Morgunblaðið - 15.09.1995, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Móðir mín, tengdamóðir, systir, amma og langamma,
ANNA STEFANÍA BJARNADÓTTIR STRAND,
lést í Bandaríkjunum 19. ágúst sl.
Bálför hennar hefur farið fram.
Jóhannes Stefánsson, Árný Aðalsteinsdóttir,
Tryggvi Bjarnason,
sonardætur og sonardótturdóttir.
Faðir okkar, t EIRÍKUR GÍSLASON,
Heiðarholti 32,
Keflavík,
er látinn. Börn hins látna.
Móðir okkar, t PÁLÍNA HALLDÓRSDÓTTIR,
Sigtúni 33, Patreksfirði,
verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 16. sept-
ember kl. 14.00. Sigrfður Guðmundsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir og fjölskyldur.
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
HREFNA GEIRSDÓTTIR,
Hraunteigi 19,
lést í Borgarspítalanum að kvöldi
13. september.
Geir Torfason,
Ingveldur Ingólfsdóttir.
t
Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
séra JÓN EINARSSON
prófastur,
Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd,
andaðist að morgni 14. september.
Hugrún Guðjónsdóttir,
Sigríður Munda Jónsdóttir,
Guðjón Ólafur Jónsson, Kristín Huld Haraldsóttir,
Jóney Jónsdóttir, Gunnlaugur Aðalbjarnarson,
Einar Kristján Jónsson, Dagný Jónsdóttir,
Hrafnkell Oddi Guðjónsson,
Erla Gunnlaugsdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HAUKUR MARSVEINSSON,
andaðist á Landakotsspítala 6. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Innra-Hólmi,
verður jarðsunginn frá Innra-Hólmskirkju laugardaginn 16. sept-
ember kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Innra-Hólms-
kirkju njóta þess.
Jónina Sigurrós Gunnarsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
ANNA MARIA
EGILSDÓTTIR
+ Anna María
Egilsdóttir
fæddist í Reykjavík
22. júlí 1954. Hún
lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði
aðfaranótt 11. sept-
ember síðastliðinn.
Anna María var
yngst fimm barna
hjónanna Guðjóns
Egils Halldórsson-
ar bifreiðastjóra og
Asdísar Svavars-
dóttur frá Sauðár-
króki. Þau skildu
þegar Anna María
var í frumbemsku, en Asdís ól
bömin sín upp á Breið í Lýt-
ingsstaðahreppi í Skagafirði,
þar sem hún var ráðskona hjá
Jóni bónda Guðmundssyni.
Anna Maria trúlofaðist
Hrólfi Guðmundssyni frá Lýt-
ingsstöðum, en hann varð úti
19. desember 1973. Bara
þeirra, Guðmundur
Björgvin, drukknaði
í Djúpudalsá hinn
9. júní 1975, tveggja
og hálfs árs að aldri.
Árið 1976 giftist
Anna María Einari
Sigfússyni, en þau
skildu. Synir þeirra
eru: Svavar Már, f.
1976, Sigfús, f. 1978
og Sigurbjörn, f.
1981. Anna María
vann ýmis störf,
m.a. sem ráðskona
og á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga, en
síðustu árin var hún húsfreyja
á Fögrubrekku í Hrútafirði,
hjá Eyjólfi Vilhelmssyni bónda
þar. Þá starfaði hún í Kaupfé-
laginu á Borðeyri og í Staðar-
skála.
Hún verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
HÚN Maja mín er dáin.
Lífið kvaddi hún eins og hún lifði,
af æðruleysi og kærleika til allra,
sem henni þótti vænt um. Henni
tókst enn einu sinni að hugsa meira
um aðra en sjálfa sig. Af ótrúlegum
styrk tókst henni til hinztu stundar
að bíða þar til við vorum tilbúin
að sleppa henni og fyrr ekki. Þegar
hún vissi, að kallið var skammt
undan, lét hún kalla synina sína
til sín til síðustu kveðju og þegar
svo var komið var hún tilbúin.
