Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðstefna Norræna bindindisráðsins stendur yfir hér á landi Ofbeldi á samleið með áfengi BENGT Göransson, formaður Norræna'bindindisráðsins. Morgunbiaðið/Ásdis FJALLAÐ verður um tengsl áfeng- is og ofbeldis á ráðstefnu Norræna bindindisráðsins sem hófst í gær á Grand hótel Reykjavík, en ráðstefn- unni lýkur í dag. Þar kemur meðal annars fram að 95 prósent þeirra sem eru í fangelsi á Islandi frömdu glæpinn undir áhrifum áfengis. „Reynt hefur verið að draga úr afbrotum með því til dæmis að þyngja refsingar eða lengja fanga- vist, en hvorugt virðist virka. Tengsl ofbeldis og áfengisneyslu eru það mikil að til þess að ná niður ofbeldi er árangursríkast að minnka að- gengi að áfengi,“ segir Bengt Gör- ansson, formaður Norræna bindind- isráðsins, en hann er fyrrverandi mennta- og menningarmálaráð- herra Svíþjóðar. „Það þarf að gera það eins erfítt og mögulegt er að nálgast áfengi, meðal annars með því að fækka dreifingar- og sölustöðum. Þá er nauðsynlegt að leggja áherslu á tímabundið bindindi, til dæmis að enginn neyti áfengis við akstur, börn og unglingar fái ekki að kaupa áfengi og ófrískar konur neyti ekki áfengis.“ Aukning áfengisneyslu og ofbeldis á Norðurlöndum Göransson segir að ástæðan fyrir því að þessi ráðstefna sé haldin núna, sé að ofbeldi hafi aukist veru- lega á Norðurlöndum samfara áfengisneyslu. Tengsl ofbeldis og áfengisneyslu séu skýr, enda hafí komið fram í nýlegri könnun að 95 prósent þeirra sem séu í fangelsi á Islandi hafí framið glæpinn undir áhrifum áfengis. Rökstuðning fyrir því að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að minnka aðgengi að áfengi tekur Göransson frá Svíþjóð. Þar hafi sala á milliöli verið leyfð í öllum verslunum, en við það hafi neysla rokið upp, sérstaklega meðal barna og unglinga. Þetta hafí orðið til þess að sala á milliöli í verslunum hafi aftur verið bönnuð. Þá var áfengisneyslan í Svíþjóð komin í 7,7 lítra á hvert mannsbarn, en núna sé hún 6,2 lítrar. „Fyrir utan hversu lokkandi það er að heimsækja ísland er markmið- ið með þessari ráðstefnu að koma VALHÚS FASTEIQMASALA REYKJAVÍKURVEGI 62 S: 565 1122 GRÆNAKINN - EINB. Vorum að fá 6 herb. 150 fm tvfl. einb. ásamt 35 fm bílsk. Góð eign. Góð lán áhv. Skiptí mögul. á ód. eign. Verð 11,7 millj. HNOTUBERG - EINB. Vorum að fá einb. á tveimur hæðum. Á aðalhæð eru 4 herb., stórar stofur, eldh. og bað. Á neðri hæð er tvöf. bílsk., íbherb., geymslur o.fl. Eignin er laus nú þegar. STEKKJARHV. - RAÐH. Mjög gott 7 herb. 164 fm raðh. á tveim- ur hæðum ásamt bílsk. Góð eign. Verð 13,5 millj. GARÐAFLÖT - GBÆ 5-6 herb. 117 fm einb. á einni hæð ásamt bílsk. og góðri vinnuaðst. Verð 11,4 mllj. HVERFISGATA - HF. 5 herb. 117 fm íb. á tveimur hæðum. Verð 7,0 millj. TRAÐARBERG 6 herb. 160 fm ib. á neðri hæð i litlu fjölb. Gullfalleg eign sem vert er að skoða. Laus fljótl. HJALLABRAUT - HF. Vorum að fá 6 herb. 156 fm endaíb. á 2. hæð. Góð áhv. lán. Verð 10,5 millj. BREIÐVANGUR Mjög góð 5 herb. 132 fm endaib. ásamt íbherb. í kj. Bílskúr. Góð áhv. lán. HÓLABRAUT - SÉRH. 5 herb. 115 fm íb. ásamt bílsk. Góö lán. Verð 8,9 millj. SUÐURGATA - SKIPTI 4ra-5 herb. íb. í nýl. húsi. Sérinng. Allt sér. Rúmg. innb. bílsk. Skipti æskil. á 3ja-4ra herb. íb. BREIÐVANGUR - 3JA Vorum að fá 3ja herb. 90 fm íb. á 1. hæö í góðu fjölb. Áhv. 5,2 millj. Verö 6,6 millj. ÁLFASKEIÐ - 3JA Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð. Áhv. húsbr. 