Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Alþjóðlegnr dagur til verndar
ósonlaginu - 16. september 1995
í ÁR eru 50 ár liðin
frá stofnun Sameinuðu
þjóðanna. Einn af
mikilvægustu áföngum
í starfi Sameinuðu
þjóðanna er hin nána
og víðtæka samvinna
milli ríkja, vísinda-
manna, iðnaðar, ýmissa
samtaka og almenn-
ings um að afstýra
þeirri ógn sem stafar
af þynningu ósonlags-
ins. Samvinna af þessu
tagi er einsdæmi í sögu
Sameinuðu þjóðanna.
Mikilvægasti áfang-
inn í þessu samstarfí
er samþykkt Montreal-
bókunarinnar, þann 16. september
1987, um takmörkun á notkun efna
sem eyða ósonlaginu. Ákveðið var
hjá Sameinuðu þjóðunum að tilnefna
16. september sem alþjóðlegan dag
til verndar ósonlaginu, til að vekja
athygli á þeirri stöðugu ógn sem
þynning ósonlagsins er og þessari
árangursríku alþjóðlegu samvinnu.
Ósonlagið, sem vemdar jörðina
fyrir skaðlegum geislum sólar, er
að þynnast af völdum efna sem los-
Gunnlaug
Einarsdóttir
uð eru af manna völd-
um við yfirborð jarðar.
Helstu efnin sem valda
þynningunni eru
klórflúorkolefni (CFC),
m.a. notuð í kælikerf-
um, úðabrúsum og sem
hreinsiefni, og halónar
í slökkvitækjum.
V etnisklórflúorkolefni
(HCFC) eiga einnig
þátt í ósoneyðingunni.
Ósonlagið hindrar að
megnið af skaðlegum
útfjólubláum geislum
sólar (UV-B) nái til
jarðar. Meiri geislun
leiðir til aukinnar tíðni
húðkrabbameins og
augnsjúkdóma og getur hugsanlega
leitt til útrýmingar á svifþörungum
sem eru grunnurinn að lífkeðju hafs-
ins og skaðað landbúnaðarfram-
leiðslu. -
Uggvænlegar vísindalegar niður-
stöður, sem komu fram um miðjan
áttunda áratuginn, urðu til þess að
sérfræðingar á vegum Umhverfis-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNEP) og Alþjóða veðurmálastofn-
unarinnar (WMO) komu saman til
Áætlað er að ósonlagið,
segir Gunnlaug Ein-
arsdóttir, muni ekki
færast í fyrra horf fyrr
en eftir miðja næstu öld.
að ræða viðbrögð við ósoneyðing-
unni. Þetta leiddi til Vínarsáttmálans
árið 1985 um vernöun ósonlagsins.
Tímamótasamkomulag náðist um
bókun við Vínarsáttmálann í Mon-
treal 16. september 1987, Montreal-
bókunin. Þar voru samþykktar að-
gerðir til að draga strax úr losun
klórflúokolefna í iðnvæddum ríkjum
og jafnframt samþykkt skuldbind-
ing fyrir þróunarlöndin til að gera
slíkt hið sama 10 árum síðar. Með
staðfestingu Montreal-bókunarinn-
ar gáfu aðildarríkin fordæmi fyrir
frekari alþjóðlegri samvinnu um
umhverfismál. Ríkisstjórnir sam-
þykktu fjárfrekar aðgerðir til þess
að takmarka efnanotkun, jafnvel
áður en endanleg niðurstaða um
orsakir og afleiðingar þynningar
ósonlagsins lágu fyrir. Þannig var
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
817. þáttur
Svo segir fornt orð, að laun
heimsins séu vanþakklæti. Eftir
afburðagott sumar á Austurlandi
mátti lesa hér í blaðinu 7. sept.
s.l. litla fréttagrein, þar sem
sagði að austan: „Þar verður
sumri blótað og haustið móttekið
á dagskrá sem stendur í fimm
daga.“ Austfírðingar ætluðu sem
sagt að blóta þessu góða sumri.
Þegar sögnin að blóta stýrir
þágufalli, merkir hún að bölva
eða formæla. Menn hafa stund-
um blótað ótíðinni. En þegar
þessi sögn stýrir þolfalli, er hún
í merkingunni að dýrka, einkum
heiðin goð. Forfeður okkar eiga
að hafa blótað Frey og Freyju
til árs, friðar og ásta. í fréttinni
hefði því væntanlega átt að
standa, að þeir fyrir austan ætl-
uðu að blóta sumarið, svo sem
í líkingu við það, þegar menn
blóta þorrann. Þegar nautin
blóta, stýrir sögnin engu falli.
