Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 43 FRETTIR VII. Hamrtíqil Reykjavegur frá Reykjanestá að Nesjavöílum y? ^ ^ oð Nesjavöllum ' fS rv. Djupavatn '' f ^-'4/1 J \ ab Kaldárseli-v...vellir fW : .í VI. Bláfjalla- skáli í Hamragil V. Kaldársel í Bláfjallaskála ab Þorbirni ab Sandfelli '-III. Sandfell að Djúpavatni REYKJANESVEGURINN Ný gönguleið kynnt og könnuð UTIVIST stendur fyrir könnunar- ferð, ef veður leyfir, á Reykjavegin- um sunnudaginn 17. september í samvinnu við Ferðamálasamtök höf- uðborgarsvæðisins og Ferðamála- samtök Suðurnesja. Reykjavegurinn, sem svo hefur verið nefndur, er gönguleið sem verð- ur stikuð eftir endilöngum Reykja- nesskaga á milli Reykjaness og Nesjavalla í Grafningi. Þessi fyrir- hugaða gönguleið verður sjö dagleið- ir og gengið á milli skála. A sunnudaginn verður þátttakend- um skipt í sjö hópa undir fararstjórn og gengur hver hópur eina dagleið. Hveijum hópi verður ekið á upphafs- stað gönguferðar og sóttur að göngu lokinni. Þátttökugjald er ekkert og sem flestir hvattir til að koma með. Farið verður frá BSÍ kl. 9 og þátttak- endur hvattir til að koma tímanlega til skráningar. Suðurnesjamenn geta komið í þijár vestustu dagleiðirnar við Fitjanesi kl. 9.30 og við Bláa lónið kl. 9.45. Kynning á leiðinni og nánari upp- lýsingar verða við Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 16. september milli kl. 14 og 16. Þar verður einnig hægt að skrá sig í ferð- ina. Keppni í hugmynda- förðun KEPPT verður í annað sinn í Hugmyndaförðun á Islandi laug- ardaginn 16. september. Keppnin er fyrir förðunarfræðinga, snyrti- fræðinga og annað áhugafólk um förðun. Keppnin hefst stundvíslega kl. 13 á sameign Borgarkringlunnar. Keppendur hafa eina og hálfa klukkustund til að ljúka verkinu. Dómnefnd mun þá skoða hug- myndirnar og verður öllum heim- ilt að skoða verkin meðan á vinnu þeirra stendur. Dómnefnd skipa: Anna Toher, framkvæmdastjóri Farða hf., Þórarinn Jón Magnús- son, ritstjóri Vikunnar, Heiðar Jónsson, snyrtir, Henný Her- mannsdóttir, danskennari, og Pál- ína Jónmundsdóttir. Fyrir kl. 16 UPPSETT hár og kjóll í anda Jacqueline Kennedy og stíll sem kenndur var við bresku stúlkuna Twiggy voru ein- kenni tískunnar á sjöunda áratugnum. verða úrslit kynnt og hlýtur vinn- ingshafi veglegan bikar til eignar. Síðasta úti- vistarhelgin í Viðey NtJ ER framundan síðasta sumar- helgin með fastri dagskrá í Viðey. Eftir sem áður er þó hægt að fá leiðsögn og aðra þjónustu fyrir hópa og einstaklinga sem þangað leggja leið sína. A laugardag verður að venju gönguferð sem hefst við kirkjuna kl. 14.15. Þá verður farin ný leið um austanverða norðurströnd eyj- arinnar. Verkamenn í átaksvinnu hafa nýlega lokið gerð stígs áþess- um slóðum og þarna virðist vera fallegasta gönguleiðin um eyna. Staðarhaldari verður leiðsögumað- ur, lýsir örnefnum og segir sögu eyjarinnar og næsta umhverfis. Þegar komið verður af norður- ströndinni verður að lokum gengið um hluta Sundbakkans og farið í skólann þar sem ljósmyndasýning- in verður skoðuð sem þar hefur verið í sumar. Á sunnudag messar sr. Jakob Ág. Hjálmarsson kl. 14 í Viðeyjar- kirkju. Að messu lokinni eða kl. 15.15 verður síðan staðarskoðun. Hún byijar í kirkjunni en síðan er farið um næsta nágrenni Stofunn- ar, fornleifagröfturinn skoðaður og útsýnið af Heljarkinn. Þessu lýkur um kl. 16. Veitingar eru seldar í Viðeyjar- stofu. Bátsferðir eru báða dagana úr Sundahöfn á klukkustundar fresti frá kl. 13 og sérstök ferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Haustferð í Hrafntinnusker FERÐAFÉLAG íslands efnir um helgina til nýstárlegrar helgarferð- ar inn á Torfajökulssvæðið sem er eitt fjölbreyttasta og litríkasta fjallasvæði landsins. Gist verður í nýjum og glæsilegum gönguskála félagsins í Hrafntinnuskeri. Farið verður á laugardags- morgni og ekið inn fyrir Laugafell hjá Fjallabaksleið syðri og gengið þaðan í skálann með viðkomu í íshellunum. Á sunnudeginum verð- ur gengið til Landmannalauga. Þetta er 7-10 km gönguleiðir og séð verður að hluta til um flutning á farangri. Haustið þykir mörgum verða einn fegursti og besti ferða- tíminn í óbyggðum. Nánari upplýsingar um ferðina fást á skrifstofu Ferðafélagsins að Mörkinni 6. Um helgina er einnig ferð í Þórsmörk á dagskránni. HEIÐAR Jónsson og Bjarkey Magnúsdóttir í snyrtivöru- verslun sinni á Laugavegi 66. Heiðar og Bjark- ey opna