Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
Að vera Pétur
eða Páll
Frá Hinríki Fjeldsted:
ÉG HEF verið að hugsa um um-
mæli þingmanna þessarar ríkis-
stjórnar um atvinnuleysið. Flestir
sem hafa tjáð sig um málið segjast
sýna skilning á þessum málum.
Ummæli
tveggja þing-
manna hafa
hneykslað
marga. Tillaga
Péturs Blöndal
frá Sjálfstæðis-
flokki, þess efn-
is, að atvinnu-
lausir eigi að
stunda námskeið
og að þeir sem
ekki geri það eigi á hættu að missa
bæturnar, þetta sýnir okkur að
Pétur, einn af okkar nýju þing-
mönnum, hefur ekki hugsað málið
til enda.
Raunin er sú að Pétur vill setja
helminginn á námskeið og Páll Pét-
ursson vill senda hinn helminginn
í fisk. Þannig hafa þessir tveir
menn reddað atvinnuleysingu.
0 nei, herrar mínir og frúr, aldeil-
is ekki! Pétur hefur ekki tekið það
með í reikningin að það eru líka
mæður atvinnulausar. Ef þær eiga
að sækja þessi námskeið til þess
að missa ekki bæturnar, þurfa þær
að ráða sér barnapössun. Fyrir
barnapössun þurfa þær að borga.
Þannig er verið að þröngva fólki
af bótum sem það á fullan rétt á.
Að námskeiði loknu verður þetta
fólk í sömu sporum vegna þess að
atvinnuleysi minnkar ekki við það
að mennta fólk, það sýna atvinnu-
leysistölur háskólamenntaðra
manna.
Það væri betri kostur að setja
átak í gang til að útvega þessu
fólki vinnu. Pétur, hefur þú hug-
leitt að leggja fram frumvarp á
Alþingi þar sem varanleg lausn er
fundin á atvinnuleysinu! Því oft
veltir lítil þúfa þungu hlassi, þú
getur verið þessi litla þúfa, Pétur.
Mér finnst Pétur og Páll tala um
atvinnulausa eins og að meginþorr-
inn sé að vinna með bótum og hinn
hlutinn nenni ekki að vinna! Finnst
mér þetta s_ýna atvinnulausum lítils-
virðingu. Eg held að þessir menn
viti ekki hvernig það er að vera
atvinnulaus. Og vona ég að þeir
þurfi ekki að reyna það.
Páll Pétursson er mjög mikið
sammála síðasta ræðumanni, alla
vegana var hann sammála mörgum
í útvarpsþætti um vanda heimil-
anna. I þessum þætti var vandi
heimilanna skoðaður lítillega. Vandi
heimilanna er að mínu mati að ungu
fólki er ýtt út í húsnæðiskaup vegna
þess að ieigumarkaðurinn er
ótryggur. Ungt fólk, sem er að ijár-
festa í sinni fyrstu íbúð, vinnur
mikið til þess að láta enda ná sam-
an. Um leið er þetta fólk hlutfalls-
lega að borga mestu skattanna. Það
er óhagkvæmt fyrir ungt fólk með
börn að vinna bæði úti vegna þess
að mikill hluti af umframvinnu
þessa fólks fer í skatta.
Endar ná ekki betur saman með
að lengja húsnæðislánin, það verður
líka að taka á útgjaldaliðum þessa
fólks. Kjarabætur til fólksins í þessu
landi væru bestar ef leitað yrði leiða
til þess að létta á vanda heimil-
anna. Ekki að bíða eftir að heimilin
endi á gjörgæslu hjá bóndanum frá
Höllustöðum.
HINRIK FJELDSTED,
sölumaður.
Fargj aldahækkun
SYR
Frá Hildi Kjartansdóttur:
ÉG ER ein af þeim sem kaus
Reykjavíkurlistann og hef fylgst
vel með því sem borgarstjórinn og
nýi meirihlutinn hefur verið að
gera.
Þau eru reyndar ekki öfundsverð
að taka við stjórninni með alla sjóði
tóma, en það er allt annað mál.
Það sem ég get ekki orða bundist
yfír er hvernig fjölmiðlaumfjöllunin
er oft ósanngjörn og er skemmst
að minnast fargjaldahækkunar
SVR og Almenningsvagna nú fyrir
nokkrum dögum. Bæði fyrirtækin
hækkuðu eða breyttu gjaldskrám
sínum sama dag, annað þjónar
Reykvíkingum en hitt íbúum sveit-
arfélaganna hér í kring. Hækkunin
hjá SVR er blásin upp og talað
um 20-100% hækkun, en lítið um
hina Pjallað.
Væri ekki réttlátara að bera
saman fargjöld þessara tveggja
þjónustufyrirtækja? Ég veit ekki
betur en fargjöldin hjá SVR séu
miklu ódýrari en hjá AV. Ungling-
ar borga 60 krónur fyrir staka
miða hjá SVR en hjá AV kostar
unglingafargjaldið 130 krónur.
Það hefur líka verið talað um að
vegið sé að öldruðum hjá SVR þar
sem farmiðinn kostar 50 krónur
fyrir aldraða sem er fjórðungur af
heilu fargjaldi. En hjá AV þurfa
aldraðir að borga á bilinu 65-110
krónur. Af hverju talar enginn um
þessar staðreyndir? Eða þá öryrkja
og þeirra fargjöld þar sem farmið-
inn kostar 25 krónur hjá SVR á
móti 65-110 krónum í nágranna-
sveitarfélögunum.
Ég held það væri sanngjarnari
umfjöllun að bera saman fargjöldin
og hvað í raun og veru hangir á
spýtunni.
HILDUR KJARTANSDÓTTIR,
Tjamargötu 44.
Kripalujóga
Verið veikoinin a kynningardaginn okkar, laugardaginn 16. septcmber.
Vetrarstarfsemin verður kynnt og boðið í jógatíina.
Tímar í Kripalujóga verða kl. 7.30,9-30,11.00,13.00 og 16.00.
Hugleiðslutími kl. 14.30.
Bikramjóga kl. 17.15.
Aðrar kynningar:
Kl. 11 öldutækni, tilfinningavinna.
Kl. 12 Blómarósir á besta aldri, námskeið fyrir konur 35 ára og eldri. Kvenímyndin, breytingaraldurinn o.fl.
Kl. 13 Nuddkynning, ýmsar tegundir kynntar.
Kl. 14 Listin að lifa í gleði og heilbrigði, námskeið fyrir þá sem vilja skoða og breyta lífsmynstrum sínum.
Kl. 15 Gyðjan, nornin og leyndardómarnir, námskeið fyrir ævintýragjarnar konur sem þora að horfast í
augu við sjálfa sig.
Nduðsynhgt er uð vera íþœgilegum fötum i jégatímunum - skiptiklefur a' staðnum.
Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2. hæð, s. 588 4200.
HASKOLABIO
BORGARBÍÓ
Akureyri