Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEGVISAR TIL VELFERÐAR UNGT FÓLK frá Vestmannaeyjum hlaut fyrstu verð- laun í hugmyndasamkeppni 15-20 ára unglinga, Hugvísi, síðast liðið vor. Nú hefur það bætt um betur. í Morgunblaðinu í gær er greint frá því að þetta unga fólk hafi unnið þriðju verðlaun í Evrópukeppni ungra vísindamanna, sem fram fór í Newcastle á Englandi á dögunum á vegum Evrópusambandsins. Þetta er frábær árangur sem verðskuldar athygli og umfjöllun. Verðlaunaverkefni þessara ungu Vestmannaeyinga var byggt á rannsóknum á hrygningaratferli og líffræði loðnu við Islandsstrendur. Það er við hæfi að ungt fólk úr þessum þekkta útgerðar- og fiskvinnslubæ velji sér rann- sóknarverkefni tengt undirstöðuatvinnuvegi okkar. Framtak og frammistaða þess lofar og góðu um framhald- ið. En mikilvægt er að tengja menntun og vísindalegar rannsóknir betur atvinnulífinu í landinu. Staðreynd er að þær þjóðir, sem veija mestum fjármunum í menntun og rannsóknir, búa við betri lífskjör og meira efnahags- legt öryggi en aðrar. Rétt er að minna á aðra athyglisverða nýjung í skóla- starfi okkar, Nýsköpunarkeppni íslenzkra grunnskóla- nema, sem studd hefur verið af Samtökum iðnaðarins og ýmsum fyrirtækjum. Guðrún Þórsdóttir, kennslufull- trúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, fjallar um þessa keppni í grein hér í blaðinu 8. september sl. og segir hana „tilraun til að rækta og virkja auðlind hugvitsins“ hjá uppvaxandi kynslóð. Menntun og þekking eru áhrifamesta vopn í lífsbar- áttu þjóðar og þegna. Það er því eðlilegt að fræðslukerf- ið sæti viðvarandi gæðaaðhaldi. En það má heldur ekki gleyma að fjalla um það sem vel er gert. Og Nýsköpunar- keppni grunnskólanema og Evrópusamkeppni ungra vís- indamanna varða veg til betri framtíðar. Með starfi af þessum toga er sáð til síðari tíma uppskeru, bæði á vett- vangi menningar og efnahagslegrar velferðar. KVIKMYND UM JÓN LEIFS IKVÖLD verður frumsýnd ný íslenzk kvikmynd, skáld- verk um ævi Jóns Leifs, tónskálds, eða öllu heldur um þann hluta ævi hans fyrst og fremst er hann var aðallega búsettur í Þýzkalandi. Þessi kvikmynd er merki- leg af mörgum ástæðum. Þetta er líklega fyrsta íslenzka kvikmyndin í fullri lengd, sem gerð er um nafnkunnan einstakling, sem markað hefur djúp spor í menningar- sögu lands og þjóðar á þessari öld. Það urðu örlög Jóns Leifs, eins og margra mikilla listamanna, bæði fyrr og síðar, að samtímamenn hans áttu erfitt með að skilja verk hans og raunar einnig manninn sjálfan. Rúmum aldarfjórðungi eftir lát hans eru menn að vakna til vitund- ar um, að Jón Leifs var eitt merkasta tónskáld í Norður- Evrópu á þessari öld. í annan stað er ástæða til að lýsa aðdáun á þeim kjarki, sem hópur ungs fólks undir forystu Hilmars Oddssonar, höfundar kvikmyndarinnar, sýnir með því að ráðast í þetta verk og vinna það svo vel, sem raun ber vitni og sýningargestir munu sjá. Með kvikmyndinni um Jón Leifs hefur verið unnið listrænt afrek, en jafnframt mun myndin stuðla áð því að þjóðin öll kynnist betur þessum merka listamanni og verkum hans, sem eiga sér djúpar rætur í sögu þjóðarinnar og náttúru landsins. Þrotlaust rannsóknarstarf Hjálmars H. Ragnarssonar, tónskálds, sem í tæpa tvo áratugi hefur unnið að rann- sóknum á tónlist og ævi Jóns Leifs er