Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýherji hefur fengið umboðið fyrir Canon skrifstofuvélar Fyrri umboðs- aðili heldur sínustriki NÝHERJI hf. hefur gengið frá samn- ingum við japanska stórfyrirtækið Canon þess efnis að fyrirtækið taki við umboði fyrir Canon skrifstofuvél- ar en fram til þessa hefur Skrifvélin hf. verið með þetta umboð. Forsvars- menn Skrifvélarinnar segjast þó ekki af baki dottnir og hyggjast halda sölu og þjónustu á Canon skrifstofu- vélum áfram. Að sögn Erlings Asgeirssonar, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Nýheija, verða vörumar frá Canon uppistaðan í þeim skrifstofutækjum sem Nýhetji kemur til með að selja. Hann segir þetta vera mjög góða viðbót við fyrra vöruúrval Nýheija. Þar á meðal sé að finna reiknivélar, faxtæki, tölvuprentara og ljósritun- arvélar af öllum stærðum og gerðum. „Canon er eitt af stærstu fyrirtækj- um heims á þessu sviði, með mikið vöruúrval og markaðshlutdeild. Þetta er því gríðarlegur ávinningur fyrir Nýheija." Að sögn Erlings verður Hans Pet- ersen hins vegar eftir sem áður með umboð fyrir ljósmyndavörur frá Can- on enda hafi aldrei komið til álita að nein breyting yrði þar á. Ekki hættir Forsvarsmenn Skrifvélarinnar segja hins vegar langt því frá að fyrirtækið muni hætta sölu á þessum vörum. Fyrirtækið sé búið að vera umboðsaðili fyrir Canon í 26 ár og hafí selt gríðarlega mikið af tækjum á markaðnum hér og ætli sér að halda því áfram. Þeir verði áfram með allar rekstrarvörur og tækjabún- að sem fyrirtækið hafi verið með. Þeir segja það hins vegar vera mjög einkennilegan hlut ef þetta gerist. Hins vegar sé ekki séð fyrir endann á þessu máli. Það sé kannski tímanna tákn að fyrirtæki séu að hrifsa af öðrum umboð sem þeir hafi verið með og unnið markaði fyrir en fyrirtækið hafi sín sambönd og hyggist halda starfseminni ótrautt áfram. Magnús Reynir Jónsson STARFSMENN Nýherja flytja vörur úr fyrstu Canon-sending- unni til fyrirtækisins í aðalstöðvar þess við Skaftahlíð. TFfyll fynr skrBWBHjM ■ i m ir? IIÍL mm tliwH? i fl WmtL' 11 I VMifö&iVi' |j| Jr Auðlind með276milljóna króna hlutafjárútboð ALMENNT útboð hlutabréfa hjá Hlutabréfa- sjóðnum Auðlind hf., hefst í dag. Nafnverð út- boðsins er 200 milljónir króna og er mögulegt' að greiða allt að 90% kaupverðs með skulda- bréfi til tíu mánaða. Hlutabréfasjóðurinn Auðlind er í vörslu Kaup- þings, sem er umsjónaraðili útboðsins. Upphafs- gengi bréfanna er 1,38 og er markaðsverð út- boðsins því 276 milljónir. Sjóðurinn hefur vaxið töluvert á síðustu misserum. 31. ágúst síðastlið- inn voru 560 milljónir króna í honum, í lok reikn- ingsársins 30. júní sl. um 500 milljónir en 279 milljónir á sama tíma árið áður. 21% raunávöxtun Raunávöxtun í Auðlind hf. hefur verið 20,9% síðastliðið ár, en 29,8% á ársgrundvelli síðast- liðna sex mánuði. Á síðastliðnu ári hefur eigna- samsetning sjóðsins breyst nokkuð og hefur stefna hans verið sú að fjárfesta meira í hluta- bréfum en áður. Eignir sjóðsins skiptast nú þann- ig að um 60% eru í hlutabréfum, 18% í skulda- bréfum, 16% í ríkisverðbréfum og 6% í erlendum verðbréfum. Mögxileiki á greiðslu- dreifingu til 10 mánaðá Bjarni Ármannsson, framkvæmdastjóri Auð- lindar hf., segir það hafa komið vel út að auka hlutfall hlutabréfanna enda hafi ávöxtun sjóðsins verið góð á þessum tíma. Hann vill engu spá um áframhaldandi ávöxtun og segir hana að mestu ráðast af þróun á hlutabréfamarkaði. „Afkoma fyrirtækja, með skráningu á Verðbréfaþingi ís- lands, hefur batnað verulega á síðustu misserum og er það meginástæðan fyrir hækkandi gengi hlutabréfanna. Verð hlutabréfa er þó lítið hærra nú en það var um mitt ár 1991, þegar hlutabréfa- vísitala VÍB náði hámarki. Ekki er séð fyrir end- ann á efnahagsbatanum og milliuppgjör fyrir- tækja á Verðbréfaþinginu sýna að rekstur flestra gengur vel. Fátt bendir því