Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVENNARÁÐSTEFNA í KÍNA
Konur láta sér ekkí
lynda molana af borð-
um karlasamfélagsins
_____Ráðstefnu kvenna á vegum Sameinuðu þjóðanna í_
Peking lýkur í dag. Margrét Heinreksdóttir hefur veríð í
Peking og fylgst með ráðstefnunni.
Peking. Morgunblaðið.
OÐSKAPUR minn til
kvenna hvarvetna í heim-
inum er að þær skuli
umfram allt afla sér
menntunar og aldrei að sætta sig
við lakari hlut en bræðrum þeirra
er ætlaður." Þannig mælti forseti
íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
til kvennanna á óopinberu kvenna-
ráðstefnunni í Huairou í Peking og
má segja að í þessum orðum henn-
ar hafi kristallast kjami þess sem
er að gerast á fjórðu kvennaráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í Pek-
ing.
Konur eru hingað komnar hvað-
anæva úr heiminum til þess að
knýja veröldina til viðurkenningar
á því að þær eigi rétt á að sitja
við sama borð og bræður þeirra á
öllum sviðum hins mannlega sam-
félags. Hér er annars vegar verið
að krefjast óskoraðra yfirlýsinga
um tiltekin mannréttindi konum og
stúlkubörnum til handa og áætlun-
ar um hvernig að þessum mann-
réttindum skuli unnið; hins vegar
að efla samhug kvenna allra landa
heims um þessi mikilvægu mark-
mið og vitund ríkisstjórna um að
þær láti sér ekki lengur lynda
molana af borðum karlasamfélag-
anna.
„Lobbýisminn" í lagi
Vart hefur farið fram hjá neinum
að hér hafa staðið staðið yfir tvenns
konar samkundur; önnur er hin
opinbera ráðstefna Sameinuðu
jjóðanna sem fram fer í Peking
með hefðbundum hætti auk þess
sem hinar ýmsu stofnanir Samein-
uðu þjóðanna standa fyrir fjölda
funda um hin margvíslegustu mál
er varða konur.
Um daginn sótti ég t.d. hörku-
skemmtilegan fund um konur og
æðstu stjórnunarstöður, þar sem
fyrirlestra héldu og sátu fyrir svör-
um m.a. forseti fulltrúadeildar
þíngs Suður-Afríku, dr. Gin Wala,
Mona Sahlin, aðstoðarforsætisráð-
herra Svíþjóðar, Afaf Mahfouz
varaforseti Kongó og hin kunna
bandaríska kvennréttindakona og
fyrrum þingmaður Bella Abzug.
Hins vegar var hin svonefnda
óopinbera ráðstefna, „NGO Forum
95“, sem fram fór í Huariou rúm-
lega 50 km frá opinberu ráðstefn-
unni, en henni lauk á föstudag. Þar
voru samankomnir fulltrúar nokk-
urra þúsunda fijálsra félagasam-
taka sem vinna að málefnum
kvenna. Þeir höfðu ekki formlega
allsherjafundi en þeim mun fleiri
óformlega vinnuhópa um öll hugs-
anleg efni sem konur varðar.
Hafa fundir þeirra, fyrirlestrar
og ráðstefnur skipt þúsundum auk
skemmtiatriða. Má sem dæmi
nefna að einn daginn voru á dag-
skrá hátt í 400 vinnuhópar.
Fijálsu félagasamtökin stóðu
einnig fyrir fundum á ráðstefnu-
svæðinu í Peking um einstaka
þætti lokaskjalsins sem unnið er
að á opinberu ráðstefnunni og
sendu henni skilaboð og áskoranir
af þessum fundum. Þar við bætist
að sérstök nefnd félaganna annað-
ist öflun upplýsinga úr vinnuhópum
opinberu ráðstefnunnar og skýrði
frá þeim á hveijum morgni fulltrú-
um fijálsu félagasamtakanna og
fjölmiðla.
Loks skiptust fulltrúar á opin-
beru ráðstefnunni á að fara út í
Huairou til að gera fólkinu þar
grein fyrir gangi mála.
Þetta hefur í raun verið afar
merkilegt samspil, því að fijálsu
félögin slógu þarna tvær flugur í
einu höggi, höfðu eftirlit með því
að opinberu sendinefndirnar héldu
á spöðunum og komu stöðugt á
framfæri sjónarmiðum sínum.