4,0 millj. Verð 6.450 þús. GOÐATÚN - GBÆ Mikið endurn. 3ja herb. íb. ósamt bílsk. Verð 5,2 millj. TRYGGVAGATA - LAUS Góð 2ja herb. 67 fm íb. í góðu fjölb. Verð 5,4 millj. BRATTAKINN 2ja-3ja herb. ib. á 1. hæð. Verð 4,7 millj. HRÍSMÓAR - GBÆ Mjög góð 2ja herb. 61 fm íb. á efstu hæð í litlu og snotru fjölbh. Verð 5,6 m. Gjörið svo vel að líta inn! _ Sveinn Sigurjónsson sölustj. (p Valgeir Kristinsson hrl. upp einskonar aðferðarfræði um hvernig best sé að gera fólki ljós tengsl ofbeldis og áfengis," segir Göransson. „Þessu þarf að koma á framfæri, ekki síst til þeirra sem skipuleggja umhverfi okkar, eins og stjórnmálamanna og bæjar-, og sveitarstjórnarmanna." Ránatíðni og áfengisneysla minnst á Islandi ’ Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri fræðslumiðstöðvar í fíkni- vömum, sem hélt fyrirlestur í gær um tengsl áfengis og ofbeldis á íslandi, segir að það sé siáandi hér á landi hvað áfengi komi mikið við sögu í ofbeldismálum, hvort sem það sé inni á heimilum eða á al- mannafæri. Þá hafi auðgunarbrot mikið verið tengd við eiturlyf hér á landi, vegna þess að kostnaðarsamt sé að fjármagna neyslu, en komið hafi í ljós að áfengi sé oftar í spilinu. Hann segir að aukningu á áfeng- isneyslu á Norðurlöndum megi rekja til þess að dreifingastöðum fjölgi stöðugt, t.d. veitingastöðum og krám. Þetta sé áberandi í flestum af stærri byggðarkjörnum Norður- landa, þ.á m. Reykjavík, og hafi skilað sér í auknu ofbeldi. Þá segir hann að tölur um áfeng- isneyslu á hverju Norðurlandanna fyrir sig endurspegli tíðni á ránum í hveiju landi. Hér á landi sé minnst um rán eða 29 á hveija 100 þúsund íbúa og einnig minnst áfengisneysla eða 4^58 lítrar á hvert mannsbarn á ári. í Danmörku sé áfengisneyslan mest á Norðurlöndum eða 11,96 lítrar á hvert mannsbarn og þar er ránatíðni líka hæst eða 331,19 á hveija 100 þúsund íbúa. OPIÐ ALLAR HELGAR FOLD FASTEIGNASALA Laugarvegi 170, 2 hæð. 105 Reykjavík. Sími 552 1400 - Fax 551 1405. SMARARIMI 56 MÐMn^ Ém Erum með á sölu þetta glæsilega ca 190 fm einbýlishús, sem er á eftirsóttum stað í Grafarvogi. Húsið, sem stendur hátt og á útsýnisstað, afhendist fullbúið að utan og með grófjafnaðri lóð en fokhelt að innan. Möguleiki er að fá húsið afhent á öðrum byggingarstigum, t.d. tilbúið undir innréttingar. Teikningar og allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. 5521150-552 1370 LÁRUS Þ, VAIDIMARSSON, íramkvæmbasijori KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, ioggiuur íasuignasaii Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Elns og nýtt - frábært verð Ágætt timburh. 160 fm ein hæð á úrvalsstað í Mosfbæ. Góður bílsk. um 40 fm. Eignarlóð ræktuð 1312 fm. Laust fljótl. Hlíðar - skammt frá Miklatúni Mjög rúmg. neðri hæð 160 fm. Allt sér. Sér þvotta- og vinnuh. í kj. og rúmg. geymsla. Bílsk. Trjágarður. Þetta er eign í sérfl. öll eins og ný. Gott verð - góð kjör Sólrík 3ja herb. íb. á 1. hæð um 70 fm miðsvæðis í Kóp. Nýtt eíkarpark- et. 40 ára húsnlán kr. 2,8 millj. Verð aðeins kr. 5,3 millj. Tilboð óskast. Heimar - sérhæð - frábært verð Sólrík 5 herb. neðri hæð um 125 fm. Mikið endurn. Allt sér. Góð lán. Skípti æskil. á 3ja-4ra herb. íb. Verð aðeins kr. 9,1 millj. Sumarhús á Vatnsleysuströnd Nýl. timburh. grunnfl. um 40 fm. Hæð og portbyggt ris. Vönduð viðar- klæðning. Góð viðbygg. 