Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Hvað getum við gert?
ÞAÐ ER staðreynd
að flest alvarleg of-
beldisverk eru framin
af körlum. Spyrja má
hvernig standi á þess-
um kynjamun, en því
miður höfum við ekki
einfalt svar við því.
Leitað hefur verið
skýringa á ýmsum
sviðum, m.a. innan líf-
fræðinnar, en ekki
komist mjög langt.
Rannsakað hefur verið
hvort þetta tengist
karlmannshormónum
og vissulega eru til
margar rannsóknir á
dýrum sem sýna að ef aukning
verður á karlkynshormónum verður
dýrið árásargjarnara. í umræðum
um steranotkun karlmanna hefur
verið komið inn á það að íþrótta-
menn sem neyta mikilla stera verða
uppstökkir og árásargjarnari en
endranær.
Aðrir hafa rannsakað hvort of-
beldi liggi í kynlitningunum. Þar
hafa menn ekki heldur komist
mjög langt. Bandarískir og hol-
lenskir vísindamenn sem rannsök-
uðu stóra hollenska
fjölskyldu þar sem
karlmennirnir voru
þekktir fyrir ofbeldi
fundu galla í kynlitn-
ingi sem þeir töldu
geta tengst hegðun
þeirra. Litningur þessi
stjórnar m.a. fram-
leiðslu monoamime
oxidasa, ensími sem
stuðlar að framleiðslu
boðefnis milli heila-
fruma. Vísindamenn-
irnir vita ekki ná-
kvæmlega gang
truflunarinnar, en
telja að í heila þessara
mana safnist saman of mikið af
ýmsum boðefnum s.s. serótóníns,
dópamíns og noradrenalíns. Sjúk-
dómur þessi hrjáir aðeins 1 af
hverjum 100.000 svo ekki kom-
umst við langt í að skýra ofbeldi
karla með þessari rannsókn.
Á meðan við karlmenn bíðum
eftir því að vísindamenn flnni út
hvort við í eðli okkar séum gallað-
ir, getum við gert ýmislegt í því
að breyta því sem við gerum.
Margt ofbeldisverkið er framið í
Fyrsta skrefið er að
hemja reiðina, segir
—j-------------------
Asþór Ragnarsson,
sem hér fjallar um
ofbeldi karla.
reiði. Reiði er sú tilfinning sem
karlmönnum hefur einna helst ver-
ið „leyfð“ og þeir jafnvel hvattir
til að sýna í gegnum tíðina. Því
miður fer það oft svo að aðrar til-
finningar.sem ekki er jafn „leyfi-
legt“ að sýna eru bældar og síðar
breytt í reiði, sem getur orðið að
ofsa og leitt til ofbeldis. Stundum
beinist ofbeldið að öðrum körlum,
en oftar beinist það að konum sem
við oft ómeðvitað viljum að sinni
eða taki mið af „þörfum“ okkar.
Ef hlutirnir þróast ekki eins og við
viljum, refsum við konunum. Dæmi
um þetta getur verið einfalt. Ég
hef talsverðan áhuga á tölvum.
