Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 41
Sjónarhorn
Hvað er í matnum
sem við borðum?
*
I ljós hefur komið að ólöglegir plágueyðar
eru notaðir við ræktun grænmetis og
ávaxta. Margrét Þorvaldsdóttir segir að
neytendur þurfí meiri og betri upplýsingar
um útrýmingarefni sem notuð eru við
ræktun matvæla.
FYRIR neytendur er óviðunandi
hve litlar upplýsingar liggja fyrir
um notkun skordýraeiturs og ann-
arra plágueyða (þ.e. skordýraeit-
urs, illgresiseyða og sveppalyfja)
í ræktun grænmetis sem hér eru
á markaði. Á það jafnt við um
innlenda og innflutta framleiðslu.
Hægt er að nálgast upplýsingar
um hvaða efni innlendum rækt-
endum er leyfilegt að nota á hveij-
um tíma, en ekki um notkun og
magn. Upplýsingar um virkni
þessara efna kemur erlendis frá,
þar sem áhersla er lögð á að fræða
neytendur, enda er ágóðinn þeirra
svo og áhættan.
Aðhald og eftirlit með ræktun
er nauðsynlegt
Opinbert eftirlit með ræktun
virðist vera nauðsynlegt, því regl-
ur er auðvelt að sniðganga. í fe-
brúarblaði Food Chemical News
segir að könnun hafi leitt í ljós
að bandaríska matvæla- og fæðu-
eftirlitið (FDA, þeirra Hollustu-
vernd) hafi látið hjá líða að greina
frá víðtækri notkun ólöglegra
plágueyða á ýmsar tegundir græn-
metis og ávaxta þar í landi. I júlí-
blaði bandaríska kvennablaðsins
Ms. er grein undir fyrirsögninni
„Pesticides: Nowhere to hide“, þar
sem vakin er athygli á mikilli notk-
un alls kyns efna á ræktuð mat-
væli. Bent er á hinar glæsilegu
grænmetis- og ávaxtadeildir mat-
vöruverslana, þar sem alla mánuði
ársins má sjá hlaða af sí-fersku
grænmeti og ávöxtum, alls staðar
að úr heiminum. Þessi litauðuga,
gimilega framleiðsla þykir vera
farin að líkjast vaxmyndasafni.
Hún stendur þér til boða á kostn-
að heilbrigði fjölskyldunnar, segir
í greininni.
Tvær tegundir ávaxta, jarðar-
ber og ferskjur, koma strax í
hugann þegar minnst er á vax-
myndir í grænmetisdeildinni.
Þessir ávextir hafa í eðli sínu
mjög lítið geymsluþol, en virðast
halda fersku og ósködduðu útliti
þrátt fyrir langa flutninga og
geymslu.
Ólöglegir plágueyðar í
grænmeti og ávöxtum
í Food Chemical News er greint
frá nýbirtum bandarískum rann-
sóknum sem leiddu í ljós að ólög-
legir plágueyðar reyndust vera í
25% af grænum baunum og 16%
af perum, 12% af eplasafa, bróm-
beijum og graslauk og í 8% sýna
af öllum belgbaunum og jarðar-
beijum. í innfluttri framleiðslu
reyndist prósenta ólöglegra efna
vera mun hærri, eða í 40,8% af
grænum baunum frá Gvatemala
og í 18,4% jarðarbeija frá Mex-
íkó. í ritinu segir ennfremur að
66 mismunandi ólöglegir plágu-
eyðar hafi fundist í 42 tegundum
ávaxta og grænmetis og í sumum
tegundunum reyndist helmingur
plágueyða vera ólöglegur. Þessar
upplýsingar koma fram í skýrslu
sem ber tiltilinn „Forbidden Fruit:
Illegal Pesticide in the U.S. Food
Supply".