nú að skila sér með margvíslegum hætti hérlendis og erlendis m.a. í þessari kvikmynd en þeir Hilmar Oddsson og Hjálmar skrifuðu handrit myndarinnar ásamt Sveinbirni I. Bald- vinssyni. Fjögurra síðna menningarblað Morgunblaðsins í dag er helgað umfjöllun um kvikmyndina um Jón Leifs með samtölum við aðstandendur myndarinnar og helztu leik- endur. Með því vill Morgunblaðið undirstrika mikilvægi þessa framtaks hinna ungu kvikmyndagerðarmanna og listamanna, sem að þessu verki hafa kömið. MÓTMÆLAFUNDUR ASÍ Viðbrögð fundargesta á mótmæíafundinum á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Kristinn Launahækk- anir verði felldar úr Gremja ríkti meðal fundarmanna á afar fjölsótt- um útifundi verkalýðsfélaganna á Ingólfstorgi í gær, að sögn Önnu Gunnhildar Olafsdótt- ur, sem ræddi einnig við nokkra fundarmenn. HARÐORÐ ályktun vegna ákvarðana um launahækk- anir til handa alþing- ismönnum, ráðherrum og helstu embættismönnum þjóðarinnar var einróma samþykkt og fram kemur í ályktun fundarins að ef ákvarðanir um launahækkanir verði ekki felldar úr gildi krefjist launafólk sömu kjara- bóta sér til handa við fyrsta tækifæri. Að sögn lögreglu voru um 10 þúsund manns á fundinum. Útifundurinn fordæmdi ákvarðanir um launamál þingmanna, ráðherra og helstu embættismanna. Olíðandi sé að forráðamenn þjóðarinnar gangi fram fyrir skjöldu til þess að bijóta niður þá stefnu að lægstu laun hækki meira en önnur laun, að ekki sé talað um sjálftöku Alþingismanna á sérstökum skattfríðindum. Fundurinn gerir í ályktuninni kröfu um að ákvarðanimar verði felldar úr gildi og áðumefndir hópar axli ábyrgð á stöðugleika á sama hátt og almennt launafólk gerði í síðustu samningum. „Það gengur ekki upp að jafnlauna- stefna gildi bara fyrir neðri enda launa- ‘stigans og að það sé einungis almennt launafólk sem axli efnahagslega ábyrgð. Samþykki stjómvöld ekki kröf- ur launafólks mun það krefjast sömu kjarabóta sér til handa við fyrsta tæki- færi,“ segir í ályktuninni. Upphaf nýrrar göngu Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, var fyrsti frum- mælandi á fundinum. Guðmundur tók fram að fæstir launþegar myndu trúa þvf væri þeim boðin jafnmikil launá- hækkun og embættismönnum nú. Ýmsir í þeim hópi hefðu hins Vegar ekki einu sinni haft fyrir því að þakka fyrir sig heldur haft á orði að hækkun- in hefði mátt koma fyrr. Ekki væri hægt að væna aimenna launþega um að hafa ekki stuðlað að stöðugleika og nú hefðu þeir fyllst réttlátri reiði. Reið- in væri upphaf nýrrar göngu. Nóg væri komið af fátækt á íslandi. Hann sagði að siðfræði samninganna hefði falist í því að veita þeim lægst launuðu mesta kauphækkun. „Allt hef- ur þetta snúist á annan veg. Samning- amar byggjast nú á hugmyndafræði sem er brostin og siðferði sem er blint. Slíkir samningar eru marklausir og að engu hafandi. Kjarasamningar verka- fólks hljóta því að vera lausir og það er okkar að fylgja því eftir," sagði hann. Almenn hneykslan og reiði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að launahækkanimar hefðu vak- ið almenna hneykslan og reiði. Reiðin stafaði fyrst og fremst af tvennu. Ann- ars vegar væru þær launahækkanir sem ákveðnar hefðu verið með kjara- dómi ekki í neinu samræmi við það sem ráðamenn þjóðarinnar hefðu sagt að láglaunafólk yrði að hafa að leiðarljósi