Veikindi hennar voru henni þung-
bær. Hlutverki hennar var svo
langt í frá lokið. Að verða að hverfa
frá svo miklu var henni í senn svo
óbærilegt, að hún barðist eins og
hetjan, sem fórnar öllu fyrr en að
gefast upp. Uppgjöf var Maju ekki
eiginleg, þess vegna tókst henni
að hafa trú og von svo lengi og
miðla til okkar allra. Líknin kom
að lokum aðfaranótt 11. septem-
ber. Maja skilur eftir svo mikið og
með þakklæti var hún kvödd.
Fátækleg orð fá ekki lýst þess-
ari einstöku konu. Ég kveð hana
og þakka áralanga samfylgd, sem
aldrei bar skugga á. Við fylgdumst
að í orðsins fyllstu merkingu, hún
Maja mín og ég. Við glöddumst
yfir því góða og reyndum í sameig-
inlegri sorg að styrkja hvor aðra.
Það var erfitt verk að vera sú, sem
varð að segja henni sannleikann.
Vonin hennar og trúin á lífið var
henni akkerið, sem hún hélt svo
lengi í, því var oft nær óbærilegt
að sitja hjá henni og tala um lífið
en ekki dauðann. Við kvöddumst
ekki, við sögðum alltaf: „Sjáumst
á morgun."
Maju mína sá ég fyrst í septem-
ber árið 1973. Sonur minn Einar
fór að afloknu stúdentsprófi til
sumardvalar að Mælifellj í Skaga-
firði til bróður míns Ágústs og
konu hans Guðrúnar Láru. Þar
kynntust þau Einar og Maja. Ég
sá hana fyrst síðla sumars við hönd
'•HStiB&P
FOSSVOGI
, Þegar andlát
íer aci hönJum
| Útfararstofa Kirltjugartíanna fossvogi
Sími SSl 1266
sonar míns, fíngerða hlédræga
stúlku. Greindarleg, athugul augu
hennar horfðu lítið eitt rannsakandi
til mín, svo tók ég eftir fagra brúna
hárinu hennar, sem var eins og
allir fegurstu litir hefðu sameinazt
í. Það var eitthvað í fari hennar
Maju, sem kom mér til að vanda
orð mín. Þau Einar voru ákveðin
að fylgjast að. Þau stofnuðu heim-
ili sitt í Reykjavík með ást og gleði
og bjartsýni ungs fólks. Hún kom
til mín sem hið lýsandi milda ljós,
hljóðlát og rólynd og gefandi.
Allt sitt Iíf stráði Maja óafvit-
andi gullmolum í hvert sitt fótspor.
Þau Maja og Einar eignuðust sam-
an þijá syni, Svavar, fæddan 1976,
Sigfús, fæddan 1978, og Sigur-
björn, fæddan 1981. Mikil var gleði
foreldranna og stolt við komu
drengjanna.
Ævin hennar Maju var sjaldan
greið. í vöggugjöf fékk hún þá
kosti, sem einkenndu hana ætíð,
þ.e. bjartsýni, jákvæðni og bjarg-
fasta trú. Mikil ástúð ríkti á milli
heimila okkar og þróaðist þar vin-
átta, sem entist okkur ævilangt.
Með velferð sona sinna r huga var
lífsganga Maju gengin. Skilnaður
þeirra hjóna varð þeim báðum
þungbær.
Maja mín fór norður fyrir heiðar
með synina sína ungu og hóf þar
lífsbaráttuna ein og óstudd. Með
velferð þeirra að leiðarljósi, þraut-
seigju og óbilandi kjarki tókst henni
að gefa drengjunum það bezta
hverju sinni. Að lokum lá leið henn-
ar til Hvammstanga árið 1988. Þar
eignaðist hún heimili, sem hún
þráði svo heitt. Þar leið henni vel
með drengjunum. Það var ávallt
árlegur siður að koma til Maju í
desember og búa til laufabrauð.
Þá var hún ávallt búin að setja
jólastjörnu í gluggann, sem lýsti
mér veginn til þeirra.
Á Hvammstanga kynntist hún
Eyjólfi Vilhelmssyni og var það lán
beggja. Þau hófu búskap á jörð
hans Fögrubrekku árið 1992. Ung-
ur bóndi tók að sér mikið hlutverk,
konu með þijá drengi. Mikil ástúð
varð sérstaklega Sigurbirni yngsta
drengnum mikils virði, hann lagði
mikla ást á fóstra sinn, sem var
vel endurgoldin. Mér finnst sér-
staklega minnisstætt, þegar Maja
og Eyjólfur unnu saman við kerta-
gerð, ljósið var henni svo mikil-
vægt.