Plágueyðir á bannlista í
Bandaríkjunum leyfður hér
Af ólöglegum eiturefnum, sem
getið er um að hafi fundist í fram-
leiðslunni og eru á bannlista í
Bandaríkjunum, eru efnin captan
og dursban. Captan er sagður
krabbameinsvaldur. Samkvæmt
nýjasta yfirliti yfir plöntulyf, sem
gefið er út af umhverfisráðuneyt-
inu (júlí 1995), er að finna efnið
captan. Plöntulyfið „orthocid 83“
inniheldur 83% captan. í bækl-
ingnum segir að á umbúðunum
skuli vera merkimiði sem segir
að efnið sé hættulegt fiskum.
Ekki virðist nauðsynlegt að geta
þess í leiðinni að efnið geti einnig
verið hættulegt mönnum, enda
captan aðeins sett í hættuflokki B!
Sala á hættulegum plágu-
eyðum leyfileg
Eftirlit með ávöxtum og græn-
meti sem flutt eru til Bandaríkj-
anna er sagt vera óviðunandi, um
90% grænmetis og ávaxta fara inn
í landið án þess að litið sé á það,
eftirlitið er sagt meira bundið við
útlit framleiðslunnar en rannsókn-
ir á leifum plágueyða.
í greininni í tímaritinu Ms. seg-
ir að samkvæmt bandarískum lög-
um sé leyfilegt að selja til annarra
landa 43 efni í plágueyðum sem
metin eru of hættuieg tii notkunar
í Bandaríkjunum og einnig hundr-
uð annarra efna sem ekki eru á
skrá. Útflutningur óskráðu efn-
anna þykir sérstakt áhyggjuefni
vegna þess að upplýsingar um þau
eru ekki til. Þessum viðskiptum
er líkt við sölu á sprengjum á
heimsmarkaði, sem síðan eigi eftir
að springa í þeirra eigin bakgarði.
Eitranir af völdum plágueyða
Þessi efni eru að vísu ekki bráð-
drepandi, en þau geta valið eitrun-
um og það er uppsöfnun þeirra í
líkamanum og langtímaáhrif sem
eru áhyggjuefni. Þeir sem vinna
við ræktun og eru í daglegri snert-
ingu við þessi efni eru í sérstökum
áhættuhópi. Fjölmörg örlagarík
slys hafa orðið við meðferð á
plágueyðum. Tekið er dæmi frá
1989 þegar yfir 100 starfsmenn
á grænmetisbúi einu í Flórída urðu
fyrir alvarlegum eitrunum eftir að
hafa verið sendir út á blómkáls-
akra daginn eftir að kálið hafði
verið úðað með plágueyðinum
mevinphos. Framleiðandi eitursins
féllst á að hætta framleiðslu efnis-
ins, en var leyft að selja lagerinn
til loka ársins 1994. Fyrirtækið
hefur síðan haldið áfram að selja
efnið til landa eins og Tælands
og Suður-Afríku. Við kaupum
ávexti og annað góðgæti frá þess-
um föndum, þess vegna gætu efni
eins þetta endað hér á okkar eigin
diski.
Framleiðendur eru sagðir krefj-
ast sífellt sterkari útrýmingar-
efna, ástæðan er sú að sífellt fleiri
skordýr, maurar, nagdýr og illgr-
esistegundir hafa myndað ónæmi *
gegn þessum efnum á undanförn-
um árum. Fyrir um 30 árum
reyndust um 137 tegundir skor-
dýra og maura hafa myndað
ónæmi gegn skordýraeitri en nú
eru þær um 500 hundruð. Sér-
fræðingar segja, að á síðustu 40
árum hafi það magn ræktaðrar
framleiðslu, sem skordýr eyði-
leggja, tvöfaldast, á sama tíma
hafi bæði magn og eitrunaráhrif
skordýra- og plágueyða meira en
tífaldast.
Notkun plágueyða á grænmeti
og ávexti á erlendri grund er mál
sem snertir okkur beint, þar sem
við verðum að treysta á innflutt,
ræktuð matvæli. í næstu grein
verða því tekin fyrir efni sem
greinst hafa í ýmsum algengum
matvælum og hvernig hægt er
að gera ráðstafanir til að draga
úr neyslu þeirra. Og í þriðju grein-
inni verður svo reynt að fara í
saumana á virkni eftirlitsins hér
á landi.
