Morgunblaðið - 16.09.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 13
KARLAR GEGN OFBELDI
Hópurinn, samtök maka þolenda kynferðislegs ofbeldis
Stuðningur annarra karla
bjargaði hjónabandinu
KARLMENN eiga
ekki að láta konur
um að beijast gegn
ofbeldi. Við verðum
að taka þátt í því,
enda erum við á
vissan hátt þolendur líka þegar
konur okkar hafa verið beittar kyn-
ferðislegu ofbeldi. Það er einnig
mjög mikilvægt fyrir karlmann að
geta rætt við aðra karla um þá
reynslu sem það er að uppgötva að
konan, sem þú elskar, hefur þurft
að þola slíkt ofbeldi." Þetta segja
tveir menn, sem eru í forsvari fyrir
Hópinn, samtök maka þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis. Þeir óska nafn-
leyndar, en segja hér frá starfi
Hópsins.
Hópurinn var settur á laggirnar
í október 1992, í kjölfar sjónvaips-
þáttarins Þögnin rofín, sem sýndur
var á Stöð 2. Þar var fjallað um
kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum. í hópi eiginkvenna karl-
anna, sem mynda hópinn, eru marg-
ar sem hafa orðið fyrir slíku of-
beldi, en sumar kvennanna hafa
orðið fyrir nauðgun á unglingsárum
eða síðar. Þá hafa konur, sem gift-
ar eru þolendum kynferðislegs of-
beldis, einnig leitað til hópsins, enda
er hann opinn báðum kynjum.
„Við hittumst fyrst fimm karl-
menn, sem allir áttu það sameigin-
legt að vera kvæntir konum, sem
orðið höfðu fyrir kynferðislegu of-
beldi. A þessum þremur árum, sem
liðin eru frá fyrsta fundi, höfum
við hist reglulega og núna höfum
við símatíma tvisvar í viku, bjóðum
körlum að koma í einkaviðtöl og
höfum einnig hópfundi. Við höfum
haft fast húsnæði fyrir fundi frá
því í apríl 1994 og fengið styrk frá
syeitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu og félagsmálaráðuneytinu.
Starfsemina byggjum við að hluta
á reynslu kvenna af rekstri Stíga-
móta.“
Þeir segja að vandinn við starf-
semina sé sá, að karlmenn séu oft
mjög lokaðir og eigi erfítt með að
ræða tilfínningamál við ókunnunga.
„Hingað hafa borist um 50 símtöl
og um 30 hafa komið í einkaviðtöl.
Hópstarfíð er hins vegar borið uppi
af 10 mönnum."
Konan óvirkari en ella
Oft líður langur tími í sambúð
þar til kona segir manni sínum frá
því ofbeldi sem hún hefur þurft að
þola. „Þessi tími, þegar karlmaður-
inn veit ekkert, reynist oft erfiður.
Það koma upp alls konar aðstæður,
konan fær reiðiköst eða grætur og
maðurinn sklilur alls ekki hvers
vegna. STnám saman missir hann
trú á sig, efast um sjálfan sig og
kennir sér um líðan hennar. Þá tek-
ur hann oft einn
ábyrgð á ýmsum
hlutum og konan
verður ekki eins
virk í sambandinu
og hún gæti verið.
Þetta höfum við
flestir reynt.“
Þeir segja að
þegar þeir hafi
frétt af reynslu eig-
inkvennanna hafí
þeir í fyrstu ekki
vitað hvemig þeir
ættu að bregðast
við. „Konan á oft
mjög erfitt með að
ræða þetta, svo
karlinn fær ekki
svör þaðan. Hann
hefur hins vegar
mjög mikla þörf
fyrir að skilja, fá
að vita hvemig
hann eigi að bregð-
ast við, hvemig
hann geti sem best
stutt við bakið á
henni.“
Þeir eru sam-
mála um að stuðn-
ingur annarra
karla hafí bjargað
hjónaböndum
þeirra. „Það er óskaplega erfítt að
vinna úr þessu á eigin spýtur. Um
leið og þú heyrir aðra karla tala
um hvaða vandamál þeir eigi við
að glíma og hvernig þeir ráðist
gegn þeim, þá færð þú aðra sýn á
vandann.“
Erfitt að vera afskiptur
Þegar konan tekur það stóra
skref að leita sér hjálpar, þá krefst
það þátttöku karlsins. Það er hins
vegar reynsla þeirra að í fyrstu sé
karlinn afskiptur og það geti reynst
honum erfítt. „Þegar konan mín var
farin að ræða sín mál við konumar
í Stígamótum þá breyttist hún,“
segir annar. „Hún varð miklu sjálf-
stæðari og í raun bjó ég með nýjum
einstaklingi. Það reyndi því mjög á
sambandið, sem var komið í fastar
skorður."