50 fm m. 3 m vegghæð. Eignarland 6000 fm. Uppsátur f. bát í fjöru. Ýmis konar skipti. í meira en hálfa öld hefur Almenna fasteignasalan útvegað traustum viðskiptamönnum sín- um íbúðir og aðrar fasteignir af flestum stærðum og gerðum. Sérstakl. óskast að þessu sinni: Iðnaðarhúsn. 130-150 fm, helst á „Höfðanum" fyrir fjárst. athafna- mann sem er að flytja til borgarinnar. Einbhús - sérb. m. 4ra-5 herb. íb. Má þarfn. endurb. Engin makaskipti. Einbhús í Smáíbhverfi. Margt kemur til greina. Einbhús - ein hæð, helst í Heimum, Vogum eða nágrenni. • • • Opið ídag kl. 10-14 Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí 1944. ALMENIMA FASTEIGNASALAN LAUCAVE6118 S. 552 1150-552 1370 Jóhanna Signrðardóttir um hugmyndir menntamálaráðherra um íslenskar varnarsveitir Alvarlegt að ráð- herra setji fram svo fráleita hugmynd JÓHANNA Sigurðardóttir, for- maður Þjóðvaka, segist telja hug- myndir Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um að kanna forsendur þess að stofna íslenskt þjóðvarðlið eða heima- varnarlið vera algjöra kúvendingu í öryggis- og vamarmálum íslend- inga, og hún telji að það sé mjög alvarlegt að ráðherra í ríkisstjórn setji fram svona fráleita hug- mynd. „Eg tel hana fullkomlega óábyrga og raunverulega úr takt við allt sem samstaða hefur verið um, þ.e. að ísland sé vopnlaus þjóð, og þetta sé úr samhengi við það sem íslenska þjóðin hefur gert kröfur um til annarra þjóða að draga saman í vígbúnaði. Hin hiiðin á málinu er kostnaðurinn við þetta sem er auðvitað út í hött á sama tíma og verið er að þrengja alls staðar að í þjóðfélag- inu og skera niður í velferðarkerf- inu, því þetta kostar auðvitað mikia fjármuni," sagði Jóhanna í samtali við Morgunblaðið. Ógeðfelld tilhugsun Kristín Halldórsdóttir, þing- kona Kvennalista, segir Kvenna- listann vera andvígan hugmynd- inni um að stofnaðar verði varnar- sveitir. „Við höfum bent á það að ís- lendingar hafa alltaf verið vopn- laus þjóð og verða það vonandi um aldur og ævi. Okkur finnst það mjög ógeðfelld tilhugsun að hafa hér íslendinga gráa fyrir járnum og teljum raunar að her- sveit af þessari stærðargráðu hefði ekki mikið að segja gagn- vart raunverulegri ógn. Þetta myndi að sjálfsögðu kosta eitt- hvert fé og ef menn telja að það' fé sé til þá treystum við okkur til að benda á margt annað sem okkur þætti viturlegra að verja því fé til. Þar vil ég fyrst og fremst benda á skammarlega lítið fram- lag okkar til þróunarmála, til stuðnings við flóttamenn. Land- helgisgæslan er ekki nægilega í stakk búin til að sjá um sitt hlut- verk og við erum ekki nægilega vel búin til að sinna björgunar- störfum með sóma,“ sagði Kristín. Hún sagði nauðsynlegt að snúa frá þeirri sýn á öryggismálin sem fyrst og fremst snúist um hernað- arstyrk, og Kvennalistinn líti á það sem stærsta öryggismál þjóð- arinnar að byggja á varðveislu umhverfisins. „Það eru fyrst og fremst ýmsar hættur sem steðja að okkur í umhverfinu sem ógna jarðarbúum og tilvist þessarar þjóðar. Við þurfum ekki síst með tilliti til þeirra tilrauna með kjarnorku- sprengjur sem bæði Frakkar og Kínveijar eru að gera að auka umfjöllun um þau efni og beita okkur fyrir því að menn snúi af þeirri braut,“ sagði Kristín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.