Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 25 LISTIR Fjórar sýningar á Kjarvalsstöðum Mótunarár Kjarvals, Kristín, leirlist og vídeó Jóhannes Kjarval FJÓRAR sýningar verða formlega opn- aðar á Kjarvalsstöð- um á morgun laugar- dag kl. 16: Sýningin Kjarval - mótunarár 1885-1930, sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur, sýningarnar Forn leirlist frá Perú og Konur og vídeó. í Austursal verður sýningin Kjarval - mótunarár 1895- 1930. Mótunarár Kjarvals, þ.e.a.s. tímabilið fram til 1930, var frjósamt og margbreytilegt skeið á ferli lista- mannsins. A sýningunni verða sýnd verk frá þessu tímabili í ævi listamannsins og reynt að endur- spegla það sem helst einkenndi vinnubrögð hans á hverjum tíma, samkvæmt því sem segir í frétt frá Kjarvalsstöðum. Sýnd verða verk frá Reykjavík- urárum hans áður en hann hélt utan til náms, verk frá námsárun- um í London og Kaupmannahöfn, svo og námsferð hans til Italíu. Einnig verða sýnd verk frá ís- landsferðum hans meðan hann bjó erlendis auk verka frá Islandi og Frakklandi frá timabilinu 1922-30. „Á sýningunni verður leitast við að endurspegla þá breidd í myndmáli, stílbrigðum og verkefnavali sem einkenndi þetta mótunarskeið listamannsins," seg- ir í fréttinni. Málverkið endurnýjað í Miðsal verður Kristín Gunn- laugsdóttir með sýningu. Um þá sýningu segir: „Á síðastliðnum áratug fékk málverkið endurnýj- að vægi í listheiminum. Þessi end- urvakning málverksins gerðist samtímis víða um veröldina, en birtist þó á hveijum stað með sín- um sérstæðu formerkjum, meira eða minna njörvuð í myndlistar- hefð viðkomandi þjóðlanda. Nýja málverkið kom ennfremur hingað til lands og náði talsverðri útbreiðslu meðal yngri myndlist- armanna, þó svo að erfitt sé að tala um ákveðna stefnu, inntakslega eða formrænt. Kristín Gunnlaugsdóttir er einn af þessum lista- mönnum, sem um ára- bil hefur stundað _ myndlistarnám á ítal- íu og tileinkað sér hugmyndafræði nýja málverksins. Lista- konan hefur skapað í verkum sínum einkar sérstæða myndgerð sem byggir á hefð- bundnum grunni og ber með sér sterkar tilvísarnir í forna býs- anska íkonagerð. Þetta eru fígúratíf málverk, afgerandi í lit og formrænni fram- setningu, þar sem listakonan kannar virkni málaralistarinnar og vitnar um sinn eigin veruleika." Ýmsir menningarhópar í Vestursal verður sýningin Leirlist frá Perú. Um er að ræða sýningu á úrvali leirlistaverka frá Þjóðminjasafninu í Líma, en þar hafa lengi verið stundaðar rann- sóknir á menningar- og listasögu Perú síðastliðin 6000 ár. Á sýning- unni eru munir frá ýmsum menn- ingarhópum sem voru uppi fyrir tíma inkanna, þar á meðal nokkr- ir munir frá 5. öld fyrir Krist. „Hér gefst tækifæri til að fá inn- sýn í háþróaða menningu hinna ýmsu þjóðabrota sem byggðu Perú til forna og kynnast dularfullri og heillandi þjóð- menningu, aðallega frá strandhéruðum Perú, þar sem fornleifafræðingar eru sífellt að gera nýjar uppgötvanir sem vekja furðu sagnfræðinga og annarra sérfræð- inga,“ segir í kynn- ingu. VERK eftir Kristínu Hugmyndir konunnar Vesturforsalur: Konur og vídeó, 1970-1975. Safnið kynnir hana svo: „Á 7. áratugnum leituðu listamenn nýrra leiða til listsköpunar. Sjónvarp og vídeó var í senn nýjung og tæki sem var að verða eðlilegur hluti af hversdagslegu lífi nútímamannsins. Sýningin Konur og vídeó er yfir- litssýning yfir vídeólist kvenna á Forn leirlist frá Perú arunum 1970 til 1975. Þar gefur að líta myndir * eftir 21 konu víðs vegar að úr heiminum sem nota þetta listforin til að koma á framfæri listrænum, persónulegum og pólitískum hug- myndum konunnar í nútímasamfé- lagi.“ Eftirfarandi listakonur eiga verk á sýningunni: Eleanor Antin, Lynda Benglis, Barbara Buckner, Doris Chase, Shirley Clarke, Hermine Freed, Julie Gustafson, Nancy Holt, Joan Jonas, Beryl Korot, Shigeko Kubota, Mary Lucier, Martha Rosler, Ilene Seg- alove frá Bandaríkjunum, Lísa Steele frá Kanada, Anna Bella Geiger frá Brasilíu, Mako Idem- itsu og Kyoko Michishita frá Jap- an, Valie Export og Ulrike Ros- enbach frá Þýskalandi og Steina Vasulkas frá íslandi. Sýningunni fylgir sýningarskrá með greinum eftir JoAnn Hanley og Ann-Sarg- ent Woster. Sýningin á verkum Kjarvals verður opin frá 16. september fram í desember en sýningarnar á verkum Kristínar Gunnlaugs- dóttur og Leirlist frá Perú verða hinsvegar opnar daglega frá 16. september-15. október og frá 10-18. Síðasti keppandi TónVakans SÍÐASTI keppandinn í úrslita- keppni TónVakans kemur fram sunnudaginn 17. september kl. 13. Það er Sig- urður Mar- teinsson píanó- leikari sem flytur verk eft- ir Hafliða Hail- grímsson, Franz Schu- bert, Ludwig van Beethoven Sigurður og Johann Se- Marteinsson bastian Bach. Sunnudag- inn 24. september kl. 13 verða úrslit TónVakans kynnt í beinni útsendingu. • ,í .VVj ' h T ?**V . oík /-'TSr. X Eitt verka Kristjáns. Kristján sýnir í Asmundarsal KRISTJÁN Davíðsson opnar málverkasýningu í Ásmundarsal, húsi Arkitektafélagsins, Freyju- götu 41, í dag föstudag kl. 18-20. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á undanförnum árum. Sýningin er sölusýning og er opin daglega frá kl. 16-20. Henni lýkur 1. október. Sýningum lýkur í Gallerí Fold SYNINGU á verkum kínversku listakonunnar Lu Hong og kynn- ingu á verkum Gunnars Á. Hjaltasonar, sem undanfarið hef- ur staðið yfir i Gallerí Fold við Rauðarárstíg, lýkur nú á Sunnu- dag. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Sdmít-dnA ! Skriflegt samband viö stærstu fréttastofu landsins tryggir þér upplýsingar um allt sem skíptir þig máli - þegar þú vilt - þar sem þú vilt, hvort sem þú færö Morgunblaðið inn um bréfalúguna eöa um Alnetið. Kjarni málsins, þegar þú vilt - þar sem þú vilt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.