Þeir segja að karlmennirnir verði
að geta bakkað, haldið sig til hlés
og tekið svo þátt í að byggja sam-
bandið upp að nýju. „Til þess þarf
aðstoð. Þegar konan er reið, sár
og á erfitt með að tjá sig þá verður
hún að fá að ráða ferðinni. Karlinn
verður bara að vera til staðar, en
hann verður að fá útrás fyrir tilfinn-
ingar sínar með því að ræða við
aðra í sömu spomm. Það er mjög
erfítt fyrir karlmanninn að vera
allt í einu aukaatriði í lífí konunn-
ar, en hins vegar er það einnig
eðlilegt á ákveðnu tímabili."
Reiðina þarf
að losna við
Reiði er tilfinning sem allir karl-
amir í Hópnum þekkja. „Karlmenn
em aldir upp við að vera stórir og
sterkir og fyrstu viðbrögð eru oft
heiftarleg reiði. Þú hatar gerandann
og vilt vinna honum mein. Þetta
hatur verðum við að losna við, til
að geta byijað nýtt líf.“
Annar þeirra ræddi við gerand-
ann, náinn ættingja konunnar sem
hafði misnotað hana í bernsku.
„Það var mikil og erfíð reynsla, en
jafnframt góð fyrir okkur báða.
Hann reyndi ekki að afsaka verkn-
aðinn. Mér tókst að losna við reið-
ina og ég get umgengist hann sem
persónu, þótt ég fyrirgefí verknað-
inn aldrei."
Hinn segir að hann hafi ekki
upplifað reiðina strax. „Það tók mig
2-3 ár að horfast í augu við þessa
reiði, en auðvitað er hún alltaf fyr-
ir hendi.“
Þeir segja að þegar karlarnir
frétti af því ofbeldi, sem konur
þeirra hafa orðið fyrir, bitni það oft
á karlmennskuímynd þeirra. „Einn
þeirra karla, sem hingað leitaði,
hafði fengið óbeit á sjálfum sér.
Flestir bregðast þannig við fréttun-
um að þeir fara að velta fyrir sér
hvort þessi eða hinn sé líka ger-
andi. Það er sama hvar þeir em;
ef þeir hitta mann úti í næstu versl-
un þá velta þeir þessu fyrir sér. Það
er mjög óþægilegt að fást við þess-
ar hugsanir, en stundum ganga þær
lengra og beinast að körlunum sjálf-
um. Það þýðir ekki að hugsa svona,
menn geta ekki axlað ábyrgð á
verknaði annarra."
Tilgangurinn með starfí Hópsins
er að ná heilbrigðu lífi á ný. „Við
setjum okkur það rnarkmið að fyrr
eða síðar verði heimilislífíð gott.
Það kostar mikla vinnu. Það vinnst
lítið ef konan leitar til Stígamóta,
karlinn kemur hingað og svo reyna
þau ekki að vinna úr málinu sam-
an, inni á heimilinu. Þetta tekst
aðeins með samvinnu. Þá verða
menn líka að varast að kenna sifja-
spellinu eða nauðguninni um allt
sem aflaga fer á heimilinu. Auðvit-
að þarf fólk að auki að takast á
við öll sömu vandamál og í öðrum
sambúðum."
