Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ
18 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
Bílamarkaburinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
567-1800
Löggild bílasala
Verið velkomin.
Við vinnum fyrir þig.
Opið laugard. kl. 10-17
sunnudag kl. 13-8
Mazda 323 1.6 GLX '91, dökkgrænn,
sjálfsk., ek. 58 þ. km.( rafm. í rúðum. hiti
í sætum o.fl. Toppeintak. V. 930 þús.
Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk.,
ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. V. 2.490
þús.
MMC L-300 Minibus ’88, grásans., 5 g.,
ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.).
V. 1.050 þús.
MMC Pajero V-6 (3000) '92, vínrauöur,
sjálfsk., ek. 113 þ. km., Einn m/öllu. V.
2.850 þús.
Toyota Corolla XL Sedan ’91, sjálfsk., ek.
71 þ .km. V. 750 þús.
Daihatsu Feroza EL II '90, grár, 5 g., ek.
80 þ. km. V. 850 þús.
Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, 5
g., ek. aðeins 21 þ. km., spoiler o.fl. Sem
nýr. V. 1.190 þús.
Nissan Pathfinder V-6 SE '93, sjálfsk.,
m/öllu, ek. 38 þ. km. V. 2.950 þús.
Subaru Legacy 1.8 4x4 Sedan '91, 5 g.,
ek. aöeins 57 þ. km. V. 1.180 þús.
Nýr bfll: Renault Safrane 2.2 Vi ’94,
steingrár, ek. aðeins 16 þús. km., rafm. í
öllu, fjarst. Isingar o.fl. V. 2.650 þús.
Subaru 1800 GL 4x4 station ’87, rauður,
5 g., ek. 125 þ. km. Óvenju gott eintak.
V. 590 þús.
MMC L-300 Minibus 4x4 ’91, ek. 85 þ.
km. 2,4i. V. 1.550 þús.
Hyundai Pony LS ’93, 3ja dyra, vínrauö-
ur, ek. aðeins 25 þ. km. V. 740 þús.
Toyota Corolla Si '93, svartur, 15“ álfelg-
ur, geislasp., þjófav. (sk. á dýrari jeppa).
V. 1.250 þús.
Peugeot 205 XL 3ja dyra ’90, rauður, 5
g., ek. 107 þ. km. Gott ástand. V. 450 þús.
GMC Geo Tracker 4x4 ’90 (USA týpa af
Suzuki Vitara), hvítur, sjálfsk., ek. 83 þ.
km. V. 1.050 þús.
Toyota 4Runner V-6 '95, dökkgrænn,
sjálfsk., ek. 13 þ. km., rafm. í öllu 31“
dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3.390
þús.
Hyundai Pony SE '94, 4 dyra, rauður, 5
g., ek. aöeins 11 þ. km., spoiler, samlitir
stuðarar o.fl. V. 890 þús.
Ford F-250 XLT EX Cap 7.3 diesel m/húsi
'90, sjálfsk., ek. 85 þ. km. Toppeintak.
V. 1.950 þús.
Subaru Justy J-12 '90, sjálfsk., ek. 57 þ.
km. V. 590 þús.
Honda Civic GTi ’89, steingrár, 5 g., ek.
104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús.
Toyota Corolla Liftback '88, rauöur, 5
g., ek. 107 þ. km., 2 dekkjag. o.fl. V. 550
þús.
Ford Econoline 150 4x4 '84, innréttaður
feröabíll, 8 cyl. (351), sjálísk., vél nýupp-
tekin. V. 1.080 þús. Skipti.
MMC L-200 Double Cap T-diesel '93,
32" dekk, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús.
Sk. ód.
MMC Colt EXE '91, svartur, 5 g., ek. 62
þ. km. V. 750 þús. Sk. ód.
Nissan Sunny SR Twin Cam 16V '88,
svartur, 5 g., ek. 120 þ. km., ný tímareim,
sóllúga, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv.
490 þús.
Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvítur, 5
g., álfelgur o.fl., 170 ha. Gott eintak.
V. 490 þús.
Ford Econoline 150 9 manna ’91, sjálfsk.,
ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús.
Hyundai Accent GS ’95, 5 g., ek. 12 þ.
km. V. 1.020 þús.
Audi 100 CC '81, 5 dyra, grár, 4 g., góð
vél. Ný skoðaður. V. 110 þús.
Fjörug bílaviðskipti.
Vantar góða bíla á skrá
og á staðinn.
ERLENT
Hernum
mótmælt í
Hebron
Margra ára togstreitu ríkja á Balkanskaga að ljúka
Grikldr semja við
Makedóníumenn
HUNDRUÐ palestínskra náms-
manna komu saman í borginni
Hebron á Vesturbakka Jórdanar
í gær til að krefjast þess að her
ísraels og um 400 gyðingar, sem
hafa sest þar að, færu úr borg-
inni. Myndin var tekin þegar
ísraelskir hermenn dreifðu
námsmönnunum. Mótmælin fóru
fram við skóla fyrir palestínskar
stúlkur eftir að gyðingar höfðu
reynt að ráðast inn í hann til að
rífa niður palestínskan fána sem
nemendur höfðu dregið að húni.
