Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 20
20 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
ERLENT
Svíar undirbúa
Evrópukosningar
SVÍAR kjósa fyrsta sinni fulltrúa
til Evrópuþingsins á morgun og
segja fréttaskýrendur að líta
megi á þessar kosningar sem ann-
að þjóðaratkvæði þeirra um aðild
að Evrópusambandinu. Meðal
frambjóðenda eru dyggir stuðn-
ingsmenn ESB, en þar er einnig
að finna menn sem hafa miklar
efasemdir um ágæti þeirrar stofn-
unar sem þeir vilja láta kjósa sig
til. Segja má að kjörorð Mið-
flokksins lýsi kosningabaráttunni:
Njá (nei-já). Myndin sýnir vegfar-
endur gangaframhjá kosninga-
spjaldi i Stokkhólmi. Svíar sam-
þykktu með naumum meirihluta
að ganga í ESB, en virðast nú á
báðum áttum um réttmæti þeirrar
ákvörðunar.
Forseti Evrópuþingsins
Vill leiðtogafund
um Eystrasalt
Rönne á Borgundarhólmi. Reuter.
KLAUS Hánsch, forseti Evrópu-
þingsins, hefur lagt til að haldinn
verði leiðtogafundur um málefni
Eystrasalts með þátttöku allra ríkja
á þeim slóðum og fulltrúum Evrópu-
sambandsins.
Hánsch sagði á fundi með þing-
mönnum frá Norðurlöndum og Eyst-
rasaltsríkjunum að hann teldi Eyst-
rasaltið vera evrópskt hafsvæði.
„Söguieg umskipti eiga sér nú stað
á þessu svæði, sem rekja má til enda-
loka Sovétríkjanna og yfirráða
þeirra yfír Mið- og Austur-Evrópu.
Evrópusambandinu ber að taka þátt
í þessari þróun,“ sagði Hánsch. Evr-
ópuþinginu væri umhugað um að
stöðugleiki, lýðræði og framþróun
yrðu tryggð í ríkjunum við Eystra-
salt og að tryggð yrðj aukin sam-
vinna þeirra og aðildarríkja Evrópu-
sambandsins. Kvaðst hann sjá fyrir
sér að slíkur leiðtogafundur gæti
farið fram um leið og fundur Mið-
jarðarhafsleiðtoga með fulltrúum
ESB sem verður á Spáni í nóvember.
Hánsch vék að breytingum sem
orðið hefðu á ESB með aðild Svía,
Finna og Austurríkismanna. Þung-
amiðja sambandsins hefði færst til
norðurs og því væri nú svo komið
að mikilvægi Eystrasaltssvæðisins
og Austur-Evrópu fyrir ESB væri
fyllilega sambærilegt við ríkin sunn-
an Miðjarðarhafs.
Tvær krónur af hveijum þremur
sem Evrópusambandið ver til efna-
hagsaðstoðar renna til ríkja Austur-
Evrópu og Eystrasaltsríkin þijú,
Eistland, Lettland og Litháen, sækja
það fast að fá aðild að sambandinu.
Hánsch gat þess að hann sæi fyr-
ir sér að unnt yrði að taka til meðferð-
ar efnahagsaðstoð við Eystrasaltsrík-
in og nánari samvinnu allra ríkja á
þessum slóðum. Hann gat þess að
hann teldi að ísland og Noregur
gæti tekið þátt í slíkum fundahöldum
þótt ríkin stæðu utan ESB.
Hánsch vék ekki að því hvern
hann teldi vera heppilegan fundar-
stað fyrir slíkan leiðtogafund.
Svisslendingar vænd-
ir um stífni og tregðu
Brussel. Reutcr.
STJÓRNVÖLD í Sviss tregðast við
að innleiða evrópskar regiur um auk-
in atvinnu- og búseturéttindi Evr-
ópubúa í landinu. Heimiidarmenn
innan Evrópusambandsins segja að
þessi afstaða Svisslendinga kunni að
gera að engu áform um gerð ýmissa
tvíhliða samninga Sviss og ESB.
Svisslendingar hafa farið fram á
að gerðir verði tvíhliða samningar
við Evrópusambandið um margvísleg
hagsmunamál. Sú ósk þeirra kom
fram eftir að Svisslendingar höfðu
hafna aðild að samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES).
