Morgunblaðið - 15.09.1995, Side 19

Morgunblaðið - 15.09.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 19 Fáðu þér miða fyrir kl. á laugardaginn. Breski Verkamannaflokkurinn hefur 17 prósentustig umfram íhaldsmenn Major boðar endurskoðun á stefnunni Verið viðbúin vinningil Miðvikudagsblabi Morgunblabsins, 20. september nk., fylgir blabauki sem heitir Brunavarnir og björgun og er gefinn út í tengslum vib norrænt brunatækniþing, sem haldib er hér á landi 20.-22. september nk. í þessum blabauka er fjölþætt starfsemi Slökkvilibs Reykjavíkur kynnt. Einnig verba í blabaukanum mannleg vibtöl og reynslusögur slökkviliðsmanna og gagnlegar upplýsingar um fyrstuhjálp, slysavarnir, fyrirbyggjandi abgerbir og hvernig bregbast eigi vib eldi o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 föstudaginn >, 15. september. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 569 1100 eba meb símbréfi 569 1110. pttTigMimMíiMíii -kjarni málsins! Stuttur fundur Clintons og Dalai Lama Kínveijar mót- mæla harðlega Washington, Peking. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, átti stuttan fund í gær með Dalai Lama, útlægum leiðtoga Tíbeta, en ekki voru leyfðar neinar myndatök- ur, augljóslega til að styggja ekki kínversk stjórnvöld um of. Þau báru samt fram formleg mótmæli gegn fundinum, sem þau kölluðu afskipti af kínverskum innanríkismálum. Að sögn embættismanna í Hvíta húsinu stóð fundur þeirra Clintons og Tenzin Gyatso eða hins 14. Dalai Lama í fimm mínútur og var tekið svo til orða, að forsetinn hefði „litið inn“ á fund Dalai Lama og A1 Gore varaforseta en hann stóð í 40 minút- ur. Gore hitti svo aftur Dalai Lama sem trúarleiðtoga en ekki sem leið- toga tíbetsku útlagastjórnarinnar í Indlandi. Mike McCurry, talsmaður Clint- ons, sagði í yfirlýsingu í gær, að Bandaríkjastjórn héldi áfram að hvetja til viðræðna milli kínverskra stjórnvalda og Dalai Lama en hann berst fyrir sjálfstæði Tíbets. Kínverj- ar réðust inn í landið 1950 og lögðu það undir sig. Hveh’a til viðræðna Li Zhaoxing, aðstoðarutanríkisráð- herra Kína, kallaði Scott Hallford, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Peking, á sinn fund í gær og mót- mælti harðlega fundi Clintons og A1 Gore með Dalai Lama. Sagði hann, að Tíbet væri óaðskiljanlegur hluti Kína og því væri um að ræða afskipti af kínverskum innanríkis- málum. Þá sagði talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, að kínverska stjórnin myndi ekki ræða við Dalai Lama nema hann félli frá kröfum um sjálfstæði Tíbets. prósentustigi frá því í síðasta mán- uði. í öðrum könnum hefur komið fram, að forskot Verkamannaflokks- ins hefur minnkað en er þó yfir 20 prósentustig. Áherslan á lítil fyrirtæki Major sagði í viðtali við dagblaðið Daily Express, sem styður hann dyggilega, að kjarninn í nýju stefn- unni væri stuðningur við lítil fyrir- tæki, sem hann kvað mundu standa undir helmingi allra starfa í Bret- landi innan tíðar. Ýmsir frammá- menn í íhaldsflokknum sögðust einnig vona, að í hinni nýju stefnu yrði boðaður róttækur niðurskurður á framlögum til velferðarmála en þau eru um þriðjungur ríkisútgjald- anna. Andstæðingar Majors gera lítið úr yfirlýsingum hans og segja, að hann hafi áður haft uppi stór orð án þess nokkuð fylgdi á eftir. „Vandamálið hjá Major er það, að í hvert sinn sem hann ætlar að fara hugsa stórt, neyðist hann til að horf- ast í augu við feril íhaldsflokksins í 16 ár,“ sagði Paddy Ashdown, leið- togi frjálslyndra demókrata. Reuter Þingað um fjárlaga- hallann BOB Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ávarpar ráðstefnu beggja deilda þingsins um sjúkratrygg- ingar, fjárlögin og efnahags- mál. Dole sagði að ráðstefnunni væri ætlað að finna leið til að eyða fjárlagahallanum á sjö árum með samvinnu repúblik- ana og demókrata. Newt Gingrich, forseti fulltrúadeild- arinnar lengst til hægri í fremstu röðinni. London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, boðaði í gær mestu end- urskoðun, sem gerð hefur verið á stefnu bresku stjórnarinnar og íhaldsflokksins í tvo áratugi. Skýrði hann frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær og í blaðaviðtali réðst hann hart gegn Verkamannaflokknum, sem hann sagði ekki hafa neina skýra stefnu í málefnum lands og þjóðar. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun hefur Verkamannaflokkur- inn 17 prósentustig umfram íhalds- flokkinn. Major hefur boðað ráðherrana til fundar á sveitasetri sínu, Chequers, til að ræða hina nýju stefnumótun og hann vonast til, að hún muni tryggja íhaldsflokknum sigur í næstu kosningum í fimmta sinn í röð. Eiga kosningar að vera í síð- asta lagi um mitt ár 1997. Samkvæmt skoðanakönnunum er við ramman reip að draga fyrir Major og íhaldsmenn. Könnun, sem dagblaðið Guardian birti í gær, sýn- ir, að Verkamannaflokkurinn hefur 17 prósentustig umfram íhalds- flokkinn og hefur bætt við sig einu IMUAIIKI MORGUN BLAÐSINS Brunavarnir og björgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.