Þeir sem þekkja tölvuáhuga vita
að tölvur taka mikinn tíma, tíma
sem ella færi í að tala, við konuna,
Ásþór Ragnarsson
börnin eða í ýmislegt nytsamlegt
innan heimilisins. Ég hef sektar-
kennd yfir tölvuáhuganum, því ég
geri mér fulla grein fyrir því að
ég gæti verið að gera annað gagn-
legra en sitja fyrir fram-
an skjáinn, Það er aftur
á móti ekki karlmann-
legt að viðurkenna að
maður hafi samviskubit
eða sektarkennd. Því fer
það svo að þegar konan
kemur og spyr mig hvort
ég ætli að vera í allan
dag í tölvunni, segi ég
henni ekki að ég hafi
sektarkennd yfir því,
heldur breyti ég sektar-
kenndinni í reiði og helli
mér yfir hana með ræðu
um það að maður fái aldrei að vera
í friði við að sinna áhugamálum
sínum. Eflaust getur þetta gilt um
ýmis önnur áhugamál karla. í stað
þess að beina reiðinni að sjálfum
mér, sem væri rökrétt, beini ég
henni að konunni, sem skilur ekk-
ert í því hvað ég get rokið upp út
af einfaldri spurningu. Þetta er
ofbeldi, andlegt ofbeldi sem særir
og það er aðeins stigsmunur á því
og að bæta við höggi. Það merki-
lega í þessu er svo það að eftir
svona atburð gæti ég komið fram
með sektarkenndina, ekki sektar-
kennd yfir því að hafa varið of
miklum tíma í áhugamál, heldur
yfir því að hafa verið vondur við
konuna. Það er samrýmanlegra
karlmannsímyndinni að sektar-
kenndin tengist slíku athæfi en því
að verja of miklum tíma
í áhugamál. Að vissu
leyti er eins og ég með
hegðun minni sé að
skapa eitthvað sem betur
réttlætir sektarkennd-
ina.
En hvað get ég gert?
Fyrsta skrefið væri
náttúrlega að hemja
reiðina. Gamla góða hús-
ráðið að telja upp að 10
er enn í fullu gildi og
meira að segja viður-
kennt af fræðimönum að með því
að draga viðbrögð í mikilli geðs-
hræringu, eins og reiði, aukast lík-
ur á skynsamlegri hegðun.
Það væri spor í rétta átt ef ég
viðurkenndi fyrir sjálfum mér og
öðrum að ég hefði sektarkennd
yfir því að „helga mig“ áhugamál-
inu. Það væri líka spor í rétta átt
að ræða við konuna um samskipti
okkar og fjölskyldunnar. Með því
gæti ég bætt einum lit við í lita-
flóru tilfínningalífs míns og stuðlað
að betra lífi okkar.
Höfundur er sálfræðingur.
KARLAR
gegn
OFBELDi
Stóra mann-
réttindamýflugan
UMRÆÐAN um
skylduaðild að Stúd-
entaráði Háskóla ís-
lands snýst ekki lengur
um meint mannrétt-
indabrot á stúdentum
eins og hún gerði í upp-
hafi. Umræðan um
mannréttindabrot á
stúdentum hefur alla
tíð verið byggð á mis-
skilningi.
Því hefur verið hald-
ið fram að Stúdentaráð
Háskóla íslands skyldi
stúdenta til aðildar að
félagsskap með því að
neyða þá til að greiða
félagsgjöld, burtséð frá
því hvort þeir vilji það
eða ekki. Auðvitað hafa alltaf verið
takmörk fýrir því hversu áhugaverð
þessi umræða getur orðið, enda er
stúdentaráð vissulega enginn nas-
istaflokkur. Staðreyndin er hins veg-
ar sú, og menn virðast smám saman
vera famir að átta sig á því, að stúd-
entaráð innheimtir ekki félagsgjöld
af stúdentum.
Þannig er í pottinn búið, að há-
skólinn innheimtir svokölluð skrá-
setningargjöld af stúdentum þegar
þeir skrá sig í háskól-
ann. Skrásetningar-
gjöldin eru tekjur há-
skólans og það er hann
sem ákveður hvað hann
gerir við þau. Hins veg-
ar, til þess að láta hluta
af þessum tekjum
renna til stúdenta-
ráðs,eins og háskólinn
hefur gert í áratugi,
þarf háskólinn sérstaka
heimild í lögum. Þessa
heimild hefur alltaf
vantað, eins og Um-
boðsmaður Alþingis
hefur bent á. Þessi
skortur á heimildar-
ákvæði er aðeins galli
á formsatriðum, enda
hefur háskólinn þegar samþykkt að
breyta skuli lögunum til þess að
bæta úr þessu.