Nordia 95
FRIMERKI
Norræn frímerkja-
sýning í Malmö
Dagana 27. til 29. október nk.
verður haldin í Malmö í Svíþjóð
samnorræn frímerkjasýning,
NORDIA 95, í svonefndum
Malmö MSsshallar, sem er ný
sýningarmiðstöð, ekki langt frá
aða(járnbrautarstöðinni og þar
sem flugbátamir frá Kaup-
mannahöfn lenda í höfninni.
SVERIGES Filatelist-Förbund
stendur að sýningunni með stuðn-
ingi sænsku póststjórnarinnar. Vill
hún með NORDIU 95 láta hugtakið
frímerkjasýning fá nýja merkingu
eða nýtt inntak. Hefðbundnir sýn-
ingarflokkar verða að sjálfsögðu.
Hins vegar verður svipað rými á
sýningunni, sem verður alls um
1.800 rammar, ætlað undir sýning-
arefni, þar sem lögð er áherzla á
nýtízkulega hluti, bæði frímerki og
annað póstsögulegt efni frá síðustu
20 árum. Jafnframt hafa sýnendur
nær óbundnar hendur um það,
hversu fijálslega þeir setja efnið
fram. Sænska landssambandið seg--
ist með þessum nýja sýningarflokki
vilja koma til móts við óskir margra
félaga sinna.
Hér er um mjög athyglisverða
breytingu að ræða í sambandi við
frímerkjasýningar. Er hún vita-
skuld gerð til þess að auka fjöl-
breytni og fá jafnframt hinn al-
menna safnara til þátttöku í þeim.
Um leið á þetta að höfða fremur
en verið hefur til þorra fólks, sem
sækir frímerkjasýningar.
Ekki verður hlutur eldri íslenzkra
frímerkjasafnara stór á NORDIU
95. Til þess liggja ýmsar ástæður
og m.a. þær, að nokkrir þeirra, sem
einkum hafa sett svip á sýningar
með söfnum sínum, hafa horfið úr
hópnum. Aftur á móti verða það
ungir safnarar, sem halda uppi
merki íslands á NORDIU 95. Þeir
unglingar, sem senda söfn á sýning-
una, hafa allir komið við sögu áður
og fengið góð verðlaun fyrir söfn
sín. Það eru þeir Björgvin Ingi Ólafs-
son með fuglamerki sín, Gunnar
Garðarsson með merki af fuglum í
útrýmingarhættu, Gísli Geir Harð-
arson með tónlistarmerki, Steinar
Örn Friðþórsson með frímerki um
stríðið í Evrópu og Afríku 1939-45,
Guðni Friðrik Ámason með Kólumb-
usarmerki sín, Jón Þór Sigurðsson
með frímerki um sögu flugsins og
loks Pétur H. Ólafsson með frímerki
úr síðari heimsstyijöldinni. Þessi
söfn kannast flestir lesendur við af
fyrri sýningum.
Garðar Jóhann Guðmundarson
sendir efni í nýja opna flokk Svíanna.
Nefnir hann það Fólk - og fleira
fólk.
í bókmenntadeild leggur Þór Þor-
steins fram bók sína: Frímerkingar-
vélar á íslandi 1930-1993. Enn
fremur verður þama ný bók eftir
Don Brandt, sem hann nefnir Walk-
ing into Iceland’s Postal History.
í samkeppnisdeild verður einung-
is eitt safn héðan að heiman. Er
NÝ frímerki 18. september.
það Danmörk 1870-1904, tvílit
frímerki, sem umboðsmaður
NORDIÚ 95 hér á landi, Jón Aðal-
steinn Jónsson, sýnir.
Af hálfu íslands taka þeir Ólaf-
ur Elíasson og Sigurður R. Péturs-
son þátt í dómarastörfúm.
Enda þótt enginn íslenzkur
safnari úr eldri hópnum hafi sent
íslandssöfn sín á NORDIU 95,
verður ísland ekki með öllu af-
skipt. S. Grelsson frá Svíþjóð sýn-
atvinnugrein á alþjóðamarkaði.
