Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 23

Morgunblaðið - 16.09.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 23 KVENNARÁÐSTEFNAN í KÍNA Drífa Hjartardóttir varaþingmaður * Islensku konurn- ar áttu ærið er- indi til Peking Peking. Morgunblaðið. ÞAÐ fréttist til Peking frá ís- landi, að þar væri því haldið fram, að íslenskar konur hefðu greinilega ekki átt annað erindi á óopinberu ráðstefnuna í Kína en að skora á Vigdísi Finnboga- dóttur að bjóða sig áfram fram til forseta. Þær voru býsna undr- andi á þessari frétt íslensku konurnar, sem daglega höfðu rifið sig á fætur eldsnemma á morgnana til að komast sem fyrst út í Huairou, en þangað var hálfrar annarrar klukku- stundar ferð með strætisvagni. Tímann sem fór í ferðirnar milli gistihúss kvennanna í Peking og Huairou notuðu konurnar til að lesa og rökræða það sem þær sáu og heyrðu, á morgnana und- irbjuggu þær daginn, á kvöldin var farið yfir efni sem þær höfðu viðað að sér. „Ég tel að íslenskar konur hafi átt heilmikið erindi til Pek- ing,“ sagði Drífa Hjartardóttir, forseti Kvenfélagasambands Is- lands. „Við vorum nú ekki svo margar, aðeins 18 konur á óopinberu ráðstefnunni og ég fullyrði að við höfðum ærið er- indi, bæði vegna þess fróðleiks og reynslu, sem við færum með okkur heim og vegna þess sem við höfðum sjálfar fram að færa í erindum og þátttöku í umræð- um. Ráðstefnan var afskaplega fjölbreytt, ótal fyrirlestrar og fundir, formlegir og óformlegir. Minnisstæðastur verður mér þó sennilega mannréttindadómstóll sem settur var á svið, þar sem konur frá ýmsum löndum komu fram og vitnuðu gegn ríkis- stjórnum þeirra. Sérstaklega er eftirminnileg blind kona sem skýrði frá því er henni var nauðgað af vinnuveitendum sín- um, feðgum. Hún reyndi að kæra, en var sagt að þar sem hún væri blind gæti hún ekkert sannað og fór svo að henni var sjálfri varpað í fangelsi. Drifa hafði verið boðin í heim- sókn til aðalstöðva kínversku kvenfélagasamtakanna, opin- berra regnhlífasamtaka allra kvennasamtaka í Kína. Samtökin höfðu fengið nýtt glæsilegt hús- næði, 14 hæða hús með 300 skrif- stofum og fundarsölum. Hún kvaðst hafa hitt þarna forseta og varaforseta samtakanna í mjög formlegri móttöku, þar sem gestgjafar og gestur hefðu skýrt frá sínum samtökum. Hún sagði að þær hefðu lagt mikla áherslu á hve miklar breytingar hefðu orðið á kjörum og réttind- um kvenna eftir bytlinguna en það væri engu að síður áhyggju- efni, að tveir þriðju hlutar þeirra unglinga sem hættu skólanámi væru stúlkur og áhersla væri lögð á að breyta því. ÍSLENSKA sendinefndin á 4. kvennaráðstefnunni í Kína. Frá vinstri: Ingunn Guðmundsdóttir, Elín Líndal, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Margrét Einarsdóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Sturla Siguijónsson og Sigríður Anna Þórðardóttir. A KINAVERÐI 3 silkiplöntur í trékassa kr. 495 Reykelsi 100 kr. pakkinn Bergfléttur Minni kr. 660 Stærri kr. 1.490 i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.