Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hagrætt
fyrir 15
milljónir
JAKOB Björnsson bæjarstjóri
lagði á fundi bæjarráðs fram
lista yfir útgjaldalækkan-
ir/tekjuaukningu ýmissa
deilda og stofnana bæjarins
sem svara til 15 miiljóna
króna.
Við afgreiðslu á frumvarpi,
að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs
fyrir yfírstandandi ár var tek-
in inn frádráttarliður „vegna
rekstrarhagræðingar“ að
upphæð 15 milljónir króna.
Forstöðumönnum deilda og
stofnana bæjarins var í fram-
haldi þess gert að hagræða í
rekstri og færa niður kostnað
svo ná mætti þessari upphæð.
Fram kom á fundi ráðsins
í gær að til að ná fram tekju-
aukningu er lagt til að selt
fæði á leikskólum bæjarins
hækki um 15% frá og með
1. október næstkomandi.
Lóðarspilda
keypt af KE A
SAMÞYKKT hefur verið að
Akureyrarbær kaupi lóðar-
spildu milli lóðanna Hafnar-
strætis 100 og Skipagötu 14,
tæplega 50 fermetra að stærð
af Kaupfélagi Eyfirðinga. Lóð-
arspildan er akstursleið að
bílastæði og er hún keypt á
fasteignamatsverði, 412,544.
KA fær ekki
styrk
BÆJARRÁÐ sá sér ekki fært
að verða við erindi handknatt-
leiksdeildar KA sem leitaði
eftir styrk frá Akureyrarbæ
til utanfarar meistaraflokks
KA í handknattleik til þátt-
töku í Evrópukeppni bikar-
hafa, en Iiðið spilar í fyrstu
umferð við Viking frá Stavan-
ger í Noregi í október.
AKUREYRI
Um 3 þúsund manns mættu á útifund verkalýðsfélaganna í Eyjafirði í gær
Krefjumst nýrra samninga
fyrir ASI-fólk um áramót
„VIÐ HLJÓTUM að lýsa undrun okkar á því, að á sama tíma og stjórn-
völd eru að berja saman ijárlög og lýsa þungum áhyggjum af afkomu
ríkissjóðs og boða víðtækan niðurskurð á ijárveitingum til heilbrigðismála,
menntunar og menningar, skuli laun æðstu embættismanna, þingmanna
og ráðherra hækkuð um tugi þúsunda á mánuði og að auki komi kjarabót
í formi undanskots frá skatti. Við hljótum að líta svo á að hér sé um ófyr-
irgefaniegan tvískinnungshátt að ræða og til þess fallinn að rýra enn og
grafa undan trausti landsmanna á þingmenn og ríkisstjórn," sagði Björn
Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á útifundi verkalýðs-
félaganna í Eyjafirði sem haldinn var á Ráðhústorgi á Akureyri í gær.
Talið er að vel yfir þrjú þúsund
manns hafi sótt fundinn en margir
urðu við áskorun ASÍ um að leggja
niður vinnu eftir hádegi í gær til að
mótmæla hækkun launa æðstu ráða-
manna.
Nýjar siðferðisreglur
Björn sagði alþingismenn bíta
hausinn af skömminni með því að
undanþiggja sjálfa sig þeirri skyldu,
sem þeim þætti sjálfsagt að aðrir
bæru, að greiða skatt af tekjum sín-
um. Kæmist slíkt á væru alþingis-
menn að setja sjálfum sér nýjar sið-
ferðisreglur.
Björn nefndi að við samninga fyrr
á árinu hefði verkafólk fengið 5.400
til 7.400 króna launahækkun á
tveggja ára tímabili og þá hefði for-
sætisráðherra talið það í efstu mörk-
um þess sem hægt væri að fara án
þess að efnahagskerfíð hryndi. Frá
þeim tíma hefði fjöldi vinnustétta
samið um meiri hækkanir en almenn-
ir launamenn fengu og væri launabil-
ið sífellt að aukast. „Það hlýtur að
kalla á það að við krefjumst nýrra
samninga fyrir ASÍ- fólk um næstu
áramót. Það þolir ekki lengri bið,
a.m.k. ekki ef þeir sem telja mánað-
arlaun í hundruðum þúsunda eiga
að fá miklu meiri hækkanir en við
höfum samið um,“ sagði Björn.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
fyrsti varaforseti ASI sagði í ávarpi
sínu að verkalýðshreyfingin hefði
sýnt mikla ábyrgð við gerð kjara-
samninga síðustu 5 ár, of mikla af
sumra mati, en litið hafi verið svo á
að allir yrðu að vinna sig saman út
úr vandanum. Frá því gengið var frá
síðustu kjarasamningum hefðu t.d.
einstakir hópar opinberra starfs-
manna fengið meiri launahækkanir
en samið var um í febrúar, verðlag
hefði farið hækkandi í kjölfar GATT,
SVR hefði hækkað fargjöld og fleira.
„Þolinmæðin hefur verið að þynnast
og nú er hún á þroturn," sagði Ingi-
björg „Það kaldranalega við þetta
allt er að dropinn sem fyllti mælinn
var ákvörðun um laun og skattamál
helstu ráðamanna þjóðarinnar.
Þeirra sem hafa sagt okkur að við
yrðum að vera varkár því að 2.700
króna launahækkun til fólks með 60
þúsund krónur á mánuði gæti hvolft
þjóðarskútunni. Þeirra sem hafa ver-
ið að segja almenningi að hann verði
að axla ábyrgð, skera niður neyslu
og spara til að mæta erfiðum tím-
um.“
„Þetta snýst ekki um það hvort
ráðherrar, alþingismenn og embætt-
ismenn eigi skilið að fá launahækkun
eða ekki. Þetta snýst um það að af-
komuvandi láglaunafólks er marg-
faldur á við þeirra vanda og það á
örugglega skilið að fá mjög umtals-
verða launahækkun og hún verður
að koma fyrst.“
Ingibjörg sagði það ekki liggja
ljóst fyrir hvort forsendur kjara-
samninga frá í febrúar væru brostn-
ar lagalega, en á því væri enginn
vafi að með þessu væru þær siðferði-
lega foknar út í veður og vind.
Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson
TALIÐ er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á útifundi j
á Ráðhústorgi i gær til að mótmæla launahækkunum æðstu ráða-
manna, en í ályktun fundarins segir m.a. að eyfirsku launafólki sé
gróflega misboðið vegna þess siðferðis sem birtist í ákvörðunum
þeirra þar um. „Við fordæmum þá ákvörðun alþingismanna að
skammta sér skattfrjálsar kostnaðargreiðslur á sama tíma og laun-
þegar eru skattlagðir fyrir máltíðir og ferðir á vinnustað. Við krefj-
umst þess að allir verði jafnir fyrir lögum og skattfríðindi alþingis-
manna verði nú þegar afnumin," segir í ályktuninni og einnig að
þeim sem launahækkanirnar fengu verði úrskurðaðar
2.700 krónur í launahækkun á mánuði.
Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson
Nemendasýning
Helgi Símonarson í Svarfaðardal 100 ára
Beindi kröftun-
um að uppbygg-
ingu á heimaslóð
EFNT verður til nemendasýning-
ar og kynningar í Myndlistaskól-
anum á Akureyri um helgina, 16.
og 17. september.
A sýningunni verða verk eftir
nemendur skólans einskonar sýn-
ishorn af því fjölþætta starfi sem
unnið er í skólanum.
Allir eru velkomnir í Myndlista-
skólann. Opið er báða dagana frá
kl. 14.00 til 18.00. Á myndinni er
Hildur Gylfadóttir nemandi í
grafískri hönnun að undirbúa
sýningu Myndlistaskólans sem
verður um helgina.
HELGI Símonarson frá Þverá í
Svarfaðardal hélt upp á 100 ára
afmæli sitt í Safnaðarheimili Dal-
víkur á miðvikudag, 13. september.
Dalvíkurbær og Svarfaðardals-
hreppur héldu Helga sameiginlegt
afmælishóf og var öllum boðið til
veislunnar.
Helgi fæddist 13. september
1895 í Gröf í Svarfaðardal, foreldr-
ar hans voru Símon Jónsson úr
Lágubúð í Skagafírði og Guðrún
Siguijónsdóttir í Gröf. Símon, faðir
Helga drukknaði 1. maí 1897 en
Guðrún ekkja hans bjó um tíma
með Jóni Sigtryggi Jónssyni og
eignuðust þau einn son, Jón Jónsson
á Dalvík, sem nú er látinn.
Helgi giftist Maríu Stefaníu Stef-
ánsdóttur 4. júní 1927, hún lést 20.
nóvember 1963. Börn Helga og
Maríu sem upp komust eru Hall-
dór, f. 12. júlí 1930, d. 26. október
1958 af slysförum, Sigrún Petrína
f. 10. ágúst 1935, Símon f. 14. jan-
úar 1941.
Árið 1930 keypti Helgi Þverá
og hefur búið þar síðan en árið
1972 leigði hann jörðina Símoni
syni sínum og Guðrúnu dótturdótt-
ur sinni sem búa þar félagsbúi.
Helgi lauk gagnfræðaprófi 1919
og kennaraprófi 1923 og stundaði
kennslu eftirþað allttil ársins 1945,
var m.a. skólastjóri barnaskólans á
Dalvík 1924-43. Samhliða kennslu
og bústörfum sinnti Helgi mikið
félags- og menningarmálum, auk
starfa í þágu hreppsins, var t.d.
hreppsnefndarmaður í 12 ár og
1961-70 var hann fulltrúi á Búnað-
arþingi fyrir Búnaðarsamband
Eyjafjarðar.
Margir glöddust með
afmælisbarninu
Fjöldi manns gladdist með Helga
á afmælisdaginn, fjölskylda, sveit-
ungar og vinir. Haldnar voru ræður
til heiðurs afmælisbarninu og al-
mennur söngur undir stjórn Jó-
hanns Daníelssonar. Þórarinn
Hjartarson frá Tjörn flutti Helga
kveðskap í tilefni dagsins:
Mannlíf og saga í eitthundrað ár
umlukin svarfdælskum tindum.
Vettvangur æviskeiðs, sveitin og sjár,
sig sýndi í fjölbreyttum myndum.
Morgunblaðið/Hermína
MARGIR glöddust með Helga
Símonarsyni sem fagnaði 100
ára afmæli sínu á miðvikudag.
Hann ungur sá öldina fæðast á foldu
og fylgist með enn, er hún hnígur að moldu.
Að loknum árnaðaróskum og
ræðum til handa afmælisbarninu,
kvaddi Helgi sér hljóðs og talaði til
gesta um sitthvað sem hafði á daga
hans drifið. Þar kom m.a. fram að
vilji hans stóð alla tíð til þess að
beina kröftum sínum að Svarfaðar-
dal og uppbyggingu á heimaslóð, ■
þrátt fyrir að hann hafi haft tæki-
færi til að starfa á öðrum stöðum.
Lokaorðin í hans tölu báru hug
hans glöggt vitni, en hann bað þess
„að yfir þessum dal ríki andi guðs
frá strönd til botna“.
Aðalfundur
Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni, Kaup-
vangsstræti 23, laugardaginn 23. september kl. 13.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Listasumar.
Önnur mál.
Stjórnin.