Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 37
MINNINGAR
GUÐBJORN MAR
HJÁLMARSSON
+ Guðbjörn Már
Hjálmarsson
fæddist í Reykjavík
26. september
1982. Hann lést á
Barnaspítala
Hringsins 10. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Hjálmar Kristins-
son og Halldóra
Stefánsdóttir.
Bræður hans eru
Stefán, f. 4.7. 1979,
og Smári, f. 30.5.
1966. Guðbjörn
fluttist á vistheim-
ilið að Einibergi 29 sumarið
1992. Hann var á daginn á
Lyngási og í Safamýrarskóla.
Útför Guðbjörns fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Útskála-
kirkjugarði.
í DAG kveðjum við vin okkar Guð-
björn Má, sem við kynntumst fyrst
á leikskólanum Víðivöllum, en síðar
á Vistheimilinu Einibergi er leiðir
okkar lágu aftur saman fyrir u.þ.b.
þremur árum.
Minningu um fallegan dreng
munum við ávallt geyma í hjarta
okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjðf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Dóra, Hjálmar og Stefán,
við vottum ykkur okkar innilegustu
samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk
í sorg ykkar.
Anna Marín Krisljánsdóttir,
Guðrún Margrét Sigurðardóttir.
Ég man þig sem lítinn snáða
með stór brún augu.
Ég man þig með íbygginn svip
og alvarlegan.
Ég man þig hlæjandi
dillandi hlátri.
Ég man þig sofandi
værum blundi
eða hijótandi hátt.
Ég man þig á morgnana,
þreyttan pilt.
Ég man þig einnig
spjallandi um drauma
næturinnar,
sem sumir rættust,
aðrir ekki.
Ég man þig.
Elsku Dóra, Hjálmar og Stefán,
minningarnar og ykkar innri styrk-
ur munu hjálpa ykkur að takast á
við komandi tíma.
Agla Sigríður Björnsdóttir.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast,
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi,
sem kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þó burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik G. Þórleifsson)
Ég þakka Guðbirni fyrir sam-
fylgdina. Minningarnar um hann
eru margar og góðar. Þær munu
lifa með mér um ókom-
in ár. Guð blessi Guð-
bjöm Má.
Elsku Dóra, Hjálm-
ar og Stefán, ég sendi
ykkur mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
María
Hildiþórsdóttir.
Við kveðjum í dag
Guðbjöm Má Hjálm-
arsson. Á þessum
tímamótum leita á
huga okkar allar þær
góðu minningar sem
við eigum um Guðbjöm. Hann var
einstaklega fallegur drengur með
stór flauelsbrún augu sem sögðu
svo margt. Vegna fötlunar sinnar
talaði hann ekki á hefðbundinn
hátt, en tjáði sig með merkjum sem
við síðan smám saman lærðum að
lesa úr.
Guðbjöm var hógvær og iítillátur
og gerði ekki miklar kröfur til
umhverfísins. Á sinn hljóðláta hátt
laðaði hann fólk að sér og við nán-
ari kynni fór ekki á milli mála
hversu sterkur persónuleiki hans
var. Eiginleikar hans komu skýrt
fram í daglega lífinu. Baráttuþrek,
hugarró og styrkur vora hans að-
alsmerki og hann þurfti svo sannar-
lega oft á þessum eiginleikum að
halda í baráttu sinni fyrir lífinu.
En Guðbjörn var ekki einn á
ferð, að baki honum stóðu foreldrar
hans. Við starfsfólkið í Deild 1, sem
höfum átt því láni að fagna að
vera í þjónustu Guðbjöms og fjöl-
skyldu hans, eram ríkari eftir. Við
höfum fengið að kynnast þeirri
samstöðu og gagnkvæmu virðingu
sem einkennir fjölskylduna.
Elsku Halldóra, Hjálmar og íjöl-
skylda, við og bömin biðjum algóð-
an Guð að styrkja ykkur öll í sorg-
inni. Myndir og minningar um
Guðbjöm Má era okkur dýrmætur
fjársjóður um ókomin ár.
Vemdi þig englar, elskan mín,
þá augun fögra lykjast þín;
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt
(Steingr. Thorst.)
Starfsfólk Deildar 1 í
Lyngási og Safamýrarskóla.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðah útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Viltu sj á fleiri
alvarlegar tölur?
135,8%*
Hlutabréf Flugleiða hf
-50,8%*1
Hlutabréf frá Tævan
88,4%*
Hlutabréf Eimskips hf.
61> 7%* 1y,ó%
Sjóður 6,
íslensk hlutabréf
■ íþcu'ifi/iú'id/ii %/;mjó<U
til 0 ( ’tnt
' Nafnávöxtun sl. 90 daga m.v. l.september 1995.
en er það ekki svolítið broslegt að setja fram
árangur við ávöxtun langtíma spariíjár...
.. .yfir aðeins 90 daga ?
Við hjá VÍB teljum að það gefi ekki rétta mynd af
árangri við ávöxtun sparifjár að skoða stutt tímabil í
senn. Mestu máli skiptir fyrir sparifjáreigendur að
ávöxtun sé stöðug og góð yfir lengri tímabil. Því getur
verið varasamt að byggja ákvörðun um ávöxtun
peninga á upplýsingum um árangur til mjög skamms
tíma. Jafnframt er mikilvægt að gera greinarmun á
nafnávöxtun og raunávöxtun, sérstaklega eins og nú
þegar verðbólga mælist meiri en verið hefur um
urt skeið.
no
Hlutverk VÍB er að vaka yfir fjármunum viðskiptavina
sinna og veita þeim bestu þjónustu sem völ er á. VÍB
leitast við að rækta hlutverk sitt sem best meðal annars
með eftirfarandi hætti:
• Að ná bestu ávöxtun til lengri tíma
• Að veita bestu upplýsingar um ávöxtun og eignir
• Að vera i fararbroaai með fjármálaþjónustu sem bcetir
hag viðskiptavina
FORYSTA I FJARMALUM!
VlB
VERDBRÉFAMARKAÐUR (SL.ANDSBANKA HF.
• AMIi að Veróbréjajnngi Islands •
Ármúla 13a, 155 Rcykjavík. Símí 560-8900.