Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- Vel skrifuð og heilsteypt saga SKÁLDSAGA Ól- afs Jóhanns Ólafs- sonar, Fyrirgefn- ing syndanna, var nýlega gefín út í kilju í Bretlandi en húp kom fyrst út hjá Vöku-Helga- felli árið 1991. Hún hefur fengið einkar lofsamlega dóma í breskum blöðum. Gagnrýnendur segja m.a. að Fyr- irgefning synd- anpa sé vel skrifuð og heilsteypt saga, haganlega saman- sett, margbrotin og stíll hennar aðdáunarverður. Þess má geta að Fyrirgefning syndanna kom út í innbundnu ■ formi þar í landi síðla árs 1994 og valdi Sunday Telegraph hana þá bók ársins í Bretlandi. í Observer segir að stíll sög- unnar sé meitlaður, „en um leið er haldið aftur af miklu tilfínningaflæði en það virðist vera einkenni á norrænum bók- menntum; sagan gæti virst melódramatísk út frá engilsax- neskum sjónarhóli en einlægni þessarar fyrstu persónu frá- sagnar um nagandi samvisku heldur athygli lesandans. Sekt- arkennd sögumannsins er eins og sprengiþráður sem brennur hægt - hann kann að hafa svik- ið ungan mann í Danmörku á hernámsárum þýskra nasista - brennur í vel skrifuðum texta og heilsteyptri frásögn." The Times segir í umsögn sinni: „Þessi saga um glæp og refsingu sem skrifuð er í skýr- um og knöppum stíl, virðist framan af einungis verða sið- ferðileg saga. En sú hugmynd að hefndin eyði manni sjálfum og ekki sé mögu- legt að öðlast sanna fyrirgefn- ingu syndanna verður óljósari vegna flókinnar byggingar sögunn- ar, margræðni hennar og hversu erfítt er að festa hendur á henni. Þetta er áleitin og margbrotin skáld- saga.“ Gagnrýnandi Sunday Times rek- ur í umsögn sinni efni bókarinnar og segir síðan að aðal- persóna sögunnar geri sér grein fyrir því að draumar hans hafí ekki ræst og það ýti undir biturleika sem vinni gegn hon- um sjálfum. Þetta rísi hæst í grótesku en þó algjörlega við- eigandi niðuriagi sögunnar. The Birmingham Post segir: „Pétur Pétursson rifjar upp fortíð sína í minningarbrotum sem fléttast lipurlega saman. Hann kann að virðast auvirði- leg persóna en Ólafí Jóhanni tekst með fæmi sinni - með stíl sem er svo skýr að aðdáun vekur - að kveikja samúð les- andans með þessum gamla manni sem kominn er að fótum fram.“ Fyrr á þessu ári kom Fyrir- gefning syndanna út í Quality Paperback Club í Bandaríkjun- um en hann er hluti af Book-of- the-Month-Club, sem er stærsti bókaklúbburinn þar í landi. Þá var bókin gefin út í Noregi í apríl sl. og kemur út um þessar mundir í Þýskalandi. Fyrri hluta næsta árs mun Fyrirgefn- ing syndanna verða gefin út í Danmörku og Frakklandi. Ólafur Jóhann Ólafsson -kjarni málsins! LISTIR KRISTJÁN Jón Guðnason: Goðsaga. Kristur í Breiðholtinu MYNPUST List Gallerí - List- húsinu Laugardai MÁLVERK Kristján Jón Guðnason Opið alla daga kl. 13-18 til 17. sept- ember. Aðgangur ókeypis. í HINNI endalausu samkeppni um athygli og eftirtekt almennings verður að viðurkenna að myndlistin hefur látið undan síga hin síðari ár fyrir ágengari miðlum, þar sem mikið er látið með umgjörðina, og miklu fé varið til kynningarmála; sýningar hinna smærri sala á vegum einkaað- ila eiga þar einkum undir högg að sækja. Þessi staða endurspeglar þó engan veginn hin listrænu gildi