Loftleiðir unnu brautryðjendastarf í
alþjóðaflugi með lágum fargjöldum
á flugi milli Evrópu og Bandaríkj-
anna. ... Lúxemborgarflugið hefur
alla tíð haft mikil áhrif á þróun al-
þjóðaflugreksturs á íslandi.“
Þessa atburðar minnist póst-
stjórn okkar með útgáfu 35 króna
frímerkis, þar sem mun mega sjá
Boeing 747 flugvél. Frímerkið er
hannað af póststjórn þeirra Lúxem-
borgarmanna, en prentað í prent-
smiðju svissnesku póststjórnarinn-
ar. Mun það vera í fyrsta skipti,
sem sú prentsmiðja prentar íslenzkt
ir Island 1876-1904, þ.e. íslenzku
aurafrímerkin, og Stig Österberg
sýnir sitt vel þekkta safn af tveim-
ur kóngum. Þá mun Ebbe Eldrup
hafa verið boðið að sýna í heiðurs-
flokki íslandssafn sitt.
Ný frímerki
Eftir alllangt hlé gefur Póst- og
símamálastofnunin út þijú ný frí-
nierki 18. þ.m.
Hinn 22. maí 1955 lenti íslenzk
Loftleiðaflugvél á Findel-flugvelli í
Lúxemborg í fyrsta sinn. Um þann
atburð segir m.a. svo í tilkynningu
Pósts og síma: „Ákvörðun um flug
milli Lúxemborgar og Bandaríkj-
anna með viðkomu á Islandi var
sennilega afdrifaríkari en flestar
aðrar í íslenskri flugsögu. Norður-
Atlantshafsflug Loftleiða gerði ís-
lenskan flugrekstur að sjálfstæðri
frímerki. 16 frímerki eru saman í
örk. Jafnframt hefur verið gerð
sérstök gjafamappa með stimpluð-
um og óstimpluðum íjórblokkum.
Er verð hennar 750 krónur.
Sama dag koma út tvö fuglafrí-
merki í tilefni Náttúruverndarárs
Evrópu 1995. Enda þótt svo sé, eru
þessi frímerki í raun beint áfram-
hald af þeim fallegu fuglafrímerkj-
um, sem póststjórnin hefur verið
að gefa út á liðnum árum og Þröst-
ur Magnússon teiknað af alkunnri
smekkvísi. Hann á einnig heiðurinn
af þessum nýju frímerkjum. Þau
eru að þessu sinni prentuð hjá Joh.
Enschedé í Hollandi, en ekki í Sviss,
svo_ sem verið hefur.
Á 25 kr. frímerki er mynd af
auðnutittlingi (Acanthis flammea).
Um hann segir m.a. svo í tilkynn-
ingu póststjórnarinnar: „Auðnutittl-
ingar eru litlir gráir spörfuglar.
Rauður kollur greinir þá frá öðrum
fuglum sem hér eru. Þeir eru al-
gengir í birkiskógum og víðikjarri
en í seinni tíð einnig í görðum og
tijálundum. ... Auðnutittlingar eru
algerir staðfuglar sem flakka um
landið. Þeir gefa frá sér sérkenni-
lega langdregin hljóð. Auðnutittl-
ingar eru eina íslenska fuglateg-
undin sem hreiðrar sig undantekn-
ingarlaust í tré, einkum birki eða
greni. Hreiðrið er fallega ofín karfa
úr grófum efnum yst en fínlega
fóðruð, aðallega með fjöðrum. ...
Þeir eru alfriðaðir."
Á 250 kr. frímerki er mynd af
hrossagauki (Gallinago gallinago).
Um hann segir m.a. þetta í tilkynn-
ingunni: „Hrossagaukar eru brúnir,
óvenju neflangir vaðfuglar. Flestir
þeirra eru farfuglar sem sjást fyrst
um miðjan apríl en hverfa flestir
brott í september þótt einstaka fugl
þrauki hér veturinn. Þeir verpa
mest í mó- eða mýrlendi.... Á sumr-
in steypa hrossagaukar sér úr lofti
og mynda sérkennileg hljóð
(„hnegg") með stélfjöðrunum. ...
Hrossagaukar eru alfriðaðir."
Jón Aðalsteinn Jónsson