við gerð kjarasamninga í febrúar. Hins vegar, og það væri það sem vekti mesta reiði og hneykslun fólks, væri sú ákvörðun að stór hluti launa þing- manna skyldi vera skattfijáls sam- kvæmt lögum sem þingmenn hefðu sett um sín eigin kjör. „Sprengju hefur verið kastað inn í þjóðfélagið með þess- um gjömingi,“ sagði Magnús. Hann vitnaði til orða forsætisráð- herra í Morgunblaðinu II. desember gildi sl. Forsætisráðherra hefði sagt að hann ætti eftir að sjá að ábyrgir menn í verkalýðshreyfmgunni myndu vilja glutra niður þeim árangri sem þeir hefðu átt svo mikinn þátt í að skapa. Ekki mætti láta einstaka aðila skemma þetta og ríkisstjórinin hefði ekki leyfí til að taka þátt í því. „Þetta er kjami málsins," sagði Magnús og tók fram að fulltrúar laun- þega hefðu sýnt fulla ábyrgð við gerð samninganna og viljað stuðla að því með hóflegri launahækkun að hún tryggði áframhaldandi stöðugleika sem væri forsenda fyrir auknum kaup- mætti launa. Síðan samningamir vom gerðir hafi ríkisvaldið hins vegar gert fjöldann allan af samningum sem hafi falið í sér miklu meiri launahækkanir en febrúarsamningamir. Þó gengju launahækkanimar nú lengst. „Þetta er ekki í neinu samræmi við það sem æðstu menn þjóðarinnar vöraðu ábyrga menn í verkalýðshreyfingunni við í desember og sögðu þá að ríkisstjómin hefði ekki leyfi til að taka þátt í.“ Hann tók fram að um 15 milljarðar töpuðust vegna skattsvika. Þau væra flokkuð undir siðleysi. „Ég leyfi mér að jafna þessum gjömingi þingmanna um skattfríðindi þeim til handa við skattsvik. Eini munurinn er að þing- mennimir hafa lögvemdað sig fyrir skattsvikum, en hvoratveggja er jafn- siðlaust." Ávinningi skipt meðal tekjuhárra Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði að verkalýðshreyfíngin hefði heilshugar lagt sitt Ióð á vogarskálina í viðleitni til að ná aftur upp ásættan- legum kjöram fyrir almennt launafólk. Verkalýðshreyfingin sætti sig hins veg-. ar ekki við það að nú, þegar talið væri að efnahagslífið væri að rétta úr kútnum eftir þrengingamar, væri ávinningnum einfaldlega skipt út meðal hinna tekjuliæstu í þjóðfélaginu en aðrir skíldir eftir. Krafa til forseta ASÍ á fjölmennasta fundi um áratugaskeið í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir ALÞÝÐUHÚSIÐ var troðfullt út úr dyrum á fundinum í gær. Rífi núgildandi samninga í beinni útsendingu Vestmannae^jum. Morgunblaðið. VERKALYÐSFÉLÓGIN í Vest- mannaeyjum hvöttu félagsmenn sína til vinnustöðvunar í gær og efndu til fundar í Alþýðuhúsinu til að mótmæla launahækkunum al- þingismanna. Alþýðuhúsið var troð- fullt og mikil hiti í fundarmönnum. Jón Kjartansson, - formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn í gær sé fjölmennasti og kraftmesti fundur sem verka- lýðshreyfingin í Eyjum hafi haldið í áratugi. Talið er að yfir 300 manns hafí verið á fundinum, en fleiri komust ekki í húsið og varð fjöldi fólks að hverfa frá. Skattfijálsa greiðslan kornið sem fyllti mælinn „Það var mikil reiði .í fólki og það krefst þess að samningunum verði sagt upp tafarlaust. Ein fisk- vinnslukonan, sem tók til máls á fundinum, flutti þrumandi ræðu og sagðist ætlast til þess að sjá for- seta ASÍ rífa núgildandi samninga og það í beinni útsendingu," sagði Jón.' Hann sagði að fólkið, sem hefði samþykkt samninga sem fólu í sér launahækkun upp á 2.700 krónur á mánuði fyrir þá lægst launuðu, sem hefðu verið samningar í þess- um ASÍ-anda eins og það hafi ver- ið kallað, væri óánægt með að sjá að allar þær opinberu stéttir sem á eftir hefðu samið hefðu ekki þurft að semja í þeim anda og hefðu fengið meiri hækkanir. 