Engin úrræði
fyrir gerendur
Þeir segja að enn vanti úrræði
fyrir gerendur. „Það hlýtur að vera
eitthvað að hjá fullorðnum manni
sem misnotar litla stúlku. Almenn-
ingsálitið er á þann veg, að slíka
menn eigi bara að loka inni. Það
er erfítt fyrir okkur að reyna að
skilja hugarheim þeirra, en þetta
er aðeins einn hópur þjóðfélags-
þegna sem þarf hjálp. Sumir endur-
taka afbrotið, gangvart einhveijum
öðrum og þess vegna er nauðsyn-
legt að grípa í taumana. Við þekkj-
um líka gerendur, sem hafa sjálfír
verið þolendur áður, svo þetta getur
haft einhver keðjuverkandi áhrif.
Það væri örugglega bót í máli ef
þessir menn gætu leitað til ákveðins
hóps, í stað þess að finna sjálfir
einhvem sálfræðing að ræða við.“
Hópurinn auglýsir starfsemi sína
á þjónustusíðu Morgunblaðsins. Þar
eru tíundaðir símaviðtalstímar sam-
takanna.
Sænskur sérfræðingur í meðferð á körlum sem beita ofbeldi er staddur hér á landi
eiginmanna sinna
TÖLFRÆÐILEGAR kannanir
hafa leitt í ljós að a.m.k. fjórða
hver kona i Svíþjóð má þola
barsmíðar eða hótanir af hálfu
sambýlismanns síns. Ég hef
enga ástæðu til að ætla annað
en að þetta hlutfall sé svipað á íslandi," segir
Göran Wimmerström, en hann hefur unnið
undanfarin ár að því að fá karlmenn, sem
beija konur sínar, til að hætta því. Árangur
af þessu starfí hefur verið mjög góður og seg-
ist Göran vera sannfærður um að dregið hafí
úr ofbeldi gegn konum í Svíþjóð frá því að
Karlamiðstöðin þar í landi var stofnsett.
Göran starfar við Karlamiðstöðina í Stokk-
hólmi, en hún hefur það hlutverk að aðstoða
karlmenn sem eiga í erfíðleikum. Karlar sem
beita konur ofbeldi eru hluti af verksviði mið-
stöðvarinnar, sem sett var á stofn árið 1988.
Hliðstæðum stofnunum hefur verið komið upp
á tíu öðrum stöðum í Svíþjóð. Nýlega var karla-
miðstöð að sænskri fyrirmynd opnuð í Noregi.
í upphafi var reynt að aðstoða ofbeldismenn
við að breyta hegðun sinni með einstaklings-
bundinni meðferð. Göran sagði að árangurinn
af þessári meðferð hefði ekki verið nægilega
góður og þess vegna hefði meðferðinni verið
breytt. Síðustu fjögur ár hefði verið unnið með
ofbeldismönnunum í hópum.
Telja sig hafa
ástæðu til að beija
„Síðan við breyttum meðferðinni hefur eng-
inn, sem gengið hefur í gegnum meðferðina,
beitt ofbeldi. Arangurinn er 100%. Ástæðurnar
fyrir betri árangri í hópum eru margvíslegar.
Það skiptir miklu máli fyrir ofbeldismanninn
að heyra að það séu fleiri sem eiga við sama
vandamál að stríða. Menn fá að heyra frá
öðrum við hvemig aðstæður þeir búa og hvern-
ig þeim líður. Menn koma í hópinn á mismun-
andi tímum þannig að þegar þeir byrja eru
fyrir menn sem hafa komið í fimm eða sjö
skipti. Þetta er hluti af tilraun okkar til að
bijóta niður hindranir.
Þegar þú ert að betja sambýliskonu þína
hefur þú tilhneigingu
til að segja að þú
gerir það vegna þess
að þú hafír verið
drukkinn, vegna
þess að hún espaði
þig til reiði, vegna
þess að hún er vit-
íaus eða vegna þess
að þú áttir slæman
dag í vinnunni. Afs-
akanimar eru marg-
víslegir. Menn sem
koma frá öðru menn-
ingarsamfélagi bera
fyrir sig að í þeirra heimalandi sé í lagi að
beija konur. Sumir bera fyrir sig erfíða æsku
o.s.frv.
