Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
• Bókmenntahátíð ’95
FYNDINN
Jk MIÐVIKUDAGSMORG-
UN héldu gestir bók-
menntahátíðarinnar í
skoðunarferð á Þingvelli
og upp í Reykholt. Engin dagskrá
átti því að verða um daginn en
vegna seinkunar á komu enska
metsöluhöfundarins Martins Amis
fór spjall hans og Einars Kárason-
ar fram síðdegis.
Leiður á athyglinni
Martin Amis er vafalaust einn
launahæsti rithöfundur sem um
getur, en hann hefur nýlega gert
tímamótasamning við útgefanda
sinn í London um 52 milljóna
króna fyrirframgreiðslu fyrir
næstu bók sína. Í kjölfarið hefur
Amis orðið ein aðalmenningar-
stjarna Bretaveldis, umtalaður og
umdeildur sem rithöfundur. I
spjallinu við Einar sagðist hann
vera orðinn þreyttur á athyglinni,
enda væri hann sjálfur miðpunktur
hennar en ekki bækumar sínar
og ef menn læsu verkin á annað
borð væri það aðallega til þess að
leita samsvarana við einkalíf hans.
„Það er engin greinarmunur gerð-
ur á höfundi og verki hans,“ sagði
Amis.
Upplestur Amis
Amis las úr nýjustu bók sinni,
The Information í Þjóðleikhúskjall-
aranum um kvöldið. Sagan segir
frá tveimur ólíkum höfundum,
metsöluhöfundi og módemista,
sem eiga í hatrammri samkeppni
innbyrðis. Samband höfundanna
verður þó hálfu verra þegar annar
þeirra sængar með konu hins.
Hefur það vakið mikla athygli í
Bretlandi að söguþráður skáld-
sögu föður Martins, Kingsley
Amis, The Biographer’s Moustac-
he sem kom út fyrir fáeinum dög-
um er hinn sami. Lestur Martins
Amis var fyndinn.
Slímið og Slettan
Hollendingurinn Cees Noote-
boom las úr bók sinni Sagan sem
hér fer á eftir, en hún er nýkomin
út í íslenskri þýðingu. Sagan segir
frá minningum manns á dauða-
stund, ytri tími sögunnar er því
Morgunblaöið/Ásdís
MARTIN Amis og Einar Kárason í spjalli um verk þess fyrr-
nefnda á bókmenntahátíðinni á miðvikudag.
Koma Martins Amis á bókmenntahátíðina
hafði vakið töluverða eftirvæntingu á meðal
gesta hennar og þátttakenda. Þröstur
Helgason hlýddi á hann spjalla um rítstörf
sín og lesa úr verkum sínum ásamt öðrum
höfundum á miðvikudaginn.
aðeins tvær sekúndur. Hugurinn
fer þó með hinn deyjandi mann
og lesendur í langt ferðalag sem
fær óvæntan endi.
Upplestur Finnans Juice Lesk-
inen á smásögu um þau systkini,
Slímið og Slettuna, kryddaði dag-
skrána. Sænski rithöfundurinn og
þýðandinn Ulf Peter Hallberg las
úr verki sínu, Flanörens Blick, sem
íjallar um 'Þýskaland dagsins í
dag. Norski höfundurinn Thorvald
Steen las úr nýrri bók sinni, Gio-
vanni.
Að lokum spann Vigdís Gríms-
dóttir tvíhyggjuvef við þijár blað-
síður úr Stúlkunni í skóginum, en
Vigdís var aðeins viðstödd í efni,
ekki anda. Eða hvað?
Hátíðin í dag
í hádeginu flytur Juice Leskinen
lög og ljóð. Pallborðsumræður á
ensku um ferðasögur verða haldn-
ar kl. 13.15. Þátttakendur eru
Ulla-Lena Lundberg, Ulf Peter
Hallberg, Cees Nooteboom og
Stefán Jón Hafstein. Kl. 15. flytur
Patrick Chamoiseau fyrirlestur á
frönsku um kreólamenningu á
Martiníkk. Friðrik Rafnsson snar-
túlkar á íslensku. Þessir dag-
skrárliðir verða í Norræna húsinu
en engin upplestur verður í kvöld.
EITT verkanna á sýningunni.
