Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 39
MIIMIMINGAR
VALDIMAR
HALLDÓRSSON
+ Valdimar Halldórsson var
fæddur á Akranesi 24. júlí
1966. Hann lést 21. ágúst siðast-
liðinn og fór útförin fram 30.
ágúst.
Hver getur siglt án vinds í dag
hver getur róið án .ár.
Hver getur skilið við vininn sinn
utan að fella tár.
Ég get siglt án vinds í dag
ég get róið án ár.
En ekki skilið við vininn minn
utan að fella tár.
Þessa sænsku vísu rakst ég á
þegar ég frétti af andláti eins besta
vinar míns, Valdimars Halldórsson-
ar. A svona sorgarstund rifjast
minningarnar upp og maður grætur
og verður máttlaus og hugsar af
hverju? En það fást engin svör.
Dauðinn er alltaf svo fjarlægur, en
samt sem áður svo nálægur. Ein-
hver er tilgangurinn, sem enginn
veit.
+ Ágúst Sigurður Guðjónsson
var fæddur 28. ágúst 1912
í Melkoti í Leirársveit. Hann
lést á Sjúkrahúsi Akraness 3.
september síðastliðinn. Elísa-
bet Þorgeirsdóttir var fædd í
Bakkakoti í Skorradal. Hún lést
á Sjúkrahúsi Akraness 1. sept-
ember síðastliðinn. Utför
þeirra fór fram frá Akranesi
8. september sl.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Mig langar aðeins að minnast
ömmu og afa, sem nú hafa kvatt
þennan heim.
Það eru margar minningar sem
koma upp í huga minn þegar ég lít
til baka. Ég minnist þess þegar ég
var yngri og fór í heimsókn til þeirra
upp á Skaga á sumrin, af hve mik-
illi alúð þau hugsuðu um mig. Á
morgnana byrjaði amma alltaf á
því að kveikja á rafmagnsofninum,
til þess að ég gæti hlýjað fætur
mína. Hún hitaði mjólkina sem fór
Skilafrest-
ur vegna
minningar
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
Valla kynntist ég fyrir mörgum
árum og var það í sportvörudeild-
inni í KB og eru þaðan margar frá-
bærar og ógleymanlegar minning-
ar. Fótboltinn var alltaf efstur í
huga Valla og var hann mjög góður
knattspyrnumaður.
í vinnunni okkar í Sportvöru-
deildinni tippuðum við alltaf í 1X2
og kom það fyrir eitt skiptið að
bæði ég og Valli fengum 12 rétta
en málið var það að ég fór eftir
hans röð. Stundum datt okkur í
vinahópnum í hug að skreppa í
bústað í Bifröst. Þar var alltaf mik-
ið fjör hjá okkur félögunum.
Oft höfðum við orð á því við
Valla, að ef Mick Jagger sæi til
hans mætti hann passa sig því
Valli náði honum alveg frábærlega
og var mikill aðdáandi Rolling
Stones.
• Eitt laugardagskvöld vorum við
á rúntinum á Lödunni hans og þá
datt okkur í hug að skreppa á Akra-
nes, eins og oft var gert um helg-
ar. En Valli treysti ekki bílnum sín-
út á Cheeriosið mitt og á kvöldin
setti hún sængina mína á ofninn,
svo mér myndi hlýna strax. Og að
fá að fara á knattspyrnyleiki með
afa var meiriháttar upplifelsi. Það
var yndislegt að vera hjá þeim.
En nú hafa þau lokið sinni lífs-
göngu og þótt erfitt sé að sætta
sig við það og söknuðurinn sé mik-
ill, veit ég að þeim mun liða vel þar
sem þau eru.
Elsku amma og afi, ég vil þakka
ykkur af öllu mínu hjarta fyrir alla
þá alúð og alla þá gæsku sem þið
veittuð mér og fjölskyldu minni.
Guð blessi ykkur.
Linda, Gestur og Ásta Katrín.
um, og ekki átti ég bíl. Þá hrökk
upp sú hugmynd hjá Valla að taka
bara bílaleigubíl og úr því varð og
útá Akranes fórum við.
Já, Valli minn, minningarnar eru
svo margar og dýrmætar og ég
vann mikið með þér, bæði í KB og
mjólkursamlaginu og er ég þakklát
fyrir það.
Það var hægt að treysta þér fyr-
ir öllu og ávallt gott að tala við þig
ef eitthvað bjátaði á hjá mér. Ég
hefði viljað að stundirnar yrðu fleiri
og það verður skrítið að koma heim
um jólin og vita það að þú sért
ekki þar. Einhvern tímann hittumst
við á ný og þá verður kátt á meðal
okkar.
Þegar þú talaðir um litlu dóttur
þína, hana Dóru Kristínu, þá kom
alltaf stoltur svipur á þig og það
var svo gaman að fylgjast með
ykkur feðginum, því hún er svo lík
þér.
Ég bið Guð um að leiða þig í ljós-
ið og varðveita þig. Hafðu þökk
fyrir allt og allt, minn kæri vinur.
