Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER1995 25 LISTIR Fjórar sýningar á Kjarvalsstöðum Mótunarár Kjarvals, Kristín, leirlist ogvídeó Jóhannes Kjarval FJÓRAR sýningar verða formlega opn- aðar á Kjarvalsstöð- um á morgun laugar- dag kl. 16: Sýningin Kjarval - mótunarár 1885-1930, sýningá verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur, sýningarnar Forn leiriist frá Perú og Konur og vídeó. í Austursal verður sýningin Kjarval - mótunarár 1895- 1930. Mótunarár Kjarvals, þ.e.a.s. tímabilið fram til 1930, var frjósamt og margbreytilegt skeið á ferli lista- mannsins. Á sýningunni verða sýnd verk frá þessu tímabili í ævi listamannsins og reynt að endur- spegla það sem helst einkenndi vinnubrögð hans á hverjum tíma, samkvæmt því sem segir í frétt frá Kjarvalsstöðum. Sýnd verða verk frá Reykjavík- urárum hans áður en hann hélt utan til náms, verk frá námsárun- um í London og Kaupmannahöfn, svo og námsferð hans til ítalíu. Einnig verða sýnd verk frá Is- landsferðum hans meðan hann bjó erlendis auk verka frá íslandi og Frakklandi/rá tímabilinu 1922-30. „Á sýningunni verður leitast við að endurspegla þá breidd í myndmáli, stílbrigðum og verkefnavali sem einkenndi þetta mótunarskeið listamannsins," seg- ir í fréttinni. Málverkið endurnýjað í Miðsal verður Kristín Gunn- laugsdóttir með sýningu. Um þá sýningu segir: „Á síðastliðnum áratug fékk málverkið endurnýj- að vægi í listheiminum. Þessi end- urvakning málverksins gerðist samtímis víða um veröldina, en birtist þó á hverjum stað með sín- um sérstæðu formerkjum, meira eða minna njörvuð í myndlistar- hefð viðkomandi þjóðlanda. Nýja málverkið kom ennfremur hingað til lands og náði talsverðri útbreiðslu meðal yngri myndlist- armanna, þó svo að erfitt sé að tala um ákveðna stefnu, inntakslega eða formrænt. Kristín Gunnlaugsdóttir er einn af þessum lista- mönnum, sem um ára- bil hefur stundað myndlistarnám á ítal- iu og tileinkað sér hugmyndafræði nýja málverksins. Lista- konan hefur skapað í verkum sínum einkar sérstæða myndgerð sem byggir á hefð- bundnum grunni og ber með sér sterkar tilvisarnir í forna býs- anska íkonagerð. Þetta eru fígúratíf málverk, afgerandi í lit og f ormrænni fram- setningu, þar sem listakonan kannar virkni málaralistarinnar og vitnar um sinn eigin veruleika." Ýmsir menningarhópar í Vestursal verður sýningin Leirlist frá Perú. Um er að ræða sýningu á úrvali leirlistaverka frá Þjóðminjasafninu í Líma, en þar hafa lengi verið stundaðar rann- sóknir á menningar- og listasögu Perú síðastliðin 6000 ár. Á sýning- unni eru munir frá ýmsum menn- ingarhópum sem voru uppi fyrir tíma inkanna, þar á meðal nokkr- ir munir frá 5. öld fyrir Krist. „Hér gef st tækifæri til að fá inn- sýn í háþróaða menningu hinna ýmsu þjóðabrota sem byggðu Perú til f orna og kynnast dularfullri og heillandi þjóð- / menningu, aðallega frá strandhéruðum Perú, þar sem fornleifafræðingar eru sífellt að gera nýjar uppgötvanir sem vekja furðu sagnfræðinga og annarra sérfræð- inga," segir í kynn ingu. VERK eftir Kristínu Hugmyndir konunnar Vesturforsalur: Konur og vídeó, 1970-1975. Safnið kynnir hana svo: „Á 7. áratugnum leituðu listamenn nýrra leiða til listsköpunar. Sjónvarp og vídeó var í senn nýjung og teeki sem var að verða eðlilegur hluti af hversdagslegu lífi nútimamannsins. Sýningin Konur og vídeó er yfir- litssýning yf ir vídeólist kvenna á Forn leirlist frá Perú arunum 1970 til 1975. Þar gefur að líta myndir - eftir 21 konu víðs vegar að úr heiminum sem nota þetta listf orm til að koma á framfæri listrænum, persónulegum og pólitískum hug- myndum konunnar í nútímasamfé- lagi." Eftirfarandi listakonur eiga verk á sýningunni: Eleanor Antin, Lynda Benglis, Barbara Buckner, Doris Chase, Shirley Clarke, Hermine Freed, Juhe Gustafson, Nancy Holt, Joan Jonas, Beryl Korot, Shigeko Kubota, Mary Lucier, Martha Rosler, Ilene Seg- alove frá Bandaríkjunum, Lísa Steele frá Kanada, Anna Bella Geiger frá Brasilíu, Mako Idem- itsu og Kyoko Michishita frá Jap- an, Valie Export og Ulrike Ros- enbach frá Þýskalandi og Steina Vasulkas frá íslandi. Sýningunni fylgir sýningarskrá með greinum eftir JoAnn Hanley og Ann-Sarg- ent Woster. Sýningin á verkum Kjarvals verður opin frá 16. september fram í desember en sýningarnar á verkum Kristínar Gunnlaugs- dóttur og Leirlist frá Perú verða hinsvegar opnar daglega frá 16. september-15. október og frá 10-18. Síðasti keppandi TónVakans SÍÐASTI keppandinn í úrslita- keppni TónVakans kemur fram sunnudaginn 17. september kl. 13. Það er Sig- urður Mar- teinsson píanó- leikari sem flytur verk eft- ir Hafliða Hall- grímsson, Franz Schu- bert, Ludwig van Beethoven og Johann Se- bastian Bach. Sunnudag- inn 24. september kl. 13 verða úrslit TónVakans kynnt í beinni útsendingu. Sigurður Marteinsson ~^*' \—?^n s^v., 0) «Æ^ Eitt verka Kristjáns. Kristján sýnir í Asmundarsal KRISTJÁN Davíðsson opnar málverkasýningu í Ásmundarsal, húsi Arkitektafélagsins, Freyju- götu 41, í dag föstudag kl. 18-20. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á undanförnum árum. Sýningin er sölusýning og er opin daglega frá kl. 16-20. Henni lýkur 1. október. Sýningum lýkur í Gallerí Fold SÝNINGU á verkum kínversku listakonunnar Lu Hong og kynn- ingu á verkum Gunnars Á. Hjaltasonar, sem undanfarið hef- ur staðið yfir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg, lýkur nú á sunnu- dag. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-18. &t\mlHlnÁ! Skriflegt samband viö stærstu fréttastofu landsins tryggir þér upplýsingar um allt sem skiptir þig máli - þegar þú vilt - þar sem þú vilt, hvort sem þú færö Morgunblaöiö inn um bréfalúguna eða um Alnetið. Kjarni málsins, þegar þú vilt - þar sem þú vilt! --h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.