Þetta er hinn títtnefndi „lobbý-
ismi“. Fyrir ráðstefnuna voru mikl-
ar efasemdir um að þessi tengsl
yrðu nægjanleg, en þau hafa virst
í góðu lagi, sumir segja reyndar
að þau hafi aldrei verið betri.
Fjölmennasta ráðstefnan
Svo sem fram hefur komið í
fréttum er þetta fjölmennasta ráð-
stefna sem nokkru sinni hefur ver-
ið haldin af Sameinuðu þjóðunum.
Er talið að hér á báðum samkund-
unum hafi verið um 40 þúsund
manns. Nærri má geta að átak
muni vera jafnvel fyrir stórþjóð að
skipuleggja slíkan atburð svo að
allir séu ánægðir, enda komu upp
smávandræði í byijun - sem mörg-
um hér þótti blásin heldur mikið
upp í fjölmiðlafréttum, en ekki hef-
ur verið annað að sjá, en að gest-
gjafarnir gerðu sér allt far um að
bæta úr annmörkunum. í íslenska
hópnum, sem sótti til Huairou dag
eftir dag, var að heyra að þar
væri bæði gott og gaman að vera
og skipulag yfirleitt með ágætum.
Úrhellisrigning öðru hveiju olli þó
talsverðum óþægindum, sem vart
verða þó skrifuð á reikning Kín-
veija. Uppákomurnar með Tíbet-
ana voru fyrirsjáanlegar og ber
að harma beggja aðila vegna en
væntanlega hafa þær skaðað Kín-
verja sjálfa meira; með því að falla
í þá gryfju að skerða tjáningar-
frelsi inni á Huariou-svæðinu féll
í skuggann svo margt sem þeir
höfðu gott gert.
Morgunblaðið/Margrét Heinreksdóttir
KÍNAMÚRINN er eitt mesta ÍSLENDINGARNIR, sem sóttu kvennaráðstefnuna snæddu AFRÍSKAR konur fjölmenntu á kvennaráðstefnuna, klæddar
mannvirki mannkynssögunnar. hádegisverð á múrnum. litskrúðugum búningum sinum.
Fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Peking
Sunnudagsmatur
á múmum mikla
Peking. Morgunblaðið.
ÞEGAR um síðustu helgi var orðið býsna
létt yfir mörgum fulltrúum á fjórðu kvenn-
aráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking.
Samstaða virtist hafa náðst um ýmis atriði
í framkvæmdaáætluninni sem umdeild
höfðu verið og margir óttuðust að marka
myndu skref aftur á bak í mannréttindum
kvenna.
Svolítið hafði verið hægt á störfum ráð-
stefnunnar um helgina til að gefa fulltrú-
um tækifæri til að taka sér frístund og sjá
eitthvað af sögustöðum Peking-borgar og
nágrennis. íslenska sendinefndin notaði
tækifærið og fór í boði sendiherrahjón-
anna, Hjálmars Hannessonar og Onnu
Birgisdóttur, upp á Kínamúrinn mikla, 110
km ferð frá Peking, einstaklega skemmti-
lega, þar sem ekið var í glampandi sól-
skini um fagurt land og fijósamt yfir að
líta, akra, skóga, vötn, hæðir og há fjöll,
gróðri vaxin upp á efstu brúnir en gullin-
brúnn litur leirsins í jarðveginum myndaði
skinandi mótvægi við græn litbrigði gróð-
ursins.
Farið var að múrnum á stað þar sem
hann hefur ekki ennþá verið lagfærður
að neinu marki og er því ennþá að mestu
laus við ferðamenn enda þótt hann sé þeim
opinn. Þangað eru hinsvegar engar skipu-
lagðar ferðir og kapalvagnar engir heldur
verða menn að hafa fyrir því að ganga
og klifra þar upp á tveim jafnfljótum. A
stórum palli á múrnum var snæddur há-
degisverður og þaðan var svo hægt að
klífa brattann upp í turnana; fór þar hver
eftir sinni getu og vilja en latir gátu hvílst,
bakað sig í sólinni og notið útsýnisins erfið-
islaust.