París, Skopje. Reuter.
FORSETI Makedóníu, Kíró Glíg-
orov, fagnaði í gær samkomulagi
við Grikki um að taka upp friðsam-
leg samskipti og sagði að atburður-
inn gæti haft mikil áhrif í þá átt að
efla frið á Balkanskaga. Utanrík-
isráðherrar ríkjanna undirrituðu
samninginn í aðalstöðvum Samein-
uðu þjóðanna í New York á miðviku-
dag og tekur hann gildi eftir mánuð.
I samningnum er kveðið á um
gagnkvæma virðingu fyrir fullveldi
og landamærum. „Eg er sannfærður
um að það mun koma í ljós að þessi
samningur merki vatnaskil í þróun
mála á Balkanskaga,“ sagði Glíg-
orov. Hann sagði öllu skipta að báð-
ir aðilar sýndu góðan vilja er að
framkvæmd samningsins kæmi.
Er Júgóslavía sem var liðaðist í
sundur mótmæltu Grikkir því ákaft
að sambandsríkið Makedónía fengi
að halda nafninu eftir að það væri
orðið sjálfstætt. Nyrsta hérað Grikk-
lands heitir einnig Makedónía og
sögðust Grikkir eiga einkarétt á
heitinu af sögulegum ástæðum, þeir
sökuðu Makedóníu um að vilja leggja
undir sig gríska héraðið. Einnig
mótmæltu þeir tákni í fána nýja rík-
isins sem þeir sögðu benda til áætl-
ana um landvinninga.
í Makedóníu er stór og óánægður
minnihluti Albana, landið er bláfá-
tækt, landlukt og háð grísku hafn-
arborginni Saloniki um aðdrætti.
Grikkir gripu til þess ráðs að banna
grönnum sínum aðgang að höfninni
og hefur þetta valdið Makedóníu
miklu efnahagslegu tjóni.
Evrópusambandið (ESB)hefur ár-
angurslaust mótmælt aðförum
grískra stjórnvalda en Grikkland á
aðild að ESB. Frakkar fögnuðu í gær
samningnum og taldi talsmaður ut-
anríkisráðuneytisins í París líklegt
að ESB myndi nú auka aðstoð sína
við Makedóníu.
Reuter
í kvenréttindamálum er
Kína allt of dæmigert
EFTIRFARANDI grein birtist í síðasta tölublaði
bandaríska vikuritsins Time og er höfundur henn-
ar Barbara Ehrenreich. Fjallar hún þar um Alþjóð-
legu kvennaráðstefnuna í Peking og hvernig
ástandið er í kvenréttindamálum almennt í heim-
inum. Fer greinin hér á eftir:
Eini iærdómurinn, sem draga má af kvenna-
ráðstefnunni í Peking enn sem komið er, er lík-
lega sá, að Kína sé stjórnað af val-
dagráðugum karlrembum, sem kunni
litla mannasiði. í Bandaríkjunum
hafa íjölmiðlar velt sér upp úr kúgun
kínverskra kvenna, óftjósemisað-
gerðum og yfirgangi lögreglunnar,
og vissulega skipta þær upplýsingar
máli, sérstaklega fyrir þann fjórðung
allra kvenna í heiminum, sem búsett-
ur er í Kína. Spyija má þó hvort það
hafi verið nauðsynlegt fyrir 40.000
konur að fara til Peking til að stað-
festa það, sem einn maður, Harry
Wu, sýndi fram á fyrir nokkrum vik-
um.
Hvar átti að halda ráðstefnuna?
Þeir, sem gagnrýnt hafa fundar-
staðinn, segja, að til að tryggja
árangur ráðstefnunnar hefði átt að velja annað
land og hliðhollara konum en hvar skyldi það
vera að finna? Kannski Saudi-Arabía? Það er ekki
erfitt að ímynda sér hvemig ástandið hefði verið
í kringum ráðstefnuna í þessu landi þar sem kon-
um er ekki einu sinni leyft að aka bíl. Alsír yrði
að sjálfsögðu eins og martröð enda hafa meira
en 500 konur verið myrtar þar á einu ári, sumar
fyrir það að vera kunnar kvenréttindakonur og
aðrar fyrir það eitt að taka blæjuna frá andlitinu.
Við getum afgreitt megnið af fyrrverandi
kommúnistaríkjum þar sem innreið kapitalismans
hefur ekki enn bætt hlutskipti kvenna. Atvinnu-
leysi meðal þeirra hefur aukist og ýmis þjónusta
eins og barnagæsla er að verða jafn fáséð þar
og myndir af Stalín. í Póllandi hefur rétturinn
til fóstureyðingar verið tekinn af konum og í
Rússlandi er svo komið, að skrifstofustarfinu
getur fylgt sú skylda að sofa hjá forstjóranum.