snyrti- vöruverslun HEIÐAR Jónsson og Bjarkey Magnúsdóttir hafa opnað snyrti- vöruverslun á Laugavegi 66, 2. hæð. Þau bjóða upp á persónulega þjónustu og leiðbeiningar við val á snyrtivörum, sérstaklea litavöru. Námskeið í litgreiningu, fatastil og framkomu, förðun og fleiru verða á staðnum sem fyrir voru á Vestur- götu 19. Sálarrannsókn- arþing- í Munað- arnesi HALDIÐ verður í Munaðarnesi dag- ana 15. til 20. september ráðstefna og ársþing Nordisk Spiritual Union. NSU eru samtök sálarrannsóknar- félaga á Norðurlöndum og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt ársþing er haldið á íslandi. Forseti NSU er Daninn Vagn Rose. Sálarrannsóknarfélag íslands, SRFÍ, hefur séð um undirbúning og dagskrá. Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, núverandi varafor- seti SRFÍ, er einnig varaforseti NSU. Guðmundur hefur verið full- trúi íslands í stjórn NSU frá 1976. Forseti SRFÍ er Gunnar St. Ólafs- so'n. Árið 1948 var haldinn undirbún- ingsstofnfundur NSU í Árósum í Danmörku og þar mættu sr. Jón Auðuns og Hafsteinn Björnsson miðill sem fulltrúar SRFÍ. Um átta- tíu manns munu sækja ársþingið og er helmingur þeirra frá Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi. Boðið verður upp á fyrirlestra, skyggni- lýsingar, umbreytingamiðil, heilun og námskeið auk einkafunda hjá um 10 miðlum, flestum frá íslandi. Ný skoðunar- stöð í Garðabæ BIFREIÐASKOÐUN íslands mun í dag, föstudaginn 15. september, opna nýja skoðunarstöð fyrir fólks- bíla í Garðabæ. Stöðin er staðsett í húsnæði bensínstöðvar Skeljungs á Garðatorgi (v/Vífilsstaðaveg - Bæjarbraut). Skoðunarstöðin er búin öllum fullkomnustu tækjum og mun skoð- unin að öllu leyti uppfylla sömu skilyrði og skoðanir hjá öðrum stöðvum Bifreiðaskoðunar. Með til- komu þessarar nýju stöðvar starf- rækir Bifreiðaskoðun 13 skoðunar- stöðvar vítt og breytt um landið auk þess sem fyrirtækið starfrækir fær- anlega skoðunarstöð sem skoðar á 20 stöðum víðsvegar um landið. Opnunartími Garðabæjarstöðv- arinnar verður alla virka daga kl. 8-18 og mun hún hafa á að skipa einum skoðunarmanni, Birni Þór Hannessyni, bifvélavirkja. Skoðunarstöðin verður opnuð í dag kl. 15 og eru allir velunnarar Bifreiðaskoðunar velkomnir að skoða stöðina og þiggja kaffí og konfekt. Hörður Torfa í Loftkastalanum HÖRÐUR Torfason heldur auka- tónleika í kvöld, föstudagskvöld, í Loftkastalanum í Héðinshúsi við Seljaveg. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Athugasemd „AÐ GEFNU tilefni vill Handsal hf. koma fram með eftirfarandi athugasemd við frétt sem birtist á bls. 2 i Morgunblaðinu 14. septem- ber sl. í umræddri frétt segir frá því að Vinnuveitendasamband ís- lands hafi stefnt Hafnarfjarðarbæ og Handsali hf. vegna greiðslu á rúmlega 6,5 milljóna króna skulda- bréfi sem útgefið var af Hyrningar- steini hf., starfsmannafélagi Hag- virkis-Kletts hf. Handsali hf. hefur ekki verið stefnt til greiðslu á ofangreindri kröfu og ekki eru gerðar neinar kröfur á hendur félaginu í þessu dómsmáli. Handsali hf. var einung- is stefnt til réttargæslu þar sem félagið hafði milligöngu um sölu á umræddu skuldabréfi. Félaginu er þannig einungis stefnt í málinu af hálfu VSÍ til að fá fram upplýs- ingar sem tengjast sölunni á bréf- inu. Dómsmeðferð í máli þessu mun ekki snerta hagsmuni Handsals hf. á nokkurn hátt hver svo sem dóm- sniðurstaða verður." REIÐHJOLAUTSALA - VERSLIÐ ODYRT! Bjóðum ennþá 18 gíra 26" fjallahjól DIAMOND NEVADA á frábæru verði. Shimano gírar, álgjarðir, átaksbremsur, standari, brúsi, keðjuhlíf og gírhlíf. Verð aðeins kr. 19.800, stgr. kr. Ht.it 10. /------:-----------------------n rofffi merkin: GIANT • SCOTT • BRONCO • SCHWINN. EUROSTAR • DIAMOND • ITALTRIKE • VIVI 10-55% ' Dempara-fjallahjól Giant GSR-500. Shimano gírar og góður búnaður. Verð aðeins kr. 34.900, stgr. kr. 33.150. Schwinn Moab SS (mynd). Shimano Alivio gírar, Tange gaffall og mjög góður búnaður. Verðið er ótrúlegt, kr. 42.000, stgr. kr. 30.000. I(arahíutir og aukahlutir: Hjálmar, grifflur, barnastólar, Ijós, bjöllur, brúsar, töskur, slöngur, hraðamælar og flest annað sem vantar á hjólið. Blikkljós Stórsniðugt öryggistæki í umferðinni - stórt eða lítið, bæði með festingu á fatnað og með því stærra fylgir festing á reiðhjól. Rafhlöður fylgja. Verð lítið kr. 280, stórt kr. 1.110. Ármúla 40 Símar: 553 5320 568 8860
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.