Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVENNARÁÐSTEFNAN í KÍNA
Morgunblaðið/Margrét Heinreksdóttir
ÍSLENSKU fulltrúarnir á kvennaráðstefnunni í Huairou. Mikið rigndi á meðan á ráðstefnunni stóð.
Ráðstefnan mun skila
árangri um heim allan
Peking. Morgunblaðið.
IUPPHAFI hvers vinnudags á
fjórðu kvennaráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í Peking hef-
ur íslenska sendinefndin,
10-11 manns, komið saman til
fundar, ýmist kl. 8.00 á gistihúsinu
eða kl. 9.00 á skrifstofu sinni í ráð-
stefnumiðstöðinni. Þar hafa fulltrú-
ar gert grein fyrir viðræðum í vinnu-
hópum þeim og nefndum sem þeir
sátu í daginn áður, vinnubrögð kom-
andi dags verið skipulögð. Sendi-
nefndin hefur tekið þátt í vinnu við
öll þau ágreiningsmál sem uppi hafa
verið og því í mörg hom að líta.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra hefur verið skráður formaður
íslensku sendinefndarinnar, en þar
sem hann þurfti að fara heim til
íslands strax í byrjun hennar kom
það í hlut varaformannanna
tveggja, Sigríðar Lillýjar Baldurs-
dóttur, formanns undirbúnings-
nefndarinnar, og Hjálmars Hannes-
sonar sendiherra að leiða störf ís-
lensku sendinefndarinnar.
En hvemig er unnið á svona ráð-
Ráðstefnu kvenna á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Peking lauk í gær. Margrét
Heinreksdóttir hefur verið í Peking
o g fylgst með ráðstefnunni.
KONUR mótmæla undir regnhlífum skuldum þróunarlandanna
á fundinum í Huairou. Á spjöldunum eru m.a. áskoranir um að
skuldir verði felldar niður.
stefnu. Sigríður Lillý segir frá því:
„Daglega hafa verið allsheijarfund-
ir, þar sem þjóðhöfðingjar og for-
menn sendinefnda hafa flutt ávörp
þjóðlanda sinna svo og fulltrúar
stofnana SÞ og samtaka sem hafa
áheyrnaraðild á ráðstefnunnni. Þá
er allsherjarnefnd þar sem gengið
er frá öllum samþykktum og tveir
hópar sem vinna í framkvæmdaá-
ætluninni og takast á við gerð yfír-
lýsingar ráðstefnunnar. Við gerum
ráð fyrir að héðan komi tvö formleg
skjöl, annarsvegar framkvæmdaá-
ætlun um málefni kvenna til alda-
móta, hinsvegar stutt yfírlýsing ráð-
stefnunnar. Samhliða þessum
vinnuhópum er starfandi tengsla-
hópur um heilbrigðismál og sam-
starfshópar ýmiss konar. ísland sit-
ur á hveijum morgni fundi með
Vesturlöndum í samstarfshópi sem
kallast JUSCANZ og í eiga sæti
fulltrúar Japans, Bandaríkjanna,
Sviss, Kanada, Ástralíu, Noregs og
Nýja-Sjálands. Þar að auki er ótrú-
legur fjöldi aukafunda þannig að
við getum verið og erum að frá
Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður
Nánast ekkert samstarf
milli norrænu nefndanna
Peking. Morgunblaðið.
„Þ AÐ SEM er nú kannski einna
áhugaverðast hérna á ráðstefn-
unni eru hinir fjölmörgu mjög
áhugaverðu fundir, sem kallast
„special events“ um allt mögu-
legt og ég verð að játa að þeir
eru miklu skemmtilegri en
vinnufundir ráðstefnunnar, þar
sem löngum tíma er varið til að
karpa um einstök orð og hug-
tök. Og ég verð að viðurkenna
að það er ekki alltaf skemmti-
legit en þar verðum við auðvitað
að vera, láta vinnuna ganga fyr-
ir öðru, því að til þess erum við
konar hingað. En við reynum
að komast inn á milli á sérstöku
fundina og skiptum þeim á milli
okkar.“
Það er Sigríður Anna Þórðar-
dóttir þingmaður sem svo mælir.
„Meðal annars var sérstakur
fundur fyrir þingmenn sem siija
ráðstefnuna haldinn 7. septem-
ber í Höll alþýðunnar og dagur-
inn kallaður „þingmannadagur-
inn“. Fundurinn var haldinn að
tilhlutan IPU, Alþjóða þing-
mannasambandsins (Inter Parl-
iamentary Union), sem íslenskir
þingmenn eiga aðild að. „Það
kom mér á óvart hvað þarna var
stór hópur kvenna, ég geri ráð
fyrir að þær hafi verið hátt í
þúsund talsins, allar þingmenn.
Nokkrir framsögumenn fluttu
þarna erindi, m.a. konur frá
Senegal, Rússlandi, Svíþjóð og
fleiri svæðum, Iagðar voru fram
ýmsar merkilegar upplýsingar,
þ.á m. alveg nýjar tölur um
fjölda þingkvenna í ýmsum lönd-
um. Síðan var samþykkt yfirlýs-
ing, eða eins konar fram-
kvæmdaáætlun, sem búið var að
vinna að fyrirfram, um hvernig
þingmenn gætu stuðlað að því
að auka hluta kvenna á þingum
og í stjórnkerfunum. í hádegis-
verðarboði í framhaldi af fund-
inum.“
Sigríður Anna var spurð að
því hversvegna íslensku þing-
konurnar hefðu ekki átt aðild
að mótmælum norrænna þing-
kvenna gegn kjarnorkutilraun-
um, sem fram fóru þennan dag.