Þau öskra, og fylgir hvorki þol-
fall né þágufall.
Sögnin að blóta hefur sam-
kvæmt þessu tvær merkingar,
hvora annarri andstæða. Svipuð
merkingarþróun hefur orðið í
sögninni að ragna sem merkti
upphaflega að dýrka regin=goð,
en merkir nú að bölva.
Þá hefur beyging sagnar-
innar að blóta heldur en ekki
tekið stakkaskiptum. Upphaf-
lega var hún sterk tvöföldunar-
sögn og voru kennimyndimar
blóta, blét, blétum, blótið. Hún
beygðist með öðrum orðum eins
og gráta. í vísu í Egils sögu
hefur t.d. varðveist nútíðarmynd-
in blæt, hliðstæð því sem við
segjum núna: ég græt. En fyrir
lifandi löngu fékk blóta veika
beygingu eftir 1. flokki: blóta,
blótaði, blótað; nútíð ég blóta.
Um uppruna sagnarinnar
blóta er margt á huldu. Hún
kynni að vera skyld blóð, en
ekki síður skyld sögninni að
blessa. Auðvitaö standa merk-
ingarbreytingar sagnarinnar að
blóta í sambandi við trúarbreyt-
ingar.
Orðið regin, sem fýrr var vitn-
að til, beygist: regin, regin,
rögnum, ragna. Af samanburði
við gotnesku er öruggt að orðið
hefur merkt „hin ráðandi öfl“.
Grúi mannanafna í íslensku og
skyldum málum er, sem vænta
mátti, af þessu dreginn, svo sem
Ragnheiður, Ragnhildur,
Ragnar, Rögnvaldur, Reginn,
Reginald og Reynolds. í sam-
bandi við mannsnafnið Reginn
er þess að gæta að ekki dugir
að hafa „eðlilegt" þágufall, frá
Regni. Þar koma til áhrif frá
hvorugkynsorðinu regn. Kona
mun tæplega vilja segjast vera
gift *Regni, og verður að taka
þann kost að vera gefín Regin.
★
Umsjónarmaður birtir með
þökkum svofellt bréf frá Sigurði
Eggert Davíðssyni, sálsagnfræð-
ingi:
„Afskaplega fer það í taug-
arnar á mér þegar staglast er á
formælendum þessa og hins.
Dugar ekki talsmaður, eða full-
trúi? Á Eyrinni í gamla daga var
formælandi sá er formælti með
ljótu orðbragði.
Mér datt í hug orðið áhlaups-
sveit í stað hraðsveitar, um það
sem á amerísku heitir Rapid
Deployment Force.
Loks er ég hjartanlega sam-
mála „skilríkum mönnum" (sjá
síðasta þátt), að nota orðið best-
vitandi í stað Besserwisser.
Vertu svo blessaður í bráð og
lengd.“
★
Til er lýsingarorðið vanur með
eignarfalli. Það merkir að vera
án, vanta. Handar vanur í
Hávamálum er einhendur, hann
vantar aðra höndina. Stundum
verður okkur orðs vant. Þetta
kemur fram í breyttri mynd
(veikri) í nokkrum óbeygðum
lýsingarorðum, svo sem aflvana
og máttvana. Mikill vöxtur hljóp
um skeið í samsetninguna „vél-
arvana" um skip, og það þó að
þau væru ekki vélarlaus. Það
dugði mönnum til þessa orðs, að
vélin væri biluð. Nú ætla ég að
segja fréttamönnum, til hróss,
að þeir hafa Iagað þetta að veru-
legu leyti og segja til dæmis afl-
vana eða með bilaða vél og
fleira sem rétt er.
Hins vegar er lítil bót að því
að breyta orðinu skipaviðgerðir
í „skipasmíðaviðgerðir", þótt
skipasmíðar megi sjálfsagt lengi
bæta.
★
Upp vek þú málið mitt
minn guð, hljððfæri þitt;
láttu þess strengi standa
fyrir stilling heilags anda,
svo hafni eg heimsins æði,
en hugsi um eilíf gæði.
