Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn BÉ tveir fjallar um lítinn geimstrák sem kemur niður til jarðarinnar til að leita að hlut sem er ekki til á stjörnunni hans. Animato Síðustu sýningar á Lindindin LEIKFÉLAGIÐ Theater frum- sýndi á dögunum nýja íslenska rokkóperu, Lindindin eftir Ingimar Oddsson, í húsnæði íslensku óperunnar. Nú er svo komið að Lindind- in þarf að rýma til fyrir starf- semi Óperunnar. Síðustu sýn- ingar verða því í kvöld kl. 20 og laugardag kl. 20. Asgerður í Borgar- kringlunni SÝNING á verkum Ásgerðar Kristjánsdóttur stendur nú yfír í Borgarkringlunni. Verkin á sýningunni eru flest unnin á þessu ári og eru um 50 vatnslitamyndir. Þetta er fjórða einkasýning Ásgerðar. Sýningin er opin frá kl. 13-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga um óákveð- inn tíma. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU Sigurbjörns Eldon Logasonar á vatnslitamynd- um, sem nú stendur yfír á kaffihúsinu Við Fjöruborðið á Stokkseyri, lýkur 22. septem- ber næstkomandi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-23. French Sensations Nýja haustlínan frá Warner's Skálastærðir A, B, C, D, DD - 32-40. Buxun háar og lágan S, M, L, XL. Litír: Svart, kampavíns, rautt. Vorum að taka upp nýja sendingu af leikfimifatnaði frá Pineapple. § Kringlunni 8-12, sími 553-7355. Geimvera á íslandi FURÐULEIKHÚSIÐ hefur ver- ið starfrækt í rúmlega eitt ár og er Bé tveir eftir Sigrúnu Eldjárn þriðja verkefni þess. Bé tveir fjallar um litinn geim- strák sem kemur niður til jarð- arinnar til að leita að hlut sem er ekki til á stjörnunni hans. Hann hittir lítinn strák sem heitir Áki og tvö eldri systkini hans sem heita Lóa og Búi. í sameiningu reyna þau að hjálp- ast að við að leita að þessum hlut. Stofnendur Furðuleikhússins eru leikararnir Gunnar Gunn- steinsson, Margrét Kr. Péturs- dóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Eggert Kaaber. Gestaleikari í Bé tveimur er Katrín Þorkels- dóttir og leikstjóri Jón St. Krist- jánsson. Þetta er fyrsta skiptið sem Furðuleikhúsið hefur fast aðsetur og verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar 16. sept- ember en í Reykjavík verða sýn- ingar í Tjarnarbíói og hefjast þær 22. október. Ætlunin er að hafa sýningar fyrir leiksjóla í Tjarnarbíói og verður boðið upp á ókeypis rútuferðir á staðinn. Almennar sýningar verða á sunnudögum kl. 15. KULDA- SKOR m/ríílás Verð frá kr. 2.990 OpiS laugardag kl. 10—14 SKÓVERSLUN | KÓPAVOGS j Hamraborg 3, sími 554-1754 CL TONLIST Illjómdiskar CAPUT LEIKUR f SLENSK KAMMERVERK Rímnadansar eftir Jón Leifs í út- setningu Atla Heimis Sveinssonar, Elja eftir Áskel Másson, Tales from a Forlom Fortress eftir Lárus H. Grímsson, Strengjakvartett eftir Snorra Sigfús Birgisson, Trio Ani- mato eftir Hauk Tómasson, Vink II eftir Atla Ingólfsson, Romanza eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Út- gefandi: íslensk Tónverkamiðstöð ITM 8-08. HVORT fyrsta verkið (Rímna- dansar) sé fremur eftir Jón Leifs en Atla Heimi er tilefni í þrætulist, en útsetning Atla Heimis er skemmtileg og hugmyndarík, svo sem vænta má. Elja (ákafí og barátta í nýrri merkingu) eftir Áskel Másson er sam- in fyrir 10 hljóðfæri og ber nafn með rentu með tilliti til innihalds, þrátt fyrir rólegan miðkafla og stillt- an endi. Guðmundur Oli Gunnarsson stjómar þessu sterka og rismikla tónverki af innblásnum eldmóði — orð sem má nota um þátt þeirra CAPUT-félaga á þessum hljómdiski yfir- leitt. Tales from a Forlom Fortress eftir Láms H. Grímsson byijar á fallegri sellóinnkomu, sem undir- strikar dulúð. Að öðra leyti er verk- ið ek. konsertþáttur fyrir fagott og strengi — enda geta áheyrendur „leikið sér að því að líta á fagottið sem rödd sögumanns". Fyrsti kaflinn í strengjakvartetti Snorra Sigfúsar Birgissonar er saminn úr margbreytilegu efni, sem þó stefnir í eina átt, annar kafiinn fábreytilegur í eðli sínu en stefnir í margar áttir samtímis, síðasti kaflinn „kinkar þrisvar kolli til hinna tveggja", svo vitnað sé í orð tónskáidsins. Flókin og fín tón- smíð — sem skilar eðli kvartettsins (sem tónlistarform) á sannfærandi hátt. Trio Animato eftir Hauk Tómas- son