Ég og Kristján sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til dótt-
ur þinnar, foreldra, systkina og fjöl-
skyldu þinnar og vina þinna og biðj-
um Guð að styrkja ykkur á þessari
erfiðu stund.
Þín frænka og vinkona,
Ásta Guðrún Pálsdóttir og
Kristján Jónsson, Svíþjóð.
Miðvikudaginn 30. ágúst sl. var
Valdimar Halldórsson, eða Valli
eins og hann var oftast kallaður,
jarðsunginn frá Borgarneskirkju og
langar okkur að minnast hans með
örfáum orðum.
Valli lék knattspyrnu með öllum
yngri flokkum Skallagríms enda
átti íþróttin hug hans allan. Með
meistaraflokki lék hann yfir 100
leiki ásamt því að þjálfa yngri
flokka félagsins.
Valli var mjög fjölhæfur leikmað-
ur með mikið keppnisskap og fast-
heldinn var hann. Til dæmis lék
hann alltaf í treyju númer 7 og lék
ætíð með klút um hálsinn. Hann
var góður vinur innan vallar sem
utan. Um leið og við þökkum Valla
fyrir framlag hans og vel unnin
störf fyrir félagið, þá viljum við
biðja Guð að styrkja fjölskyldu
hans, ástvini og vini, í þeirra sorg.
Minningin um góðan dreng mun
lifa.
Knattspyrnudeild Skallagríms.
+
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MATTHÍAS JÓHANNSSON,
Hólavegi 16,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 16. september kl. 14.00.
Jóna Pétursdóttir,
Elisabet Matthiasdóttir, Jón Valgeirsson,
Hjördis Sigurbjörg Matthiasdóttir, Einar Þór Sigurjónsson,
Halidóra Sigurjóna Matthiasdóttir, Snævar Vagnsson,
Matthildur Guðmunda Matthíasd., Gunnar Jónsson,
Stella María Matthíasdóttir, Ásgeir Þórðarson,
Braghildur Sif Matthiasdóttir, Ásgrímur Ari Jósefsson,
Jóhann Örn Matthfasson, Hulda Ágústsdóttir,
Pétur Matthíasson,
Kristján Jóhann Matthíasson, Finndís Fjóla Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUNNHILDUR DAVÍÐSDÓTTIR
húsfreyja,
Laugarbökkum,
Ölfusi,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju
laugardaginn 16. september kl. 13.30.
Guðmundur Þorvaldsson,
Sigríöur Magnúsdóttir,
Kristjana Guðmundsdóttir,
Davíð Guðmundsson,
Þorvaldur Guðmundsson,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Karl R. Guðmundsson,
Tryggvi Bjarnason,
Bryndís Arnardóttir,
Erla Ingólfsdóttir,
Kristján Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁGÚST SIGURÐUR
GUÐJÓNSSON
ELÍSABET
ÞORGEIRSDÓTTIR
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi
LEIFUR HARALDSSON
rafverktaki,
Botnahlíð 16,
Seyðisfirði,
verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðar-
kirkju á morgun, mánudaginn 19. sept-
ember, kl. 14.00.
Steinunn J. Ólafsdóttir,
Hulda Leifsdóttir, Stefán Jón Sigurðsson,
Haraldur Leifsson,
Ólafur Leifsson,
Sigurbjörg Leifsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og bróðir,
SAMÚEL MARÍUS FRIÐRIKSSON,
Blómsturvöllum 4,
Grindavik,
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju
laugardaginn 16. september kl. 11.00
fyrir hádegi.
Jóhanna Alfreðsdóttir,
Alfreð Samúelsson, Guðni Bragason
og sýstkini hins látna.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN EIRÍKSDÓTTIR,
Votumýri,
Skeiðahreppi,
sem andaðist á heimili sínu 6. septem-
ber sl., verður jarðsungin frá Ólafs-
vallarkirkju laugardaginn 16. september
kl. 14.00.
Eiríkur Guðnason,
Hallbera Eiríksdóttir, Búi Steinn Jóhannsson,
Guðni Eiríksson, Helga Ásgeirsdóttir,
Tryggvi Karl Eiriksson, Ágústa Tómasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar og tengdamóður,
SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Lyngholti 14E,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-deild, dvalarheimilinu Hlíð.
Helgi Bernharðsson, Katrín Þorvaldsdóttir,
Dóra Bernharðsdóttir,
Jón Bernharðsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Lindargötu 61,
Reykjavík.
Guðlaugur Már Sigmundsson, Hildigunnur Friðjónsdóttir,
Árni Guðlaugsson, Guðni Hrafn Guðlaugsson,
Ellert Jón Jónsson, Þórdi's Hlöðversdóttir,
Hlöðver Ellertsson, Helga Guðmundsdóttir,
Hrefna Hlöðversdóttir.
+
Þökkum innilega þeim fjölmörgu, sem
sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns,
föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
SIGURÐAR SÖRENSSONAR
fyrrv. hafnsögumanns,
Silfurgötu 11,
Stykkishólmi.
Ingibjörg Árnadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.