Heimildarmenn Reuters-frétta-
stofunnar segja hins vegar að krafan
um gagnkvæmni sé ávallt efst á
blaði í slíkum viðræðum Evrópusam-
bandsins. Svisslendingar hafi reynst
ófáanlegir til að ganga að kröfum
um aukin atvinnu- og búseturéttindi
Evrópubúa í landi sínu. Þetta hafí
komið fram á fundi Mario Monti,
markaðsstjóra Evrópusambandsins
með svissneskum embættismönnum.
Ottast straum innflytjenda
Evrópusambandið hefði boðið
Svisslendingum aðgang að hinum
gríðarstóra vinnumarkaði aðildarríkj-
anna og þátttöku í ýmsum verkefnum
á sviði vísinda og mennta. Viðbrögð
Svisslendinga hefðu á hinn bóginn
verið „ófullnægjandi". Stjómvöld í
Sviss óttuðust að fólk frá ríkjum utan
sambandsins myndi streyma til lands-
ins, atvinnulausir flykkjast þangað
og að glæpamenn gætu óáreittir vals-
að inn í landið. „í þau skipti sem ný
ríki hafa bæst í hóp Evrópusam-
bandsríkja hefur það aldrei gerst að
innflytjendur flytji sig í stórum
straumum frá eldri aðildarríkjum til
hinna nýju, jafnvel þótt hagsæld sé
þar mun meiri“ sagði einn heimildar-
manna Reuters.
Forseti Vestur-Evrópusambandsins í heimsókn
Viljum vera viðbúnir
og hafa vopnin tiltæk
Morgunblaðið/Þcirkell
SIR Dudley Smith, forseti Vestur-Evrópusambandsins, er þeirr-
ar hyggju að öryggi Evrópu verði aðeins tryggt með samvinnu.
LÝÐRÆÐISRÍKI Evrópu verða að
efla öryggi sitt með samvinnu þótt
aðstæður hafí gerbreyst og við-
fangsefnin séu önnur. „Við verðum
að koma á skipulagi sem er eins
laust við lausa enda og glufur og
kostur er. Það þarf að koma í veg
fyrir skyndileg átök eins og við
erum vitni að nú í Bosníu-Herzegóv-
ínu. Við þurfum að vera fær um
að slökkva slíka elda býsna hratt,
sjá til þess að deiluaðilar ræðist við
af skynsemi áður en í óefni er kom-
ið,“ segir sir Dudley Smith, forseti
þingmannasamtaka Vestur-Evr-
ópusambandsins.
Smith er staddur hér á landi í
opinberri heimsókn til Alþingis,
mun ræða við hérlenda ráðamenn
og heimsækja vamarliðið í Keflavík.
Hann flytur erindi á fundi Samtaka
um vestræna samvinnu/Varðbergs
í dag og fjallar m.a. um VES, Evr-
ópusambandið (ESB) og Atlants-
hafsbandalagið (NATO).
ísland varð aukaaðili að VES
1992 en í sambandinu eru alls 27
ríki. Því er að sögn Smiths ætlað
að vera hin evrópska stoð vamar-
samstarfsins í NATO og sérstök
varnarsamtök ESB-ríkjanna; síðar-
nefnda atriðið mun verða mjög til
umræðu á ríkjaráðstefnu ESB á
næsta ári.
Skortur á óvinum?
Hann var spurður hver væru að
hans mati helstu viðfangsefnin í
sambandi við mótun framtíðar-
stefnu í vamar- og öryggismálum
Evrópu. „Varnir Evrópu þurfa að
vera svo traustar og fullkomnar að
engin freisting vakni hjá aðilum
utan álfunnar til að gera árás, að
öllum sé ljóst að svaraðyrði af fullri
hörku,“ sagði Smith. „Eg segi ekk-
ert um það hver gæti fengið slíka
hugmynd, heimurinn er svo stór og
það hefur verið efnt til mjög undar-
legra stríða og hálfgildings stríða
síðustu 10-15 árin.“
-Sumir segja að NATO sé í
leit að nýjum, stórum óvini. Á VES
einhvem slíkan?
„Ég held að það sé varasamt að
segja að skortur sé á óvinum! Ég
held að NATO éigi engan sérstakan
óvin en það eru mörg ríki sem eru
ekki endilega hlynnt bandalaginu,
ekki vinveitt. Þetta er enn og æ
spumingin um að vera viðbúinn,
hafa vepnin tiltæk.
