Morgunblaðið - 15.09.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 27
AÐSENDAR GREINAR
Hver er ómál-
efnalegnr?
ÞAÐ ER með ólíkind-
um að Sigmari Ár-
mannssyni, fram-
kvæmdastjóra Samtaka
íslenskra tryggingafé-
laga, skuli takast að
skrifa langa grein til að
réttlæta há iðgjöld bíla-
trygginga, án þess að
minnast einu orði á hina
raunverulegu ástæðu
fyrir þeim. Þetta gerir
hann í Morgunblaðinu
5. september.
Allt frá því FÍB vakti
athygli á háum iðgjöld-
um bflatrygginga hér á
landi hefur Sigmar
haldið sig við eina skýr-
ingu á þeim. Hann fullyrðir að um-
ferðarslys séu fleiri hér á landi en
víða erlendis. Það kalli á hærri tjóna-
bætur og þar með hærri iðgjöld.
Sigmar nefnir ekkert um það að tjó-
FÍB vill efla samstöðu
bíleigenda, segir
Runólfur Ólafsson,
og stuðla að lægri
tryggingaiðgjöldum.
nagreiðslurnar eru ekki nema hluti
af iðgjöldunum. Opinberar tölur frá
Vátryggingaeftirlitinu sýna að
tryggingafélögin taka 2 milljarða
króna af bíleigendum á hverju ári í
gegnum ábyrgðartrygginguna og
setja í sérstakan sjóð, sem þau síðan
ávaxta til eigin þarfa. Um síðustu
áramót stóð sjóðurinn í 12 milljörð-
um króna og gaf af sér 1,5 milljarða
króna í ársvexti.
Húsbóndahollusta getur verið af
hinu góða, en hvernig getur fram-
kvæmdastjóri Samtaka íslenskra
tryggingafélaga látið eins og 2 millj-
arða króna gjaldtaka af bíleigendum
hafi engin áhrif á iðgjöldin?
Hin ómálefnalega umræða
Um leið og Sigmar Ármannsson
leyfir sér að horfa framhjá þessari
helstu ástæðu hárra iðgjalda, gagn-
rýnir hann FÍB fyrir „ómálefnalega"
umræðu. Þetta minnir á þann sem
sér flísina í auga náungans en ekki
bjálkann í sínu eigin. Vandséð er
hvers vegna það telst ómálefnalegt
að FÍB skuli taka upp hanskann fyr-
ir þrautpínda bíleigendur, sem þurfa
að borga 50-100% hærri iðgjöld en
þekkjast í nágrannalöndunum.
Sigmar Ármannsson segist vera
búinn að uppgötva hin illu áform FÍB
í þessu máli og ástæðu hinnar „ómál-
efnalegu" gagnrýni. „FÍB stendur
nefnilega fyrir átaki um þessar
mundir til að fjölga félagsmönnum,"
bendir Sigmar á í grein sinni.
Runólfur
Ólafsson
Þetta er hárrétt hjá
honum. FÍB er að fjölga
félagsmönnum sínum
og Sigmari til upplýs-
ingar þá gengur það
mjög vel.
En hvort kom á und-
an, eggið eða hænan?
Þegar FÍB benti á það
í byijun ágúst að iðgjöld
bílatrygginga hér væru
of há, brugðust trygg-
ingafélögin ókvæða við.
Talsmenn þeirra sögðu
iðgjöldin síst of há,
bentu á mikla tjónatíðni
og stöðugan taprekstur
í þessari grein. Þeir
þvertóku fyrir lækkun
iðgjaldanna nema tjónum fækkaði.
FIB að kannaði málið nánar og fram
í dagsljósið komu bótasjóðir á vegum
tryggingafélaganna upp á milljarða
króna. Þetta eru ijármunir sem
tryggingafélögin hafa fengið frá bí-
leigendum í skjóli lögboðinnar
ábyrgðartryggingar.
FIB benti á þann möguleika að
draga úr sjóðasöfnuninni til að
lækka iðgjöldin. Það töldu trygg-
ingafélögin ekki koma til greina.
Samstaða í gegn um FÍB
Hvað var til ráða fyrir FÍB í þess-
ari stöðu? Átti að gleypa skýringar
tryggingafélaganna hráar og sætta
sig við iðgjaldaokrið? Eða átti að
blása til sóknar?
FÍB valdi þann kostinn að efla
samstöðu bíleigenda og kanna hvort
einhver tryggingafélög hefðu ekki
áhuga á að bjóða bflatryggingar á
skaplegu verði. Sú félagaöflun sem
FÍB stendur fyrir er því bein afleiðing
af hinni þvergirðingslegu afstöðu
tryggingafélaganna til lækkunar ið-
gjaldanna.
Fólk á vegum FÍB hringir nú í
bíleigendur og býður þeim að ganga
í félagið og vera með í útboði bíla-
trygginga. Um 40% af viðmælendum
ákveða að ganga til liðs við FÍB.
Félagsaðild að FÍB er grunnur að
þeirri samstöðu sem bíleigendur
þurfa nú á að halda. Þátttaka í út-
boði bílatrygginga er eini möguleik-
inn sem bíleigendur hafa til að fá
iðgjöld sín lækkuð.
Sigmari Ármannssyni — og öðrum
bíleigendum — til upplýsingar má
geta þess að árgjaldið í FÍB er 3.300
kr. Þessi upphæð er um 30% af vöxt-
unum sem tryggingafélögin hafa í
tekjur af hveijum einasta bíl í gegn-
um bótasjóðina á hveiju ári.
Satt er það hjá Sigmari, að FÍB
gefur aðeins óljós loforð um lækkuð
iðgjöld. Hver hin raunverulega lækk-
un verður bíður útboðs trygging-
anna. Við vonumst til að hún verði
umtalsverð.