40.000 króna skattfrjálsa greiðslan, sem þingmenn hefðu síðan skammtað sér, hefði verið kornið sem fyllti mælinn hjá verkafólki og því væri reiði þess nú mikil. „Ég var að slá því saman í dag að kauphækkunin, sem þeir lægst launuðu fengu út úr síðustu samn- ingum, nemur um 40 þúsundum á ári sem er sama upphæð og þing- menn skenktu sér nú í mánaðarleg- ar skattfrjálsar greiðslur. Það er því ekki að undra að reiðin sjóði í verkafólki," sagði Jón. „Maður er reiður, virkilega reiður“ MÉR finnst algjört siðleysi hvemig alþingismenn hafa hagað sér og dómur kjaradóms er að mínu áliti alveg út í hött,“ sagði Valgeir Jónasson, starfsmaður Pósts og síma, á útifundi verkalýðsfélaganna vegna launahækkana alþingismanna, ráð- herra og æðstu embættismanna á Ingólfstorgi í gær. Valgeir sagði að sér fyndist lág- mark að 40.000 kr. skattfijáls launa- hækkun yrði tekin af alþingismönn- um. „Enda era peningarnir ekkert annað en skattfijáls kauphækkun. Síðan finnst mér eðlilegt að kaupið okkar hinna hækki svipað og alþingis- mannanna eða um það sem okkur vantar upp í 15%.“ „Maður er reiður“ „Ég er komin hingað til að mót- mæla launahækkunum til alþingis- manna. Mér finnst alveg fáránlegt að þeir skuli hafa skattfrjálsar tekjur og út í hött hvernig staðið er að hækkun- inni. Maður er reiður, virkilega reið- ur,“ sagði Ólöf Guðjónsdóttir, heima- vinnandi, en sagðist ekki hafa myndað sér skoðun á því hvað leið væri best að fara til að bæta úr óréttlætinu. Nýjum skattareglum mótmælt „Ég er að sýna samstöðu með hreyfingunni og mótmæla nýjum skattareglum alþingismanna sér til handa. Hins vegar er ég með betri kauphækkunum og hefði gjaman vilj- að fá sömu kauphækkum og þeir eru að fá. Þeir eru að gefa góða línu í kauphækkunum en skattaleiðin er al- veg það síðasta,“ sagði Stefán Guð- mundsson, starfsmaður Islenska álfé- lagsins. Stefán sagði að sér fyndist að alþingismenn ættu að hætta við 40.000 kr. skattfijálsa launahækkun. „Mér finnst að þeir geti sýnt -þjóðinni að þeir hafi vit og þroska en ekki svona vitleysu. Þeir gera það þegar þeir sjá fólkið hérna, alveg örigglega.“ „Sjá sig vonandi um hönd“ Valgeir Ólöf Stefán Jónasson Guðjónsdóttir Guðmundsson Garðar Hafdís Kjartan Ingvarsson Guðmundsdóttir Hjálmarsson „Dagheimili barnanna minna var lokað og sjálf lagði ég niður vinnu til að mótmæla launahækkun alþingis- manna. Mér fínnst frekar að við ætt- um fá einhveija sneið af því sem þeir era að taka sér. Auðvitað hefði verið hægt að ganga fram af manni á ýms- an annan hátt en þeir gerðu það á þennan hátt,“ sagði Gróa Finnsdóttir, starfsmaður Þjóðminjasafns. Hún var með börn sín tvö, Sigríði og Finn Ól- afsböm, á fundinum. Gróa vildi engu spá um hvort ákvörðun um launa- hækkun til alþingismanna og ráðherra yrði dregin til baka. Hins vegar sagð- ist hún vona að ráðamenn sæju að sér. „Fáum bara einhverja þúsundkalla“ „Ég kom til að fylgjast með, sjá aðra, og auðvitað finnst mér helvíti skítt að verið sé að hækka laun alþing- ismanna svona svakalega og við fáum bara einhveija þúsundkalla. Mér fynd- ist sanngjarnara ef þeir gæfu okkur svona 40.000 kr. í launahækkun. Mér finnst nóg komið og held ég öllum sem eru hérna að sýna samstöðu," sagði Garðar Ingvarsson, starfsmaður á bílaverkstæði Esso. Hann sagðist trúa því að hlustað yrði á launafólk. „Þeir verða að gera það.