„Reyndar voru það eingöngu
Danir sem stóðu að þessum mót-
mælum. Þeir höfðu undirbúið
þau nokkuð vel fyrirfram með
því t.d. að láta prenta boli með
mótmælum á kínversku og
frönsku og haft samband við
fjölmiðla fyrirfram, sem fylgd-
ust með þeim þegar þær komu
morgni til kvölds, þyrftum að vera
að a.m.k. áttföld til að geta „dekk-
að“ alla ráðstefnuna. Loks er svo
allur lobbíisminn á göngunum og
hann er bæði milli landa og milli
hópa, t.d. Evrópusambandshópsins
og JUSCANZ-hópsins, bæði sér-
staklega boðaðir fundir og tengsla-
hópar um ýmsa þætti fram-
kvæmdaáætlunarinnar.
Málefnin sem um hefur verið deilt
eru hin sömu og voru hitamál á
undirbúningsfundunum í New York
en það hefur verið allt annar taktur
í deilunni. Þetta hafa verið t.d.
spumingar um rétt kvenna til að
ráða eigin líkama og nota getnaðar-
vamir, bann við þvinguðum fóstur-
eyðingum. Páfagarður hefur dregið
í land með afstöðu sína frá því á
undirbúningsfundunum og virðist
vera að fallast á að minnsta kosti
„status quo“ frá Kairó-ráðstefnunni.
Yfírleitt er það meginstefna á
ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna að
komast að sameiginlegri niðurstöðu,
„concensus", en nú stefnir í að þjóð-
um verði gert fært að gera fyrir-
vara við einstakar greinar fram-
kvæmdaáætlunarinnar, þannig að
hún sjálf geti verið sterkt og gott
plagg, en hugsanlega með fyrirvör-
um af hálfu einstakra þjóðlanda.
Þá kristallast hvaða lönd það eru
sem vilja skertan rétt kvenna á til-
teknum sviðum.
Þegar nær dregur samþykkt
skjalsins má búast við frekari um-
ræðum um hugtakið „gender", sem
var notað í skjalinu frá Nairobi, og
merkir, að því er við viljum telja,
félagslega þróað kynhlutverk sem
gefi konum og körlum færi á að
þróa hlutverk sín, að breyttu breyt-
anda. Kaþólsku löndin, einkum í
Suður-Ameríku, geta ekki sætt sig
við þetta og vilja skilgreina hugtak-
ið með orðunum maður og kona í
gegnum allt skjalið.
Síðast en ekki síst mannréttinda-
þátturinn. Að mínu mati fjallar öll
framkvæmdaáætlunin um mannrétt-
indi kvenna en í þrengri skilningi á
hugtakinu er tekist á um grundvall-
armun á tilfínningu fólks fyrir því
hvað mannréttindi séu. Við höldum
því fram að mannréttindi séu eign
sérhvers einstaklings og engin
stjómvöld, hvorki veraldleg né trúar-
leg, geti skert þau. Við teljum að
hið alþjóðlega samfélag sé búið að
skilgreina þessi mannréttindi með
samþykktum sínum og sættum okk-
ur ekki við annað en að konur séu
fullgildir „menn“ í skilningi mann-
réttinda. Sumir telja hinsvegar, að
rétturinn sé yfírvaldanna, verald-
legra eða trúarlegra, og þau geti,
með skírskotun í þjóðarheill, heill til-
tekinna hópa eða trúarhefðir skert
mannréttindi. Og það eru svo undar-
lega margir sem telja það heill þjóða
og hópa að skerða mannréttindi
kvenna.
„Ég tel,“ sagði Sigríður Lillý að
lokum, að þessi ráðstefna sé þegar
búin að sanna gildi sitt, því að svo
ótrúlega margt hefur skilað sér í
undirbúningsvinnunni. Ég efast
ekki um að hún muni, eins og hinar
þrjár kvennaráðstefnur Sameinuðu
þjóðanna, skila konum um allan
heim ótvíræðum árangri.
út af þingmannafundinum. Við
ætluðum að fylgjast með þessu,
íslensku þingmennirnir, en
misstum af því einhverra hluta
vegna, höfum kannski ekki verið
nógu fljótar út.
Eg hef reyndar haft af því
dálitlar áhyggjur og það hefur
komið mér á óvart hér, að nán-
ast ekkert samstarf hefur verið
milli Norðurlandanna. Ég hafði
vænst þess að eitthvert óform-
Iegt samstarf yrði að minnsta
kosti en það hefur ekkert verið
til þessa. Ég hef rætt svolítið við
norrænar konur, einkanlega þær
sem eru í Norðurlandaráði og
ég býst við að við reynum að
koma saman og spjalla um þetta.
Ég tel þetta mjög alvarlegt mál
fyrir okkur íslendinga því að við
höfum alltaf haft mikið samstarf
við Norðurlandaþjóðirnar í öllu
starfi á vegum Sameinuðu þjóð-
anna.“