Allir ofbeldismenn reyna að sannfæra sjálfa
sig um að þeir hafi ástæðu til að beita ofbeldi.
í hópvinnunni segjum við mönnunum að þetta
sé fyrirsláttur. Að lokum eiga þeir ekki annars
úrkosta en að viðurkenna ofbeldisverknaðinn
og segja: „Ég kaus að beija konuna rnína."
Þegar menn standa frammi fyrir þessari
staðreynd koma upp alls kyns sálfræðileg
vandamál og menn verða gjarnan þunglyndir.
Sjálfsmorðshugleiðingar vakna hjá mörgum.
Margir hætta þá
tímabundið að koma
í meðferðina. Við
höfum þá reglu að
missi menn úr eftt
skipti vérða þeir að
byija verkefnið upp
að nýju. Aðeins um
30% skjólstæðinga
okkar Ijúka nám-
skeiðinu á tíu vik-
um. Aðrir þurfa að
byija upp á nýtt.
Meðferðin er því
mörgum mjög erfið,
en 98% þeirra sem byija í meðferð ljúka henni.“
Göran sagði að í meðferðinni væru mönn-
unum settar skýrar reglur sem ekki væri vikið
frá. Þeir yrðu að mæta í öll skiptin og sitja
hvern tíma til enda. Þeir mættu ekki koma
drukknir á námskeiðið og þeir mættu ekki
hafa í hótunum.
í meðferðinni væri einnig lögð áhersla á að
kenna mönnum að hafa eðlileg samskipti við
annað fólk. Margir ættu í erfiðleikum með að
hafa góð samskipti við föður, móður eða systk-
ini. Aðalatriðið væri þó að menn gerðu sér
grein fyrir að ef þeir hættu að beija konuna
sína myndi þeim og fjölskyldu þeirra líða betur.
Göran sagði að ofbeldismennimir kæmu
sjálfviljugir til Karlamiðstöðvarinnar. En yfír-
leitt hefðu konan, bömin eða aðstandendur
þeirra þrýst á þá að gera eitthvað í málinu.
Oft stæðu mennimir frammi fyrir því að konan
setti þeim tvo kosti, að hætta barsmíðum eða
hún skildi við þá. Nokkrir kæmu úr fangelsum
og aðrir samkvæmt ákvörðun dómstóla, en
samkvæmt sænskum lögum mætti senda menn
í meðferð frekar en fangelsi.
Umræðan er mikilvæg
„Það er mikilvægt að vekja upp umræðu
um ofbeldi sem karlmenn beita. Með því móti
verður auðveldara fyrir konur, sem eru beittar
ofbeldi, að segja nei og fá þær til að rísa upp
gegn ofbeldinu. Umræðan er einnig fallin til
þess að fá karla, sem beita ofbeldi, til að hugsa.
Ég tel einnig að það hafi mikið gildi að
hafa miðstöð fyrir karla, sem stunda barsmíð-
ar. Ofbeldismennimir vita þá hvert þeir eiga
að leita vilji þéir koma sér út úr ofbeldinu.
Þá geta aðstandendur þeirra einnig bent þeim
á lausn."
Göran hefur einnig fengist talsvert við að
halda námskeið fyrir verðandi feður. Fræðslan
fer fram í nokkur skipti stuttu fyrir barnsburð
konunnar og aftur litlu eftir að barnið er fætt.
„Markmiðið okkar er að gera föðurinn tengd-
ari barninu. Það vita það allir að þegar faðir
og barn tengjast nánum böndum gerist eitt-
hvað undursamlegt. Við teljum að takist þetta
séu minni líkur á að ofbeldi eigi sér stað í fjöl-
skyldunni og minni líkur á að hjónabandið
endi með skilnaði. Þetta er því mikilvægur
hluti af baráttunni gegn ofbeldi á heimilum."
Göran Wimmerström