NATO og VES eru varnarsam-
tök, við gerum engar landakröfur
á hendur öðrum þjóðum en ætlum
að veija eigin lönd. í framtíðinni
hygg ég að varnir álfunnar verði
skipulagðar með öðrum hætti og
ísland muni taka þátt í því starfi,
með sínum hætti, því að þið hafíð
ekki eigin herafla.“
-Veldur sú staðreynd^ vanda í
sambandi við þátttöku íslands í
VES, hefur þetta verið gagnrýnt
þar?
„Það held ég ekki. Ég tel að það
væri ágætt ef þið væruð með ein-
hvers konar táknrænan her en það
er ekki mitt að ákveða slíka hluti,
það gera þingið ykkar og þjóðin.
Ég hef ekíd heyrt þetta gagnrýnt,
ef til vill getur farið svo að einhver
geri það en ég tel að hvað sem
þessu líður eigið þið rétt á að taka
þátt í samstarfínu, eiga fulltrúa í
nefndum VES, þótt þið hafið engan
her.“
Glæpafár ógmar
siðmenningu
Smith er spurður hvort líklegt
sé að ný rússnesk ógn verði til að
efla samvinnuandann hjá Vestur-
veldunum. „Ég held að Rússar eigi
við nógan vanda að stríða sjálfir,
ég held að Rússland sé engin ógn,
að minnsta kosti I bili.
Mestu áhyggjurnar í tengslum
við Rússland eru vegna glæpafárs-
ins, ég var að heyra að rússneskir
glæpaflokkar séu bytjaðir að at-
hafna sig í Bandaríkjunum. Þetta
er nú ein af mestu ógnunum við
siðmenninguna, ekki kalt stríð eða
kjarnasprengjur. Borgir og heil
landsvæði gætu komist undir stjórn
mafíuflokka, rússneskra glæpahópa
og þess háttar manna. Þarna er
mikil hætta á ferð sem stjórnmála-
menn verða að huga afar vel að.“
-Getur þá farið svo að hefð-
bundin varnarsamtök eins og VES
og NATO verði á vissan hátt úrelt?
„Nei, ég er viss um að svo er
ekki. Ég hef lengi mælt með því
að við veltum fyrir okkur öðru en
því sem kalla má hefðbundinn styrj-
aldarrekstur á okkar tímum til að
geta brugðist við öllum hugsanleg-
um aðstæðum.
Það skiptir mig ekki máli hvort
Reykjavík er ógnað af herliði sem
kemur frá Rússlandi eða öflugum
glæpahópi sem gæti komið frá Bret-
landi, Bandaríkjunum eða annars
staðar að og hygðist leggja undir
sig borgina. Við gætum ekki liðið
slíkt og unnendur lýðræðis og rétt-
arríkisins yrðu að bregðast við
þessu.
Þetta er spurningin um öryggis-
mál í víðasta skilningi orðsins. Þetta
snýst um lýðræði og mannréttindi,
skipulag og framkvæmdavald til að
veija hvorttveggja. Löggæsla þarf
ekki eingöngu að merkja að maður
hlaupi um, blási í blístru og beiti
kylfu. Hún getur merkt mann með
vélbyssu eða önnur öflugri vopn.“
ÞINGMANNARÁÐSTEFNA
Norðurlandanna og annarra
ríkja við Eystrasalt var haldin á
Borgundarhólmi í Danmörku
þann 12. og 13. september sl. en
hún var að þessu sinni skipulögð
af Norðurlandaráði. íslenskir
fulltrúar á ráðstefnunni voru
Geir H. Haarde, Valgerður
Sverrisdóttir og Hjörleifur Gutt-
ormsson. Flutti Geir aðra opnun-
arræðu ráðstefnunnar.
Á myndinni eru fulltrúar frá
*
A þing-
manna-
ráðstefnu
Evrópuþinginu sem sóttu þingið,
auk forseta Norðurlandaráðs,
f.v.: Brian Simpson, sem er
breskur þingmaður og fulltrúi
sósíaldemókrata á Evrópuþing-
inu. Hann hefur nýlega verið út-
nefndur tengiliður Evrópuþings-
ins við Noreg, ísland, Sviss og
Norðurlandaráð. Geir Haarde,
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins og núverandi forseti
Norðurlandaráðs og Klaus
Hánsch, forseti Evrópuþingsins.
Hann er Þjóðverji, fulltrúi hægri-
manna á Evrópuþinginu og hefur
verið forseti þingsins frá 1994.