Með þessari samþykkt háskóla-
ráðs er búið að taka af allan vafa
og umræðan um það hvort verið sé
að neyða einhvern til aðildar að stúd-
entaráði ætti að vera liðin tíð. Af
þessu tilefni vil ég jafnframt nota
tækifærið og mælast til þess að
menn geymi orð eins og mannrétt-
indi og ásakanir um mannréttinda-
Stúdentahluti skrásetn-
ingargjalda Háskólans
gengur, að mati Guð-
mundar Steingríms-
sonar, til þarfra hluta.
brot þangað til menn þurfá raun-
verulega á því að halda.
Er stúdentaráð
peninganna virði?
Núna hefur minnihlutinn í stúdenta-
ráði breytt málflutningi sínum. Núna
heldur minnihlutinn því fram, að
háskólinn eigi ekki veija peningum
sínum til stúdentaráðs.
Þetta er ákveðið lykilatriði: Stúd-
entar eru stór hluti af háskólanum.
Stóra spurningin er sú, hvort að
stúdentar eigi að gera eitthvað í
háskólanum að eigin frumkvæði, eða
hvort þeir eigi einungis að borða það
sem upp í þá er látið. Ef svarið er
það, að þeir eigi að gera eitthvað,
þá er spurningin hvernig.
Svarið við þeirri spurningu er
Guðmundur
Steingrímsson
Frá 15. september verður
skrifstofa okkar opin frá
kl. 9 til 17 alla virka daga.
FJARMOGNUN HF
- fyrir betri tíma
SP-Fjármögnun, Vegmúli 3, Sími 588 - 7200
auðvitað löngu fundið. Það er í raun
ekkert annað en ákaflega gömul
hugmynd sem kallast fulltrúalýð-
ræði.
Stúdentar hafa með lýðræðisleg-
um hætti áhrif í háskólanum. I krafti
lýðræðis hafa stúdentar komið sér
upp leið sem tryggir að það sé tekið
mark á þeim. Stúdentar hafa vilja.
Ef það er svo, að það eru til í
háskólanum lýðræðislega kjörnir
fulltrúar stúdenta, getur þá ekki
háskólinn með góðri samvisku styrkt
með peninguriT starfsemina sem er
á þeirra vegum?
Það er líka vel þess virði að skoða
hvaða starfsemi þetta er. Stúdenta-
ráð útvegar námsmönnum atvinnu
á sumrin og veturna, húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu og barnapöss-
un. Einnig tilnefnir stúdentaráð
meirihluta í stjórn Félagsstofnunar
stúdenta, sem sér m.a. um Stúdenta-
garðana, tilnefnir fulltrúa í stjórn
Lánasjóðs íslenskra námsmanna og
rekur sérstaka lánasjóðsþjónustu.
Ég vil halda því fram, að starfsemi
af þessu tagi stuðli með beinum
hætti að jafnrétti til náms.
Og stúdentaráð gerir miklu meira.
Stúdentaráð sér t.d. um að ráðstafa
umtalsverðum fjármunum til nem-
endafélaganna í háskólanum í gegn-
um svokallaðan Stúdentasjóð. Upp
undir helmingur af þeim hluta sem
rennur til stúdentaráðs af innritun-
argjöldunum rennur beint í þennan
sjóð og þaðan áfram til nemendafé-
laganna. Stúdentaráð gefur út Stúd-
entablaðið með þriggja vikna miili-
bili yfir skólaárið, það starfrækir
Réttindaskrifstofu stúdenta, hefur
sérstakan kvennafulltrúa og dag-
vistunarfulltrúa og það hefur umsjón
með sjóði sem heitir Nýsköpunar-
sjóður námsmanna.
Þá ætla ég einmitt að nefna eitt
mjög mikilvægt atriði. Nýsköpunar-
sjóður námsmanna veitti á þessu
sumri um 25 milljónum til rann-
sóknaverkefna í háskólanum. Og
fyrst ég er byrjaður að nefna tölur,
þá má benda á það, að stúdentaráð
aflaði annarra 25 milljóna í svokall-
aðan Þjóðbókasjóð núna rétt fyrir
jólin seinustu. Af þessu leiðir, að
einungis á seinustu níu mánuðum
hefur stúdentaráð safnað a.m.k. 50
milljón krónum í þágu háskólans.