þess sem í boði er; sé t.d. litið til kvik- mynda nú um stundir kemur í ljós að meginþunginn í framboðinu er af amerískum frasa- og formúlumynd- um, sem búið er að endurgera með litlum breytingum og enn minni list- rænum tilþrifum í ár og áratugi. Á sama tíma má sjá gjörólíkar myndlistarsýningar uppi í hinum ýmsu sýningarsölum, þar sem lista- fólk er að leggja út frá eigin forsend- um og leita eigin lausna í listinni. Þannig þrífst fjölskrúðug myndlist ágætlega á sama tíma og framboð kvikmynda hér á landi verður stöðugt fábrotnara, svo litið sé til sömu grein- ar og fyrr. Kristján Jón Guðnason hefur ekki verið áberandi í sýningarhaldi frá því hann lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla íslands, en hér kemur í ljós að hann hefur heldur ekki setið auðum höndum. Þessi sýning í List- húsinu stingur um margt í stúf við það sem hefur verið mest áberandi í málverkinu undanfarin misseri, og bætir þannig enn við þá fjölbreyttu flóru, sem myndlistin býður upp á nú um stundir. Listamaðurinn hefur einkum leitað fanga í goðsagnir og þekktar myndir listasögunnar, og færir þessi myndefni síðan í grófgerð- an búning einfaldra forma og sterkra lita, svo minnir um sumt á upphaf expressionismans. Kristján Jón vinnur hér upp úr fomum norrænum goð- sögnum jafnt sem fomgrískum og kristinni trú, og ávallt er það leitin að jafnvægi sterkrar myndbyggingar, sem einkennir verkin. Hinar goðsögulegu myndir em af ýmsu tagi. „Goðsaga" (nr. 3) sýnir Þór á ferð í vagni sínum, og geislar orkan af þessum formum, sem em næsta bemsk í einfeldni sinni. Það er einnig stutt í kímnina í þessum verkum; í málverkinu „Dauði sálma- skáldsins eða hlegið að dauðanum" (nr. 8) er ekki mikil alvara yfir svið- inu, og „Alfaðir himinhæða eða sá gamli“ (nr. 7) minnir fremur á þá góðlegu ímynd heilags Nikulásar sem kenndur er við jólin en hinn stranga himnafaðir, sem Michelangelo sýndi í lofti Sixtínsku kapellunnar og varð að einni þekktustu guðsímynd mynd- listarinnar. Listamaðurinn leikur sér einnig ófeiminn með listasöguna, þegar hann tekur fyrir kunn myndefni og stað- færir þau að nýju. „Innreið Krists í Breiðholtið" (nr. 10) er ekki síður til- vísun í verk James Ensor en í kristni- söguna, en hér hefur Kristján Jón breytt sósíalískri mótmælagöngu Ensors í skrúðgöngu á þjóðhátíðar- daginn, og orðið erfitt að greina nokk- uð trúarlegt eða félagslegt inntak — annað en skemmtun bamsins. Á svip- aðan hátt má heimfæra „Kjúklinga- ætumar“ (nr. 11) upp á hið þekkta verk van Goghs, Kartöfluætumar, en sem fyrr er allur broddur verksins á bak og burt — aðeins kímnin og form- ið stendur eftir. Þrír grófír tréskúlptúrar sem lista- maðurinn sýnir em í raun viðbót við málverkin fremur en þrívíð verk, og hefðu þess vegna mátt sleppa þeim. Styrkur myndanna er ljósari og má þar einkum vísa til formsins og litanna sem fyrr segir, en gamansemin er einnig mikilvægur þáttur sem lista- mönnum hættir því miður til að van- meta. Eiríkur Þorláksson Það sem þú heyrir er ekki alltaf það sem þú vilt heyra. Þess vegna er nauðsynlegt að getq valið áhugaverða og áreiðanlega umfjöllun hvenær sem þér hentar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.