er skrifað fyrir klarínettu, selló og kontrabassa — „þar sem hljóð- færin leikast á um að skapa sér sína eigin rödd í tónvef sem bygg- ist á mismikilli samröddun og fjöl- röddun“. Haukur hefur alltaf eitt- hvað ferskt að segja manni í sínum ómstriða þéttleika. Vink II eftir Atla Ingólfsson er samið fyrir fiðlu, selló, pikkólóflautu, klarínettu og píanó. Hér ríkir léttleiki og sköpun- argleði. Romanza Hjálmars H. Ragnars- sonar (fyrir flautu, klarínettu og píanó) er innblásið tónverk. Orðið „romanza" er í æpandi mótsögn „við þann skilning sem viðtekið er að Ieggja í orðið og þann tónheim sem áheyranda er boðið inn í“ — þar sem teflt er fram andstæðum, sem em skerptar jafnvel á milli hlóðfæranna sjálfra. Stundum finnst mér Hjálmar, sem hefur reyndar mikla breidd sem tón- skáld, nálgist eitthvað sem kalla mætti „nútíma expressionisma“ þegar hann gerist djarfastur og magnaðastur (og naktastur) í tón- sköpun. Verk hans er flottur endir á fínum hljómdiski, bæði hvað varðar tónsmíðar og flutning. CAPUT-hópurinn, sem varð til á skyndibitastað í Reykjavík árið 1987, er löngu viðurkenndur, heima og erlendis, fyrir frábæran flutning á nútímatónlist — og hef- ur nú enn einu sinni sannað ágæti sitt. Allt eru þetta topp-hlóðfæra- leikarar og framúrskarandi tónlist- armenn — og einsog segir í bækl- ingi má heyra í flutningi allra verk- anna glöggan vitnisburð um áhuga, eldmóð, leiktækni og vand- aða túlkun þeirra fjölda listamanna sem starfa með CAPUT. Þeir eru að þessu sinni ekki færri en sext- án. Flest tónverkin á hljómdiskin- um eru samin fyrir CAPUT, sem segir sína sögu. Hlóðritun er fyrsta flokks, en upptökur fóra fram í Fella- og Hólakirkju og Digraneskirkju (1995) undir stjórn Sigurðar Rún- ars Jónssonar og Víðidalskirkju (1994) undir stjórn Bjarna Rúnars Bjarnasonar. Oddur Björnsson Mokka Stóri bróðir FJÓRIR ungir myndlistar- menn opna sýningu á Mokka við Skólavörðustíg á morgun, laugardag. Listamennimir fjórir sem eru Hekla Dögg, Hildur Jóns- dóttir, Erling Klingenberg og Valborg Salóme (Valka), ásamt Erlu Franklíns sem bú- sett er í Hollandi, standa að sýningunni. Þau útskrifuðust öll frá Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1994, héldu þá til frekara náms og hafa unnið að myndlist síðan ásamt öðrum störfum. Gerðar hafa verið breyting- ar á innviðum þessa gamal- gróna kaffíseturs, en auk þess verða til sýnis myndir á veggj- um og hljóð munu berast gest- um til eyma. „Loftkastalar á ísafirði“ SILLA, Sigurlaug Jóhannes- dóttir, opnar sýningu í Slunka- ríki á ísafírði á morgun, laug- ardag. Á sýningunni er gler- innsetning sem ber heitið „Loftkastalar" en Silla hefur unnið með gler undanfarið, þó hún sé e.t.v. þekktust fyrir vinnu sína við hrosshár. Silla stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og einnig í Mexíkó. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Þessi sýn- ing Sillu er 12. einkasýning hennar. Slunkaríki er opið frá kl. 16-18 frá fimmtudegi til sunnudags og eru allir vel- komnir. Allra síðasta sýning á Sápu tvö ALLRA síðasta sýning á Sápu tvö; sex við sama borð í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum verður í kvöld. Æfíngar eru hafnar á næstu Sápu, Sápu þijú, en höfundur hennar er Edda Björgvinsdótt- ir. Leikarar auk hennar eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Erl- ingur Gíslason og Hjálmar Hjálmarsson. Sápa þijú verður frumsýnd á ársafmæli Kaffileikhússins 7. október. Eygló sýnir í Galleríi Sævars Karls EYGLÓ Harðardóttir opnar sýningu í dag í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Eygló sýnir innsetningu og má þar sjá tvö ólík búsvæði sem skarast, hálendið og borg- ina og hvernig náin snerting við umhverfíð raknar upp og tekur á sig aðra mynd. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983-1987 og fram- haldsnám við listaakademíuna AKI í Hollandi frá 1987-1990. Þetta er hennar þriðja einkasýning. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGU á textílverkum norsku iistakonunnar Grete Borgersrud í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar lýkur sunnu- daginn 17. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.