“ „Okkur var lofað ágóðanum" „Hér eru allir að mótmæla þvl sama; hveiju ríkisstjómin er að skammta sér. Gáfulegra hefði verið að hækka laun almennra launþega. Ég hefði viljað að launin mín væru hækkuð og ekki minna en þeir eru núna að hækka sig I einu skrefí núna. Okkar var lofað ágóðanum þegar ár- aði betur en hann hefur farið annað," sagði Hafdís Guðmundsdóttir, starfs- maður í Suðurbæjarlaug í Hafnar- firði. Hafdís sagði að yfirvöld hljdu að hlusta á raddir launafólks. „Fólk Einar Hermannsson Ágúst Guðmundsson Elsa Sveinsdóttir Gróa Finnssdóttir er reitt, búið að fá nóg, og ég ætla rétt að vona að hlustað verði á það.“ „Sýni samstöðu" „Ég er kominn hingað til að sýna samstöðu I að mótmæla ósanngjörnum launahækkunum,“ sagði Kjartan Hjálmarsson háskólanemi. Kjartan sagðist vilja launajöfnuð. Um íjörutíu þúsund króna starfskostnaðargreiðsl- ur til alþingismanna, sagði hann að sér fyndist sjálfsagt að alþingismenn sýndu nótur fyrir kostnaði. Kjartan sagði að sér heyrðist almenningur afar ósáttur við launahækkun til al- þingismanna og ráðherra. Kjarasamningum verði sagt upp „Ég er kominn hingað til að berjast fyrir launajafnrétti í landinu og mót- mæla launahækkun alþingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna. Ég vil að launahækkunin verði tekin af þeim og fyrst og fremst fínnst mér sjálfsagt að segja upp núgildandi kjarasamningi. Allar forsendur samn- ingsins eni brostnar,“ sagði Einar Hermannsson, starfsmaður í farþega- afgreiðslu innanlandsflugs Flugleiða, við upphaf fundarins. Hann sagði að eins og launin væra í dag þyrftu þau að hækka um að minnsta kosti 15%. „Ég yrði sáttur við það,“ sagði hann. Hann sagði að sér fyndist mjög góð samstaða meðal launafólks, t.d. hefðu starfsmenn í innanlandsflugi gengið út í gær. Hins vegar efaðist hann um að hlustað yrði á raddir fundarmanna. „Siðleysi af versta tagi“ Ágúst Guðmundsson sagðist vera kominn á fundinn til að sýna sam- stöðu með launafólki. „Með launa- hækkununum hafa forystumenn þjóð- arinnar sýnt siðleysi af versta tagi. Ég hef ekki talað við neinn alþingis- mann eða neinn af þeim sem fengu þessa hækkun en enga aðra hef ég heyrt mæla þessu bót. Ég vil að allt verði gert sem hægt er að gera til að stoppa þetta siðleysi forystumanna þjóðarinnar. Að þeir hætti skilyrðis- laust við hækkunina," sagði Agúst. Ágúst sagði að alþingismenn ættu að fá launahækkun eins og aðrir. „Hvorki meira né minna,“ sagði hann og taldi að forystumenn hlytu að hlusta á raddir fólksins. „Þeir komast ekki upp með þetta,“ sagði hann að lokum. Launafólk reitt „Ég er komin til að mótmæla launa- hækkun alþingismahna. Mér finnst hún alltof há og að hætta eigi við hana,“ sagði Elsa Sveinsdóttir, starfs- maður hjá Frón. Elsa sagði að sér fyndist launafólk almennt reitt yfir hækkuninni. „Mér finnst frekar að almenningur þyrfi hækkun en ég hef ekki myndað mér skoðun á þvi hvað hún þurfi að vera mikil." "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.