Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 11
Þróun þingfararkaups
alþingismanna frá 1. maí 1989
Hækkaði 1,1%
minnaen
launavísitala
ÞINGFARARKAUP alþingismanna
hefur eftir úrskurð Kjaradóms í
seinustu viku hækkað um 30,7% á
tímabilinu frá 1. maí árið 1989 en
á sama tíma hefur launavísitala,
sem á að mæla raunverulega meðal-
launaþróun í landinu, hækkað um
31,8%. Laun ráðherra hafa á sama
tímabili hækkað um 42,2% eða um
11,3% umfram hækkun vísitölunnar
að meðtalinni þeirri hækkun sem
Kjaradómur ákvað í seinustu viku.
Þann 1. maí árið 1989 hækkuðu
laun þeirra, sem Kjaradómi var lög-
um samkvæmt falið að ákveða, um
8,5% skv. úrskurði dómsins. I úr-
skurði Kjaradóms, sem kveðinn var
upp í seinustu viku, segir að frá
árinu 1989 og þar til lögum var
breytt um dóminn árið 1992 hafi
úrskurðir hans eingöngu tekið mið
af grunnhækkunum kauptaxta og
eftir það hafí dómurinn engan úr-
skurð fellt um almennar kauphækk-
anir. „Frá 1989 hefur þannig verið
horft framhjá ýmsum launabreyt-
ingum svo sem breytingum á röðun
í sérsamningum, launaskriði og
fleiru og frá árslokum 1992 einnig
öllum taxtahækkunum," segir í úr-
skurðinum.
Launahækkanir umfrani
hækkun vísitölunnar frá 1992
Á tímabilinu frá 1. maí 1989 til
1. ágúst 1992, þegar nýr úrskurður
var kveðinn upp í kjölfar setningar
bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar,
hækkaði launavísitala um 22,8%.
Laun ráðherra og þingfararkaup
alþingismanna hækkuðu á sama
tímabili um 19,3%.
Laun ráðherra og þingmanna
voru óbreytt frá 1. ágúst 1992 þar
til úrskurður Kjaradóms var kveðinn
upp í seinustu viku. Á því tímabili
hefur launavísitalan hækkað um
7,3%. Þingfararkaup alþingismanna
var með úrskurðinum hækkað um
17 þúsund krónur, úr 177.993 kr í
195.000 krónur eða um 9,6%, sem
er 2,3% umfram hækkun vísitölunn-
ar á þessu þriggja ára tímabili. Laun
ráðherra hækkuðu um 19,2% eða
um 11,9% umfram vísitölubreyting-
ar frá 1. ágúst 1992.
Reynt að gæta samræmis
við aðra hópa
Samkvæmt upplýsingum Sigurð-
ar Snævarr, hagfræðings og ritara
Kjaradóms, er í úrskurði Kjaradóms
er einkum stuðst við þróun launa-
vísitölunnar á þessu tímabili. Sagði
hann að Kjaradómur tæki þó einnig
mið af upplýsingum sem fyrir lágu
um kjarasamninga annarra hópa
opinberra starfsmanna og reyndi
auk þess að gæta samræmis við
laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem
sambærilegir geti talist með tilliti
til starfa og ábyrgðar.
Launaþróun þingmanna og ráðherra
1. maí 1989 1. ágúst 1992 Sept. 1995 Breyting frá1989
Forsætisráðherra kr. 270.666 323.103 385.000 42,2%
Ráðherrar 246.060 293.728 350.000 42,2%
Þingfararkaup 149.107 177.993 195.000 30,7%
Launavísitala 106,0 130,2 139,7 31,8%
FRÉTTIR
Launakjör ráðherra svara
til allt að 755 þúsunda
FÆRA má rök að því að raun-
veruleg launakjör ráðherra geti
svarað til rúmlega 755 þúsund
króna á m^Lnuði. Hefur þá verið
tekið tillit til lífeyrisréttinda um-
fram almenn lífeyrisréttindi og
bílahlunninda sem ráðherrar njóta
auk skattfrjálsrar starfskostnað-
argreiðslu sem allir þingmenn
eiga rétt á.
Þá gætu laun þingmanna náð
365 þúsund krónum samkvæmt
sama útreikningi. Er þá miðað við
lífeyrisréttindi auk tvisvar sinnum
15% álags á þingfararkaup vegna
setu í forsætisnefnd og for-
mennsku í þingnefnd.
Há lífeyrisgreiðsla
í meðfylgjandi töflu eru launa-
greiðslur ráðherra og alþingis-
manna sundurliðaðar. Grunnlaun-
in eru þau sem Kjaradómur ákvað
fyrir skömmu. Reiknað mótfram-
lag ríkisins í lífeyrissjóð, umfram
lögbundið 6% mótframlag vinnu-
veitenda, er miðað við trygginga-
fræðilega útttekt á lífeyrissjóðum
ráðherra og alþingismanna um að
iðgjaldaþörf fyrrnefnda sjóðsins
sé 85% af tekjum og þess síðar-
nefnda 50% af tekjum. Þetta mót-
framlag er í raun laun sem greið-
ast ekki út strax heldur þegar
ráðherrar og þingmenn komast á
eftirlaun.
Allir þingmenn eiga rétt á 40
þúsund króna skattfijálsri starfs-
kostnaðargreiðslu samkvæmt
reglum forsætisnefndar Alþingis.
Hér er miðað við að þetta sé launa-
uppbót til ráðherra en ekki al-
mennra þingmanna þar sem búast
megi við því að starfskostnaður
ráðherranna sé greiddur af við-
komandi ráðuneytum. Miðað við
41,89% skatthlutfall þyrftu ráð-
herrar að fá 68.835 krónur til að
halda eftir 40 þúsund krónum.
Hvað ráðherra varðar er miðað
við tvenns konar bifreiðahlunnindi
samkvæmt reglugerð sem sett var
árið 1991 og ráðherrar geta valið
um.
í töflunni eru ekki taldar með
kostnaðargreiðslur, svo sem hús-
næðis- og dvalargreiðslur og
ferðakostnaðargreiðslur sem þing-
menn eiga rétt á, þar sem litið er
á þær sem endurgreiðslu á kostn-
aði. Þá eru ekki teknar með aðrar
kostnaðargreiðslur til þingmanna,
svo sem vegna símakostnaðar,
dagblaðaáskrifta ogtækjabúnaðar
á heimilum þeirra.