Einar sonur minn lézt 23. desem-
ber 1989 og varð drengjunum öll-
um sá missir mikill. Nú fylgja þeir
móður sinni sex árum síðar til
hinztu hvílu við hlið hans.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta,
á grænum grundum lætur hann mig hvflast.
Far þú í friði, elsku Maja mín.
Þín,
Slgrún.
Hinsta kveðja til elsku mömmu
okkar.
Ó, hve heitt ég unni þér!
Allt hið bezta í hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um 511 mín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf, sem mér
aldrei brást.
(Tómas Guðmundsson.)
Svavar, Sigfús og Sigurbjörn.
Hún var sterk kona, sterk kona
og hugrökk. Líklega hugrökkust og
þrautseigust þeirra kvenna sem ég
hef á ævinni kynnst. Kynni mín af
henni eru í huga mér myndir, sterk-
ar myndir tárum blandnar. Fyrsta
myndin er frá Mælifelli. Lítil stúlka
sér sorgina í fyrsta sinn, sorgina
óumræðilegu. Hún birtist í ungu
konunni Önnu Maríu, sem varla
komin af æskudögum er yfirbuguð
af harmi á moldunardegi drengsins
síns. Þarna hvíla þeir nú hlið við
hlið í Mælifellsgarði, drengurinn og
faðir hans, en skammt á milli. Get-
ur sorgin verið sárari, tárin dýpri
en þau sem falla þennan dag og
dagana þá fyrir rúmum tveimur
tugum ára? Sú kona er þrautseig
og blessuð, sem bognar, en brotnar
ei.
Síðan líður langur vegur. Anna
Maja kvænist Einari heitnum
frænda mínum og saman eignast
þau þijá syni, dýrmæta menn, sem
móðirin annast og gætir af urn-
hyggju. Hjónin skildu skiptum, en
óhögguð stóð fjölskyldan Anna
María og drengirnir. Hún lifði fyrir
drengina sína, hagaði lífí sínu svo
sem hún taldi að þeim væri fyrir
bestu, vann fyrir þeim og elskaði
þá. Þegar drengirnir eru komnir
nokkuð á legg flytja þau til Eyjólfs
í Fögrubrekku og er Maja þá á ný
komin í sömu sveit og foreldrar
mínir. Þaðan er önnur myndin, sem
sækir á hugann. Hólmavíkurrútan
með farþega á leið í Prestbakka
staðnæmist við kaupfélagið á Borð-
eyri. Út um glugga rútunnar sé ég
granna konu lágvaxna, eilítið bogna
í baki, snara þungum kössum í fang
sér og bera inn, einn af öðrum.
Byrðin var þung, en konan maður
til að bera hana. Og bros átti hún,
erfiðiskonan, til handa farþega í
þægilegu sæti.
Svo verður hún veik, þessi sterka
kona, veik í líkamanum sínum
magra. Og veikin ágerist uns dóm-
ur er upp kveðinn á miðju sumri.
Þriðja myndin, og sú síðasta, sem
sagt verður frá, en fleiri varðveittar
í hjarta, er frá sjúkrarúmi síðsum-
ars. Þar liggur þreytt kona, en reis-
ir sig upp við dogg og spyr aðkomu-
konu frétta. Stofan er falleg og
björt og blóm mörg á borði. Allt
andar langþráðri hvíld og friði. Og
Anna Maja talar um drengina sina
og saman sjáum við fyrir okkur öll
ófæddu barnabörnin hennar, sterk
og falleg og hugrökk börn. Hún er
hughraust, konan í rúminu, hug-
hraust og vongóð, en báðar þekkj-
um við í hjartanu söknuðinn.
Svo líður síðasti fundurinn og
konan hugprúða er numin gullhjúp-
uð í faðm Föðurins, þar sem hún
fær sín drottningarlaun. Og ávextir
lífs hennar, þeir Svavar, Sigfús og
Sigurbjöm, lúta höfði um stund, en
líta síðan fram á veginn björtum
augum, hugprúðum. Þannig heiðra
þeir minningu hetjunnar móður
sinnar, sem gaf þeim allt sem hún
átti.
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(H.P.)
María Ágústsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.