Tindar í Djúpinu
NÝTT galierí mun taka til starfa
laugardaginn 16. september; Far-
andgallerí Ludwigs van Hekelen.
Þór Ludwig Stiefel mun ríða á
vaðið með máiverkasýningu í
Djúpinu við Hafnarstræti og ber
sýningin titilinn „Tindar í Djúp-
inu“. A sýningunni verða til sýnis
olíumálverk sem öll eru unnin á
þessu ári. Sýningin stendur til 7.
október og er opin á opnunartíma
veitingahússins Hornsins.
Farandgalleri Ludwigs van
Hekelen var stofnað í þeim til-
gangi að setja upp listsýningar,
gjarna utan hefðbundinna ramma
listsýningasala. Ætlunin er að
færa listsýningar til fólksins, setja
upp sýningar á myndlist í daglegu
umhverfi fólks; ekki síður úti á
landsbyggðinni.
í tilefni af stofnun gallerisins
verður efnt til mannfagnaðar í
Djúpinu við Hafnarstræti laug-
ardaginn 16. septemer milli 2 og
4 síðdegis og eru allur velkomnir.
Brotnir vængir
MEXÍKÓSKA listakonan Frida Ka-
hlo var eitt þekktasta dæmi listasög-
unnar um það hvernig listamaður
samóf líf sitt listinni. Eigið líf og
þjáningar eru rauði þráðurinn í verk-
um þessarar óvenjulegu myndlistar-
konu sem hélt dagbók síðasta áratug
ævinnar og kom hún nýlega út í
danskri þýðingu.
Hið svipsterka andlit Kahlo var
ríkjandi þáttur í verkum hennar auk
þess sem dauðinn birtist þar í ýmsum
myndum. Kahlo var af mexíkósku,
þýsku og gyðinglegu bergi brotin og
leitaði oft í gamlar táknmyndir Az-
teka í myndum sínum.
Kahlo hugðist leggja læknisfræði
fyrir sig en þegar hún var 18 ára
gömul slasaðist hún lífshættulega í
bflslysi. Hún gat ekki eignast börn
eftir það og leið miklar kvalir allt
sitt líf. Gekkst hún undir þrjátíu
skurðaðgerðir, þá síðustu tíu dögum
fyrir lát sitt.
Kahlo klæddist jafnan skrautleg-
um fatnaði og skreytti sig óspart
með skartgripum en það var þó lítið
annað en tilraun til að beina athygl-
inni frá líðan hennar. Hún leið mikl-
ar líkamlegar þjáningar og líf hennar
með eiginmanninum og listmálaran-
um Diego Rivera, var heldur enginn
dans á rósum vegna afbrýðisseminn-
ar sem greip hana er hann leitaði til
annarra kvenna. En hann var stóra
ástin í lífi hennar, opinn og áber-
andi, ófríður en þó heillandi. Hann
stærði sig af því að hafa barist við
hlið Leníns í rússnesku byltingunni
og að hafa étið mannakjöt.
Rivera veitti Kahlo leiðsögn í
myndlistinni auk pólitískrar upp-
fræðslu. Þau kynntust síðar Leo
Trptskíj er hann flýði til Mexíkó og
átti Kahlo í stuttu ástarsambandi við
hann.
Nú hefur dagbók Kahlo, sem hún
hélt frá árinu 1944 og þar til hún
lést tíu árum síðar, verið gefin út.
Bókin, sem er skrifuð og máluð með
því sem var við höndina hveiju sinni,
hefur snarlega verið þýdd á ensku
og dönsku. Innganginn skrifar
mexíkóska skáldið og diplómatinn
Carlos Fuentes, sem sá Kahlo einu
sinni, og gleymir því aldrei.
Vetrarstarf íslensku óperunnar gengur í garð í byrjun október næstkomandi
Galdra-Loftur og
Madame Butterfiy
meðalverkefna
STARFSÁR íslensku óperunnar
hefst 7. október næstkomandi.
Á verkefnaskrá kennir margra
grasa og meðal annars verður
íslenska óperan Galdra-Loftur
eftir Jón Ásgeirsson frumsýnd
1. júní.
„Við erum að gera miklu
meira núna en síðustu ár. Það
stafar reyndar að hluta til af
því að við endurflytjum tvær
sýningar, Carmina Burana og
Otello,“ segir Garðar Cortes
óperustjóri, en veturinn leggst
einkar vel í hann.