til annars en hluta- bréfaverð eigi eftir að hækka frekar, sem myndi án efa treysta stöðu sjóðsins." Fram til þessa hafa um 6% af eignum Auðlind- ar verið bundin í erlendum verðbréfum. Bjami segir að nú ætli sjóðurinn að hasla sér völl á erlendum mörkuðum í ríkari mæli en áður. „Með því ætlum við að auka ávöxtun, minnka áhættu, ná frekari dreifingu eigna og treysta markaðs- stöðu sjóðsins." Það hefur færst í aukana að einstaklingar nýti sér skattafslátt vegna hlutabréfakaupa um áramót. Einstaklingar sem kaupa fyrir um 130 þúsund krónur geta fengið 80% þeirrar fjárhæð- ar dregin frá tekjuskattstofni og hjón tvöfalda þá upphæð. Rúmlega tólf þúsund einstaklingar nýttu sér þessa heimild á síðasta ári og var það um 10% aukning frá árinu á undan. Hlutabréfa- sjóðurinn Auðlind býður þeim sem kaupa hluta- bréf fyrir 500 þúsund krónur eða minna að greiða 90% af kaupverðinu með skuldabréfi til tíu mán- aða með fyrsta gjalddaga 1. febrúar 1996. Þessi möguleiki var einnig fyrir hendi í hlutabréfaút- boði Auðlindar í fyrra og segir Bjarni að hann hafi komið sér vel fyrir fjölda fjárfesta, sem áttu þess ekki kost að greiða allt kaupverðið í einu lagi. Þannig hafi þeir bæði notið skattahagræðis og þeirrar hækkunar, sem varð á sjóðnum á tíma- bilinu. Rólegt á mörkuðum en verðið hækkandi London. Reuter. RÓLEGT var í kauphöllum í Evrópu og New York í gær vegna óvissu um hvað við kunni að taka, þótt því sé spáð að hagstæð efnahagsskilyrði geti leitt til vaxtalækkana innan skamms. í Frankfurt varð mesta hækkun á einum degi, en heildarhækkunin er lítil. í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um nokkur stig, en gert er ráð fyrir hækkandi verði. í Stokkhólmi og Helsinki voru ný met sett, en lítið var um að vera í París, því að skýrt var frá því að Eurotunnel mundi stöðva greiðslur vaxta af 12 milljarða dollara skuld. í New York hækkaði Dow Jones vísi- talan um nokkur stig eftir hádegi. Minna fékkst fyrir dollarann í Evrópu, degi eftir hæsta gengi hans gegn jeni í 15 mánuði og gegn marki í sjö mánuði. Örar hækkanir Kunnugir segja að dollarinn hafi hækkað svo ört gegn jeni að smáleið- réttingar sé óhjákvæmilegar öðru hveiju, en búast megi við meiri hækkunum. Dollarinn komst í 103,75 jen í fyrrinótt og hefur ekki komizt hærra síðan í júní 1994, en lækkaði síðan í um 102,60 jen. Hann komst einnig í 1,50 mörk, en lækkaði síðan. Síðan Japansbanki lækkaði for- vexti um helming í síðustu viku hef- ur dollarinn hækkað um allt að 4,9% gegn jeni og 2,4% gegn marki. -----------♦ ♦ ♦------ Kaup á Hand- sali ekki til álita EKKI hefur komið til greina af hálfu Sjóvá-Almennra að eignast hlut í fjármálafyrirtækinu Hand- sali, eins og haldið var fram í frétt í viðskiptablaði í gær. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að slíkt hefði aldrei komið til tals innan fyrirtækisins og hefði enda aldrei komið til álita af þess hálfu. -----------♦■ ♦ ♦----- Villigötur í FRÉTT viðskiptablaðs í gær um póstlista Alnetssamfélagsins um bandbreiddina á netinu misritaðist slóðin. Rétt er hún: http://qlan.is/bandvidd Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ROTTERDAM-VIKA HJÁ SAMSKIPUM Hittu okkar mann í Hollandi, Guðmund Davíðsson, á íslandi í næstu viku Guðmundur Davíðsson er öllum hnútum kunnugur í flutningamálum eftir margra ára starf fyrir Samskip, bæði í Þýskalandi og Hollandi. Hann veitir nú forstöðu skrifstofu Samskipa í Hollandi, Samskip b.v. í Rotterdam. Með Guðmundi koma tveir starfsmenn á skrifstofu Samskipa í Rotterdam, þeir Wim Van der Aa og Ed de Wolf. Þeir félagar vilja hitta sem flesta af viðskiptavinum Samskipa meðan á dvöl þeirra stendur. Þeir sem flytja vörur til eða frá Hollandi, eða í gegnum Holland, ættu að hafa samband við söludeild Samskipa og fá nánari upplýsingar. Síminn er 569 8300. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.