiðiára Helmingur humarkvótans náðist ekki Sjólastöðin í Hafnarfirði Heinaste reynist vel umu Vilja aðESB verði „dýpkað“ Viðræður við S-Afríku Prctoríu. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.