Varla hefði það verið við hæfi að halda ráðstefn-
una í Brazilíu þar sem menn, sem myrða konu
sína, sleppa oft með áminninguna eina eða í Ind-
landi þar sem fjöldi kvenna, sem eiginmenn og
annað tengdafólk drepur í því skyni að komast
yfir annan heimanmund, er meiri en 6.000 árlega
og fer hækkandi. Eða í Bangladesh þar sem fatwa,
dauðadómur, hefur verið kveðinn upp yfir rithöf-
undinum Taslima Nasreen ... eða í
írlandi þar sem hjónaskilnaðir eru
bannaðir sama hve skelfilegt hjóna-
bandið er og jafnvel þótt líf konunn-
ar sé í hættu.
Við höfum þó alltaf Bandaríkin þar
sem kvenréttindabaráttan á ætt sína
og óðul. Samt má efast um, að þátt-
takendum í ráðstefnunni hefði fund-
ist þeir vera velkomnir í landi þar sem
kunnur repúblikani og áhugasamur
um að komast í forsetaembættið for-
dæmdi ráðstefnuna fyrir þann
„vinstrisinnaða anda“, sem þar svifi
yfir vötnum. Það væri líka heldur
óskemmtilegt að koma saman í landi
þar sem hart er sótt að rétti kvenna
til fóstureyðingar, þar sem hugmynd-
ir um að bæta hlut kvenna með bein-
um aðgerðum virðast dauðadæmdar og þar sem
fjöldi kvenna á þingi fer minnkandi og er að
komast niður fyrir töluna 10.
Réttindi kvenna almennt á undanhaldi
Ef við legðum við eyrun og hlustuðum á kon-
urnar 40.000 í Peking, kæmumst við að því, að
það er ekki víða sem borin er virðing fyrir kon-
um. Kannski kærum við okkur ekkert um að
heyra sannleikann. Hann á nefnilega ekkert skylt
við „framfararausið" á Vesturlöndum. í stað þess
að sækja fram eru kohur og réttindi þeirra al-
mennt á undanhaldi. í rannsókn, sem Alþjóða-
þingmannasamtökin (Inter-Parliamentary Union)
í Genf gengust fyrir, kom fram, að hlutfall kvenna
á þjóðþingum hefur lækkað um næstum 25% á
sjö árum. Mannréttindasamtökin Human Rights
Watch skýrðu frá því í ágúst, að algengt væri
um allan heim, að karlar beittu eiginkonur sínar
ofbeldi og yfirleitt án þess að vera refsað fyrir
og önnur vandamál, til dæmis verslun með konur
sem kynlífsþræla, ykjust stöðugt. Það „geisar
stríð gegn konurn" um allan heim eins og banda-
ríska vikuritið U.S. News & World Report sagði
á síðasta ári.
Það er svo auðvelt að gleyma því hvernig
ástandið í þessum málum er um allan heim og
beina heldur athyglinni að einum stað. Benazir
Bhutto var hrósað fyrir að gagnrýna meðferðina
á konum í Kína en hvorki hún né fjölmiðlar minnt-
ust á, að í Pakistan eru konur, sem er nauðgað,
dæmdar í fangelsi fyrir „hórdóm“! Bhutto lofaði
einu sinni að binda enda á þessa svívirðu en
hætti við til að móðga ekki íslömsku guðsmennina.
Það er auðvelt fyrir Bandaríkjamenn að fjalla
um sín eigin vandamál á stað, sem er einhvers
staðar langt, langt í burtu eins og í hinum fram-
andi Austurlöndum. Fjölmiðlar gerðu sér mikinn
mat úr „hugrekki" Hillary Clintons fyrir að deila
á kínversk stjórnvöld fyrir meðferðina á konum
en hvaða áhættu var hún að taka? Kannski þá
að fá fyrir vikið ekki nógu góða þjónustu á hótel-
inu í Peking? Hún hefði getað sýnt hugrekki og
tekið pólitíska áhættu með því að fylgja eftir
gagnrýni sinni á kínversk stjórnvöld með dálitlum
hugleiðingum um stöðu kvenna í Bandaríkjunum
og sjálfrar sín um leið. Hún hefði getað viður-
kennt, að hún væri frá eina iðnríkinu, sem neitað
hefur að staðfesta 16 ára gamlan sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi kvenna; frá landi
þar sem konur, sem þora að láta að sér kveða,
sitja undir stöðugum skömmum.
Ekkert eitt „illt heimsveldi"
Þegar um réttindi kvenna er að ræða, þá er
ekki til neitt eitt „illt heimsveldi", sem hægt er
að benda á og einangra. Svo er fyrir þakka trúar-
legu afturhaldi og opinberu afskiptaleysi, að kven-
hatur fer alls staðar vaxandi. Einmitt þess vegna
skulum við meta mikilvægi ráðstefnunnar í Pek-
ing fyrir eitthvað annað en ofanígjöfina, sem kín-
verskir ráðamenn fengu. „Konur um allan heim
— og góðviljaðir karlmenn! Sameinumst um að
verja réttindi kvenna" ætti að vera boðskapurinn
frá Peking.
)
I
Í
i
i
>
Í
s
i
\
i
!
I
Í
Í
I-
i
I
i
i
i
i
i
i
i
I
h