Þannig kvað Bjarni Borgfírð-
ingaskáld, og ég tek þessa vísu
upp til þess að reyna að vera
sanngjam. Mér hefur leiðst svo
mikið hvernig atviksorðið upp
þrengir sér æ meir inn á mili
sagnarinnar að vekja og and-
lagsins sem hún stýrir. Menn eru
teknir að segja að vekja upp
áhuga, vekja upp vonir, vekja
upp andúð o.s.frv. Krakkar eru
jafnvel farnir að apa þetta eftir
hinum fullorðnu: „Viltu vekja
mig upp í fyrramálið?“
Ef menn er fjölkunnugir og
illa innrættir, vekja þeir upp
drauga, en í flestum öðrum sam-
böndum er best að sleppa upp
milli sagnarinnar að vekja og
þess sem vakið er.
★
Stafsetning?
Er í óplægðan akur ég sæ,
ég uppskeru vesala fæ;
sama hvemig ég gæ,
öllu grýtt var á glæ.
Það var hreint ekki morgunn í mæ.
(Valgarður á Velli;
leysti af í sumarleyfí.)
★
Umsjónarmanni var ekki
skemmt, þegar ráðherra dóms-
mála á íslandi notaði orðbjálfann
„óábyrgni“ í sjónvarpsviðtali um
það sem á venjulegu mannamáli
kallast ábyrgðarleysi.
komið í veg fyrir óbætanlegan
skaða.
Montreal-bókunin hefur verið
endurskoðuð tvisvar sinnum, fyrst í
London árið 1990 og síðan í Kaup-
mannahöfn í lok árs 1992. Endur-
skoðunin hefur leitt til þess að flýtt
var stöðvun á framleiðslu og notkun
klórflúorkolefna og halóna. Einnig
hefur fleiri ósoneyðandi efnum verið
bætt á lista yfir efni sem stöðva
skal framleiðslu og notkun á í ná-
inni framtíð. Aðildarríkjum Montr-
eal-bókunarinnar er heimilt að setja
strangari takmarkanir en bókunin
kveður á um. ísland hefur að mestu
fylgt takmörkunum Evrópusam-
bandsins og var innflutningi nýfram-
leiddra halóna hætt um mitt ár 1993
og innflutningi nýframleiddra
klórflúorkolefna var hætt þann 1.
janúar 1995, ári fyrr en kveðið er á
um_ í Montreal-bókuninni.
Árið 1990 var stofnaður sérstakur
sjóður, Marghliða sjóðurinn (Multil-
ateral Fund), til að hjálpa þróunar-
löndum við að taka upp nýja tækni
og mæta öðrum kostnaði sem hlýst
af því að fylgja eftir Montreal-bók-
uninni. Aðildarríki Monteral-bókun-
arinnar hafa lagt fram nálægt 25
milljörðum íslenskra króna í sjóðinn
og úthlutað hefur verið úr honum
til rúmlega 700 verkefna í 85 þróun-
arlöndum.
Ógnunin af þynningu ósonlagsins
er ennþá til staðar. Uggvænleg þróun
hvað varðar aukna notkun ósoneyð-
andi efna hefur átt sér stað í nokkr-
um þróunarríkjum þar sem hagvöxt-
ur hefur aukist. Iðnvædd ríki (25%
jarðarbúa) hafi nær hætt notkun
ósoneyðandi efna, en þróunarlöndin
og lönd sem hafa átt við mikla efna-
hagsörðugieika að etja vegna
breyttra þjóðfélagsaðstæðna eiga enn
eftir að draga úr notkuninni.
Vísindamenn hafa áætlað að
ósonlagið hefði þynnst um 4-5% á
hveijum áratug ef klórflúorkolefni
hefðu verið losuð áfram í jafnmiklum
mæli og gert var á áttunda áratugn-
um. Þynning ósonlagsins um hvert
1% getur valdið aukningu útíjólu-
blárra geisla og leitt til 2% aukning-
ar húðkrabbameina og fleiri tilfella
blindu á hveiju ári.
Árangur af starfi einstakra þjóða
og alþjóðlegu átaki síðustu 8 ára er
farinn að sjást þar sem nýjustu
mælingar hafa staðfest að dregið
hefur verulega úr uppsöfnun óson-
eyðandi efna í lofthjúpnum. Magn
einstakra efna (1,1,1 tríklóretan) í
lofthjúpnum hefur jafnvel dregist
saman. Skaðlegum áhrifum á heilsu
manna hefur þannig verið afstýrt
um heim allan.
Þrátt fyrir árangur af aðgerðum
undanfarinna ára þá er ljóst að mið-
að við núverandi takmarkanir mun
klórmagnið í lofthjúpnum halda
áfram að aukast fram til aldamóta.