Höfundur cr framkvæmdastíórí
FÍB.
hefur vaxið um tvo milljarða króna á ári og var 12 milljarðar
króna um síðustu áramót.
Forgangsröðun
í heilbrigðiskerfinu?
Svolítil
leiðrétting
í FRÉTTAGREIN í Morgunblað-
inu í dag er skýrt frá því, að einka-
aðilar séu að festa kaup
á segulómtæki til lækn-
isfræðilegrar mynd-
greiningar í trássi við
samþykki Trygginga-
stofnunar um greiðslur
fyrir slíkar rannsóknir.
í fréttagrein þessari
koma fram nokkrar
rangfærslur, sem ég tel
mér skylt að leiðrétta.
Segulómstæknin til
myndgreiningar er
mjög sérhæfð og allur
tækjabúnaður og um-
svif kringum hana
kostnaðarsöm. í grein-
inni kemur fram sú full-
yrðing, að ýmsilegt í
rekstrinum sé mun
ódýrara en við röntgen- og aðra
myndgerð. Þetta er ekki nánar skil-
greint, enda ekki rétt. Að vísu er
raforkukostnaður hugsanlega eitt-
hvað lægri, þegar til lengri tíma er
litið, en á móti kemur að vinna við
tækjabúnaðinn úheimtir mun meiri
mannafla, bæði í daglegum rekstri
og í reglulegu viðhaldseftirliti. Þá
kemur fram önnur mjög alvarleg
rangfærsla, þegar því er haldið fram,
að myndgreining með segulómun sé
mun „betri“ en með öðrum mynd-
greiningarmiðlum, einkum röntgen-
geislum. Þetta er röng fullyrðing.
Ásmundur
Brekkan
Hið sanna er, að vegna eðlis tækn-
innar gefur segulómunin mun betri
greiningarmöguleika í ákveðnum til-
vikum í heila-, tauga- og stoðvefja-
sjúkdómum. Byggist þetta á mjög
sértækri aðgreiningu einstakra
vefjaþátta, og rannsókartæknin er
af þeim sökum full-
komnari til greiningar
sjúklegra veljabreyt-
inga. Hún mun hins-
vegar aldrei geta leyst
af hólmi fjölmargar al-
gengari og ekki síður
nauðsynlegar rann-
sóknir með röntgen-
geislum og ómtækni,
t.d. í lungum, slysameð-
ferð og algengustu
þvagfærarannsóknum,
svo eitthvað sé nefnt.
Þótt ábendingar fyrir
segulómrannsóknum
séu margvíslegar og vel
grundaðar, hefur það
verið hér, sem annars
staðar, að ný tækni
hefur oft í för með sér mikla tilhneig-
ingu til ofnotkunar og ofnýtingar.
í greininni er þess getið, að nokk-
ur biðtími hafi verið eftir segulóm-
rannsóknum á Landspítala. Eru þar
nefndar allt upp í nokkrar vikur. Til
upplýsingar er rétt að það komi
fram, að aldrei er bið eftir að fá
gerðar bráðar rannsóknir, og í raun
hefur mun fleiri rannsóknarbeiðnum
verið sinnt, þar sem aðrar rannsókn-
araðferðir gæfu sama eða betri
árangur, en tíðkast á sjúkrahúsum
í nágrannalöndum okkar.
Tækjabúnaðurinn allur er mjög
Ef á að setja upp annað
tæki af þessu tagi, segir
----------------------
Asmundur Brekkan, á
það tvímælalaust að vera
á Borgarspítalanum.
dýr, og sem fyrr segir tíma- og mann-
aflafrekur. Meðaltímalengd hverrar
rannsóknar eru sextíu mínútur. Loks
er rétt að geta þess, að hér á Landsp-
ítala hefur verið gerð nákvæm úttekt
á öllum kostnaði, þar með töldum
jaðarkostnaði. Þar er þó ekki að fullu
gert ráð fyrir afskriftarkostnaði, enda
er sú hefð því miður ekki ríkjandi
hjá ríkisfyrirtækjum. Niðurstaðan er
sú, að meðalverð hverrar rannsóknar
er um 40.000 krónur, en allt að
20-25% hærri, þegar nota þarf sér-
stök skuggaefni í greiningarskyni.
Samkvæmt þeim stöðlum, sem farið
er eftir aniiars staðar í Evrópu, ætti
eitt segulómtæki á stærsta sjúkra-
húsi landsins að nægja faglega for-
svaranlegri eftirspum. Eigi hinsvegar
að setja upp annað tæki af þessu
tagi á öðrum stað, þá á það tvímæla-
laust að vera á Borgarspítala, þar
sem umsvif og þarfir, m.a. vegna
slysamóttökunnar og heilaskurð-
lækninga, gætu réttlætt slíkan bún-
að.
14. september 1995.
Höfundur er forstöðulæknir rönt-
gen- og myndgreiningardeildar
Landspítalans.
A
AUÐLIND H F.
Almennt hlutafjárútboð
Útgefandi:
Sölutímabil:
Nafnverð hlutabréfanna:
Sölugengi:
Söluaðilar:
Skráning:
Umsjónaraðili útboðs:
Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf.
15. september 1995 - 15. mars 1996.
200.000.000
1,38
Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., afgreiðslur
sparisjóðanna og Búnaðarbanka íslands.
Eldri hlutabréf Auðlindar hf. eru skráð á Verðbréfaþingi
Islands og hefur félagið einnig óskað eftir skráningu á
hlutabréfunum sem verða gefin út í þessu útboði.
Kaupþing hf.
Útboðs- og
skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda.
Kaupþing hf.
löggilt verðbréfafyrirtœki
Kringlan 5, 103 Reykjavík - Sími 515-1500, telefax 515-1509