Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 56
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125’KR. MEÐ VSK
Utifundur ASI krefst afnáms á hækkunum til þingmanna og embættismanna
Góður leik-
ur KR-inga
KR-INGAR sýndu góðan
leik þrátt fyrir tap gegn
ensku bikarmeisturunum
Everton 2:3 í Evrópukeppni
bikarhafa á Laugardalsvelli
í gærkvöldi. Þormóður Eg-
ilsson fyrirliði KR og Daniel
Amokachi, Nígeríumaður-
inn í liði Everton, berjast
hér um boltann í leiknum.
■ íþróttir/Bl-4
Hannes
með vinn-
ingsforskot
HANNES Hlífar Stefánsson hefur
vinningsforskot á Margeir Pétursson
fyrir síðustu umferð Friðriksmótsins
sem tefld verður í dag og nægir jafn-
tefli í skák sinni við Smyslov til sig-
urs á mótinu.
Úrslit í lO.umferð, sem tefld var
í gær, urðu þau að Hannes Hlífar
vann Larsen, Friðrik Ólafsson og
Margeir gerðu jafntefli, Jóhann
Hjartarson vann Helga Áss Grétars-
son, Jón L. Ámason og Smyslov
gerðu jafntefli, Helgi Ólafsson vann
Þröst Þórhallsson og Sofía Polgar
og Gligoric gerðu jafntefli.
I dag tefla saman, auk Hannesar
og Smyslovs, Margeir og Polgar,
Helgi Áss og Friðrik, Þröstur og
Jóhann, Larsen og Helgi og Jón L.
og Gligoric.
Sömu kjarabóta verður
krafíst við fyrsta tækifæri
UM tíu þúsund manns voru á úti-
fundi Alþýðusambands íslands á
Ingólfstorgi í gær að mati lögreglu
og fjölmenni var einnig á fundum
sem boðað var til á Akureyri og í
Vestmannaeyjum. Harðorð ályktun
vegna ákvarðana um launahækkan-
ir til handa alþingismönnum, ráð-
herrum og helstu embættismönnum
þjóðarinnar var einróma samþykkt
og fram kemur að ef ákvarðanir
um launahækkanir verði ekki felld-
ar úr gildi krefjist launafólk sömu
kjarabóta sér til handa við fyrsta
tækifæri.
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
sagðist vera mjög ánægður yfír við-
tökum almennings við áskorun
ASÍ. Tónninn hefði alls staðar verið
sá sami. Hann sagðist vonast til
þess að í framhaldinu myndu stjórn-
völd breyta til þeirrar stefnu sem
mörkuð hefði verið í vetur og sem
hefði verið grundvöllur þeirra kjara-
samninga sem gerðir hefðu verið,
að efnahagsbatinn yrði fyrst og
fremst nýttur til að jafna kjörin,
bæta kjör þeirra lægstlaunuðu og
tryggja atvinnustigið.
Benedikt sagðist ekki vilja segja
stjórnvöldum hvernig þau ættu að
gera þetta, en það væri bráðnauð-
synleg^ að bregðast við. „Ef það
gerist ekki núna alveg næstu daga,
þá eru menn að safna glóðum elds
að höfði sér. Þá er bara spursmál
um hvenær stóra sprengingin verð-
ur, en hún verður,“ sagði Benedikt
ennfremur.
Ekkert nýtt kom fram
„Eg fylgdist að sjálfsögðu eins
og aðrir landsmenn með fundar-
höldunum. Það kom í sjálfu sér
ekkert nýtt fram á þessum fundum.
Gagnrýnin beinist að mínu mati
fyrst og fremst að skattfijálsum
kostnaðargreiðslum til þingmanna
og mér er kunnugt um að forsætis-
nefndin og formenn þingflokka
munu ræða ræða það mál á fundi
sínum á morgun [í dag],“ sagði
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra og starfandi forsætisráð-
herra.
Hann sagði að sér sýndist að
Kjaradómur mætti draga þann lær-
dóm af umræðunni á undanfömum
dögum að hafa úrskurði sína tíðari
og láta þá fylgja almennum kjara-
samningum til að koma í veg fyrir
þau uppsöfnunaráhrif sem verði
þegar langur tími líði á milli úr-
skurða.
Kraftmesti fundurinn í áratugi
Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að fundurinn í gær sé fjölmennasti
og kraftmesti fundur sem verka-
lýðshreyfíngin í Eyjum hafí haldið
í áratugi. Talið er að yfír 300 manns
hafí verið á fundinum, en fleiri kom-
ust ekki í húsið og varð fjöldi fólks
að hverfa frá.
■ Víðtæk mótmæIi/2/11-12/28
FUNDARMENN á Ingólfstorgi samþykktu allir sem einn ályktun fundarins
Morgunblaðið/Þorkell
Víðtæk leit að týndri flugvél
—
Lítil flugvél með þrem
mönnum hóf sig á loft frá
Akureyri kl. 17.30 í gær og
var lending áætluö í Reykja-
vík kl. 19.15. Um miðnætti
var flugvélin ekki komin
fram...
EINS hreyfíls flugvélar af Cessna
gerð, með þremur mönnum innan
'borðs, var saknað í gærkvöldi.
Vélin lagði af stað frá Akureyrar-
flugvelli kl. 17:30 í gær og var
áætlað að hún myndi lenda í
Reykjavík kl. 19:15. Leitarflokkar
úr Reykjavík, Eyjafírði og af Vest-
urlandi lögðu af stað til leitar laust
fyrir miðnætti og mun allsherjar-
leit hefjast í birtingu. Þegar síðast
fréttist var ekkert vitað um örlög
vélarinnar.
Flugturn hafði samband við vél-
ina skömmu eftir flugtak frá Akur-
eyrarflugvelli og virtist þá allt vera
í góðu lagi. Ekkert hefur heyrst
frá vélinni síðan. Farið var að svip-
ast um eftir flugvélinni þegar hún
kom ekki fram í Reykjavík á áætl-
uðum lendingartíma. Flugvél Flug-
málastjómar fór í loftið um kl. 21
og flaug yfír flugleið vélarinnar í
nærri þrjá klukkutíma. Vélin varð
einskis vör og engin merki bámst
frá neyðarsendi týndu vélarinnar.
Flugvélin, sem saknað er, hafði
flugþol til kl. 22.00. Allgott flug-
veður var í gærkvöldi, skýjað og
hægur vindur.
Allsherjarleit í birtingu
Um klukkan 23 var tekin ákvörð-
un um að senda björgunarsveitar-
menn af stað til leitar, Ekki er þó
gert ráð fyrir að þeir hefji leit fyrr
en í birtingu. Ákveðið hefur verið
að beina meginþunga leitarinnar á
hálendið enda þykir líklegt að ein-
hver hefði orðið var við vélina ef
hún hefði lent nálægt byggð. Nokk-
uð skýjað var í ofanverðum Borgar-
fírði, á Arnarvatnsheiði og í ná-
grenni Langjökuls. Leitarhópar frá
Reykjavík og af Vesturiandi munu
leita á þessu svæði.
Víðtæk leit úr lofti hefst strax
í birtingu ef veður leyfir.
Morgunblaðið/PPJ
FLUGVÉLIN sem saknað er, TF-ELA, er af gerðinni Cessna
Skyhawk 172, eins hreyfils vél. Þrír menn eru um borð.