Ég vona að ég hafi sýnt með þess-
ari upptalningu, að þeim hluta af
skrásetningargjöldum sem er varið í
starfsemi stúdenta er ekki varið í
vitleysu. Það er hins vegar mjög at-
hyglisvert að það eru ekki háskóla-
yfirvöld sem hafa haldið fram slíkum
sjónarmiðum, heldur eru það stúdent-
ar. Það er hópur fólks á meðal stúd-
enta sem heldur því fram, að tekjum
háskólans verði betur varið í eitthvað
annað og sá hópur heitir Vaka og
hefur einmitt boðið sig fram til setu
í stúdentaráði um sextíu ára skeið.
Fjárframlög háskólans eru kjöl-
festan í starfi stúdentaráðs og eru
algjör forsenda þess að ráðið geti
reicið skrifstofu, sem er aftur nauð-
synlegt til að ráðið geti gert eitt-
hvað yfir höfuð. Stúdentaráð þarfn-
ast vitaskuld peninga í þennan
grunnrekstur. Tekjuöflun stúdenta-
ráðs hefur aukist mjög á undanförn-
um árum. Stúdentaráð aflar í
síauknum mæli styrkja til einstakra
viðburða og þátta í þjónustunni. Ég
sé hins vegar ekki að það sé beinlín-
is raunhæft að ætla öðrum aðila en
háskólanum að styrkja stúdentaráð
til grunnreksturs á skrifstofu.
„Stúdentaráð í boði Snickers" er
ekki eitthvað sem ég sé fyrir mér
eða finnst á nokkurn hátt aðlaðandi
tilhugsun.
Upphæðin sem háskólinn inn-
heimtir af stúdentum, um 24 þúsund
krónur, er ein og óskipt. Gagnvart
stúdentum snýr málið þess vegna
þannig, að ef stúdentaráð, sem er
ráðið þeirra, fær ekki hluta af þess-
um peningum, þá fara þeir í eitthvað
annað. Það stendur í lögum að
kennsla sem ríkið veitir verður að
standa til boða endurgjaldslaust,
þannig að peningunum má ekki veija
til þess að bæta kennsluna. Pening-
arnir myndu þvert á móti renna til
stjórnsýslu háskólans ef stúdentaráð
myndi ekki þiggja þá. í öllu falli,
þá spyr maður sig óhjákvæmilega,
hvers vegna kjörnir fulltrúar í stúd-
entaráði vilja frekar að peningarnir
sem þeir fá til starfsemi sinnar renni
í eitthvað annað.
Mér er það gjörsamlega hulin ráð-
gáta.
Frelsi til að velja
Frelsi til að velja. Undir þeim fána
háir minnihlutinn baráttu slna. Ég
er að hugsa um að tileinka mér þetta
slagorð í öðru og mikilvægara sam-
hengi. Kosningar til stúdentaráðs
hafa farið fram á hveiju einasta
ári, undantekningalaust, í sjötíu og
fimm ár. Á hveiju einasta ári geta
stúdentar valið hvort þeir Bjóða sig
fram í'stúdentaráð og einnig valið
um það hveijir eigi að sitja í stúd-
entaráði. Og jafnframt velja stúdent-
ar óhjákvæmilega hvað á að gera í
stúdentaráði.
Það er þetta frelsi sem á eitthvað
erindi í þessa umræðu. Frelsi er rétt-
ur. Stúdentum er fijálst að kjósa og
bjóða sig fram. Þetta er ákaflega
mikilvægt. Þeir hafa rétt til þess að
hafa áhrif á umhverfi sitt og jafnvel
bæta það.
Ef stúdentar réðu hvort þeir borg-
uðu e.k. félagsgjöld til ráðsins eða
ekki, þá hefðu þeir sem borga meiri
rétt. Og þannig virkar ráðið einfald-
lega ekki. Stúdentaráð er fyrir alla.
Höfundur er formaður Stúdenta-
ráðs Háskóla Islands.