Talið er að þynning ósonlagsins
muni einnig verða meiri næstu ár,
samanber nýbirtar mælingar um
ósongatið yfir Suðurskautslandinu
sem nú mælist stærra en nokkru
sinni fyrr og er nú á stærð við Evr-
ópu. Áætlað er að ósonlagið muni
ekki færast í fyrra horf fyrr en eft-
ir miðja næstu öld, en með frekari
takmörkunum á notkun ósoneyðandi
efna má flýta'því.
Fyrsti alþjóðlegi ósondagurinn
gefur tækifæri til að endurmeta
þann árangur sem þegar hefur náðst
og til að efla samstarf um að takast
á við þau viðfangsefni sem við blasa
til að tiyggja varanlega verndun
ósonlagsins.
(Byggt á fréttatilkynningu frá
Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna.)
Hiifundur er efnafræðingur lyá
Hollustuvernd ríkisins.
Svar
við svörum
Á DÖGUNUM ritaði
ég grein hér í Morgun-
blaðið um nýsettar
reglugerðir félagsmála-
ráðherra og orðaval
hans og fleiri fram-
sóknarmanna í garð
útlendinga. Eg sagði að
með þessu hefði Fram-
sóknarflokkurinn feng-
ið á sig rasista-orð og
nú væri hans að hrekja
af sér þá slyðru. Á einni
viku hafa þrír vaskir
menn gengið í það verk
og er vel.
Þráðurinn í þessum
svörum er sá að áminn- Hallgrímur
ingar mínar sýni ras- Helgason
isma í garð framsókn-
armanna. Sitt er hvað, hatur og háð. •
Hér er á ferð einhver skortur á stíl-
Kjami málsins er
óbreyttur, segir Hall-
grímur Helgason, út-
lendingar fá ekki at-
vinnuleyfi.
skilningi eða einfaldlega skortur á
húmor. Þegar Páll Pétursson er búinn
að smala í heilu skipsfarmana þarf
stórt skáldaleyfi til að landa þeim
fyrir lesendur.
Þótt ég sé tregur til að veita „lær-
iföður“ mínum tilsögn er kannski
rétt að Hrafn Jökulsson bæti stíl-
fræði inn á stundatöflu síns nýstofn-
aða stjórnmálaskóla fyrir framsókn-
armenn. Þar mætti til dæmis kenna
muninn á „Iron and Irony“. Þarna
munar einum litlum staf sem þeir
gætu stutt sig við um sinn á hálu
ritsvelli.
Félagsmálaráðherra
lætur aðstoðarmann
sinn um að útskýra
óheppilegt orðalag hans
og skal sú afsökunar-
beiðni hér tekin gild.
Hann bætir þvi við að
yfírmaður sinn sé alls
ekki á móti hingaðkomu
erlendra flóttamanna.
Eftir stendur þó að hann
mun ekki veita þeim
atvinnuleyfi. Ég átta
mig ekki alveg á þessum
mótsögnum nema ráð-
herrann ætli að veita
þeim sérstaka undan-
þágu og setja beint á
atvinnuleysisbætur.
Grein Guðna Ágústs-
sonar var góð en myndin, sem henni
fylgdi, var þó betri.
Það er leiður ávani ritdeilandi
manna að draga persónuleg mál inn
í almenn málefni og í greinum sínum
hafa svarendur bæði farið út í ættir
sínar og skattamál mín.-Þá sakar
þingmaðurinn sunnlenski mig um að
„grýta“ hann „ókunnungan" (prent-
villa Morgunblaðsins eða meðvituð
ritvilla höfundarins og liður í töfra-
formúlu hans „að tefja fyrir öldrun“
sem hann viðraði í greininni?) mann-
inn. Ég skil ekki þau rök að enginn
megi deila á stjómmálamenn án þess
hann sé kunnugur þeim.
í bréfí til Velvakanda áfellist mig
reiður lesandi fyrir að hvetja „til stór-
aukins innflutnings á erlendum
flóttamönnum". Ég vil bara minna á
að síðastliðið ár kom enginn flótta-
maður til landsins.
Að öllum svörum samanlögðum er
kjami málsins óbreyttur. Útlendingar
fá ekki atvinnuleyfí hér á landi. ísland
er lokað land. ísland fyrir íslendinga.
Höfundur er myndlistarmnður og
rithöfundur.