Þessi hluti múrsins heitir Simatai og er
um 19 km að lengd, rofinn og laskaður á
köflum en þar sem við komum liðaðist
hann um fagurgrænar gróðri vaxnar hæð-
ir; Sérstaklega var glæsilegt á að líta þeg-
ar skugga tók að lengja í síðdegissólinni
mynstur varðturnanna í hlíðunum og efst
á skarpri brún hæsta fjallsins. Alls eru 135
varðtumar á þessum hluta múrsins, sem
er með nýrri hlutum hans, frá keisaratima
Ming-ættarinnar, en hún réði ríkjum í Kína
á ámnum 1368 til 1644. Sagan segir að
árið 1970 hafi herflokkur rifið hluta múrs-
ins til að reisa sér herskála og hafi þá
bændur þar í kring farið að dæmi þeirra
og notað steina úr honum til húsbygginga,
en níu ámm síðar hafi þessi sama her-
deild verið látin endurreisa þann hluta
múrsins sem hún hafði skemmt.
En það var fleira semþau sendiherra-
hjónin gerðu til að létta Islendingum lífið
og lundina í Peking þesga daga. Eftir heim-
sókn forseta Islands frú Vigdísar Finn-
bogadóttur til Huairou, aðseturs frjálsu
félagasamtakanna, buðu þau heim öllum
þátttakendum á báðum ráðstefnunum og
áðurhöfðu þau haldið boð til heiðurs for-
seta íslands þar sem auk íslendinga vom
ýmsir kínverskir gestir. Að auki vom þau
og aðrir starfsmenn sendiráðsins, þau
Ragnar Baldursson sendiráðsritari og
Petrína Bachmann, hvenær sem var boðin
og búin að greiða fyrir Peking-fömnum
bæði fyrir ráðstefnuna og meðan á henni
stóð. Var aðstoð þeirra allra ómetanleg
svo og aðstoð þeirra Gunnars Pálssonar
sendiherra og Sturlu Siguijónssonar sendi-
ráðsritara hjá fastanefnd íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum í New York.
Það hefur verið annasamt hjá sendiráð-
inu í Peking frá því að Hjálmar Hannesson
afhenti trúnaðarbréf sitt 25. janúar í ár.
Framan af vann hann einn að undirbún-
ingnum. „Það vom vissulega viðbrigði,
sagði Iljálmar að vera allt í einu einn og
þurfa að sinna öllum störfum; bókhaldi,
útréttingum, viðtölum og bréfaskriftum,
með fistölvuna nánast eitt verkfæra, en
ekki veit ég hvernig ég hefði farið að án
hennar. Fyrst bjuggum við á Hilton-hótel-
inu, þar sem við fengum hagstæða samn-
inga hjá hótelsljóranum, Hákoni Briem,
en fengum fast húsnæði 3. mars; þar var
bæði íbúð okkar og skrifstofa sendiráðsins
til 1. júlí að skrifstofan var flutt í næsta
hús. Þá komu Ragnar Baldursson og kín-
versk kona hans, sem var ekki lítil hjálp,
því að hann var hér hagvanur, stundaði
hér háskólanám um árabil og talar kin-
versku og loks Petrína Bachmann,
skömmu fyrir ráðstefnuna. Ekki má
gleyma kínverskum starfsmönnum okkar,
ritaranum okkar frú Chang og bílstjóran-
um okkar honum Sung, sem var búsettur
á íslandi í fimm ár og rak þar veitinga-
stað. Hann hefur verið okkur betri en
enginn, til dæmis í útréttingum vegna
breytinga og útbúnaðar á íbúðinni, sem
hefur mætt mjög á konu minni eins og
annað þennan tíma. Þá vil ég geta þess
að norrænu sendiráðin hafa verið okkur
einstaklega hjálpleg þennan tíma, Svíar
sendu okkur til dæmis fyrstu skrifstofu-
húsgögnin, sem enn eru í notkun. Fyrir
utan þessi praktísku atriði hefur verið •
mikið um að vera, tveir háttsettir Kínveij-
ar, báðir varaforsætisráðherrar, sem m.a.
fjalla um utanríkisviðskipti, hafa farið í
opinberar heimsóknir til íslands. Og loks
heimsókn forseta Islands, utanríkisráð-
herra og fylgdarliðs þeirra, sem hefur
tekist svona einstaklega vel. Við erum
ekki í neinum vafa um að eftir hana verð-
ur róðurinn okkur á allan hátt léttari.
Kínveijar vilja byggja upp samskipti þjóða
með þessum hætti, með gagnkvæmum
heimsóknum ráðamanna, sem leggi grund-
völlinn er frekari samskipti verði síðan
byggð á. Við væntum því góðs af dvöl
okkar hér,“ sagði Hjálmar Hannesson
sendiherra að lokum.