Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 19 Fáðu þér miða fyrir kl. á laugardaginn. Breski Verkamannaflokkurinn hefur 17 prósentustig umfram íhaldsmenn Major boðar endurskoðun á stefnunni Verið viðbúin vinningil Miðvikudagsblabi Morgunblabsins, 20. september nk., fylgir blabauki sem heitir Brunavarnir og björgun og er gefinn út í tengslum vib norrænt brunatækniþing, sem haldib er hér á landi 20.-22. september nk. í þessum blabauka er fjölþætt starfsemi Slökkvilibs Reykjavíkur kynnt. Einnig verba í blabaukanum mannleg vibtöl og reynslusögur slökkviliðsmanna og gagnlegar upplýsingar um fyrstuhjálp, slysavarnir, fyrirbyggjandi abgerbir og hvernig bregbast eigi vib eldi o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 föstudaginn >, 15. september. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 569 1100 eba meb símbréfi 569 1110. pttTigMimMíiMíii -kjarni málsins! Stuttur fundur Clintons og Dalai Lama Kínveijar mót- mæla harðlega Washington, Peking. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, átti stuttan fund í gær með Dalai Lama, útlægum leiðtoga Tíbeta, en ekki voru leyfðar neinar myndatök- ur, augljóslega til að styggja ekki kínversk stjórnvöld um of. Þau báru samt fram formleg mótmæli gegn fundinum, sem þau kölluðu afskipti af kínverskum innanríkismálum. Að sögn embættismanna í Hvíta húsinu stóð fundur þeirra Clintons og Tenzin Gyatso eða hins 14. Dalai Lama í fimm mínútur og var tekið svo til orða, að forsetinn hefði „litið inn“ á fund Dalai Lama og A1 Gore varaforseta en hann stóð í 40 minút- ur. Gore hitti svo aftur Dalai Lama sem trúarleiðtoga en ekki sem leið- toga tíbetsku útlagastjórnarinnar í Indlandi. Mike McCurry, talsmaður Clint- ons, sagði í yfirlýsingu í gær, að Bandaríkjastjórn héldi áfram að hvetja til viðræðna milli kínverskra stjórnvalda og Dalai Lama en hann berst fyrir sjálfstæði Tíbets. Kínverj- ar réðust inn í landið 1950 og lögðu það undir sig. Hveh’a til viðræðna Li Zhaoxing, aðstoðarutanríkisráð- herra Kína, kallaði Scott Hallford, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Peking, á sinn fund í gær og mót- mælti harðlega fundi Clintons og A1 Gore með Dalai Lama. Sagði hann, að Tíbet væri óaðskiljanlegur hluti Kína og því væri um að ræða afskipti af kínverskum innanríkis- málum. Þá sagði talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, að kínverska stjórnin myndi ekki ræða við Dalai Lama nema hann félli frá kröfum um sjálfstæði Tíbets. prósentustigi frá því í síðasta mán- uði. í öðrum könnum hefur komið fram, að forskot Verkamannaflokks- ins hefur minnkað en er þó yfir 20 prósentustig. Áherslan á lítil fyrirtæki Major sagði í viðtali við dagblaðið Daily Express, sem styður hann dyggilega, að kjarninn í nýju stefn- unni væri stuðningur við lítil fyrir- tæki, sem hann kvað mundu standa undir helmingi allra starfa í Bret- landi innan tíðar. Ýmsir frammá- menn í íhaldsflokknum sögðust einnig vona, að í hinni nýju stefnu yrði boðaður róttækur niðurskurður á framlögum til velferðarmála en þau eru um þriðjungur ríkisútgjald- anna. Andstæðingar Majors gera lítið úr yfirlýsingum hans og segja, að hann hafi áður haft uppi stór orð án þess nokkuð fylgdi á eftir. „Vandamálið hjá Major er það, að í hvert sinn sem hann ætlar að fara hugsa stórt, neyðist hann til að horf- ast í augu við feril íhaldsflokksins í 16 ár,“ sagði Paddy Ashdown, leið- togi frjálslyndra demókrata. Reuter Þingað um fjárlaga- hallann BOB Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ávarpar ráðstefnu beggja deilda þingsins um sjúkratrygg- ingar, fjárlögin og efnahags- mál. Dole sagði að ráðstefnunni væri ætlað að finna leið til að eyða fjárlagahallanum á sjö árum með samvinnu repúblik- ana og demókrata. Newt Gingrich, forseti fulltrúadeild- arinnar lengst til hægri í fremstu röðinni. London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, boðaði í gær mestu end- urskoðun, sem gerð hefur verið á stefnu bresku stjórnarinnar og íhaldsflokksins í tvo áratugi. Skýrði hann frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær og í blaðaviðtali réðst hann hart gegn Verkamannaflokknum, sem hann sagði ekki hafa neina skýra stefnu í málefnum lands og þjóðar. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun hefur Verkamannaflokkur- inn 17 prósentustig umfram íhalds- flokkinn. Major hefur boðað ráðherrana til fundar á sveitasetri sínu, Chequers, til að ræða hina nýju stefnumótun og hann vonast til, að hún muni tryggja íhaldsflokknum sigur í næstu kosningum í fimmta sinn í röð. Eiga kosningar að vera í síð- asta lagi um mitt ár 1997. Samkvæmt skoðanakönnunum er við ramman reip að draga fyrir Major og íhaldsmenn. Könnun, sem dagblaðið Guardian birti í gær, sýn- ir, að Verkamannaflokkurinn hefur 17 prósentustig umfram íhalds- flokkinn og hefur bætt við sig einu IMUAIIKI MORGUN BLAÐSINS Brunavarnir og björgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.