Fyrsta verkefni vetrarins er
endurflutningur frá 1990 á
söngdrápunni Carmina Burana
fyrir kór og einsöngvara eftir
Carl Orff. Verður hún frum-
sýnd 7. október. Kór íslensku
óperunnar fer með stórt hlut-
verk í sýningunni en helstu ein-
söngvarar verða Bergþór Páls-
son, Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Þorgeir J. Andrésson. Hljóm-
sveitarstjóri verður Garðar
Cortes.
Frumstæður kraftur
Carmina Burana er kennd við
handrit með veraldlegum
kvæðasöfnum frá því á 13. öld.
Að sögn Garðars einkennist
söngdrápan af óviðjafnanlegri
lífsorku og frumstæðum krafti
sem haldið er uppi með síbreyti-
legri hrynjandi.
Hin ástsæla ópera Puccinis,
Madame Butterfly, verður
frumsýnd 10. nóvember. í aðal-
hlutverkum verða Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Ólafur Árni
Bjarnason, Bergþór Pálsson og
Rannveig Fríða Bragadóttir
auk kórs og hljómsveitar ís-
lensku óperunnar. Hljómsveit-
arstjóri verður David Shaw en
leikstjóri Halldór E. Laxness.
Hér er ekki ráðist á garðinn
þar sem hann er lægstur, en
Madame Butterfly mun vera ein
af fimm vinsælustu óperum
allra tíma. „Það má segja að
Madame Butterfly hafi tekið
óperuheiminn með stormi frá
fyrstu tíð og flogið milli óperu-
húsa með hraða yóssins," segir
Garðar.
Jólasýningin í ár verður
barnaóperan Hans og Gréta eft-
ir Engilbert Humperdinck sem
byggir á samnefndu ævintýri.
Verður hlutverkaskipan kynnt
síðar.
ÖIl aðalsmerki
ítalskrar óperu
Um mánaðamótin febrúar/
mars verður meistarverk Ver-
dis, Otello, sett á svið, en um
er að ræða endurflutryng á sýn-
ingu frá 1992. í helstu hlutverk-
um verða Garðar Cortes, Keith
Reed og Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir auk Kórs íslensku óper-
unnar. Hljómsveitarstjóri verð-
ur Robin Stapleton og leikstjóri
Morgunblaðið/
HÚS íslensku óperunnar hef-
ur fengið andlitslyftingu fyrir
veturinn.
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Garðar segir að öll aðals-
merki ítalskrar óperu sé að
finna í Otello; stormsenu, sigur-
kór, drykkjuvísu, ástarsenu, af-
brýðis- og brjálsenu... æðsta stig
ástar, haturs og afbrýði. „Otello
er meistaraverk, enginn vafi,
en ... er til slík ást, slíkt af-
brýði, slíkt hatur?“
Starfsárinu lýkur siðan í júní,
en þá verður íslenska óperan
Galdra-Loftur, leikgerð Jóns
Ásgeirssonar tónskálds á verki
Jóhanns Siguijónssonar, frum-
sýnd. Verður það jafnframt
opnunaratriði Listahátiðar í
Reykjavík 1996. Með helstu
hlutverk fara Þorgeir J. Andr-
ésson, Elín Ósk Óskarsdóttir.
Þóra Einarsdóttir og Bergþór
Pálsson. Hyómsveitarstjóri
verður Garðar Cortes og leik-
stjóri Halldór E. Laxness.
íslensk ástar- og harmsaga
Galdra-Loftur er íslensk ást-
ar- og harmsaga sem Garðar
segir að sé samofin samvisku
þjóðarinnar. Hann segir enn-
fremur að það sé alltaf fagnað-
arefni þegar íslenskar óperur
séu settar á svið hér á landi,
en sú fyrsta, Þrymskviða, kom
einmitt úr smiðju Jóns Ásgeirs-
sonar árið 1973.
Að auki mun íslenska óperan
að vanda gangast fyrir nokkr-
um tónleikum í vetur. Má þar
nefna tónleika styrktarfélags-
ins í haust og jólatónleika 16.
og 17. desember auk nýársdans-
leiks á Hótel íslandi.